Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Page 43

Fjölnir - 04.07.1997, Page 43
Hallgrímur Helgason Sjálfstraust íslendinga You have to create your own. Megnið af íslenskri sköpun, íslenskri list, er ekki annað en minningin um daufan bjarma frá umræddu sólarlagi við Faxaflóa: Afar fagrir sólar- geislar sem eitt sinn léku um ullarefnið í frakka skáldsins. Það er ekki auðvelt að gefa út sól í ull, en kannski enn erfiðara að lesa hana. Einhvernveginn ekki nógu áþreifanlegt efni. Guðbergur Bergsson orðaði þetta eitt sinn svo í tímaritsgrein að íslensk ljóðagerð, sem að megninu til er jú enn bundin við fyrri-alda-náttúru-lýrik, væri á misskilningi byggð. Hún væri lítið annað en mannleg viðbrögð við fjalli. Fyrstu viðbrögð við fjalli. Einskonar áfallahjálp við náttúruupplifún. Skáldið smáa stendur andspænis sinni Esju og klórar gagnvart henni einhverjar línur á blað sem aldrei verða meira en snjófölar rákir í hlíðar fjallsins og sem tekur upp í næstu skúr. I stað þess að búa til sitt eigið fjall. Það þarf sjálfstraust til þess að búa til fjall, og sólarlag með því. Þar sem þú stendur enn þarna á Skúlagötuströnd — og hugleiðir þetta óborganlega sólarlag sem þig langar svo til að búa til og verður að búa til af því heimurinn kaupir ekkert póstkort, og heimurinn vill engan enduróm, hann vill fúllbúna vöru — tekur þú allt í einu eftir því að þarna aðeins lengra út með ströndinni, við Sólfarið hans Jóns Gunnars, þar stendur Jerry Seinfeld. Um frakka hans leika sömu sólargeislar og verma þinn. Hann er að horfa á sömu rás og þú. Þú stendur ekki lengur einn baksviðs í bjarmanum frá heimsljósinu. Við hliðina á þér stendur maður sem á horfa vikulega 200 milljónir manna. Og hann röltir til þín og spyr hvort þú eigir nokkuð eld? Að búa til sólarlag er eins og að gefa 200 milljón reykingamönnum eld. Og þegar þú hefúr gert það. Er þá orðið auðveldara að búa til þetta sólarlag? Er þá orðið auðveldara að vera íslendingur? Ha? Bjarni Tryggvason frá Akureyri verður fyrstur íslendinga til að fara út í geiminn. Hér emm við ekki að tala um heimsfrægð heldur geimsfrægð. Hann flutti af landi brott þegar hann var átta ára gamall. Er það kannski eina leiðin? Til að komast útí geiminn verður þú fyrst að flytja út í heim, áður en þú verður átta ára? Halldór var 17 ára, þegar hann kom frá Laxnesi til Köben og stóð á Ráðhústorgi með sagnaarfinn í 70 kílóa kofforti, bað burðarmenn sína að koma honum upp á herbergi, en gekk sjálfúr inn á ritstjórn Berlingske Tidende og spurði hvort þá vantaði ekki smásögu í sunnudagsblað- ið. Den Tusindárige Islænding. Þá voru þúsund ár liðin frá því síðast heyrðist ffá íslendingum á prenti. Fyrsti sjálfstrausti Islendingurinn í 1000 ár. Þetta fúrðulega fyrirbæri — þessi drengur fæddur í örbyggðu mosakoti sem varð að lokum stærri en heimadalurinn allur, landið sjálft og miðin; svo stór að við urðum að færa út fyrir hann landhelgina í 200 mílur — hann flaug á sínum eigin NASA-vængjum beint útúr tíu myrkum öldum fullum af reykjarkófi hlóðastúss- ins, tóbaksbrúnum hreppstjórahráka og þrjátíu kynslóða rímþvagli, beint út í geim, eins og geimfari, og ekki einu sinni kominn með bílpróf. Það glittir eiginlega aldrei í gegnum sjálfs- traustið hjá Laxness. Hann hélt því óbiluðu frá sínum fyrstu skrefúm í Kaupmannahöfn 1919 og alla leið inn á Reykjalund. Aðeins þegar hann ræðir sér fremri menn í ffamúrstefnu er líkt og hann dragi blek í land; þegar hann segir frá Joyce og Ulysses eða í frásögn af stífþressuðu samkvæmi á Manhattan árið '59 þar sem hann úu' horni hittir ládausan Marcel Duchamp og gerir fávísum lönd- um sínum (ég efast um að SVAVAR GuÖNA, ÞORVALD- UR SkúLA og co. hafi þá svo mikið sem heyrt nafnið nefnt) grein fyrir afrekum hans á sviði myndlistar: Klósettskál á borði frá...jú,..1919...og flösku- statíf frá sama tíma. Ef mig minnir rétt gerði skáldið sér góðan mat úr því hversu fágaður og kurteis gamli dada-meistarinn var, og góður í viðkynningu; forvitinn; í algerri mót- sögn við hin róttæku, andfélagslegu og mein- hæðnu verk sín. Það er vissulega aðdáunarvert hve Halldór var mikill alheimsandi og úniversal séní; maðurinn dekkaði bókstaflega allt alla öldina og náði meira að segja að hitta bæði Duchamp og Janis Joplin, fyrir utan að lifa þau öll. En það örlar samt á örlítilli vanmetakennd smáþjóðardýrlings gagnvart heimsmeistaranum í ffamúrstefnulist í þessari frásögn skáldsins af kvöldstund í New York. Kannski var sú licla kennd blandin samviskubiti yfir því að hafa yfir- gefið aðventugarðinn (avant-garde) snemma á sínum ferli; Halldór daðraði við súrrealisma og aðrar listastefnur þriðja áratugarins en skrifáði sig frá því öllu með Vefaranum og yfirgefúr loks hinn alþjóðlega listatískuheim. Framúrstefnan skýtur síðar aðeins upp sínum skrýtna kolli í verkum hans hér og þar, en þá aðeins í anekdótu-formi: f tómlegu herbergi í bæjarhúsum Jóns Prímusar hangir handklæði á vegg; lafir þar eitt á nagla „líkt og einkennilegt listaverk eftir Duchamp". (Orðalag eftir minni.) Og í þessu lida og yfir- gefna handklæði í miðju Kristnihaldinu hangir einhvernveginn öll hin stórfúrðulega listasaga tutmgusta aldarinnar eins og hún ófst meðal stór- þjóðanna; þarna hangir hún á einum lidum nagla undir Jökli, án þess að nokkur heimamaður taki eftir henni. Var þetta ekki léttflippaður prakk- araskapur hjá HKL? Eða hve marga lesendur sjö- unda áratugarins gat grunað hvað skáldið ætti við með þessari líkingu? Eftir síðasta hléið á ferli sínum tekur Halldór Laxness að skrifa lókal-sögur, hefðbundnar að uppbyggingu en spriklandi ferskar í stíln- um. Eftir vonbrigðin í Hollywood og sjálfsuppgjör með Vefaranum er líkt og hann segi við sjálfan sig: Ekki frekari til- raunir. Nú skrifa ég bara góðar bækur. Bækur sem allir geta lesið: Enga stæla lengur. Kannski fannst honum hann vera að falla á tíma, kannski þráði hann um of að sanna sig meðal allra ekki einungis fárra bókmenntaáhuga- manna, kannski var það sósíalisminn sem hvatti hann til að yfirgefa tilgerð og tildur dandý- ismans, allar þær eia perlur, og hefja skrif um al- þýðuna og hetjur hennar. Eða var þetta lausn á eilífri dílemmu smáþjóðarhöfúndarins? Stór höf- undur veit að hans smáa þjóð mun aldrei skilja hann til fúlls en hann þráir jafnframt önnur örlög en þau að deyja jaðarskáld á sinni Þröm. Hvaða leiðir eru færar stórum manni af smárri þjóð? Það er ERRó-leiðin: Segja sig úr íslensku sam- félagi og gerast listrænn údagi með allt það frelsi til framúrstefnu og óskiljanlegheita sem því fylgir. Eða FLÓKA-leiðin: Búa innanbæjar en vera samt eins og útlendingur í eigin landi, hálfgert skoffín að gera sínar skrýtnu myndir sem fáir sem engir fatta fyrr en fyrsta vorið grænkar á leiði manns. Loks er það HEMMA-leiðin: Gera sjálfan sig að þjóðareign með því að skrifa sig inn í hjörtu landsmanna og taka svo öllum þeim eftirhermum og þjóðsagnabröndurum sem því fylgja. Laxness var nógu stór til að geta farið allar þrjár leiðirnar í einu og án þess að fórna neinu af eigin verðleik- um. Hann er hvort tveggja andlegur meistari ald- arinnar og poppaðasta goð hennar. Hann er hvort tveggja mestur einstigis-fetari hennar og breiðfylkingarmaður. Hvort tveggja mesti fram- úrstefnumaður þjóðarinnar og hennar dáðasti sonur. En það var samt ekki hægt að telja sig til avant-gardsins í París á sama tíma og maður var að berjast til þjóðardýrlings á fslandi. Á meðan Dalí málaði fimm höfúð Leníns á nótnaborð flygils orti Halldór Maístjörnuna. Það blundar í honum óttablandin virðing gagnvart þeim mönnum sem erlendis ruddu brautir á meðan hann fór um eins og forustusauður um óbikaða fjallvegi lands síns með heila þjóð í eftirdragi: f sérhvert sinn sem HKL nefnir Proust eða Breton eða Joyce eða Duchamp kemur ekki aðeins dropi af minnimáttarkennd í stílinn heldur verður hann einnig að útskýra aðdraganda, þjóðfélagsað- stæður, innihald og ástæður fyrir list þeirra; hann var alltaf fimmu'u árum á undan sinni samtíð og það var hans tragíska hlutskipti sem hann þurfti að sætta sig við. Hann vann úr því með því að finna upp persónur sem voru stærri en íslenskt samfélag og langlífari en heilu og hálfú listastefn- urnar. Halldór flutti heiminn heim og landið út. Eins og áður sagði varð honum ekkert útundan. Hann dekkaði bókstaflega allt, frá Fæti undir Fótarfæti að 52. stræti. í túninu heima stóðu engir kofar tómir. öfúgt við núu'ðarskáldin sem ekki hætta sér útá stuðlanna þrískiptu akrein eða til þess að gefa sögupersónum sínum annað en dýrindis vín og alþjóðlegar máltíðir að eta vegna þess að hjá Evrópusambandinu finnast engin þýðingarforrit yfir slík lókal fyrirbæri eins og kokteilsósur eða sláturkeppi — engir stuðlar til, bara staðlar — þá notaði Laxness okkar litla lókal kúltúr allt oní smæstu blóm í haga jafnt sem í máli. Hann þekkti samfélag sitt oní kjölinn og landið uppá Kjöl, skrifaði sig í fönn á Jökuldals- heiði og rótaði þar eftir sér-austfirskum afbrigð- um af orðum yfir snjófærð: Hann leiðir líkmenn í hlað í Sumarhúsum á laugardagsmorgni þegar „hann var kasmektur á Bláfjöll, með brunagaddi og hægu skafroki". Engar túristabókmenntir hér. Engar fyrirfram áhyggjur hér yfir því hvernig í veröldinni amerískur þýðandi ætti tutmgu ámm síðar að geta snarað þessari staðbundnu snilld á ensku: „— þæfmgsófærð, sögðu þeir, fastalæsingur, klammi." >■ „Það er Erró-leiðin: Segja sig úr íslensku samfélagi oggerast listrœnn útlagi með allt það frelsi til framúrstefnu og óskiljanlegheita sem þm Jylgir. Eða Flóka-leiðin: Búa innanbœjar en vera samt eins og út- lendingur í eigin landi, hálfgert skoffin að gera sínar skrýtnu myndir sem fáir sem engir fatta fyrr en jyrsta vorið grœnkar á leiði manns. Loks er það Hemma-leiðin: Gera sjálfan sig að þjóðareign með því að skrifa sig inn í hjörtu landsmanna og taka svo öllum þeim eftirhermum og þjóðsagna- bröndurum sem þvífylgja. “

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.