Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Síða 44

Fjölnir - 04.07.1997, Síða 44
Hallgrímur Helgason Sjálfstraust íslendinga * „Besta og eina raunverulega land- kynningin eru einstaklingar sem hafa eitthvað heiminum að bjóða. Þeir sem hafa náð að búa til sín eigin sólarlög. Engar myndir eftir Erró voru notaðar á Loftleiðakynning- unni í New York '65. Valdimar Grímsson var ekki látinn sýna vítaskot á Feneyjar-bíenaln- um '95. Björk var ekki kölluð til á Hóftar-dagana í Tokyo '88. Gus Gus-hópurinn var ekki sendur í Peking-óperuna '97. Laxness var ekki látinn lesa upp á Islandskynning- unni í tengslum við Ólympíuleikana í London '48. “ Fj 44 ■ «■ ■ íolnir timarit handa íslendingum sumnr '97 Niðurstaðan er kannski öllu flatari en orgin- allinn og ætti að auka okkur sjálfstraust; — á meðan erlendur lesandi verður að láta sér nægja Laxness „léttan og laggóðan" fáum við ein að háma liann í okkur með smjörinu ekta og óút- þynntu — en þýðingin opnar samt sem áður fyrir okkur borgarbörnunum merkingu gleymdra orða: „It had been terrible going, they said, hard on top, soft beneath, slippery." Hjá Kiljan er ekki að finna neitt þýðingar- stress, hvað þá veðurstress. Hann hikar ekki við að láta fenna yfir lesendur sína, innlenda sem út- lenda, sem aldrei vita hvaðan á þá stendur byrinn úr brjósti skáldsins. Það sjálfstraust sem GusGus- menn sýna nú í praxís geislar af hverri síðu Laxness. Þar er ísland komið með öllum sínum skrýtnu uppátækjum, öllum sínum kaldlyndu bröndurum sem enn gera mönnum gæsahúð þó staddir séu á utandyrakaffihúsum Rómaborgar eins og Brad Leithauser lýsir í formála sínum að nýlegri útgáfu á „Independent People“. Enn er grátið fyrir Astu Sóllilju, á götum heimsborga. 8. Hiwn eílíffi slcitsó-freH Og enn sjáum við listamenn glíma við þennan þríþætta vanda: Á ég að flytja út og gefa mig fúll- kominni fagmennsku á vald? Á ég að verða utan- garðsmaður hér heima og fylgja aðeins minni eigin litlu persónulegu sannfæringu með öllum þeim sálrænu erfiðleikum og fjölskylduboða-fælni sem því fylgja? Á ég að selja mig vinsældum á vald og verða local hero, árviss gestur hjá Hemma, þýða rokkóperur, þýðast rokkstjörnur og láta reglulega bæði sjá og heyrast í mér? Nýverið var frumsýnd ópera eftir Atla Heimi Sveinsson. Og nýverið voru gefin út „Jónasarlög" eftir Atla Heimi Sveinsson. Hér er enn á ný frumsýndur allur sá gamli tilvistarvandi sem íslenskir listamenn hafa og munu alltaf? glíma við. Á ég að vera lókal? Á ég að vera glóbal? Á ég að syngja fyrir fífilbrekkuna heima, eða er ég bara að semja fyrir ímyndað públíkum í Kína? ísland er jú alltaf á leið í sundur. Firðir á leið í austur þegar nesið vill í vestur. Við búum við eilífan skítsó-frera. Atli Heimir Sveinsson er sannarlega mesta tónskáld sem þessi þjóð hefúr alið. En ólíkt mesta rithöfúndi hennar er hann ekki sæll með sinni þjóð. I nýlegri blaðagrein húðskammar hann gagnrýnendur bæjarins fyrir dóma þeirra um óperu sína og mátti þó sjá að þeir litlu karlar reyndu eins og þeir gátu að gera vel við sinn mann. Útúr grein Atla — „Vitlausir gagnrýn- endur“ — mátti lesa áralanga frústrasjón og innri ógleði gagnvart þeim döpru örlögum að fæðast hér á þessari Flatey í miðju Atlantshafi. Tón- skáldið var í raun að hirta land sitt og samfélag fyrir að skilja ekki list sína. Atli Heimir hafði valið „Flóka-leiðina“; hina harðsnúnu og málamiðlanalausu leið hins sér- lundaða snillings sem fer huldu höfði í _y| dellukenndu þjóðfélagi, en hann hafði farið hana án þess að sætta sig við afleið- * ingarnar. Eftir áraraðir utan tónakerfisins og ofan og neðan við dúr og moll stóð hann allt í einu uppi eins og fjúkandi reiður Alfreð Flóki sem heimtaði skyndilega sæti í sófanum hjá Hemma. /ÍU En málið er: Það fær enginn sæti í sófanum hjá Hemma nema að hafa samið lög sem allir geta samið sig við. Þó Hemmi sé líbó þá verður Karl- heinz Stockhausen \ aldrei aðalgestur í þætti hans. En bíðið nú við. Atli Heimir hafði nefnilega líka sam- ið lög sem allir geta samið sig við: Lögin við ljóðin hans Jónasar Hallgrímssonar sem allar konur bæjarins raula nú við uppvaskið og eru svo yndisleg. Atli hafði semsagt líka valið Hemma-leiðina: Hann hafði valið tvær ólíkar leiðir fyrir rvær tóna-til- hneigingar í sjálfum sér; fyrir tvær ólíkar þrár. I öðrum sjónvarps-sófa, sófanum í Dagsljósi, mátti greina geðklofann sem allir íslenskir listamenn hafa glímt við: Atli Heimir var þar mættur í við- tal hjá Kolfinnu í hlutverki „alvarlega tónskálds- ins“ og talaði heldur niðrandi um Jónasarlög „dægurtónskáldsins" Atla Heimis: Maður grípur í svonalagað af og til þegar maður er í léttu skapi, og vildi heldur beina talinu að óperuvirkinu Tunglskinseyjunni. Hann talaði um sjálfan sig eins og tvo menn. Metnaðarfúllur á alþjóðavísu. Metnaðarlaus fyrir heimamarkað. En enginn velur sín örlög og enn síður ef menn fara fram á tvenn örlög. Guð bara afgreiðir ekki menn sem fara fram á slíkt. Landið er alltaf á leið í sundur en úr sprung- unum þar á milli vellur upp það sem merkilegast og mest er um vert. Ólíkt Laxness hafði Atla Heimi ekki tekist að sameina ólíkar hvatir sínar, óiíkar leiðir að verð- leikum; hann náði hvorki að lyfta sér uppúr blindgötu framúrstefnunnar né feta sig út úr Kringlu-örtröð breiðgötunnar: Þar með nær hann ekki að sameina það besta úr hefð og tísku, og lyfta sér og sínum verkum þannig uppyfir gamla þrasið um gamalt eða nýtt, kúl eða sveitó, lókal eða glóbal. Eftir sitjum við listþegnar tónskáldsins með hlustarverkjandi harðlífi annarsvegar og dísætt eyrnakonfekt hinsvegar. Annarsvegar sitjum við sem listgíslar í Þjóðleikhúsinu, píndir fyrir læstum dyrum til að hlýða og horfa á óperu sem skrifúð er fyrir þann fimm manna hóp fagmanna sem enn skrifar fyrir nútímatónlist- ar-tímaritin á Norðurlöndunum; síðustu fimm mennina á norður-- hveli jarðar sem enn kannast við fyrirbærið „raðtónakerfi“. Hins- vegar sitjum við af frjálsum vilja í kjallara sama húss og hlýðum á sömu söngkonu syngja í dúr og moll uppúr 150 ára og nú löngu áhættulausum Ljóðmælum listaskáldsins góða, kvæðin sem láta okkur líða svo vel. Hér þokumst við eitt skref áfram inn blindgötuna og síðan eitt skref aftur í ímyndaða sveitasælu. Það er svo bágt að standa í stað. Jónas fór Flóka-leiðina á sínum volksama tíma og fór hana stoltur. Hon- um var sama þó týnd væri lestin. Hann gaf hesti sínum tauminn og lagðist í mosalaut að yrkja Fjallið Skjaldbreiður. Heiðabúar! glöðum gesti greiðið för um eyðifjöll. Einn eg treð með hundi og hesti hraun — og týnd er lestin öll. Mjög þarf nú að mörgu hyggja, mikið er um dýrðir hjer! Enda skal eg úti liggja, engin vættur grandar mjer. Enda skal ég úti liggja. Utan við alla samtíð. Engin vættur grandar mér. Þegar þjóðfélagið hafnar þér er landið þitt athvarf. Þar hafiði það. Þar hafiði Jónas, sælan í sinni vissu; tveimur mannsöldrum síðar sæd hann ekki bara í sófan- um hjá Hemma heldur lægi þar, makindalega, hvílandi ferðalúin bein sín; þó hann hafi kannski ekki rennt grun í að menn myndu leggja á sig það umdeilda erfiði að grafa hann upp til að hola honum oní þann þjóðargrafreit sem sófinn hjá Hemma sannarlega er. Líkt og Kiljan var Jónas jafn vel að sér í landsigi Þingvallahrauns og landrisinu í bókmenntum Evrópu. Þýðandanum Hallgrímssyni tókst að gera Heine svo íslenskan að nú halda allir að hann hafi verið hér á beit í hundrað ár en sé ekki sú innflutta rómantíska landbúnaðarvara sem hann var. Jónas var lókal og glóbal í senn. Maðurinn er meira að segja grafinn í tveimur þjóðlöndum. íslendingar senda þó ekki Jónas til Kína, þangað fór óperan. Það sem við ekki skiljum heima sendum við öðrum í landkynningarskyni. Enda var dæmið þannig lagt upp hjá Atla Heimi. Eitt — þetta þunga og metnaðarfúlla — er skrif- að fyrir útlönd, hitt — þetta létta og leikandi, til gamans gert — fyrir Island. Þetta er gömul hugs- un sem er ekki aðeins stórhættuleg fyrir geðheilsu manna heldur einfaldlega röng, einkum í ljósi þess að nú er Island ekki lengur bara Island og útlandið útland. Nú liggja þessir fiskar í sama Neti. Heimurinn er kominn heim og hann skilur ekki hvers vegna við ætlum að meina honum að- gang í Þjóðleikhúskjallarann en beinlínis ota honum inn að stóra sviðinu, á efri hæð íslenskrar menningar, þess hluta hennar sem ætlaður er til útflutnings. Reyndar er það umhugsunarvert hvort við eigum ekki að leggja af slíkan útflutn- ing á vegum ríkisins. Landkynningar okkar erlendis lýsa einhverju allt öðru en sjálfstrausti þjóðar. Islandsdagar í Colchester eða Göttingen með osta- og lista- kynningu. Þrír litlir höfundar að lesa upp fyrir þá 30 einstaklinga í borginni sem eru þegar búnir að panta sér ferð til Islandsins. Og frammi liggur létt og handhæg útgáfa á ljóðaúrvali síðustu ára sem selst svo í 200 eintökum á háskólalóðinni. Sendiherrann flytur ræðu um fjöllin og fornsög- urnar: Hér er kominn grænlenski básinn í Kolaporti Sameinuðu þjóðanna. Og Kaninn kemur með Rússann undir hendinni: I kind of like this sealburger en by the way, væruð þið ekki til í að geyma fyrir okkur nokkrar kjarnorku- sprengjur? Þið hafið þær bara inní frysti... Eg gleymi því ekki þegar ég hélt mína fyrstu sýningu erlendis, í litlu galleríi við Newbury'- stræti í Boston og fékk ágætis uppslátt í Helgar- pósti borgarinnar: An Icelandic artist shows paindngs... Fyrsmr manna á opnunina var Mr. Harvard himself: fimmtugur háskólaborgari, ákaflega undarlegur maður, og skírlífur í sinni Islandstign, rammkaþólskur og strangtrú- aður fræðimaður sem komist hafði næst því að smnda kynlíf með því að hafa lesið allar hveralífsbækur sem út hafa komið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.