Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Síða 54

Fjölnir - 04.07.1997, Síða 54
 Mikael Torfason Gaukur Uppi í auðu risinu sat Einar Steins í plaststól við plastborð frá Rúmfatalagernum og sagði: „Veistu, ég trúi ekki orði af því sem þú segir...“ Til móts við Einar í öðrum álíka rykugum plaststól sat Jón „Trölli“ Pálsson og greip fram í fýrir Einari: „Ég er ekkert að ljúga að þér. Sævar Ciselski er ekki rassgat saklaus. Hann viðurkenndi allt heila klabbið fyrir mér á Hrauninu." Trölli kveikti sér í nýrri rettu með stubbnum. „Þvílíkt bull sem veltur upp úr þér. Sástu ekki þáttinn með þarna Sigursteini Mássyni? Þetta voru þvingaðar játningar. Þú hlýtur að hafa séð hann.“ Einar teygði sig í smyglaða bjórdós af borðinu og rauf innsiglið. „Það sáu allir þáttinn og hann breytir engu. Hvað þá sú staðreynd að játningarnar hafi verið þvingaðar." Trölla var mikið niðri fyrir. „Þú skilur bara ekki hugsunarhátt glæpa- manna þess tíma sem...“ „Þegiðu í smástund,“ sagði Einar hvasst og reyndi að hlusta eftir bíl. „Heyrirðu?" Einar stóð upp og gekk að kvistglugga. Trölli sat sem fastast og beið eftir því að félagi hans segði eitthvað. „Þetta er ekki hann,“ sagði Einar loks eftir að hafa skoðað portið gaumgæfilega út um gluggann. „Hann hlýtur að flauta þegar hann kemur.“ „Já, ætli það ekki“ sagði Einar og sett- ist aftur við plastborðið. Trölli reyndi að rifja upp hvert hann hefði farið í gær eftir að Skipperinn lokaði. Fór hann beint heim eða í eftirpartý? Hann gat ómögulega munað það. Hann vaknaði heima hjá sér en fannst sem hann myndi eftir einhverju partýi hjá... Hann gat ekki munað hvað hann hét. Trölli spurði Einar: „Hvert fórum við eftir að barinn lok- aði?“ „Við?“ sagði Einar hneykslaður. „Eins og ég hafi farið eitthvað með þér.“ Trölli kveikti sér í nýrri Salem Lights og virti Einar fyrir sér. Hann var búinn að vera óvenju leiðinlegur allt kvöldið. Efaðist um allt sem Trölli sagði og var bara nánast andstyggilegur. „Er eitthvað að Einar minn?“ spurði Trölli föðurlega. Enda tíu árum eldri en Einar. „Ha? Nei, ég er bara að hugsa um gær- kveldið," svaraði Einar og ákvað að hætta að hrella Trölla. „Hvað með það? Fórum við eitthvað?“ spurði Trölli og sturtaði afgangnum úr bjór- dósinni í sig. „Ég fór ekkert með þér. Ég skildi þig eftir.“ „Nú?“ sagði Trölli meira sár en undr- andi. „Ég fór með algjörri píu heim.“ Bros færðist yfir andlit Einars og í ljós komu illa hirtar tennur. „Og var það ekki fínt?“ Trölli brosti líka. „Jú, ég er ekki að segja að það hafi ekki verið fínt. Það var bara skrýtið hvernig ég náði í hana.“ Trölli sperrti eyrun og Einar hægði á frásögninni, íhugaði hvert orð vandlega. „Sjáðu til, ég hitti þennan ungling á fylliríi um daginn. Svona einn af þessum guttum sem er algjört súkkulaði, alltaf í ljósum og svona. En þannig er að ég sel honum bút og fer síðan að pumpa hann um það hvernig píurnar í dag séu. Heyrðu? Gaurinn segir mér að í dag sé ekki málið hvernig þú lítir út heldur hvernig þér finnist þú líta út.“ „Hvert ertu að fara með þessu?“ Trölli opnaði bjórdós og kveikti sér í sígarettu. „Já, rólegur. Það sem ég er að... Eða, það rann bara upp fýrir mér að hann var að tala um eitthvað sem mér hafði aldrei dottið í hug. Og svo í gær ákvað ég að prófa. Gaf skít í skakkt og allt of stórt nef og útstæðar fram- tennur og há kollvik og allt það. Geng bara upp að þessari brjáluðu ljóskupíu og býð henni í glas. Og viti menn, tuttugu mínútum seinna sit ég í sófanum heima og hún er að sjúga á mér eistun. Þetta bara, þú veist.“ „Var hann hreinn?" spurði Trölli þungt hugsi. „Hver?“ „Hann.“ „Á mér?“ spurði Einar hneykslaður „Já, er þetta erfitt?“ „Hvað kemur það málinu við?“ „Nú, ef þú vilt tala við hana aftur.“ Trölla fannst Einar taka á þessu með einum of kæru- leysislegum hætti. „Ég hef engan áhuga á að tala við hana aftur. Hún var örugglega ekki eldri en átján. Annars hefði ég ekki átt að segja þér frá þessu.“ Einar stóð upp frá borðinu og gekk aftur að glugganum. Trölli: óþolandi pest, hugsaði hann með sér og reyndi að láta hann ekki fara í taugarnar á sér. Það var of mikið í húfi. Hvaða fugl er þetta?“ spurði Trölli um leið og hann settist í aftursæti bílsins, við hliðina á stóru páfagaukabúri. Einar settist fram í, við hlið bílstjórans. Á milli sætanna lá afsöguð haglabyssa. Fuglinn leit á tröllvaxinn sessunaut sinn og gaggaði: „Eddí fá í gogginn.“ Þröstur „Bíbí“ Vilhjálmsson, bílstjórinn, svaraði: „Nú Eddí.“ Eddí, sem var kvenkyns, teygði sig að nærliggjandi dalli. í dallinum var skurn utan af korni. í nánast geðshræringu leitaði Eddí enn einu sinni að ætu korni. Garnirnar gauluðu og ef vel var að gáð mátti sjá magann herpast undir gulum fjöðrunum. Eddí var svo svöng. Þrjátíu sentímetra hár fúgl þarf sitt og það á hverjum degi. En þetta var engu líkt. Þvílík meðferð á drottningu þekkt- ist hvergi annars staðar í heiminum. Kvöldið var búið að vera hroðaleg lífsreynsla fýrir Eddí. Hún hafði dúsað sársvöng inni í þessum foruga bíl klukkutímum saman. Eddí reisti sig silalega upp. Sýndi á sér gular hnakkafjaðrirn- ar og teygði úr sér. Rétti út rauðgræna væng- ina og vonaði að einhver þessara rudda sæi fegurðina sem blasti við þeim. „Þetta er ógeðsleg tegund," sagði Trölli, „þetta mun verða okkur að falli.“ Bíbí hristi hausinn og bakkaði út úr inn- keyrslunni. „Er hann búinn að vera svona í allt kvöld?“ spurði hann Einar. „Verri, miklu verri.“ Trölli starði á fúglinn sýna sig. Þvílíkur viðbjóður, hugsaði hann með sér þegar hann sá upp í fúglskvikindið. Tungan svarbrún með rauðum deplum. Leit út eins og tunga á eðlu. Trölla langaði mest dl að stríða fúglinum. Pota í búrið og eggja hann til reiði. En Trölli guggnaði á því eftir stutta umhugsun. Var of hræddur um að goðsögnin um bitkraft páfa- gauka væri sönn. „Segðu honum ffá Sævari og þér á Hraun- inu,“ sagði Einar og hló. „Ha ha ha. Ég er ekk- ert að rugla í ykkur. Ég þekki þessa tegund." Trölli kveikti sér taugaveiklaður í nýrri Salem. „Ha ha ha,“ gaggaði páfagaukurinn og skeit hvímm kúk án þess að nokkur tæki eftir því. Bíbí stöðvaði bílinn á rauðu ljósi og sneri sér aftur í, að Trölla. „Þú varst búinn að lofa því að halda kjafti um allt annað en vinnuna. Svo ef þú vilt tala, talaðu þá um vinnuna.“ Ljósið varð grænt og Bíbí ók af stað. „Ekki fýrir framan fúglinn. Ég er að segja ykkur það, ég kannast við þessa tegund.“ „Hvað kemur rán á KA páfagauknum við?“ spurði Einar og flissaði. „Þú sagðir það, ég sver það þetta er búið. Er einhver búinn að nefna nafnið mitt?“ Trölli baðaði út höndum og hristi hausinn örvændngarfúllur. „Ég má ekki við þessu,“ tautaði Bíbí og þreifaði eftir pilluboxi í brjóstvasanum. „Ókei Bíbí...“ byrjaði Trölli. Eddí greip ffarn í fyrir honum og gaggaði, „Ókei Bíbí ókei Bíbí.“ „Ég trúi því ekki að þetta sé að gerast. Á ég að segja ykkur söguna? Ha? Ha?“ Trölli beið mótmæla. Þau komu ekki svo hann hélt áfram. „Tíu ár síðan upp á mánuð. Ég, Diddi rolla og Gísli lærði í Sví- þjóð. Heyrðu, við erum blindfúllir í einhverju partýi hjá einhverri sósíal píu og erum að plana lítið rán á einhverri heimskulegri sjoppu. Blöðrum og blöðrum og er drullu- sama um þennan páfagauk sem er að gagga í einhverju horni þarna. En þar klikkuðum við. Því þegar við mætum í sjoppuna bíður okkar löggan, með byssur og allt.“ „Ef ég vissi ekki bemr þá myndi ég halda að þú væri fikill," sagði Einar. „Fattiði ekki plottið? Hann kjaftaði, páfá- gaukurinn kjaffaði." „Kjaffaði, hann kjaftaði“ apaði Eddí upp effir Trölla. Bíbí talaði ofan í gaggið: „Djöfúll geturðu ruglað um ekki neitt.“ Hann beið áhrifanna frá Parkódíninu. Beinverkirnir voru að gera út af við hann. Að fá flensu og Trölla á sama kvöldinu boðar allt annað en gott, hugsaði hann með sér og kveikti sér í sígarettu. „Þetta er satt. Ég sver það. Ég sat inni í eitt og hálft ár og ég get sagt ykkur það að sænsku fangelsin eru ekkert grín. Ég lenti í klefa með Steingrími Njálssyni.“ „Þetta er hætt að vera fyndið." Einar skrúfaði niður bílrúðuna og kastaði tómri bjórdós í par sem gekk eftir gangstétt, eflaust á leið heim effir að hafa verið að skemmta sér. „Ekki hlusta á hann. Við tölum bara ekkert við hann,“ sagði Bíbí og beygði út á Miklubraut. „Þetta boðar ekki gott,“ tautaði Trölli og saug Salem sígarettuna óstjórnlega. „Boðar ekki gott,“ endurtók Eddí. Trölli klæddi sig úr leðurjakkanum sínum og breiddi yfir búrið. Hann fann til samúðar með Eddí um leið og hann sleppti jakkanum. Vidaus fugl á kolvitlausum stað, hugsaði hann með sér. Það var ekki honum að kenna að fúglinn þyrfti endilega að vera staddur í þessum bíl á þessu kvöldi. Trölli hallaði sér affur í sænnu og reyndi að hugsa ekki um fúglinn en gat það ekki. „Þetta mun koma okkur í koll,“ hvíslaði hann að sjálfúm sér, „við erum í djúpum skít ef kvikindið kemst lifandi frá okkur.“ Ertu að segja mér að þú þekkir Gauja litla?“ Bíbí sá strax effir því að hafa látið það eftir Trölla að spyrja hann. „Gauja lida,“ gaggaði Eddí í búrinu sínu. Einar var kominn með búrið í fangið. Bíbí hafði skipað honum að halda á búrinu því hann treysd Trölla ekki fyrir því.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.