Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Síða 35

Fjölnir - 04.07.1997, Síða 35
Þrátt fyrir stórar uppgötvanir vísindanna að undanförnu hefur fólk lítið orðið þeirra vart — nema í formi nýrra tækja og tóla. Það gengur enn með heimsmynd Newtons í kollinum þótt eðlis- og efnafræðingar séu sífellt að bylta mynd okkar af heiminum. ísak Sverrir HaukSSOn skrifar hér um eðlisfræði þéttefnis sem er undirstaða rafeinda-, ljós- og tölvutækninnar. Smásæir heimar eðlisfræðinnar lnnqnnnur Landkönnuðir fyrri alda veittu okkur innsýn í óþekkta heima með leiðöngrum sínum og breyttu heimsmynd okkar. Enn í dag fyllumst við áhuga er við lesum um ferðir á ókunnugar slóðir, t.d. niður í hafdjúpin eða út í geiminn enda hefúr áhugi manna löngum beinst að því sem fjarlægt er. Þannig viljum við sífellt skyggnast lengra inn í þá heima sem við þekkjum ekki. Sjóndeildarhringur okkar takmarkast hins vegar ekki aðeins af miklum fjarlægðum heldur einnig smáum stærðum, t.d. heimi og umhverfi frum- eindanna. Er mögulegt að sjá frumeindir með eigin augum? Hvernig er efnið uppbyggt og hvað er það sem ræður eiginleikum þess? Þessi heimur er flestum framandi en allir nýta sér á hverjum degi tækni sem er afleiðing af forvitni okkar mannanna á þeim heimi. Ahugi manna á upp- byggingu efnisins er gamall og hugtakið frnrn- eind, eða atóm, komið frá Grikkjum sem hugs- uðu sér að það væri smæsta eining sem hægt væri að brjóta hluti upp í. Hin „rétta“ hugmynd um hvernig frumeind lítur út feddist ekki fyrr en um síðustu aldamót og tók nokkurn tíma að sann- fera alla. Nú getum við jafnvel skoðað hinn smá- sæja efnisheim með hjálp rafeindasmásjár, smug- sjár og röntgengeisla og t.d. séð þannig með eigin augum kristallsgrindur málma. Mörgum íslendingum finnst eðlisfræðin flók- m vísindi og jafnvel fráhrindandi fræðigrein. Astæðan er eflaust sú að eðlisfræði er okkur fjar- læg en skipar hærri sess í löndunum kringum okkur þar sem frumkvöðlar í raunvísindum eru hluti af mikilvægum menningararfi þjóðanna. Islendingar hafa langa bókmenntahefð en raun- vísindi hafa ekki verið áberandi fyrr en nýlega og eru því nýr hluti menningarheims okkar. Eðlisfræðirannsóknir hafa aukist jafnt og þétt yið Háskóla fslands og er eðlisfræðin gmnnur verkþekkingar sem er okkur nauðsynlegur til þess að viðhalda góðum lífsskilyrðum. Sem dæmi má nefna grunnrannsóknir í eðlisfræði þéttefnis sem niiða að því að auka skilning á efnisfræði hálfleið- ata. Með slíkum rannsóknum tökum við þátt í að byggja upp þekkingu sem getur orðið hluti af tsknigrunni næstu aldar. Þannig emm við ekki aðeins neytendur heldur einnig þátttakendur í framþróun stærstu byltingar á okkar tímum, órtölvu- og samskiptabyltingunni. Um leið þjálf- um við og undirbúum nemendur okkar tii þess að takast á við ný, krefjandi verkefhi. Tilgangur vísindarannsókna er að kanna hið óþekkta sem er í kringum okkur og afla gmnn- þekkingar á viðfangsefninu. Þær geta síðar leitt til hagnýtra niðurstaðna sem stuðla að lokum að bættum lífsskilyrðum okkar. Eðlisfræði þéttefnis er dæmi um gott samspil grunn- og hagnýtra rannsókna. Árið 1947 var smárinn (e. transistor) fúndinn upp á rannsóknarstofú Bell símafyrir- tækisins í Bandaríkjunum. Það var ekki tilviljun sem réð því heldur var hann afraksmr viðamikils rannsóknarverkefnis, leiðangurs inn í smásæjan heim hálfleiðaranna. Einn af höfúndunum, Bardeen, lýsti því þannig þegar hann tók við Nóbelsverðlaununum vegna þróunar smárans að aðalmarkmið verkefnisins hafi verið að afla sem víðtækastrar grunnþekkingar á fyrirbæmm í hálf- leiðurum byggðum á skammtafræði frumeind- anna. Þar með hófst þróun sem leiddi til örgjörv- anna sem við þekkjum í dag. Hagnýtt gildi rann- sóknanna kom því fljótlega í ljós. Almenningur notar tækni á hverjum degi sem er afleiðing þróunar í eðlisfræði. Kísill er mikilvægastur hálf- leiðaraefna í iðnaði og auðveldast að búa til og byggir örtölvutæknin að mestu leyti á kísilflög- um. Önnur mikilvæg efni eru til dæmis GaAs sem er notað í rauða hálfleiðaraleysa sem finna má í ljósleiðaratækni og geislaspilurum en einnig í hröðum örtölvurásum farsíma. Dæmi um hag- nýtingu annarra hálfleiðara eru ZnSe og GaN sem eru notaðir í blágeislandi ljósgjafa (ljóstvista og leysa). Blátt ljós hefúr minni brennivídd en rautt ljós og með bláu ljósi er hægt að fá betri uppiausn í geislaprenturum sem í dag nota rauða GaAs ljósgjafa. Einnig gerir blár Ijósgjafi kleift að búa til hvíta ljósgjafa með því að blanda saman rauðum, grænum og bláum hálfleiðara ljósgjöf- um. Það kæmi ekki á óvart að eftir halógenljósa- væðingu heimilanna muni næst koma hálfleiðara- ljós. Þessi grein er skrifúð í þeim tilgangi að sýna bakgrunn þeirrar þekkingar sem leitt hefúr af sér örtölvutæknina og kynna lauslega grunnrann- sóknir sem stundaðar eru við Raunvísindastofn- un og eru angi af þessari þróun. Ætlunin að ræða örlítið um eðlisfræði þéttefnis og gera „flókin“ vísindi aðgengilegri fyrir Ieikmenn. ÓHreinincii í lcristöHum Eðlisfræði þéttefnis er sú grein eðlisfræðinnar sem fjallar um föst efni eins og málma og hálfleiðara. Eðlisfræði hálfleiðara er undirstaða rafeinda-, ljós- og tölvutækni sem gerbylt hefúr daglegu lífi okkar. Um þriðjungur allra eðlisfræðinga starfar við eðlisfræði þéttefnis og þeim fjölgar stöðugt. Við Raunvísindastofnun starfar nokkuð álitlegur hópur eðlisfræðinga, efnafræðinga og rafmagns- verkfræðinga við kennilega útreikninga og mæl- ingar á hálfleiðurum og hefur þeim fjölgað undanfarin ár. Endurspeglar þetta mikilvægi greinarinnar í heiminum í dag og fyrir ffamtíð- ina. Hálfleiðarar eru kristallar og eins og nafnið gefúr til kynna efni sem leiða straum frekar illa. Hreinir hálfleiðarar koma sem slíkir að litlu gagni. Með því að bæta örlitlu magni, 1:1000000, af aðskotaefnum í hálfleiðarann (kallað íbæting) gjörbreytast raf- og ljóseiginleikar efnanna. A fyrstu dögum hálfleiðaraiðnaðarins var ljóst að það þyrfti að ná tökum á þessari íbæt- ingu til að stjórna rafleiðninni í hálfleiðaranum. Til þess að svo mætti verða þurfti fyrst að búa til ofúrhreina kristalla sem síðan voru íbættir vilj- andi. Slíka kristalla er erfitt að búa til í umhverfi sem inniheldur háan snefilefnastyrk. Markmið rannsókna í eðlisfræði hálfleiðara gengur þannig út á það að koma í veg fyrir að óæskileg íbótar- efni komist inn í kristallsgrindina þegar hann er búinn til og koma síðan fyrir æskilegum íbótar- efnum á rétta staði í réttum hlutföllum. Til þess að ná góðum árangri er nauðsynlegt að þekkja andstæðinginn vel, í okkar tilfelli hegðun ein- stakra frumeinda í efninu. Segja má að raf- og ljósvirkni hálfleiðara sé tilkomin vegna veilna >• Mynstur á hálfleiðurum tekið með rafeindasmásjá. Efri myndin sýnir vel möguleikana á að búa til örsmá flókin mynstur með því að fjarlægja hluta hálfleiðarans með ætingu. Breidd mynstursins er um 5 mm. Á neðri myndinni er breidd mynstursins um 0.3 mm. (Hitachi). F j ö 1 n i r sumar '97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.