Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Síða 53

Fjölnir - 04.07.1997, Síða 53
i þessu heffti Ráðist á brauðbúðina annað sinn Caukur Fréttatilkynning útskýrð Teitur Þnrkelsson Fréttatilkynning útskýró >.Ég er búinn að drepa hann, ég drap helvíris kvikindið hérna inni hjá mér. Og nú er allt fullt af fólki hérna fyrir utan, kastandi stein- um og ædar að krossfesta mig. Þú verður að hjálpa mér maður, koma með einhverja skýr- ingu, sögu sem virkar. Ég tvöfálda þóknunina. Heyrirðu það, tvöfalda hana!“ Formaðurinn spti í símann í angist sinni. „Ooohhh, Höddi“ emjaði ritarinn ánægjulega þegar Hörður Melsteð P.I. greip báðum höndum um mjúk brjóstin á henni. Hann hafði alveg sérstakt lag á konum. „Svooo sterkuuur, svooo stóóór!“ Hún opnaði tnunninn, hallaði undir flatt og sýndi á sér hálsinn. Hann leit snöggt á úrið, skelld síðan hægri krumlunni í klofið á henni og lyfti henni upp á skrifborðið. Hún hélt báðum höndum um upphandleggsvöðva hans á meðan, hallaði sér fram, gretti sig af unaði og stundi hátt. Stutt plastpilsið rann sjálfkrafa upp á mjaðmir og af því að hún var nær- buxnalaus og í sokkum með sokkaböndum tók þetta fljótt af. Hún náði ekki að segja „Ooohhh Höddi, fastar“ nema einu sinni áður en hann var búinn að fá það. Síðan kreisti hann á henni rasskinnarnar í kveðju- skyni og sagði henni að setja tekkolíu á borð- *ð. Hann festi beltið á leiðinni inn á skrifstofú. Það var kominn tími á Kúbana. Hörður hlammaði sér niður í leddarann °g kveikti á einni Three Stars. Hann hélt log- andi eldspýtunni þétt upp að vindlinum og sogaði að sér hvað eftir annað án þess að draga andann. Þegar glóðin var orðin eldrauð og fimmta hringingin á leiðinni frá hinum enda símalínunnar fékk hann sér loks smók, teygði sig í símann og lyfti upp tólinu. Hann lét reykinn liðast út á milli tannanna, svaraði síðan með djúpri einkaspæjararödd: Melsteð. „Já, einkaspæjaraskrifstofan?" spurði hik- andi karlmaður mjóróma röddu. Það stóð heima. Gunnar, formaður húsfélags fjölbýlis- húss var á línunni. Það hafði verið pissað í stigagang, endurtekið. Húsfélagið hafði hald- ið tvo fundi um málið og reglur um umgang gæludýra, gesta og lyklavöld að sameign höfðu verið hertar. En áran’gurslaust, það var pissað síðast í gærkvöldi. Málið var farið að vandast, sumir héldu að um íbúa væri að ræða og stjórn húsfélagsins var við það að klofna. Og hundurinn, hann sagðist viss um að þetta væri hundurinn, það væri bannað að vera með dýr * fjölbýlishúsum. Formaðurinn var orðinn svo æstur undir lokin á frásögn sinni að Hörður Melsteð RI. greip djúpraddaður inn í til að halda andliti fagmannsins: „Hægan gæskur, við skulum ekki gera neitt Geirfinnsmál úr þessu strax, brennum okkur ekki á svoleiðis tvisvar." Hann notaði þessa athugasemd oft til að láta líta út fyrir að hann hefði verið lengi í bransanum. Hörður vissi hvað hann var að gera, formaðurinn byrjaði að róast niður og muldraði síðan eitthvað um hundinn, reglur húsfélagsins og skjóta lausn málsins. Síðan þagnaði hann. Þeir mæltu sér mót og sömdu um verðið, tuttugu þúsund fyrirfram og tuttugu við lausn málsins. Og það átti að halda þessu undir yfirborðinu, hvorki íbúar né stjórn húsfélagsins máttu vita af rannsókn- inni. Enginn annar en þeir tveir. Enginn, sagði hann. Upp úr tvö sendi hann ritarann út að kaupa bjór. Síðan fengu þau sér nokkra saman og hann káfaði á henni þangað til hann vildi meira. En af því að hann var slappur eftir bjór- inn og nennti ekki að hamast, ýtti hann henni undir skrifborðið og sagði henni að hún mætti fara snemma heim í dag, eftir hálftíma eða svo. Svo tók hann símann af. Og hún saug. Þegar hún var komin með ferskan varalit og farin heim hringdi Hörður í prófessorinn, fjöllærðan andskota með þrjú háskólapróf sem vann við að selja kjúklinga fyrir pabba sinn. Prófessorinn svaraði með nafni: „Sigur- hans Vignir“. „Hvað veism um hundapiss, Sissi? Ég er með leiðindamál hérna á borðinu hjá mér, meint hundapiss í teppi.“ Prófessorinn byrjaði að tala. Hann sagði frá merkingu og hlutverki vökvans í hundasamfélögum, efnauppbygg- ingu hans og ammóníakinnihaldi og taldi upp helstu staði og efni sem hundar vildu pissa á. Síðan klykkti hann út með stuttum fyrirlestri um hlutverk hundapissins í tilhugalífi hunda og með því að segja að hundstík á lóðaríi væri afar æst í að eiga mök með hundi ef hún hefði lyktað af pissi hans stuttu áður. Þegar prófessorinn var farinn að tala um að getnaður kvenmúsar gæti ekki heppnast nema hún hefði lyktað af pissi karlmúsarinnar stuttu áður fánnst Herði vera komið nóg og lagði á. Þeir hittust í húsdýragarðinum síðdegis. Hörður fékk lykil að sameigninni, ljósmynd af púddelhundi og fjóra bláa. Lyklinum stakk hann í skráargatið stuttu eftir miðnættí. Síðan lagðist hann, Hörður Melsteð P.I., í leyni við hjólageymsluna á neðstu hæð stigahússins. Klukkan tvö kom skuggaleg vera niður stigann og bograði eitt- hvað við póstkassana um stund. Síðan heyrð- ist vökvi renna á teppið og nasavængir Harðar þöndust út. „Hundur hvað,“ hugsaði hann með sér þegar hann klofaði yfir pollinn og fylgdist með verunni skuggalegu hraða sér upp stigann. Þegar hún fór inn í íbúðina á annarri hæð til hægri sagði Hörður „Klukk" í hálfúm hljóðum. Hann fór út hálftíma síðar og þegar hann sá nafnið á bjöllunni fyrir íbúð 2HH, kinkaði hann aðeins kolli og sagði: „Bingó, Höddi. Bingó.“ Á leiðinni heim velti hann því fyrir sér hvernig væri best að rukka inn seinni tuttuguþúsundkallinn. Þegar Hörður kom á skrifstofúna rétt fyrir hádegið daginn eftir greip hann um mjaðmir ritarans aftan frá, tók nokkra hnykki rymjandi og hristi svo hausinn eins og blautur hundur. „Höddi Tiger!“ skríkti ritarinn og vildi meira. En Hörður vildi hringja fyrst, hlussaði sér niður í stólinn og sagði ritaranum að ná í Gunnar fyrir sig. Hún sagði honum þá að for- maðurinn væri búinn að hringja fjórum sinnum síðan klukkan ellefú, hefði verið mjög æstur og talað um neyðartílfelli. Á sama andartaki hringdi síminn. Gunnar formaður var á línunni, í algjöru æðiskasti. Hann sagðist vera búinn að drepa hundinn, hefði ekki getað setið á sér þegar hann sá hann í miðjum stiga- ganginum dillandi rófúnni með viðbjóðslega bláa slaufúna í hausnum. Hann hefði náð honum inn til sín og barið honum utan í ofn- inn. Svo þegar helvítið hefði farið að glefsa hefði hann orðið að hengja hann í sippu- bandinu. Síðan játaði hann allt, það hefði verið hann sjálfúr sem hefði pissað í teppið, hefði ætlað að freima hundinn til að losna við hann úr húsinu og... Brothljóð kvað við frá hinum enda línunnar og formaður húsfélags- ins rak upp skaðræðisöskur: „Nú krossfesta þau mig, heyrirðu það. Þau eru búin að brjóta eldhúsgluggann!“ Hörður hélt kúlinu og bað formanninn að bíða augnablik. Síðan seildist hann í öldina okkar 1800-1865 í hillunni fyrir aftan sig og fletti upp orðinu Hundar í atriðisorða- skrá. Blaðsíða 231, hann hafði munað það rétt. Síðan greip Hörður símann og talaði af festu og öryggi: „Hlustaðu á mig Gunnar, ég er búinn að finna heimildir sem geta bjargað þér. Ég má hundur heita ef það verður ekki tekið tillit til þessa í lögreglurannsókn. Þú verður bara að segja að þetta hafi verið óhapp þarna við póstkassana í gærkvöldi, þú hafir orðið myrkfælinn eða eitthvað og misst þvag. Síðan kemur tíkin inn í morgun, fer beint í pollinn og þú ert svo óheppinn að vera með hurðina opna. Afgangurinn er eintóm hunda- Iógík.“ Æði í hundum og köttum — allt hengir sig sem sem fær æðið. Undarlegur faraldur sem fólki stendur hinn mesti stuggur af hefúr nú í heilt ár herjað á Fljótsdalshérað. Þetta er ókennilegt æði í hundum og fleiri dýrum og eltast þau svo við einstakt fólk að þau hlaupa á hluti og hengja sig með hastarlegum hætti ef þau eru bundin. Segja sumir að tildrögin séu þau að enskur skipstjóri er þótti Árni bóndi í Nesi pretta sig á brennivíni hafi hleypt galdri á tík þar á bæ með því að láta hana lykta af þvagi Árna. Gerðist tíkin þá óð og sótti svo í bóndann í Nesi að þurfti að binda hana. Hengdi hún sig svo í ólinni við að reyna að nálgast Árna á meðan hann svaf. Færðist þetta æði á aðra hunda í sveitinni og stráfelldi þá. Hinir sjúku hundar eltu bæði hvorir aðra og búpening og fóru á fjörurnar við hann en hver skepna er lyktaði af hlandi þeirra sýktist undarlega og hengdi sig í þeim böndum sem sett voru á hana. Héldu margir að óhreinn andi væri í dýrunum. Á Hofi í Fellum ærðist og köttur eftir að hafa komið í fjárhús og eltist hann við fjórar ær. Þær lyktuðu svo af hlandi hans og fengu við það æðið. Hengdi allt þessara dýra sig í bandi. Eins og nærri má geta er fólk skelf- ingu lostið er svo fúrðulegir atburðir gerast því að enginn veit hverju þessi firn sæta né hversu víðtækar og illar afleiðingarnar kunna að verða. Gunnar formaður húsfélagsins læsti sig inni á klósetti með síma, blað og penna og byrjaði að semja fréttatilkynningu handa fjöl- miðlum. Endir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.