Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Síða 20

Fjölnir - 04.07.1997, Síða 20
Huldar Breiðfjörð Kona Nóttina áður hafði hún í fyrsta skipti á klæðum og nú fylgdust foreldrarnir stoltir með þar sem hún valdi sér dömubindategund úr búðarrekkanum. Alveg sjálf. Hún leit yfir litfagrar umbúðirnar í örlitlu uppnámi og handlék einn og einn pakkann. Skrjáfið í umbúðunum veitti henni aukið öryggi og fyrst ætlaði hún að velja sér þá tegund sem skrjáfaði fallegast í en ákvað síðan að velja sér svona með vængjum eins og fyrirsætan í auglýsingunni hafði sagt að væru svo góð. Þegar hún var búin að ákveða sig tók faðirinn um axlir hennar og sagði: „Nú ertu orðin að konu. Fulltíða konu.“ Móðirin táraðist og sjálf varð hún pínu klökk. Það hafði eitthvað gerst innra með henni. Hún fann það svo greinilega og henni fannst hún svo frjáls! Hana langaði að fara út um kvöldið og vera bara í dömubindinu þegar hún hitti hina krakkana. Þegar þau komu að kassanum lagði hún pakkann varlega á brautina fyrir framan afgreiðslukonuna. Konuna. Konu eins og hana sjálfa. „Fleira?" „Nei. Við þurfum ekkert fleira,“ svaraði faðirinn með stolti í röddinni um leið og hann lyfti sér lítillega upp á tærnar. Því næst tók hann upp krítarkortið og borgaði. Þau litu stolt á afgreiðslukonuna sem leit brosandi á hana og óskaði henni til hamingju. Henni konunni. Auglýsing í Borgarleikhúsinu 16. og 17. ágúst 1997 á efnisskrá — íslenska einsöngslagið — Flytjendur: Björn Jónsson, tenór Elsa Waage, mezzósópran Finnur Bjarnason, baritón Gunnar Guðbjörnsson, tenór Hanna Dóra Sturludóttir, sópran Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran Judith Gans, sópran Þóra Einarsdóttir, sópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari Borgarleikhúsið — ^^erðuberg Birgir Andrésson Úr Ijósmyndaseríunni: NÁLÆGÐ Annars vegar fólk. Auðunn skökull 1. af Islandi. Skáld/rithöfundur/.ættleiðingar- og arfleiðslusonur Roosevelt, forsetahjóna Bandarikjanna". Myndaröðin telur alls 60 Ijósmyndir af 60 einstaklingum. Fullklárað 1991. Hér virðist hin hefðbundna íslenska sjálfs- mynd, sem svo oft er skfrskotað til í íslenskri stjómmálaumræðu, vera á undanhaldi. Ef til vill er skýringin á kynslóðabilinu í stjórnmálum sú að ungt fólk samsamar sig ekki lengur þeirri ímynd hins tæknivædda veiðimanns sem stjórn- málaflokkamir ávarpa? Ungir íslendingar eru neytendur ímynda og samsama sig lífsstíl frekar en stéttarstöðu eða afstöðu í framleiðsluferlinu (sem bændur, verka- fólk eða sjómenn). Þegar forseti íslands ávarpaði ungt fólk í kosningaauglýsingum var það í gegn- um fúlltrúa mismunandi hópa eða stíla: Þarna voru til dæmis fúlltrúar hjólabrettakúltúrs, X- kynslóðar og ungu intellígensíunnar. íslenskt efnahagslíf er að taka breytingum og við erum sífellt oftar minnt á að fiskurinn — veiðimennskan — sé ekki óhjákvæmilega sá grundvöllur sem við munum byggja framtíð okkar á. Islenskir flokkar sem hafa raðað sér í stöður út frá stóru spurningunum um þjóðina og þjóðfrelsið skortir ef til vill tungumál til að tala við nýja hópa heimsborgaralegra neytenda? Hvað verður svo um „erki-fslendinginn“ á mósaíkflísinni íslandi? Því er erfitt að svara en ég hef reynt að draga fram ýmsar hræringar sem gjarnan eru í andstæðar áttir. í breyttum heimi fær hið „íslenska" aukið vægi — sérstaðan er gjaldmiðill á alþjóðlegum markaði staðbundinna ímynda. Nú þegar eru hópar íslendinga útundan og hvað gerist ef við eigum að vera enn meira „ekta“? A sama tíma virðast tök „þjóðarímyndarinn- ar“ vera að linast og nýjar ímyndir sækja á. Al- þjóðavæðingin helst í hendur við blómstrandi þjóðernishyggju eða vitundarvakningu þjóðernis- hópa. Hall hefur lýst þessari nýju þjóðernis- hyggju eða „etnísisma" sem viðbrögðum við sífellt flóknari og breytilegri heimi: „Ég veit ekki mikið um heiminn en ég veit hver ég er og get talað frá mínum rótum!“ Hin þjóðernisbundna sjálfsmynd er það sjónarhorn sem fólk talar frá. Ættbœkur huncte og hestn Kannski vonin felist í því að þessi sjálfsmynd þarf ekki að vera einföld eða eitthvað eitt umfram annað. Þriðja kynslóð svartra kvenna og karla í Bredandi veit að hún er ættuð frá Karíbahafinu, hún veit að hún er svört og hún veit að hún er bresk. En fólkið vill tala frá öllum þessum sjónar- hornum og neitar að gefa eitthvert þeirra eftir. Við þurfúm ekki að athuga lengi nýsköpun í menningu á borð við tónlist til að skynja þann kraft sem þessi afstaða getur leyst úr læðingi. En ég sé ekki að þjóðríkið sem pólitísk eining sé að hverfa. Fullveldishugtakið er heldur ekki að deyja, allavega ekki í hugum þess fólks í Afríku og Suður-Ameríku sem horfir á landrýmið sem það lifir af spillast vegna olíuvinnslu fjarlægra fyrirtækja. Þessi fýrirbæri halda vitanlega áfram að breytast með breyttum sögulegum aðstæðum. Imynduð samfélög verða áfram til en innan þeirra eiga að rúmast átök. Ég vil gjarnan bjarga möguleikanum á einhverskonar skilningi og samsömun við aðra, einskonar ímynduðu samfélagi, frá þeirri algeru sjálfhverfú og tómhyggju sem einkennir sum af guðspjöllum póst-módernismans. En ég vil ekki gleyma því að þetta er hættulegur heimur og að við myndun hverskyns hópa eða pólitískra ein- inga eru dregin landamæri og einhverjar raddir laga sig að þeirri sem hópurinn talar. Það er alltaf tvíeggjað en ég hef einfaldlega engan valkost séð. Stærsta hættan er að upp komi kröfur um „hreinleika“, um að vera „ekta“, til að fá inngöngu í hið ímyndaða samfélag og fá að láta rödd sína heyrast innan þess. Vonandi getum við Islendingar lært að líta á þjóðina sem ímyndað samfélag og þar með sköpunarverk okkar en ekki náttúrufyrirbæri. Þannig gætum við reynt að koma í veg fýrir að áðurnefnt tómarúm í umræðunni um „hið náttúrlega og sjálfgefna þjóðerni“ verði fýllt með einstrengingslegum kröfum urn hreinleika kynþáttar eða menningar. Höldum okkur við það að nota upprunavottorð og ættbækur aðeins fýrir hunda og stóðhesta. Arnar Guðmundsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.