Fjölnir - 04.07.1997, Page 24
Halldór Björn Runólfsson (K)veljum íslenskt
nema miklu betri en ungir, íslenskir listamenn
láta frá sér fara. Þannig hefur hann um árabil
reynt að halda niðri vaxtarbroddinum í íslenskri
listsköpun, bersýnilega út af engu öðru en öfúnd
og illgirni.
Honum væri nær að tala um „stuld“ eða
„sníkjur" þekktra, erlendra listamanna á íslensku
hugviti, en það dettur honum aldrei í hug vegna
inngróins fjandskapar síns við þá samlanda sína
sem verst hafa orðið fyrir barðinu á þessum
erlenda „þjófnaði". Það er því upplagt áður en
lengra er haldið að leggja í dóm lesenda hvort um
hnupl sé að ræða eða eitthvað annað. Hér kemur
fýrra dæmið:
Árið 1985 varð bandaríski myndhöggvarinn
Haim Steinbach heimsfrægur fyrir uppstillingar
sínar á ýmsum varningi sem hann raðaði upp á
þar til gerðar hillur í Cable Gallery í New York.
Mörgum íslenskum listáhugamanninum var
brugðið því verk Steinbachs voru svo kunnugleg
að menn klóruðu sér í hausnum og hváðu: „Hvar
hef ég séð þetta áður?“
Þeir sem höfðu um fimmtán ára minni eða
meira mundu vel eftir svipuðum röðum Sicurðar
Guðmundssonar á varningi sem hann kallaði Full
House og sýndi árið 1971 í Galerie Balderich í
Mönchengladbach í Þýskalandi. Samstillingar
Sigurðar á gólfi og hillum byggðu á pari af varn-
ingi við hlið þriggja sambærilegra hluta eins og
fúllt hús á hendi í pókerspili. Þótt vissulega megi
greina ákveðinn hugmyndalegan mun á verkum
Sigurðar og fjórtán árum yngri uppstillingum
Steinbachs kemur skynrænn skyldleikinn í veg
fyrir að maður njóti verka hins síðarnefnda sem
skyldi. Hvernig má vera að menn geti öðlast
heimsfrægð fyrir jafngreinilega endurtekið efni?
Hitt dæmið og nýlegra eru „negatífar“ gips-
myndir enska myndhöggvarans Rachel White-
read, en hún var gestur Listahátíðar í Reykjavík í
fyrra. Whiteread varð fræg undir lok síðasta ára-
en svaraðu mér þessu, Ósk Vlltijálmsdóttlr
tugar fyrir jfsteypur sínar í gips af tómarúmi sem
myndast við allar hugsanlegar aðstæður og tæki-
færi. Svo óheppilega vill til að nágranni hennar í
Lundúnum, Magnús Pálsson, myndlistarmaður,
leikmyndateiknari og kennari, var þá löngu orð-
inn þekktur fyrir „negatíft verk“ sitt Sekúndurnar
þar til Sikorsky-þyrlan snertir sem hann sýndi á
Bíenalnum í Feneyjum um tíu árum fyrr, eða
árið 1980.
Verk Magnúsar samanstendur af þremur,
hvítum epoxýklumpum sem mynda nákvæman
þríhyrning eins og þann sem er milli dekkjanna á
gömlu Sikorsky-þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ofan
í íbjúgt yfirborð klumpanna er greypt farið eftir
dekk þyrlunnar. Magnús „fyllir“ með öðrum
orðum tómarúmið milli hjólanna og vallarins í
þann mund sem þyrlan lendir. Þegar hann sýndi
verkið í íslandsskálanum í Feneyjum var hann
búinn að vinna í ein fimm ár að gerð slíkra nega-
tífra höggmynda með nákvæmlega sömu for-
„Myndlistarfólk er
ofiast á skjön við
þjóðfélagið ogfyrir
vikið nýtur það
meirafielsis en
mjög margir þjóð-
félagsþegnar. Og
þrátt fyrir lág
meðallaun og mikið
vœl tilheyrir mynd-
listarfólkfor-
réttindastétt. “
Fj
24
o 1 n i r
tirrwit handa
islcndingum
sumar '97
1. Af hverju stundar þú myndlist?
„Ég hef fengið mikilvæga hvatningu utan frá sem hefur reynst
mér ögrun til að halda áfram. Að vinna að myndlist, halda sýn-
ingar og fá aldrei nein viðbrögð er til lengdar vonlaust mál — í
mínu tilfelli í það minnsta. Ég gengi ekki endalaust á innri þörf
og sköpunarkraftinum góða. Maður verður að hafa á tilfinning-
unni að þetta skipti einhverju máli, að maður sé ekki bara að
þessu fyrir sjálfan sig."
2. Hvað hefur aðallega mótað list þína?
(bannað að vísa til listrænna áhrifavalda og íslenskrar náttúru)
„Ég byrjaði í málaradeildinni, var ung, efnileg og áköf. Síðan
kom að því að mér fannst listrænir hæfileikar út af fyrir sig ekki
koma mér neitt áfram. Ég lenti í smá krísu sem snerist meðal
annars um mikilvægi listrænna hæfileika og tilgang listsköpun-
ar yfirleitt. Og smátt og smátt jókst áhugi minn á hvunndags-
menningu sem varð til annars vegar í gegnum móðurhlutverk-
ið sem tengdi mig meira við jörðina; hins vegar í gegnum kúrsa
sem ég valdi mér I náminu, nýja stefnu sem ég tók i náminu
með nýjum prófessorum með önnur viðhorf til myndlistaren
ég hafði vanist áður. Ég fór að fá meiri áhuga á fólki en mynd-
list."
3. Hvernig hefur list þín mótað umhverfið?
„Ég frétti að dag einn í desember hefði skapast umferðarteppa
í ingólfsstræti þegar slidesmyndum á minum vegum var varpað
út ijólamyrkrið."
4. Hver er eftirmínnilegasta stundin á ferlinum?
„Ég geri engan skýran greinarmun á „ferli mínum" og lífi mínu
almennt."
5. Ef þú værir lokuð inni í herbergi í tíu ár og mættir
mála það, hvaða lít myndir þú velja?
„Þegar ég var lítil var blátt uppáhaldsliturinn minn — ég hef
ekki hugmynd um hvers vegna. Og ég málaði herbergið mitt
kóbalblátt. En fullorðin og meðvituð á ég eiginlega engan
uppáhaldslit lengur. Litir hafa oft svo mikla merkingu, maður
sér þá ekki fordómalaust..."
6. Nefndu fimm bækur/greinar sem opnuðu þér nýjan
skilníng á listum.
„Susan Sontag: On Photograþhy, Gallazzi: Pleasures and Terror
of Domestic Comforts, August Sander: Menschen des 20. Jahr-
hunderts, Duchamp: The Bride and the Bachelor, Andy warhol:
Philosophy A to B and Back Again."
7. Hvað einkennir góða myndlist?
„Myndlist þarf ekki endilega að vera góð eða slæm, það skiptir
máli að hún fúnkeri."
8. Af hverju á það besta í íslenskri myndlist fullt erindi
við umheiminn?
„Pað besta i íslenskri myndlist á hvorki meira né minna erindi
en það besta í útlenskri myndlist. Spurningin er hvort mynd-
listin éigi eitthvert erindi yfirhöfuð."
9. Hvernig hefur vægi myndlistar aukist undanfarinn áratug?
„Mikilvægi myndmenntunar er að aukast, myndmálið er alltaf
að verða mikilvægara (auglýsingar, margmiðlun o.s.frv.) en
kannski er mikilvægi myndlistarað minnka. Pörfin fyrir myndlist
er kannski líka að minnka. I dag er erfiðara að vera ungur og
reiður en oft áður. Engin krassandi pólitík, alls staðar samskon-
ar blandað lýðræðiskerfi, ekkert hægri og vinstri, ekkert svart
og hvítt. Myndlistin á ef til vill eftir að þróast út i að verða
myndskreyting."
10. Hver er höfuðstyrkleikí þinn?
„kostir mínir eru jafnframt gallar. f þýska listumhverfinu þyki ég
vera sþontant og fljót að framkvæma án þess endilega að þurfa
að hafa kenningar og fleira á bak við mig. Ég flokkast þar frekar
undir „Bauchmensch" heldur en „Koþfmensch". Á íslandi er
staðan einhvern veginn öðruvísi. Hér flokkast ég sennilega
undir „Koþfmensch" frekar en „Bauchmensch"."
11. Tílgreindu þrjár ástæður fyrir sýningarhaldi þínu sem ekki
liggja í augum uppi.
„Mér finnst oft mikilvægt að hafa sýningu til að vinna að. Pað
veitir ákveðið aðhald og í mínu tilfelli verða verkin oft fyrst til
út frá sýningu og þeirri sitúasjón sem fylgir sýningarstaðnum."
12. Skiptir almenningshylli þig máli?
„Hvað er almenningur og hvar er hann? Býr hann í Breiðholt-
inu? Ég vona að myndlistin mín höfði ekki bara til þröngrar
elítu og að mínu mati er það mikilvægt atriði fyrir myndlist
yfirhöfuð."
13. Hvað er mest gefandi við það að vera myndlistarmaður?
„Það eru forréttindi þegar maður getur skaþað sér verkefni
sjálfur og unnið útfrá eigin forsendum. Myndlistarfólk er oftast
á skjön við þjóðfélagið og fyrir vikið nýtur það meira frelsis en
mjög margir þjóðfélagsþegnar. Og þrátt fyrir lág meðallaun og
mikið væl tilheyrir myndlistarfólk forréttindastétt."
ia. Að hve miklu leyti lifir þú á listinni
(og hvernig bitnar það á þínum nánustu)?
„Mér hefur tekist að lifa nokkurn veginn á listinni síðan ég lauk
námi (styrkir o.fl.) en ég sé fram á að það komi til með að breyt-
ast í íslenska raunveruleikanum."
15. Ef þú fengir 70 milljónir fyrir að búa ekki til myndlist,
tækir þú boðinu?
„Ef ég fengi allt í einu 70 milljónir væri ég orðinn ellilífeyrisþegi
fyrir aldur fram, sem er frekar dauflegt fyrir unga og efnilega
listakonu. Ég held raunar að ef trésmiður á besta aldri þyrfti að
hætta að vinna uþþ á sömu býti myndi hann ekki samþykkja
það heldur."
16. Á hvern hátt hefur myndlistin gert þig að heilsteyptari
manneskju?
„Þetta á ekki aðeins við um myndlist en ég held að ef maður
tekur einhverja ákvörðun (og áhættu) af heilum hug og reynir
að fylgja henni eftir og er sæmilega ánægður í þeim farvegi þá
hljóti maður að koma út sem heilsteyþtari manneskja en ella."
17. Á hvern hátt hefur myndlistin treyst þjóðfélagsstöðu þina?
„Ég endurtek — þrátt fyrir að ég fái stundum dálítið skrítið
augnaráð þegar ég segist vera myndlistarmaður — að ég
tilheyri forréttindastétt."
18. Hvar sérðu sjálfa þig eftir 20 ár?
„Eftir 20 ár á ég uppkomin börn, kannski barnabörn og verð
sennilega nokkuð ánægð með mig. Þegar ég hugsa svona langt
fram í tímann er eitt sem ég hef smá áhyggjur af og það eru
lífeyrissjóðsmál myndlistarmanna."
19. Hvernig sérðu framtíð myndlistarinnar fyrir þér?
„Myndiist, auglýsingar og hönnun eru að renna saman í eitt og
allt stefnir í eitt allsherjar hnattvætt myndmál (kannski kryddað
smá þjóðlegum klisjum frá hverjum stað). Ég er ekkert viss um
að myndlistin eigi langa framtíð sem sérstök grein."
20. Hvernig viltu að þín verði minnst?
„Ég ætla að láta aðra um minningargreinarnar."