Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Síða 19

Fjölnir - 04.07.1997, Síða 19
Arnar Guðmundsson Afhverju þrjóskast þjóðernishyggjan við? Beyond tbe eastern vange is a river flowing north. It merges into tbe pools tbat flotv through tarns and marsbes, and many streams and rivers drain into it before it empties into tbe fjord. By tbat time, it is carrying a great deal ofivater. ina sem ferli samsömunar hljótum við að spyrja af hverju stóru sögurnar um stéttirnar og þjóðirn- ar og þjóðríkin séu óhjákvæmilega að líða undir lok? Hvað kemur í veg fyrir samsömun við þær? Að mínu mati er svarið ekkert „náttúrulegt" — það er enginn goðsagnakenndur spádómur að rætast. Það er nær að líta til valdakerfis heimsins. Hall, Harvey og fleiri fræðimenn hafa flutt sann- færandi rök fyrir því að breytingarnar á efnhags- kerfi heimsins síðustu áratugina hafi haft djúp- stæð áhrif á sjálfsmynd fólks — hvernig fólk upplifir sig sem hluta af hópi og þar með á stjórnmálabaráttu hvaða nafni sem nefnist. Kynslóðabíl i stiórnmólum Ég held að við sjáum þessar breytingar allt í kringum okkur. Verkalýðshreyfingin hefúr þegar gengið í gegnum þau erfiðu umskipti að stéttar- staðan er ekki lengur afgerandi þáttur í sjálfs- mynd verkafólks. Þessi breyting sem kemur í kjölfar breytinga á vinnumarkaði og í efnahagslífi er ef til vill stærsta kreppa hreyfingarinnar. Það hefúr líka oft hvarflað að mér að stjómmálaflokk- ar séu í svipaðri stöðu. Þegar ég vann rannsókn mína á áhrifúm þjóðernishyggju á íslenska stjórnmálabaráttu tók ég eftir því hve tíðrætt stjórnmálamönnum varð um hugtakið „kynslóðabil“. Þeir töldu unga fólk- ið líta öðruvísi á sögu sína og tengsl við landið en fyrri kynslóðir. Jón Baldvin spurði: „Eru þau bundin landinu sömu tryggðarböndum, þótt þau hafi aldrei slegið það með orfi og ljá?“ KristIn ElNARSDómR kvaðst hafa mestar áhyggjur af því að sífellt fleira ungt fólk, einkum í Reykjavík, tengdi ekki lengur velferð sína og lífsafkomu við náttúr- una — „þeim finnst þau ekki lengur vera hluti af náttúrunni." Hún sagði þetta meira áhyggjuefni en alþjóðavæðingin. > Bircir Andrésson NALÆGÐ Manngerð náttúra Blýantur á papplr, 1994/95 Steingrímur Eyfjörö Kristmundsson: Verk eins og áhorfandinn skapar Fyrir tuttugu og fimm árum áttaði ég mig á að listaverk sem bjuggu yfir endanlegri niðurstöðu voru byggð á viðmiðum sem upprunnin voru í öðru menningarsamfélagi — ekki því sem við lifúm í. Til að losna undan þessari hefð ákvað ég að vinna verk sem væru sambærileg við þau verk sem áhorfandinn skapar þegar hann horfir á eða skynjar listaverk. Ég hugsaði mér að verk- in yrðu frekar tilgámr eða möguleikar en endan- legar niðurstöður. Ég hugsaði mér að áhorfand- inn lifði í heimi neyslu og túlkunar — einskon- ar notendaheimi — og hann gæfi þessari veröld sinni sífellt nýja og persónubundna merkingu; hann væri sífellt að endurnýja túlkun sína á menningarfyrirbærum sem okkur er tamt að líta á sem stöðug og ákveðin. Ég ólst upp við listhefð sem byggði á að verk væru gerð án þess að forsendur þeirra eða forvinna væri sýnileg. Framlag verksins til sam- félagsins var ekki hreyfiafl verkanna. Þau vom í raun önnur kynslóð frá upphaflega verkinu. Stíllinn og forsendurnar höfðu sprottið úr öðm menningammhverfi. Þetta vom því ekki sjálfsprottin verk heldur endurgerð. Þetta á einkum við um verk sem urðu til á sjötta og sjöunda áratugnum; svokallaða óhlutbundna list. Þau eru unnin á sama tíma og ísland er að færast í átt að nútímanum og samfélag okkar verður líkara því sem nágrannaþjóðir okkar bjuggu við. Einkenni verka frá þessum tíma er að af þeim má ekki sjá neinar forsendur sem málar- arnir lögðu til þeirra. Það liggur engin lita- eða formfræði eftir þessa listamenn; einungis verk sem byggð em á forsendum listamanna úr öðmm menningarsamfélögum. Verkin em því það sem kalla mætti stílísk — þau vom unnin inn í stíl sem þegar var til. Þessi stíll kom til landsins með nútíma húsbúnaði; þetta vom verk sem að lit og formi pössuðu einkar vel við húsgögn og aðra húsmuni á þessum tíma. Málararnir sem unnu þessi verk voru frekar túlk- andi listamenn en skap- andi. Það má rekja stíl ís- lenskra abstraktmálara til listaverka frá meginlandi Evrópu og í þau sótm þeir forsendur og forvinnu í verkin sín. Þessi sömu einkenni má sjá í svokaUaðri hugmyndalist hér á landi. Forsendur hennar vom búnar til í öðru menningarsamfélagi og síðan fluttar hingað heim þar sem stíllinn var útfærður. Og þar sem þessi verk líktust hugmyndalistaverkum að stíl þá vom þau kölluð hugmyndalist. Þetta fyrirbrigði — að flytja inn forsendur og forvinnu listaverka milli menningarsvæða — er ekki séríslenskt fyrirbæri. Joseph Kousuth bendir á það í grein í ti'maritinu FOX 21977 að skipta megi amerískri .hugmyndalist í fræðilega hugmyndalist annars vegar en stílíska hug- myndalist hins vegar. Hið stílíska verður alltaf eftiröpun hinnar ffæðilegu listar. Hér á landi ber margt annað en myndlistin þessi einkenni eftiröpunar. Neysla og lífsstíll alls almennings ber þess merki að forsendur hans hafi sprottið úr öðru menningarsamfélagi. Það er ef til vill ástæða þess hversu ófúllnægjandi þessi lífsstíll er okkur. Hann skortir inntak sem við höfúm þörf fyrir. En þar sem ég vildi ekki samsama mig við þetta umhverfi heldur ffelsast undan þeirri íslensku listhefð sem ég ólst upp við ákvað ég að vinna verkin mín eins og áhorfandi. Með því að gefa mér þessar forsendur fékk ég ffelsi til að vinna með hvaða efhi og hvaða stíl sem ég kaus og ég gat flakkað á milli efna og stílbrigða ffá einu verki til annars. Ég fann ffelsi í afstöðu áhorfandans; ég þurfti ekki að setja ffam endan- legar niðurstöður heldur gat sett ffam einn möguleika af mörgum og gefið áhorfandanum tækifæri til að koma með nýjar tillögur. Flest þau verk sem ég hef unnið síðan eru útfærslur á þeim möguleikum sem áhorfandinn hefúr til að skoða hluti og gefa þeim nýja merk- ingu. Nýfega hef ég fengið áhuga á þátttöku áhorfandans við gerð verkanna og mögufeikum á að áhorfandinn geti skapað sín eigin verk. A síðustu árum hefúr myndrænt umhverfi fólks breyst úr línulegri upplifún á myndum yfir í fjölmyndaumhverfi; umhverfi þar sem myndir og tákn breyta um merkingu og áhorfkndinn getur meðhöndlað upplýsingar á persónubund- inn máta. Mér finnst þessi möguleiki heillandi þar sem áhorfandinn — neytandinn eða not- andinn eða hvernig sem á að skilgreina hann — fær upp í hendurnar tæki og aðferðir til að skapa sinn eigin stíl og gemr gefið heiminum hverja þá merkingu sem honum þóknast. í um- hverfi sem áhorfandinn meðhöndlar á persónu- legan hátt fæðast nýir möguleikar á skynjun og hugtakið veruleiki fær nýja merkingu. Það má finna nokkur dæmi um þessa nýju möguleika á internetinu. AMUSE-verkefnið á íslandi hefúr staðið fyrir hugmyndagerð um gagnvirkt sjónvarp þar sem notandinn getur hugsanlega búið til sitt eigið efni og meðhöndl- að upplýsingar á persónulegan máta. Þegar þetta er skrifað er hugmyndatextinn um þessa möguleika að fara inn á internetið (http://u>ww.- simi.ulicenhlamuselamu_yfir.html). Einnig vil ég benda á ARS ELOCTRONICA (http://web.at/) og RHIZOME RADAR (http://www.rhizome.com/) Það er síðan spurning hvort þau tól og tæki sem áhorfandinn fer upp í hendurnar verði sjálfsprottin eða hvort þau verði önnur kynslóð af forvinnu sem unnin hefúr verið á öðru menningarsvæði en okkar eigin. Reykjavík 23. júní 1997 Steingrímur Eyjjörð Kristmundsson „Hér á landi ber margt annaÖ en myndlistin þessi einkenni eftiröp- unar. Neysla og lífsstíll alls almennings ber þess merki aÖ for- sendur hans hafi sprottiÖ úr óÖru menningarsam- félagi. ÞaÖ er eftil vill ástæÖa þess hversu ófullnægj- andi þessi lífsstíll er okkur. Hann skortir inntak sem viÖ höfum þörf fyrir. “ Fjölnir 19 sumar '97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.