Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 51
Hugleiðing
Bak við fjöllin
hverfiar dagurinn
og tungl birtist
einsog lukt bak við
kínverskan skerm
Þennan dag
hafa margir litið
ljósið hérna
og margir siglt
á bátnum yfir
fljótið
Það er
sjálfsagt
(bls.77, Gyrðir Eliasson, Indiánasumar,
Mál og menning 1996)
Hér er aftur líkt og um að ræða þýðingu.
Orðið fljót hefur þennan sama erlenda keim og
sléttan, enda ekki til í íslensku nema sem örnefni,
til dæmis austur á Héraði. Lagarfljót er stundum
nefnt Fljótið en þá jafnan með stórum staf. Hér
er maður því að líkindum staddur enn austar,
kannski á bökkum þess gula. I daufri mollu.
Það er einhver ægileg geðdeyfð við völd í
íslenskri ljóðlist, langstaðin lognmolla, sem að
einhverju leyti má rekja austur í morgunlandið:
Japönsk áhrif eða öllu heldur misskilningur á
japönskum áhrifum í gegnum ensku og amerísku
hafa hreiðrað um sig í fagurfræði skálda okkar.
Hið íslenska nútíðar-skáld birtist okkur sem
dauflyndur og feiminn heimavinnandi húsfaðir
sem alltaf er hálf sloj og leggur sig þess vegna oft;
hættir sér ekki út nema veðrið sé skaplegt, helst
næstum því japanskt. Allavega að það sé logn.
Hann er dottinn á með dúnalogni í íslenskri
ljóðlist, áttleysu og háttleysu.
I ljóðum Óskars Árna Óskarssonar má kenna
tvö meginstef: a) Það er logn. b) Skáldið hallar
sér.
Af 34 ljóðum í síðustu bók hans, Ljós til aS
mála nóttina, eru 13 ort í logni, 8 í svefni, svefn-
rofum eða um svefn. I tveimur Ijóðum er sofið í
logni eða svefn er lygn. I einu er svefninn alveg
við það að síga á brá. Restin er með frjálsu vali.
A bls. 13 í umræddri bók er að finna ljóð
sem lýsir vel láréttri stöðu ljóðsins:
Morgunn á kvistinum
Grá ský
eins og hella
yfir þakglugganum
fletti gömlum ljóðmælum
Fjallaskáldsins
„myrk sig skýin hringa"
óvíst hvort ég fer
á fætur framar
Hér gefur að líta samband nútíðarskáldsins
við gamalt þjóðskáld. Ekki aðeins kemur línan
„myrk sig skýin hringa“ eins og hraustlegur kveð-
andi vindsveipur inn í ljóðið; - í raun eins og
alvöru LJÓÐLÍNA, sem virkar hér eins og LÍF-
LÍNA, sem ekki megnar þó að bjarga fjörlitlu
ljóði — heldur er skáldið sjálft ofúrliði borið af
krafti hins forna seiðs; effir að ljóðmælandi hefúr
lesið Fjallaskáldið kemst það bara ekki á fætur, og
óvíst að hann fari á fætur framar, enda er hann að
þykkna upp og ekkert lengur japanskt lognið
utandyra.
Ljóðskáldið hefúr lagst í kör. Og óvíst hvort
það rís úr henni. Ljóðið er að deyja. Og það mun
deyja ef ljóðskáldin rífa sig ekki upp á rassinum
og fara að glíma af einhverri alvöru við Ijóð og
ljóðform, fara að segja okkur einhver frekari tíð-
indi en hversu erfitt það sé að hafa sig á fætur.
Við hljótum að fara fram á meira.
Nú er svo komið að ljóðskáldin senda frá sér
bók á þriggja ára fresti. Flestar fara þær hljóðlega,
með veggjum — ekkert skáld okkar virðist hafa
nægilegt sjálfstraust til að halda Ijóðum sínum
beinlínis fram, hitt er reglan; menn reyna fremur
að fela þau. Niðurstaðan er sú að á almennum
bókamarkaði sjást ljóðabækur varla lengur, enda
flestar of þunnar til að sjást á færi: Meðallengd
ljóðmæla dagsins í dag eru 50 síður. Á hverri síðu
eru að meðaltali þrjár ljóðlínur; Ljóðunum mætti
í raun koma fýrir á 10 síðum. Ekki er óalgengt að
þriðjungur efnisins sé þýddur. Nú er enginn að
fara fram á meiri afköst af ljóðlínumönnum okk-
ar, slíkt væri til að æra óstöðugan, en úr þessu
pappírstómi verður bara aldrei neinn viðburður.
Lesandinn fær aldrei á tilfinninguna að skáldið
hafi lagt allt undir og sjálft sig líka. Utgáfúrnar
virka meira líkt og árbækur skáldanna, eða frétta-
bréf rithöfúndasambands; í þær er safnað þrjátíu
ljóðum eða svo, sem aldrei ná að ýta mikið frá sér
í bókaskápnum; á hverju ári hverfa 50 síður
kjalarlausar inn í ljóðahítina sem fýllir hillur
landsmanna. Þegar svo litið er á eina sltka síðu
sem blasir við hvít og auð að öðru leyti en því að
í vinstra horni standa þrjár ljóðlínur, um leið og
útrýming skóganna er höfð í huga, er ekki laust
við að að manni læðist sá grunur að útgáfa slíkra
ljóðbæklinga sé hreinlega úrelt.
Þrátt fýrir þetta dáðleysi í ljóðaútgáfú vantar
ekki afköstin hjá þeim fáu einstaklingum sem
enn kljást við ljóðformið. Gallinn er bara sá að
maður hefúr það á tilfinningunni að menn séu
hvorki að „kljást“, né sé heldur til neitt lengur
sem heitir „ljóðform". Allt virðist manni þetta of
auðvelt, engin merki um átök.
Hugleiðing
Bak við fjöllin hverfúr dagurinn og tungl
birtist einsog lukt bak við kínverskan skerm.
Þennan dag hafa margir litið ljósið hérna og
margir siglt á bátnum yfir fljótið. Það er sjálfsagt.
Er eitthvað sem mælir sérstaklega með því að
þessu ljóði sé stillt upp í línur? Nýtur það sín bet-
ur þannig? Er eitthvað sem segir okkur að „Þenn-
an dag“ sé fremur ljóðlína en upphaf venjulegrar
prósa-setningar? Reyndar verður orðaröð létt ein-
kennileg þegar línurnar eru skrifaðar út en þó
virðist þetta form hæfa skáldskapnum betur. Og
hvað höfúm við þá? Varla mjög bundið mál. Nú-
tímaljóðið kemur okkur fýrir sjónir líkt og venju-
legur prósi sem skipt er upp án sýnilegra raka.
Ljóðlínurnar eru dulbúinn prósi með dlgerðar-
legri orðaröð. Og án greinarmerkja.
Með forminu hverfúr glíman og með glím-
unni hverfúr póesían. Ljóðlist dagsins er líkt og
bragðdaufur endurómur af einhverju sem var.
Einhverju sem áður var, eða er svo langt iangt í
burtu. Að miklu leyti gengur hún út á það eitt að
koma til skila hugmynd skáldsins sem það fékk á
gönguferð sinni i gær. Það heyrir til undantekn-
inga ef ljóðin innihalda tvær eða fleiri hugmynd-
ir. Hugmynd sprettur aldrei af hugmynd. Hún
stendur alltaf ein, eins og hún kom í huga skálds-
ins á síðdegisgöngu þess. Formið er ekkert og
býður því ekki upp á nein átök, enga glímu; af
einni hugmynd fæðast ekki fleiri. Þess vegna eru
ljóðin svo lítil í sér.
Löngu Iiðið
Niðri á sléttunni
glampandi fiðrildi
á sléttunni fiðrildi
en blómin öll moldarlit
Hér er komin ein sýn, ein hugmynd, stutt
hughrif sem skáldið hefúr orðið fýrir á göngu útí
það græna. Hugdreifúnum er komið vel til skila,
það er fegurð í þessu, en sú fegurð er sú hin sama
og skáldið sá „á vettvangi“, í haganum; sjálft bæt-
ir það engu við; það skilar henni einungis í orð;
hún öðlast enga nýja og stærri merkingu. Við-
brögð lesandans eru öll á þessa leið: Já þetta er
fallegt. Já þetta hefur skáldið séð. Maður reynir
að sjá fýrir sér þessa sýn en sú sýn er ekki sköpuð
af ljóðinu sjálfu heldur af því sem það segir frá.
Lesandinn hrífst ekki af ljóðinu heldur því sem
ljóðið hrífst af. Við getum orðað þetta þannig:
Ljóðskáldið fór út að ganga og sá fiðrildi, fannst
þau flott og vill nú segja okkur frá því: Eg sá
fiðrildi og það var rosalegt. Já var það? segjum
við. Ljóðin eru viðbrögð skáldsins við náttúru-
upplifun, endursagnir upplifana, í stað þess að
vera lesandanum upplifún. Skáldið reynir að lýsa
í orðum þeim fiðrildum sem það sá í stað þess að
orð þess verði þau fiðrildi sem lesandinn fær séð.
Ljóðið hér að ofan er líkt og almenn útlegg-
ing á efni ferskeytlu, minnir á áðurnefnda enska
Sigurður Guðmundsson
Amsterdam — Hollandi
Sigurður Guðmundsson
Amsterdam:
Iceland — twelve points
Islande — douze points
útleggingu á stöku Fjallaskáldsins.
Skáldin hafa fýrir löngu kastað frá sér gömlu
góðu bragfræðinni og yrkja nú flest í hefðbundnu
formi; hinu formlausa formi; þar sem alit stendur
opið og ekki er að sjá neina reglu, engar ástæður
fýrir línuskiptingum, stundum örlar á hrynjandi
en svo hverfúr hún aftur, og stundum stinga
stuðlar upp kolli en hverfa svo jafnóðum: Satt að
segja hefúr maður enga tilfinningu fýrir
ljóð„formi“ samtímans. Prósaljóðin ein virka
„heiðarleg“.
Þó eru til skáld sem enn yrkja á einhverskon-
ar formi, undir einhverjum ímynduðum hætti. í
þeim kraumar gömul hrynjund; á milli línanna
glittir í einhverskonar bragfræði, blóðugar tóftir
af gömlu brageyra sem tíminn (og vatnið) reyndu
að skera af á sínum tíma en tókst ekki alveg, og
án þess það hafi að fúllu vaxið aftur. Líkt og
fórnarlömb tímans og tískunnar eru þessi skáld
hneppt í bönd formleysisins, og líður sýnilega
ekki vel. Dæmi um slíkt skáld er Geirlaugur
Magnússon. Ljóð hans eru flest á ystu mörkum
þess að öðlast form. Á síðustu stundu hafa
kollegarnir krafið hann um formleysið og rétt
honum skáldahnífinn til að skera niður og tálga
burt léttleikann og hrynjandina, hvaðeina það
sem veitt gæti lesandanum gleði eða gert honum
auðveldara fýrir. Á síðustu stundu, rétt áður en
einhver náði að hrópa: Gamaldags! Gamaldags!
Hvað er meira gamaldags en hefðbundið
formlaust ljóð?
Geirlaugur er tormeltur af sjálfsdáðum. Sam-
kvæmt fýrirmælum tísku — 30 ára gamalli tísku
— tyrfir hann ljóð sín, og breiðir yfir raunveru-
legar ættir þeirra sem glöggur lesandi getur þó
rakið beina leið í Bólu. Hér hæfir ágætlega að
leiða fram ljóð Geirlaugs tileinkað hækumeistar-
anum góða sem enn virðist rúmliggjandi, eða rétt
svo rísandi, á sínum kvisti:
Suðrið
til ÓskarsÁma
snemmendis
tínir skáldið stírurnar
uppúr skúffúnni
og starir út
um brotinn ljórann
á venus í suðrinu
á strætum vaknar
ys þys og rógur
prentspúandi dreka
en í suðrinu
blikar dauf von
um jarðvísi
(bls.58, Geir/augur Magnússon,
Þrítengt, Mál og menning 1996)
Geirlaugur er skáld. Hann er skáld í álögum.
Hann er skáld í áunnum álögum. Hún liggur
kannski ekki í augum uppi, merking orðsins
„jarðvísi", ekki fremur en það hvað titill bókar-
innar þýðir í raun, og heldur er efni ljóðsins >•
Einar Örn
Benediktsson
27
ég er að fara
ekki reka
á eftir mér
42
Það var svo sárt að
kveðja hana
vinur minn spurði
„er hún með svona
harðar varir“
14
ég hata
bíla
sem spóla í hálku
Fjölnir
51
sumar '97