Fjölnir - 04.07.1997, Síða 22
Halldór Björn Runólfsson (K)veljum íslenskt
HVAD EK...?
Spurðu sjálfan þig: „Hverjar
yrðu afleiðingamar ef eitt-
hvað ákveðið gerðist?“
Dæmi: ímyndaðu þér eitt-
hvað sem mögulega gæti
gerst varðandi það verk-
efni/vandamál sem þú ert
að fást við. Skoðaðu vel
orsök og afleiðingu.
Hvaða aðgerðir henta?
Hvað ber að gera?
BETUR SJÁ
AUGU EN AUGA
Fáðu f lið með þér fólk sem
hefur aðra sýn en þú á
veruleikann. Einhverja sem
eru algjörtega fyrír utan það
svið sem þú ert að fást við.
Til dæmis 6 ára bam, guð-
fræðing, lögregluþjón, al-
þingismann o.s.frv. Gerðu
tilraunir með mismunandi
viðhorf og sýn fólks á því
viðfangsefni sem þú ert að
fást við.
Á tónlistarsviðinu eru vitundarverðirnir ekki
eins burðugir þótt ekki skorti breiðu bökin á
þeim fjölmörgu tónleikum sem hvarvetna bjóðast
á íslandi nær allan ársins hring. Að vísu hefur
vitundarvörðunum í tónlistinni ekki tekist það
ætlunarverk sitt að reist verði sómasamleg hljóm-
leikahöll, en það stafar meir af meðfæddu van-
hæfi okkar íslendinga til að smíða, treysta og
leiða til lykta viðhlítandi skýli um menningar-
stofnanir okkar. Hver man ekki hundrað
árabiðina eftir þaki yfir Listasafn íslands, Ríkis-
útvarpið, Þjóðleikhúsið, Þjóðarbókhlöðuna og
Náttúrugripasafnið? Þessi kynlegi vandræðagang-
ur þjóðar sem að jafnaði reisir hús sín á mettíma
hefúr löngum verið hafður í flimtingum meðal
nágranna okkar og frænda. En hver þjóð á sér
sinn Akkilesarhæl og sameiginleg menningarrækt
er því miður okkar veikleiki.
Hvergi er það berlegra en á myndlistarsvið-
inu. Þar er vitundarvarslan endanlega hrunin.
Segja má að enginn láti sig lengur varða íslenska
myndlist nema hann hafi af henni beinan hag.
Hvað hefði Immanuel Kant sagt við slíkri skipan
mála, hann sem hélt því fram að ósvikið mat á list
yrði að vera undanþegið öllum hagsmunum? Vit-
undarverðir íslenskrar myndlistar — ef hægt er að
nota slíkt orðalag — eru ekki aðrir en listamenn-
irnir sjálfir og faeinir listfræðingar og enn færri
forverðir, gagnrýnendur og listsalar sem byggja
afkomu sína með einum eða öðrum hætti á vexti
og viðgangi greinarinnar. Hugsum okkur sin-
fóníuhljómsveit sem hefði enga áheyrendur aðra
en sjálfa sig. Slíkur söfnuður er öldungis ófær um
að gæta óvilhallrar vitundarvörslu. Hann er of
upptekinn af sjálfúm sér og sínum brýnustu þörf-
um til að skynja prómeþeískt hlutverk sitt sem
kyndilberar almennings í skammdeginu. Þannig
er öll eðlileg upplýsingarskylda við almenning
fyrir bí hvað íslenska myndlist áhrærir. öll orkan
fer í að fálma sig áfram í áttina að kjötkötlunum
og því er ekkert ljós eftir til að miðla öðrum.
Slíkt ástand veldur nærsýni með snöggsoðn-
um skilningi en jafnframt stopulli þekkingu á
öðru en því sem menn eiga að venjast. Alla
íslenska intelligensíu skortir lágmarksvíðsýni til
að geta vegið og metið innlenda listsköpun en
það er forsenda fyrir því að henni sé veitt nauð-
synlegt aðhald. Þeir fslendingar eru alltof fáir sem
talist geta dómbærir á raunverulega stöðu inn-
lendrar listar. Þess vegna erum við alltaf háðir
mati annarra á eigin ágæti og nægir að benda á
hiklausan skilning þýskra tónlistarmanna á tón-
smíðum JóNS Leifs, danskra vitundarvarða á
hæfileikum Svavars Guðnasonar, Sænsku aka-
demínunnar á ágæti Halldórs Laxness sem rithöf-
undar, franskrar intelligensíu á listrænum gáfúm
Guðmundar Guðmundssonar Errós og skilning
Breta á frumleik Bjarkar Guðmundsdóttur. Eru
þó fáeinir nefndir.
Kemur upphefðgn utaiiaa?
Að okkur skuli enn ekki hafa tekist af eigin
rammleik að brjóta einum einasta þessara lista-
manna braut út í heim er til marks um vitundar-
kreppu íslenskrar intelligensíu og þess ónýta kerf-
is sem hún hefúr smíðað sér. Það er beinlínis
niðurlægjandi að þurfa stöðugt að sækja frægð og
frama til annarra landa vegna þess eins að vitund,
skipulag og skilning skortir heima fyrir. En doð-
inn er orðinn slíkur á heimavígstöðvunum að
mörgum þykir sjálfsagt að dómsvaldið í Iistræn-
um efnum sé flutt úr landi. I þúsund ár hefúr
upphefð Islendinga nær ætíð komið að utan og
hví ætti þá mönnum ekki að finnast eðlilegt að
svo haldi fram næstu tíu aldirnar?
Slíkur hugsunarháttur er á villigötum og
algjörlega úr takti við vestræna hefð. Allar menn-
ingarþjóðir sem við lítum til um forystu í listum,
vísindum og annarri skapandi iðju gera sér far
um að hlú að eigin menningarverðmætum. Þær
telja það óverjanlegt og niðurlægjandi að þurfa að
sækja ágæti sitt í greipar annarra enda ber slíkt
órækan vott um óáran heima fyrir sem jaðrar við
andlegan aumingjaskap. Allir eru sjálfúm sér
næstir og því gera sómakærar þjóðir sér far um að
treysta menningarlega ímynd sína með því að
taka ábyrgð á andlegum verðmætum sínum. Við
lestur bandarískra bóka og tímarita má til dæmis
sjá hve njörvaðir frændur okkar í vestri eru við
eigin veruleik. Þá sjaldan þeir geta annarra lista-
manna en sinna eigin er um að ræða einstalinga
sem tengjast bandarískri menningu óvenju traust-
um böndum.
Hið sama er að segja um Bretland, Þýska-
land, Frakkland og Ítalíu, svo nefndar séu nokkr-
ar af þeim Evrópuþjóðum sem eru hvað stórtæk-
astar í útgáfú og dreifingu fjölþjóðlegs menning-
arefnis. Sjötíu til áttatíu hundraðshlutar allra list-
tímarita í þessum löndum eru helgaðir innlendu
menningarefni. Hlutfallið er eflaust svipað á
Norðurlöndum en þar eru Svíar í fararbroddi í
útgáfú listtímarita á alþjóðamarkaði. Listtímaritin
endurspegla gjarnan gróskuna í menningarvið-
leitni þessara þjóða þótt ávallt sé ákveðinn hluti
efnisins tengdur menningu annarra landa. Þannig
er afar villandi að tala um alþjóðlegan listmarkað
þótt örlítil prósenta af listamönnum og listspek-
ingum geti sniðgengið nokkuð frjálslega landa-
mæri innan hins vestræna heims. Dágóður hluti
vestrænnar menningar er vissulega fjölþjóðlegur,
en megnið er þjóðlegt og það á meðal annars við
um alla menningarviðleitni hér á landi.
Þannig hefúr upphefðin að utan látið á sér
standa nema því aðeins að listamenn skiptu um
ríkisfang eða dveldu langdvölum í einhverju
ákveðnu landi. Þetta á við um alla íslenska lista-
menn sem hafa náð frama erlendis. Halldór
Laxness er sá eini sem ekki þurfti að flýja land til
að verða frægur, en hversu langt hefði hann
komist án stuðnings Sænsku akademíunnar?
Þorvaldur Þorsteinsson:
„Margir þeirra sem
teljast til lista-
manna ná sjaldan
að míðla skapandi
ajstöðu til um-
hverfisinsy sem þó
œtti að vera hinn
eiginlega forsenda
nafnbótarinnar en
ótrúlega margir
sem það gera láta
sér hins vegar
aldrei detta í hug
að bendla nafn sitt
við listir. “
Fj
22
olnir
tímarit handa
islendingum
sumar *97
Nokkur orð um meinta list
Ágæti lesandi.
Þú veist áreiðanlega meira um eðli og mögu-
leika verka minna en ég. Ég finn mig samt knú-
inn til að nefna það lida sem ég veit. Þó ekki þín
vegna. Ég geri það í von um að skilja það betur
sjálfúr.
Svona getur góðmennskan verið eigingjörn.
Margir þeirra sem teljast til listamanna ná sjald-
an að miðla skapandi afstöðu til umhverfisins,
sem þó ætti að vera hinn eiginlega forsenda nafn-
bótarinnar en ótrúlega margir sem það gera láta
sér hins vegar aldrei detta í hug að bendla nafn
sitt við listir.
Ég hef ekkert ímyndunarafl. Þess vegna verð ég í
staðinn að nýta þá fantasíu sem hversdagsleikinn
hefúr að bjóða.
Ég hef ekkert hugmyndaflug og fæ þess vegna
aldrei góðar hugmyndir. Það eina sem ég get gert
er að halda áffam að lifa af öllum lífs og sálar-
kröftum og treysta því að þannig skapist eitthvað
sem lítur út eins og góð hugmynd.
Það sem lítur út eins og góð hugmynd er oftast
eitthvað allt annað. E.t.v. mætti líkja því við
heppilegan samruna.
Áhorfandinn er fær um að eignast fúllgiida hlut-
deild í hinu óvænta og óútskýranlega í upplifún
sinni á umhverfi og eigin tílfinningum. Ég reyni
því að virkja hversdagsleikann sem hinn óvænta
þátt í mínum verkum.
Virkni er lykilorðið. Með það í huga legg ég út í
hvert verkefni. f von um að ffamkvæmdin feli í
sér raunverulega og áhugaverða
skírskotun til veruleika dag-
legs lífs. Ég hef hvorki trú á
„dómi sögunnar“ né gildi
þess að vera „á undan sinni
samtíð“. Það er aðeins virkni
verkanna hér og nú sem máli skiptir.
3a I
«!EE$JD
fúrða ég mig á eigin sljóleika og
afstöðuleysi í samanburði við
þá sem ekki teljast til hinna
útvöldu.
Ég vil geta sleppt tökum á verkinu áður en ég hef
lokið því. Líkt og leikritahöfúndurinn sem treyst-
ir leikstjóra, leikurum og tæknifólki fyrir endan-
legri útfærslu handritsins og fær í staðinn að
njóta sýningar sem er meiri og betri en hann
hefði nokkurn tíma getað skapað einn.
Listamaðurinn er í bestri að-
stöðu allra til að tengja skapandi hugsun við dag-
legt líf. Listamaðurinn er fyrst og ffemst tæki til
að hrista upp í sljórri endurtekningunni, valda
usla, skapa óþolandi krefjandi aðstæður, rjúfa
einangrun og beintengja milli skynjunar mann-
eskjunnar og óendanlega margbreytilegs veru-
leika.
Það er verksins að hafa áhrif umffam sjálfan mig.
Til þess að það rnegi takast þarf ég að standa að
baki verkinu. Ekki vera forgrunnur þess.
Það hefúr mjög takmarkað gildi að nota orð eins
og ljóðskáld, myndhöggvari, slagverksleikari,
ljóðasöngvari, leikstjóri eða barnabókahöfúndur.
Slík orð viðhalda aðeins þeim misskiiningi að
áhrifamáttur skapandi einstaklinga takmarkist
við sérgrein þeirra.
Listamaðurinn þarf ekki að leika trúðinn, sérvitr-
inginn eða utangarðslánleysingjann ffekar en
hann nennir. Þessi hlutverk eru hvorki raunveru-
legri né óraunhæfari en hlutverk stjórnmála-
mannsins, kennarans, fjölmiðlamannsins eða
bókavarðarins. Við getum öll leikið hvaða hlut-
verk sem okkur hentar og hitt í mark.
Hugmyndin um að listamaðurinn þurfi fyrst og
ffemst að koma sjálfúm sér á framfæri er ótrúlega
lífseig í samfélagi sem þarf ffemur á kröftugum
verkum að halda en kunnum andlitum.
Dæmin sanna að daglegt líf listamannsins getur
verið mikilvægasta ffamlag hans, einkum þegar
menn halda að hann sé í ffíi ffá hinni miklu
sköpun. Undir þeim kringumstæðum getur hann
hæglega haft meiri og heillavænlegri áhrif en í
sérmerktum listrænum afúrðum sínum.
Marktækustu skapandi afúrðir. á okkar tímum
hafa margvíslega virkni. En flestar eiga þær sam-
eiginlega hvatninguna. Þær kveikja í fólki, vekja
grunsemdir um að ekki sé allt sem sýnist, glæða
sjálfstraust þeirra sem hafa misst trúna á eigin
sköpunargáfú.
Ég hef leyfi til að leika listamann hvar sem mér
sýnist og hvernig sem mér sýnist. Mér finnst
staða listamannsins svo spennandi að stundum
held ég að ég muni springa af fbgnuði. Samtímis
Stærsti sigur listamannsins felst í því að ffamselja
höfúndarréttinn til sköpunarverksins sjálfs.
Þorvaldur Þorsteinsson