Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Page 14

Fjölnir - 04.07.1997, Page 14
Myndskreyting ósk Vilhjálmsdóttir 2 Fyrst eftir að ég fluttist út, og kom hingað í stutta heimsókn í júlímánuði, fannst mér að allir hlytu að vera að horfa á mig. Já, mér fannst að allir hlytu að vera að tala um mig og mér leið eins og kvikmyndastjörnu sem hefúr gleymt sól- gleraugunum sínum uppi á hóteli. En með árun- um hvarf þessi ofurviðkvæmni enda skildist mér fljótt að þeir örfáu sem þekktu mig í sjón vissu ekki einu sinni að ég var kvikmyndastjarna. Og nú, mörgum árum seinna virkar þetta dálítið grátbroslegt. Ég er staddur í Austurstræti. Það er rigning úti og ósjálfráð viðbrögð stýra mér inn í Eymundsson þar sem þrír dropar detta úr hárinu ofaní opnuviðtal við kynóðan homma sem er harðákveðinn í að sigra Júróvisíón í svörtum latexbuxum. 3 Siguröur Cuðmundsson segir í TabuLi Rasa að Island sé of smátt til að búa á því en of stórt til að burðast með það í maganum út um allan heim. í þessum orðum felst melankólískur sárs- auki íslenskra útlaga. Islenski útlaginn er of stór fyrir ísland en of lítill fyrir heiminn. a (slenskur fáni á svölum þýsks fjallakofa. Hjálmar Sveinsson var að koma heim eftir að hafa dvalið erlendis í nokkur ár. Hann lýsir hér endurfundum sínum og fslands. „Heima er best. Einhverra hluta vegna hefég á tilfinningunni að þetta slagorð hafi misst krafi sinn um leið og zetan var felld úr islenska stafirófinu. Og kannski löngu jyrr.“ Fj 14 ö 1 n i r timarit handa islendingum sumar '97 o Ég heyrði einu sinni frægan kvikmyndaleikstjóra segja frá því í litlum og dimmum kvikmyndasal í stórri borg að ferðalög losuðu um hugsunina. Og til að kveða fastar að orði sagðist hann fá bestu hugmyndirnar þegar hann væri farinn eitthvað en ekki kominn neitt. Að vera farinn en ekki kom- inn, hugsaði ég og pantaði gin og tónik hjá flug- freyjunni og reyndi að losa um hugsunina rétt í þann mund sem flugvélin fór að lækka flugið. Og þegar flugvélin var lent sagði þessi sama flug- freyja „kæru farþegar, velkomin heim“. Og síðan bað hún okkur að bíða spennt í sætisólunum þar til flugvélin hefði numið staðar við flugstöðvar- bygginguna og slökkt á hreyflunum. Já, hún sagði „kæru farþegar, velkomin heim“ og þessi setning sat föst í hausnum á mér langleiðina til Reykjavíkur í kafaldsbyl því ég var ekki viss hvort ég ætti að taka þessa frómu kurteisi til mín. Hún sagði það hvorki á dönsku né þýsku enda hefði verið út í hött að bjóða fúrðu marga Þjóðverja og tvo eða þrjá Dani velkomna heim, á þeim nötur- lega stað Keflavíkurflugvelli. Vandi minn var reyndar sá að ég hafði ekki átt heima á íslandinu góða í fjölmörg ár. Og síðan þessi flugvél lenti í kafaldsbyl á Keflavíkurflugvelli hef ég stundum verið að hugsa um hvað það sé að eiga heima einhversstaðar. Ég hef lent á flugvöllum víðsvegar um Evrópu og meira að segja á flugvellinum við Istanbúl og á John F. Kennedy en aldrei heyrt flugfreyjuna segja „kæru farþegar, velkomin heim“ á móðurmálinu (reyndar skil ég ekki tyrknesku en hef fyrir satt að það sé málfræðilega best upp byggða mál í heimi). Og því læðist stundum að mér sá grunur að Islendingar njóti þeirra foréttinda einir í heiminum að eiga heima einhversstaðar. Og sennilega er sama þótt þeir búi í útlöndum rétt að segja alla sína ævi. Alltaf skulu þeir eiga „heima" á Islandi. t Keilir er enn á sínum stað og álverið og kirkju- garðurinn fyrir ofan Hafnarfjörð þar sem amma mín liggur grafin, þótt hún hafi verið úr allt ann- arri sveit. Einhverntíma las ég að gyðingar telja sig eiga heima þar sem forfeður þeirra liggja grafnir. Sagan um „gyðinginn gangandi“ er víst kristinn áróður um að gyðingum sé eðlilegt að vera á flakki. Eða var það refsing fyrir að hafa myrt Jesú? Ég veit það ekki og það skiptir engu máli en mig langar ekki til að eiga heima í Hafn- arfirði. Flugrútan fer sem leið liggur til Reykja- víkur og ég tek leigubíl frá Hótel Loftleiðum upp í Þingholtsstræti þar sem ég er búinn að leigja íbúð uppi í risi næstu sex mánuðina. Ég sef á mjóum dívan um nóttina undir útsaumuðu veggteppi þar sem sjá má Hans og Grétu gæða sér á sykurhúðuðum kökum á húsburst galdra- nornarinnar. Morguninn eftir hefúr dregið fyrir sólu. Stærðarinnar snjóflygsur svífa hægt til jarðar og breytast í vatn um leið og þær lenda á handar- bakinu. Það eru svellbunkar á gangstéttum í Þingholtunum og ég er óstyrkur á þessu svelli. Maður og kona á óræðum aldri ganga hiklausum skrefúm fram úr mér. Mér finnst þau líta út fyrir að vera miklu eldri en ég en mig grunar að þau séu miklu yngri. Þau leiðast og eru betur skóuð en ég og ldædd dökkbláum kuldagöllum með gráum endurskinsræmum. Tveir jeppar ösla upp götuna á stórum, útbelgdum dekkjum sem breyta snjónum í grábrúnt slabb. Að öðru leyd er undarlega hljótt í þessari borg. Allt dempað og dúðað. Þegar ég kem aftur í íbúðina kveiki ég á útvarpinu og tek að gæða mér á lifrarpylsu og skyri sem smakkast ekki alveg eins vel og mig minnti. Svala Nielsen syngur síðasta lag fyrir fféttir. Þegar karlalandsliðið í handbolta var að keppa í Japan á dögunum, sagði roskinn leigubílstjóri við mig: „Ég held að við eigum mjög góða mögu- leika að komast í fjögurra liða úrslit og jafnvel í verðlaunasæti". Auðvitað hefði ég átt að fyllast stolti yfir svo glæstum árangri en einhverra hluta vegna kunni ég ekki alveg við þessa miklu sam- kennd og bað leigubílstjórann að beygja inn Eiríksgötu og hleypa mér út uppi á Skólavörðu- holti. Ég er ekki enn búinn að venjast orðinu „við“ þegar átt er við „okkur Islendinga". Um daginn heyrði ég velklæddan hagfræðing lýsa efnahagsstjórninni á íslandi á fyrstu árunum eftir stríð og hann sagði alltaf „við“ gerðum örlagarík mistök, „við“ komum á slæmri efnahagsstjórn, „við“ fórum ekki eftir neinum reglum sem alþjóðabankinn setti en samt þáðum „við“ meiri fjárhagslegan stuðning en nokkur önnur þjóð. Ég hef ekkert á móti handbolta og misvitrum hag- fræðingum en akkúrat núna er ég samt að vonast til að hægt sé að búa í þessu landi án þess að tilheyra hópnum „við fslendingar“. Það er orðið nokkuð áliðið en albjart úti og blankalogn. I loftinu liggur ilmur af grilli. Innan úr eldhúsi heyrist diskaglamur og einhver er að spila á gítar fyrir opnum glugga uppi í súðarherbergi á Grundarstígnum. Nokkrir hlæjandi krakkar og kettir hlaupa yfir götuna og stytta sér leið yfir garða og bakgarða þegar ég rölti frá Skólavörðu- holti gegnum Þingholtin niður á Þingholtsstræti. Heima er best. Einhverra hluta vegna hef ég á tilfinningunni að þetta slagorð hafi misst kraft sinn um leið og zetan var felld úr íslenska stafróf- inu. Og kannski löngu fyrr. íslendingasögumar fjalla allar um kappa sem fóru utan og gátu sér góðan orðstír en komu svo heim og lentu hér í einhverju djöfúlsins veseni. Sorglegust er senni- lega sagan af Bjarna HItdælakappa sem var smart klæddur þegar hann kom heim eftir margra ára útivist en lenti svo í því að þurfa sjálfúr að moka flórinn í fjósinu sínu og varð að athlægi og síðan var hann bara drepinn. Og samt sem áður hafa þessir glæstu kappar haldið áfram að koma heim í ellefú hundrað ár því þeir áttu víst hvergi heima nema á þessum stað í veröldinni. Hver þeirra kemur með sína sögu og ekki ástæða til að trúa einu orði frekar en hjá Ódysseifi forðum sem fór á ógurlegt fyllerí og kom alltof seint heim og laug upp einhverjum fúrðusögum til að kerlingin væri ekki með neitt röfl, hugsaði ég um Ieið og ég pantaði mér gin í tónik hjá flugfreyjunni og reyndi að Iosa um hugsunina um leið og flug- vélin lækkaði flugið. HjAlmar Sveinsson

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.