Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Síða 46

Fjölnir - 04.07.1997, Síða 46
HaNgrímur Helgason Sjálfstraust íslendinga Bragi Ólafsson: Stórar ákvarðanir Ekki fyrr en seint um kvöldið tók hún eftir því að hann hafði setið hreyfingarlaus í stólnum frá því um sjöleytið. En þá var allt um seinan; hún var búin að finna sér aðra hluti til að hugsa um. Hún hafði reyndar tekið slíkar ákvarðanir að hefði hann verið þess megnugur að hreyfa andmælum hefði það ekki komið að neinu gagni. Það var eins og þau hefðu stillt saman úrin sín eða stöðvað hina mikilfenglegu veggklukku á veggnum. „Það verður seint fullþakkað sjálfs- traustið sem Björk- in hejur fiert okkur þjóð sinni uppá sitt frumlega einsckemi. An hennar vœrum við kannski enn í okkar eilífu land- kynningu, taðreykt afminnimáttar- kennd í sífelldri önn að jylgjast með heiminum úrjjar- Legð: Hvað er að gerast þama úti? Hvað eru þeir núna að bralla? • Hvað er nú nýjasta nýtt? Nújá. Við verðum aldeilis að breyta um kúrs. “ F j ö 1 n i r tímarit handa islendingum 46 sumar '97 En eigum við ekki mótleik? Við ættum kannski að prófa tunglið næst? „We are very sorry, but we have found evidence that the old „Lögberg“ at Thing- valla is built up with lunar-rock.“ 10. B.Jóns og Björlc stendur ó þér unglinga fjöld í óðri önn að finna Ameríku enn og aftur, stendur þar í ströngu við að stráfella frumbyggja. Aftur mættur í Austurstrætið sé ég hvar móðir Bjarkar gengur hnarreist meðal fólksins, enn dáldið fríkuð í sínu enn hippaða síðpilsi og úr andlitinu skín stoltið yfir því að hafa fætt okkur leiðarstjörnuna stóru — stjörnuna sem Tómas Sæmundsson talar um í formálanum að Fjölni —- og nú skín skærar enn nokkru sinni fyrr á alheimsstjörnukortinu: Björk: Fullveldis- og frelsishetjan mikla, og við þökkum hennar móður í hljóði þar sem hún gengur um í sólinni á sjálfstæðisdaginn, eins og Brynhildur kónga- móðir, drottningarmóðirin, hin hagsælda hrím- hvíta móðir, sem fæddi okkur fornaldar-frægðina uppá nýtt. Já. Sko. Þetta gátum við, þrátt fyrir allt. Það verður seint fullþakkað sjálfstraustið sem Björkin hefúr fært okkur þjóð sinni uppá sitt frumlega einsdæmi. Án hennar værum við kannski enn í okkar eilífú landkynningu, tað- reykt af minnimáttarkennd í sífelldri önn að fylgjast með heiminum úr fjarlægð: Hvað er að gerast þarna úti? Hvað eru þeir núna að bralla? Hvað er nú nýjasta nýtt? Nú já. Við verðum aldeilis að breyta um kúrs. Þetta er víst svona núna „í nágrannalöndunum“. Nú vitum við hinsvegar að það er okkar kona sem er að gera það nýjasta nýtt. Dæmið hefúr snúist við. Nú er það heimurinn sem horfir hing- að, titrandi forvitinn og spennt- ur yfir því sem kemur ' j næst. „Still one more ^ strange and exciting musical act from Iceland" segja bresku blöðin við nýútkomnum plötum Veðrið er eins og útúr gömlu góðu átthagafræð- inni. Himinninn ekki bara heiður og blár heldur eins og teiknaður af B.Jóns. Lipurlega dregin ský yfir Esju og blöðruskuggar á ferð um frekar stíft teiknaðar stéttar í bænum. Dagurinn er gamall og hefðbundinn. Lítil þjóð að fagna sínu smáa sjálfstæði. Samkvæmt skólabókinni. Á fullkomnu faxtækjunum í skrifborðsblokkunum í Singapúr birtist aðvörun: Independence day in Iceland, National Holiday. Miðbærinn fyllist af þjóðinni sem annars aldrei sést. Ég rölti um í góðviðrinu og horfi á börnin sleikja ísinn, glata blöðmm til himna. LISA PAls með dætrunum í Austurstræti. Baltasar með sínum syni og sinni Liuu að borða köku á Sólon. Krakkarnir inni á Café au Lait. Sölutjöld á sölu- öld. Unglingar á unglingaöld. Allt eins og á að vera. En samt er eitthvað breytt. Það er eitthvað nýtt sjálfstraust í skýjunum yfir Esjunni. Þrátt fyrir hefðbundið skólabókarform þeirra er horf- inn úr þeim þessi barnalega þjóðremba frá B.Jóns. Þjóðin kjagar velsæl og bumbuð fyrir sínum barnavögnum, á hversdagsklæðum, merkt í bak og fyrir af fjarlægum háskólum, hönnuðum og snekkjuklúbbum Karíbahafsins. Það er ekki að sjá neinn ógnarstífan hátíðarsvip á þessum and- litum. Þjóðin er orðin veraldarvön. Það er 17. júní ókei, en líka soldið and so what? Undir Frí- kirkjuvegg standa tvær menntaskólapíur á peysu- fötum að reykja Marlboro Lights, greinilega ný- komnar frá Baltimore óg fíla gamla ömmubún- inginn bara uppá djókið. Inná leiktækjasölunum 17. JUN11997 Röggu GIsla og GusGus. Nú er það þrettán ára unglingur í London sem gengur spenntur heim með nýja diskinn Bjarkar og handleikur hann eins og slípaða flís úr loftsteini norðan úr höfum. Það fylgdi því undarlega góð tilfinning að fylgjast með bresku pressunni þegar hún kom hingað fyrst í kjölfar Bjarkar-æðis og hóf að grafa upp gamlar upptökur stjörnunnar. Allt í einu höfðu Hljóðrita-upptökur frá '75 öðlast alþjóðlegt gildi. Arabadrengurinn á MTV og trommuleikur Sigga Karls, sem aldrei sló í gegnum settið með Change á sínum tíma, var hafinn upp í nýjar hæðir. Á einni nótm hafði íslenskur popp-heimur breyst frá því að vera eitt lítið héraðsball í einu Júróvisjónlandinu afþrjátíu í það að vera bakgrunnur, jarðvegur heimslista- manns. Hljómsveitin Tappi Tíkarrass var orðin historical landmark. Kvikmyndin „Rokk í Reykjavík" borgaði sig loks upp á einum degi. Hlutabréfin í íslenskri menningu tífölduðust að verðgildi á nokkrum mínútum. Og allt þetta gátum við þakkað einni skrýtinni stúlkukind sem bjó á Tryggvagötu og bar í sér 200 mílur af sjálfs- ^ trausti og heilt Rockall- svæði að auki. ísland —, var komið á landakort GJ og Vísa-kort heimsins ^ og skömmu síðar voru y þeir mættir í bæinn, V Damon og Seinfeld. j 11. ÖðrMvisi islewdingur Ég geng meðfram Skúlagötuströnd. Sólarlaginu er um það bil að ljúka. Seinfeld er farinn upp á hótel. Esjan er nokkurn veginn nákvæmlega eins og hún var þegar ég steig hér á land með Ingólfi og þeim. Hún er ekkert meira sjúkleg að sjá í kvöld en þá. Undir henni liggur skemmtiferða- skip fyrir ankeri. Gott þeir fengu svona fallegt sólarlag, hugsa ég, hugsa ég ennþá, þrátt fyrir allt. Þrátt fyrir að ég sé að ímynda mér að ég gangi svolítið öðruvísi nú en áður, með svona Post- Seinfeld-göngulagi. Ég er samt ekki viss. En ég er samt á því að það sé orðið talsvert öðruvísi að vera Islendingur nú en í fyrra. Á gatnamótunum bíður bíll á rauðu Ijósi. Aleinn í miðnæturkyrrð- inni. Æ æ. Svo agalega heimskulegr að sjá: Eini bíllinn á ferð í Reykjavík og samt bíður hann á rauðu ljósi. Þannig vorum við. Þarna er það lifandi komið. Á meðan heimurinn æddi áfram sátum við hér heima föst á okkar smáa rassi á rauðu ljósi; þokuðumst ekkert úr stað, ekki einu sinni úr okkar eigin stað, vegna þess að við fylgd- urn útí rauðan dauðann reglum sem við höfðum sjálf búið TtU. Við biðum, og biðum, jafnvel þó enginn væri til að bíða eftir. Við biðum eftir okk- ur sjálfum. Á okkar eigin rauða ljósi. En. Góðir Islendingar! Það er komið grænt! Það er komið grænt! Og ekki eftir neinu að bíða. Við þurfum ekki lengur að leita langt. Lífið er ekki lengur annarstaðar. Sá sem sagði það, hann stendur nú útí kjötbúð að spjalla við Halla Jóns. Nei. Lífið er hér og nú, að kaupa kótilettur. Eftir fimmtíu ár af tómu sjálfstæði erum við loksins loksins komnir með sjálfstraust. Góðir Islendingar! Við erum góðir, við íslendingar. We're no fools any more! No fúcking old waiting-on-red-light-and- still-no-car-in-sight fools! Og allt í einu fer ég að hugsa á ensku, eins og svo oft áður. Enskan er svo miklu flottara mál en íslenskan. Á maður ekki bara að fara að yrkja á ensku? I þeim hugsu- ðum orðum kem ég auga á steinkoll sem stendur uppúr lygnum sjónum og finnst hann allt í einu vera selur og hann minnir mig.svo aftur á mýrina fyrir neðan bæjarhúsin í Sjálfstæðu fólki: Saltur og blautur, glansandi sköllóttur Laxness horfir á mig með sínum alzheimer-augum og segir: „Forget it. Gunni greyið reyndi þetta á sínum tíma, að skrifa á dönsku, en ég bakaði hann alveg, með gamla góða íslenska pönsudeiginu maður.“ Ég hugleiði þessi orð skáldsins en fatta svo að þetta er bara steinn. Það er gamla sagan. Selirnir hafa mannsaugu. En það eru steinarnir sem tala. Já já, látum þá bara tala íslenskuna. ís- lenskan er hvort sem er að verða að steini, hana dagar uppi í nútímanum eins og tröll að morgni. Þá getum við ernbeitt okkur að enskunni. Já já. Á maður ekki bara aðfyrkja á ensku? Good Morning America'/ Go back to your big-time sleep! Og mér líður klárum, góðum, bestum, ég fæ í mig einhverja ævaforna yfirburðatilfinningu, mér líður eins og mér leið í bátnum hjá Ingólfi þegar við létum hann, unnarjóinn, brokka fyrir Reykja- nestá fyrstir manna, mér líður eins og mér leið í leðursófanum í Reynihlíð þegar ég fylgdist með þýsku prjónahausunum: Sem íslendingur er ég svo miklu meiri og betri en heil helvítis Ameríka. Ég væri kominn með minn eigin Seinfeld-þátt fyrir löngu, bara ef ég hefði nennt því, að flytja út átta ára og svona. En bara, ég var hvort eð er með Leifi þarna á sínum tíma, og ég meina, ég fánn þetta fjandans land fyrir 1000 ámm síðan. Why go back? Jú. Það er orðið öðruvísi að vera fslendingur. HallgrImur Helgason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.