Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Síða 41

Fjölnir - 04.07.1997, Síða 41
Hallgrímur Helgason Sjálfstraust íslendinga að láta sig rigna niður í biðröðinni íýrir utan KafFibarinn. f miðju nýliðnu norðanáhlaupi stóð þar Stefán Árni í Gus Gus við barinn nýkominn úr grillveislu í Heiðmörk sent hópurinn hélt íyrir útlendinga, einhverja hátt setta leðurjakkamenn frá hljómplötu- risum í London og Los Angeles. Þetta var daginn sem lokaathöfn Smáþjóðaleikanna var færð af Laugardalsvelli inn í Laugardalshöll: Norð- an sex og sex stiga hiti: Eitt það svæsnasta gluggaveður sem íslenskt sumar hefúr séð. „Við settum þá bara í Kraft-galla. Þetta var æðis- legt“ sagði GusGus-maður. Hér er komin ný kynslóð af íslendingum með alveg nýja tegund af sjálfstrausti. 3. Hae oq Hj Seinfeld á Astró. Damon á Mímisbar. Krydd- stúlka á KafFibrennslunni. Nú sussa með sér ljóðskáldin djúpu á Skag- anum og rölta á inniskónum inní sína 16.000 blaðsíðna stofu og með sinn tebolla og huga frem- ur að síðustu hækum en mikla upp þá staðreynd að nokkrar kúlur úr sápu-menningu heimsins hafi blásist hingað með þeim léttvæga þyt sem myndast þegar tískublöðunum í London og New York er flett mjög hratt. Auðvitað þarf ekkert að sýna fram á það að þáttur með Seinfeld sé meiri listviðburður en útkoma íslenskrar ljóðabókar nú á þessum niðurlægingardögum í annars glæsilegri skáldskaparsögu okkar. Ég er bara að reyna að benda á þá staðreynd að heimurinn er kominn hingað heim. Goðin eru ekki lengur þessir guðir sem þau voru manni ungum dreng með sífellda heimskautsbauga undir augunum. Hollywood- stjörnurnar eru fallnar af himni og ramba hér um bæinn á milli bara. Og hvernig bregðumst við við? Hvernig á að umgangast heiminn þegar hann er allt í einu og óvænt kominn hingað heim og stendur við barinn? Það er hægt að gefa skít og segja iss: Hvað með það? og ryðjast framhjá honum í átt að sín- um bjór. Og það er hægt að grúppíast í kringum hann í þeirri von að fá uppí sig tungu sem kannski hefur ullað uppí nokkra enn merkari munna. fslensk tunga getur þannig orðið óvænt landkynning. Hvort tveggja lýsir gamalli van- metakennd. Það er hægt að segja já þarna er hann og halda svo áfram að ræða Fjölni, þ.e.a.s. vaxtarræktarávöxtinn sem náði að krydda sig og landið enn frekar með frægu deiti. Það er líka hægt að vera bara bissý heima að gera sinn hlut, að byggja upp okkar eigin sjálfstæðu menningu sem sjálfsagðan hlut af alþjóðlegu umhverfi. Að vera íslendingur er eilífðar- vandamál. Við leysum það ekki — við verðum alltaf þetta þjóðarkríli á eyland- inu sem offar en ekki er útaf öllum kortum heimsins — en það er eitthvað aðeins að losna um það. Heimurinn hefúr allt í einu fengið þennan ógurlega áhuga á okkur og þar með gefst okkur tækifæri til að standa keikir, vera við sjálfir og segja: Þetta erum við og þetta erum við að gera. Veskú! Við getum snúið handritaafhendingunum við og sagt „Vær sá god, Flateybögen...nýjasta versjónin..." Við þurfúm ekki lengur að eyða púðri í endalausar landkymningar, við getum hætt að öskra „Komiði!", við getum farið að segja „Hæ!“. En það er hægt að segja þetta hæ á marga vegu. Þetta er spurning um hæ eða hi. „Hi hi...“ Við getum borið það fram full fýrirlitningar; í okkar smáþjóðarkomplex. Við getum borið það fram fúll virðingar, ful! ofvirðingar, tinandi í hnjánum fýrir útlendri tign. Og við getum borið það fram á eðlilegan sjálfstæðan og fullveldislegan hátt, með sjálfstrausti, þó how do you like lceland? fái að fljóta með. 4. Þótti jjjer gjdd hjond bá... Paul Caimard var enginn Seinfeld 19. aldar en hann var einskonar kvikmyndaframleiðandi síns tíma; kom hingað með heilan leiðangur af náttúruskoðurum, dagbókarskrifúrum og teikn- urum, og gaf síðan út veglega heimildamynd um landið; glæsiprentaða grafíkmöppu. Islendingar í Kaupmannahöfn héldu Páli mikla veislu í janúar 1839, að aflokinni Islands-ferð hans. Menn voru fúllir af þakklæti og báru mikla virðingu fýrir þessum íslandsvini aldarinnar. Þar lá frammi á borðum til sýnis fýrsta eintakið af „Gaimard- leiðangrinum“, þessari stórmynd þess tírna og eftir matinn rituðu allir veislugestir nöfn sín aftast í bókina. Þetta fágæta eintak fann Sicurður Jónsson lífFræðingur fýrir áratug eða öðrum síðan á fornbókaverslun í París og uppi á háu lofti hans við Monsieur le Prince-götu í París má sjá að JóN Sigurðsson hefúr stærstu rithönd allra í salnum; nafn sitt ritar hann í 18 punkta letri þótt aðrir landar hans og Fjölnismenn Iáti 12 punktana duga. Gott ef Páll sjálfur og hans menn stilltu nöfnum sínum ekki í enn meira hóf En þarna stendur það í einu nafni fæddu á 17. júní: Allt sjálfstæði Islendinga, öll okkar krafa til þess að verða þjóð Ín á meðal þjóða, \í rituð með \\ ' breiðum ' / vX. ^ klessulegum línum sem tóku sama pláss og þrjú önnur nöfn: Jón Sigurðsson. Hann var sá er sjálfstraustið hafði og það allt að því barnalega belg- ingslegt, en á móti kemur að hann var að bæta fýrir margra alda skort á því. (Þessi megalómanía sem Jón var þó haldinn fyrir hönd sinnar voluðu þjóðar birtist manni annað slagið í nútímanum, en þá jafnan á per- sónulegri smákónganótum. Dacur tók alltaf heila síðu í gestabókum myndlistarsýninga og með samanburðarrannsóknum á tileinkunum íslenskra höfunda má komast að því að Thor VilhjAlmssyni dugir vart saurblaðið til að árita sín- ar bækur en Nóbelsskáldið ritar hins vegar fínleg- um dráttum vart sýnilegt nafn sitt undir titilinn.) Maður er að reyna að sjá fyrir sér Jónas Hall- grímsson í veislunni góðu. Hans sjálfstraust er af öðrum toga. Hann hefúr sitt prívat sjálfstraust sem skáld, hvað svosem iíður meintri hógværð hans gagnvart eigin kveðskap. „Skáld er ég ei...“ og allt það. Hann hefúr kannski jafnvel meira sjálfstraust sem náttúrufræðingur, en þó varla hér í selskap með Páli Gaimard sem hann greinilega virðir, sbr. kvæði hans honum til heiðurs. Kannski hefúr hann bara setið með sínum vinum og gert sér gott úr mat og veigum. Það má kenna skjálfhentan fyllerís-blæ í rithönd margra landa í þessari merku „gestabók“ en þó ekki í nafni J. Hallgrímsen. „Hann hefúr skráð sig fyrir matinn“ f segir Sigurður Jónsson með glott á vör. Jónas hefúr semsagt ekki sjálfstraust á la Jón Sigurðsson; fyrir hönd allrar þjóðarinnar, kannski eilítið sjálfstraust á sviði alþjóðlegrar náttúrufræði en fyrst og fremst sjálfstraust sem Jónas Hallgrímsson skáld. En það mun vera eitt hið þægilegasta sjálfstraust sem til er: Að vera íslenskt skáld á bundið mál. Það er sjálfstraust sem veit að enginn samanburður kemur nokkurn tíma utan frá. Þú ert kóngur í þínu ríki, óþýðanlegur og óskiljanlegur öðrum en þeim sem tala íslensku. Kannski er hér skýring á því hvers vegna slíkir menn finnast ekki lengur meðal þjóðarinnar. Þau fáu skáld sem eftir eru yrkja öll á óbundnu og Iéttu þýðanlegu máli; allir að vonast eftir heimsfrægð, þó ekki væri nema í litlum moldarfirði í Norge. Það er svo aftur spurning hvernig Jónas Hallgrímsson hefði setið í stóli sínum ef veislan hefði verið til heiðurs Heinrich Heine. Hefði hann þá setið yfir meistaranum eins og Matti Jó yfir Borges eða mætt honum eins og jafningja, eins og Laxness að heilsa W.H. Auden, eða hefði hann bara hellt sig fúllan af skelfingu og staðið útí tunglsljósinu? Daginn fyrir veisluna sátu nokkrir landar uppá herbergi á Garði og nudduðu í Jónasi um að yrkja nú sérlegt veislukvæði til handa Páli Gaimard. Frá þessu segir Benedikt Cröndal í Dagradvöl. Skáldið var eitthvað tregt til en lét loks undan og settist við yrkingar á meðan hinir spjölluðu áfram. Eftir nokkrar hendingar þeytti Jónas frá sér pennanum og hvæsti „hana, nú get ég andskotakornið ekki meir!“ Hann var fullur aðdáunar á mætum íslandsvini en ekki þó svo að hann skriði fýrir honum. Hann gat svosem ort tii hans kvæði en allt eins ekki. Samt sem áður lá kvæðið fúllprentað á veisluborðum daginn eftir. How do you like Iceland? er greinilega engin okkar tíma uppfmning. Þú stóðst á Heklu tindi hám og horfðir yfir iandið fríða, þar sem grænar grundir líða skínandi ár að ægi blám, en Loki bundinn beið í gjótum bjargstuddum undir jökulrótum. Þótti þjer ekki ísland þá yfirgripsmikið til að sjá? Þannig hljómar fyrsta erindið. Síðustu tvær Iínurnar eru endurteknar í einskonar viðlagi, viðlagi sem hefúr breyst aðeins á okkar dögum, en er samt sungið enn, en hljómaði svona þá: „You sure liked Iceland then, didn't you?“ 5. Laciies anci aentlemen... Til hvers erum við til? Til hvers erum við fslendingar? Til hvers erum við hér? Hvert er hlutverk okkar í heiminum? Eigum við þar einhvern séns? Höfum við eitthvað honum að færa? Eða eigum við bara að liggja hér og þiggja? Skríðandi smáir líkt og lýs á höfði heimsins? Hvað ætlum við að gera? Eigum við að hugsa eins og smáþjóð eða stórþjóð? Eigum við að sofna á kvöldin metnaðarlausum einskis nyhum svefni eins og 30.000 manns í Liechten- stein? Engum til ama og þannig að öllum er sama? Eða hvað? Ha? Hvað í andskotanum er það að vera Islendingur? Davíð Oddsson var fölur og fár þegar hann gekk framhjá breiðum bökum Þýskalandskansl- ara, forsætisráðherrum Bretlands og Spánar, for- setum Rússlands og Bandaríkjanna upp að ræðu- púltinu á fúndi Nató-leiðtoga í forsetahöllinni í París í vor, dró upp lítinn miða úr hægri jakka- vasa og hóf að lesa óstyrkri röddu, á ensku með íslenskum hreim. Hvað er það að vera íslendingur? PERSÓNULEG LÍKING Áhugaverð líkingatækni er að persónugera hluti og hugmyndir. Með þessari aðferð setur þú sjálfan þig í spor eða í samband við þá hluti og hugmyndir sem þú ert að fást við. Pú býrð til eins- konar hlutverkaleik úr við- fangsefninu. Dæmi: Hjá Cillette-fyrir- tækinu var verið að þróa nýja tegund af sjampói. Sem nálgun á viðfangs- efninu sáu þátttakendur í vöruþróunarhópnum, sjálfa sig sem hár. Þeir ímynduðu sér hvernig hár upplifði heiminn. „Það er hræðilegt að vera þveg- inn á hverjum degi." „Hárþurrkan er að gera útaf við mig." „Ég uþplifi mig sem þurrt og dautt hár." Sumir vildu sjampó sem verndaði hárið. Aðrir vildu sjampó sem hreins- aði vel öll óhreinindi úr hárinu. Niðurstaðan varð sú að hver og einn hafði sínar óskir um eiginleika sjampósins miðað við gerð hársins. útkoman varð „Silkience' -sjampó, sjampó sem lagar sig að mismunandi hárgerðum, einskonar alhliða sjampó. Æfing: ímyndaðu þér að þú sért sá hlutur eða verk- efni/vandamál sem þú ert að fást við. Getur þú sett þig í Sþor hlutarins, leikið hlutverk þess hlutar sem þú ert að fást við? Spurðu sjálfan þig um innsæi og möguleika á lausnum með þessari aðferð. F j ö 1 n i r sumnr '97 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.