Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Síða 23

Fjölnir - 04.07.1997, Síða 23
Halldór Björn Runólfsson (K)veljum íslenskt Öfugsnuiw minnimáttartcenncl Það er spurning hvort þjóð sem ekki nær að styðja eigin menningarviðleitni til vænlegs árang- urs geti talist þróttmikil menningarþjóð jafnvel þótt hún eignist endrum og eins framúrskarandi einstaklinga á einhverju sviði lista. Eitt er að státa af Iáni eins og því að fóstra afreksmann á ein- hverju sviði, annað er að kunna að hlú svo að menningu sinni með skipulegum hætti að þar uni afreksmenn hag sínum í hvívetna. Því miður fer atgervisflótti frá íslandi vaxandi með hverju árinu sem líður. Þar má oftast kenna um lágum launum og lélegum aðbúnaði. Starfsvettvangur dafnar yfirleitt ekki án þró- aðrar samvinnu, skipulags eða sæmilegrar að- stöðu. Hvað listir varðar skipta styrkir, aðbún- aður og starfslaun vissulega miklu máli en fjár- munir eru þó ekki viðlíka þungir á metunum og raunverulegur, almennur skilningur á inntaki og mikilvægi fyrirbærisins. Fylgi hugur ekki máli geta þjóðir ausið ómældum kröftum og fjár- munum í listir og menningu án þess að hafa erindi sem erfiði. Því má reyndar halda fram að án skilnings á gildi lista komi fjárstuðningur — hversu hár sem hann er — fyrir lítið. íslensk myndlist líður öðru fremur fyrir skeytingarleysi almennings og yfirvalda, sem á hinn bóginn gjalda fyrir skilningsleysi intelli- gensíunnar — vitundarvarðanna — sem ekki sinnir upplýsingarhlutverki sínu sem skyldi. í staðinn fyrir að kynna sér listkerfið eins og það er í reynd innanlands og utan og uppffæða almenn- tng og yfirvöld um þann reginmun sem er á okkar háttum og veruleik annarra vestrænna þjóða vaða vitundarverðirnir sama reyk og margur listamaðurinn og ímynda sér að heims- frægðin standi okkur nær en öðrum þjóðum vegna einstæðra verðleika okkar og meðfæddrar snilldar. Þegar þessi tálmynd af sjálfúm okkur kemur ekki heim og saman við raunveruleikann — samanber árleg vonbrigði almennings yfir því að stórstjörnurnar okkar skuli ekki hreppa fyrsta sætið í Eurovisionkeppninni — snýst kokhreystin upp í andhverfú sína, einhverja öfúgsnúna minnimáttarkennd með bölsýni og sjálfsfyrirlitn- mgu yfir þeirri ósvinnu að við skulum ekki eiga heila legíó af heimsfrægum listamönnum. Vitundarverðirnir sem gjarnan eru með próf frá háskólum í einhverju risaveldanna sjö geta með engu móti skilið hvers vegna hér skuli ekki vera eins og þar, en í hugum þeirra er þar jafnan hafið yfir allan menningarlegan grun. Stundum mætti æda að fyrir utan landsteinana væri að finna eitt óslitið menningarlegt himnaríki með ýmsum dásamlegum afkimum allt eftir því hvar viðkom- andi vitundarvörður lærði og lék sér. Enduróminn af þessum paradísarmissi má síðan finna í sútarsöng þeirra listamanna sem halda að aðstaða erlendra kollega þeirra sé í réttu hlutfalli við kjör frægustu stjarnanna í bransan- um. Því má segja að stærsti vandi íslenskrar myndlistar sé fólginn í glámsýni aðstandenda hennar frammi fyrir tveim gjörólíkum listkerfúm, hinu íslenska og hinu vestræna. Ofsögurnar um óskorað ágæti annars hvors kerfisins þétta ein- ungis sjálfsblekldngarnetið og viðhalda vanmeta- kennd okkar. Undirlægjuháttur og heimska eru fylgifiskar slíkrar sneypu. Endurtekið og ewdurtuggið efni Ein sérkennilegasta árátta íslenskra vitundarvarða binist í sífelldri tortryggni þeirra gagnvart inn- lendri listsköpun. Listamönnum sem gagntýn- endum verður tíðrætt um ódýran innflutning sem þrífist nær eingöngu á stuldi og eftiröpun. í umhverfi þar sem upplýsingastreymi er jafnþétt °g stöðugt og gerist í vestrænum listheimi em slíkar grunsemdir ófrjóar og afar hjákátlegar. Hvarvetna viðurkenna menn að ekld verði lengur komist hjá hugmyndanjósnum. Hver jarðarbúi gægist yfir annars öxl. Sama vitundarefninu rignir nokkuð jafnt yfir þá alla svo nær ómögulegt er að geta sér til um raunverulegan uppruna upplýs- Macnús PAlsson „Sekúndumar þar til Sikorskyþyrlan snertir" (hluti verksins), 1976 ingaúrkomunnar. Að dæma um slíkt væri jafn- gáfúlegt og að ákvarða þjóðerni lægðanna sem streyma yfir landið. Frammi fyrir verkum bandaríska málarans Ads Reinhardts förlast mönnum illilega ef þeir gleyma þrjátíu til fjörutíu árum eldri einlits- verkum Rússans KasimíRS MalevItsj. Fáir gagnrýn- endur létu slíkt henda sig en fjölmörgum þeirra láðist að líta kringum sig og viðurkenna að Rein- hardt var einungis einn af fjölmörgum „endur- reisnarmönnum einlitsmálverksins“ á 6. áratugn- um. Tilraunir bandarískra gagnrýnenda til að endurrita listasöguna sér í vil komu um nokk- urra áratuga skeið í veg fyrir að franski listmálar- ann Yves Klein nyti sannmælis sem róttækasti einlitsmálari eftirstríðsáranna. Enda þótt gagn- rýnandinn Donald Judd reyndi að koma þeirri vitneskju til skila við samlanda sína létu þeir sér ekki segjast. Það þjónaði ekki hagsmunum Bandaríkjanna að skugga væri varpað á nýfengið forystuhlutverk þeirra í myndlist. Með svipuðum hætti reyndu Frakkar, Belgar og Hollendingar að draga fjöður yfir áratugar- langt forskot danskra listamanna þegar svokölluð Cobra-hreyfing var stofnuð í París á ofanverðum 5. áratugnum. Svavar Guðnason — eini íslenski listmálarinn í hópi danskra abstraktmálara sem gengu til liðs við hreyfinguna — leyndi aldrei andúð sinni á samkrullinu við unglingana frá Brussel og Amsterdam sem ekki höfðu slitið barnskónum þegar hann og danskir félagar hans ruddu brautina fyrir frjálsa abstrakdist á 4. ára- tugnum. Enda kom það á daginn þegar Cobra var stofnað að svo lítið var gert úr frumkvæði Kaupmannahafnarhópsins að þolgæði dönsku abstraktmálaranna undir þýskum járnhæl -— sem þeir veittu eindregna andspyrnu — gufaði bein- línis upp. Skömmu síðar hirtu Bandaríkjamenn allan heiðurinn af mótun expressjónískrar abstrakdistar og frumkvæði Svavars og félaga varð endanlega skúminu að bráð. FuHt Hús; fúl hunsun Þannig gerast kaupin á eyrinni. Allar þjóðir reyna að ota sínum menningarlega tota og beita í því skyni fyrir sig vitundarvörðum sem túlka söguna þeim og þeirra í vil. En vegna rætinna svika okkar eigin intelligensíu — innbyrðis öfúndar og togstreitu listamanna, listfræðinga, gagnrýnenda og listsala — fer meira munnvatn og blek í að níða niður íslenska samtímalist en nýtist henni til framdráttar. Sem dæmi má nefna vel metinn gagnrýnanda á virtu dagblaði sem alltaf þykist hafa séð á ferðum sínum erlendis svipuð verk >• Rachel Whiteread Ónefnt (Eight Shelves), 1995-96 „En Rachel Whiteread er viðurkenndur lista- maður með tölu- verða alþjóðafrœgð og það eitt gerir gæfumuninn. Islenska intelli- gensían þegir þunnu hljóði yfir þessum augljósa „þjófnaði“á inn- lendum hugmynd- um vegna þess eins að hún hneigist til að ofmeta erlenda snilli eins og allt sem hún þekkir af afspuminni einni. Slíkt lýsir lítilsigldu viðmóti hennar og ófugsnúnu smásálarpoti. “ F j ö 1 n i r 23 sumnr '97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.