Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Page 28

Fjölnir - 04.07.1997, Page 28
Þorvaldur Þorsteinsson Átta líf hlýt að teljast mjög dæmigerður maður. A.m.k. hef ég tekið eftir því að í hvert skipti sem ég finn upp á ein- hverju nýju að gera, fer t. d. að kaupa meira af léttmjólk en blárri, þá les ég nokkrum dögum síðar um að sala á léttmjólk hafi aukist á kostnað blárrar. Stundum held ég að það sé ég sem hafi þessi áhrif en auðvitað er eitthvað miklu flóknara á bak við þetta allt saman. Eins og núna, viku síðar, þegar ég les um þessa aukningu sem orðið heíúr á ofbeldinu inni á heimilunum. Ég man að ég útskýrði þetta allt saman fyrir henni á meðan við biðum eftir bílnum. Og ég held að hún hafi skilið mig. A. m. k. sýndist mér hún hreyfa höfúðið eins og hún væri að kinka kolli. Og þegar þeir spurðu mig nánar út í hvað hefði gerst gat ég lýst því fyrir þeirn í smáatriðum, alveg rólegur, af því að innst inni vissi ég að ég væri að tala um eitthvað alveg dæmigert. V ið fórum alltaf í þessar þriggja vikna ferðir í byrjun júní, eftir að kennslu lauk og gistum alltaf á þessu sama hóteli, enda engin ástæða til að skipta ef maður er á annað borð ánægður. Starfsfólkið kannaðist sumt við okkur, við fengum meira að segja sömu íbúðina þrjú sumur í röð þó við bæðum ekkert sérstaldega um það og getur það auðvitað hafa verið tilviljun. En það er óhætt að segja að þarna hafi allir viljað allt fyrir okkur gera, því eins og einhver sagði þá fannst þeim eitthvað alveg sérstakt með okkur Islend- ingana. Þess vegna fannst mér alveg sérstaklega óheppilegt að hún skyldi gera þetta þarna í gesta- móttökunni. Ég skil reyndar ekki alveg hvernig hún fór að þessu, hvernig hún tók skyndilega á rás og hljóp á vegginn. Þegar ég hugsa til hennar, liggjandi í gangveginum með pappírsfánann á kafi í brjóst- inu, finn ég enga tilfinningu nema skömmina þegar það horfir á mig fólkið eins og ég hafi gert eitthvað. Og líka að þetta skyldi vera þann sautjánda. J. að var svo stórkosdegt að fylgjast með breytingunni sem varð á henni þessa síðustu mánuði. Hún fór orðið í fot flesta daga og bjargaði sér oft sjálf um kaffi og slíkt. Við höfðum það stundum á orði að þess yrði ekki langt að bíða að hún færi að vinna aftur. En þá vorum við auðvitað að grínast. Hún átti alltaf svo gott með að sjá spaugilegu hliðarnar á málunum. Svo ég nefni dæmi þá kemur Guðrún systir hennar í heintsókn einu sinni og hefur með sér kleinur til að hafa nteð kaffinu. Þá segi ég eitthvað sem svo að við getum harla lítið lagt til sjálf, það sé svo langt síðan hér hafi verið bakað. Þá heyrist í minni inni í rúmi: ,,Að heyra þetta, þú sem kannt manna best að baka vandræði." Svona gat hún verið létt og lifandi. Mikið óskaplega sem ég sakna hennar. Þetta var kannski ekki mjög góður brandari hjá henni en það veit Guð að ég sakna hennar. Þorvaldur Þorsteinsson Átta líf T_J X Xans megin hefúr alltaf verið mjög áberandi tor- tryggni í minn garð. Þegar sonur minn var látinn hætta hjá heildsölunni skömmu eftir slysið, grunaði mig strax að þetta snerist ekki bara um hann og hans ástand. Ferðalagið austur var erfitt en ég sá ekki eftir því að hafa farið. Hann varð ákaflega feginn að sjá mig, hafði ekki þorað að búast við mér eftir það sem á undan var geng- ið. Eins og það væri nú líklegt að ég sneri við honum baki. En hann treysti engum orðið. Ég skildi best hvernig honum leið þegar ég hafði á orði hvað hann ætti fallegt heimili og hvað ferlimálin væru vel leyst og sá svipinn á fýrrverandi mágkonu minni. Það leyndi sér ekki að hún var að hugsa sem svo að það væri nú annað hvort að maður sem hefði svikið 12 milljónir út úr heildsölunni og þegið 5 milljón króna örorkubætur auk einhverra miskabóta við ffáfall stjúpföður síns ætti fallegt heimili. Og það vantaði ekkert annað en hún segði upphátt það sem allir voru að hugsa þarna um að það væri eitthvað ekki einleikið með öll þessi óhöpp í kringum mig og mitt fólk. X egar ég fékk fféttirnar kom ég sérstaklega suður til að hjálpa bræðrum við útförina og taldi það ekkert eftir mér þó auðvitað séum við ekki mjög lík systkinin, eins og dæmið uppi í Kringlu sannar. Svo ég fari í gegnum þetta þá var Guðmundur uppi í fatadeildinni en við Andrés niðri að koma út úr matvörudeildinni og stefúum að rúllustiganum. Þá heyrist hljóðað fyrir ofán okkur þannig að ég rétt næ að líta upp til að sjá barnið smella á gólfinu fyrir ffaman mig. Og það er svo einkennilegt hvernig fólk bregst við. Og þá er ég auðvitað að tala um það hvernig Andrés lét þegar ég sagði honum að þetta væri allt í lagi því það mætti auðveldlega laga svona brotin andlit fyrir kistulagninguna. Þá æpti hann á mig. Og þegar ég ætlaði að útskýra þetta betur og minnti hann á hve vel hefði tekist til með mömmu, þá æpti hann ennþá hærra svo Guðmundur kom niður til að athuga hvað væri að. Og ég finn ennþá hvað mér þótti það óþægilegt hvernig fólk horfði á okkur eins og einhverja geðsjúklinga í bæjarleyfi. NAPOLtONS- TÆKNIN ímyndaðu þér að þú sért einhver þekkt persóna og líttu á verkefnið/vandamá- lið út frá sjónarhóli þeirrar persónu. Hvernig ætli Davíð Oddsson, Gunnar á Hlíðarenda, Andrés Önd eða Jesús líti á málin. Að setja sig í spor annarra og skoða hlutina frá þeirra sjónarhorni, fara í hlutverkaleik, dregur fram í dagsljósið ófyrirséðar hug- myndir og lausnir. HRINGUR MÖGULEIKANNA Þessi aðferð samanstendur af lista af eiginleikum sem eru valdir af handahófi. Umræðuefni sem nýtist við hugflæðivinnu. Æfing: Skilgreinið vanda- málið/verkefnið, til dæm- is að þróa nýja vöru og þjónustu. Teiknaðu hring og númeraðu hann eins og klukku, frá 1 upp í 12. Veldu 12 eiginleika og ein- kenni, vöru eða þjónustu því vandamáli/verkefni sem þú hefur valið þér. Kastaðu teningum til að velja umræðuefni. Notaðu: hugflæðiaðferð, hugkort, frjálsar tenging- ar eða hvaða tækni sem er. Haltu áfram að kasta teningunum þartil þú hefur valið alla liðina. Búðu til tengingar milli eiginleika og einkenna. Dæmi um eiginleika- og einkennalista fyrir bók. LITUR LÖGUN LETURGERÐ LENGD KÁPA PAPPÍR PYKKT STÆRÐ HÖNNUN LESHÆFNI TILFINNINC MARKAÐSSETNING F j ö 1 n i r 29 sumnr '97

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.