Fjölnir

Ukioqatigiit

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 55

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 55
 „Var með honum í Gaggó Vest,“ sagði Trölli og fékk sér sopa af volgum bjórnum. „Hvar fékkstu byssuna, Bíbí?“ spurði Einar og klappaði tvíhleypunni sem lá á milli framsætanna „Hjá dópistanum sem ég stal Eddí frá. Fékk hana á þrjú grömm afspítd.“ Bíbí keyrði einbeittur framhjá skiltinu sem sagði kambana fyrir ofán Hveragerði vera í átta prósenta halla. „Ég er að segja satt,“ fúllyrti Trölli. „Ég og Gaui vorum saman í...“ ,Æi hættu þessu röfli og einbeitum okkur að verkefni kvöldsins." Bíbí var kominn með algjörlega nóg af þvæl- unni sem dunið hafði í eyrum hans frá því þeir lögðu af stað. „Skítt með það hvort þú þekktir hann eða ekki,“ sagði Einar við Trölla og virti fyrir sér forsíðuna á Séð og heyrt sem lá á botninum í búri Eddís. Á forsíðunni stóð Gaui litli ásamt konu sinni og tveim dætrum. Dæturnar stóðu báðar, hlið við hlið, í annarri skálminni af gömlum buxum Gauja litla. „Það er Gaui sem er heppinn að hafa náð í þessa Dollí, ekki...“ „Hún heitir Didda,“ leiðrétti Trölli. Einar reyndi að blása skurninni af mynd- inni og sagði: „Já, hvað með það?“ Skurnin hreyfðist ekki. Svarthvítur skíturinn úr Eddí klístraði skurnina við blaðið. „Gaui litli er ljótur og feitur, Didda vinkona þín er allavega bara ljót,“ hélt Einar áfram. „Það er ekkert Didda sem er vinkona mín. Ég þoli hana ekki. Ég og Gaui erum aftur á móti bestu vinir.“ Trölli setti bjórdósina á milli lappanna og baksaði við að kveikja sér í nýrri Salem léttri. „Ég er sammála Einari. Hún tók niður fyrir sig, ekki Gaui. Þú heldur bara með Gauja af því að þú ert feitur og ógeðslegur.“ Bíbí blótaði sjálfúm sér fyrir að hafa enn einu sinni látið Trölla plata sig dl að taka þátt í þrætun- um og þá um leið látið sig missa einbeiting- una. Bíllinn skrikaði til í einni af krappari beygjum kambanna. Trölli fór í vörn og sagði: „Feitt fólk er ekkert öðruvísi en...“ „Einar réttu mér bysss- una. Ég sver það, ég skýt ykkur báða ef þið þegið ekki.“ Bíbí var orðinn virkilega pirraður. Hausverkurinn blossaði upp að nýju og bein- verkirnir tóku að dreifast um allan kroppinn. Það lá við að Bíbí æki bílnum hreinlega út af i æsingnum sem ólgaði innra með honum. Trölli tók þá upp á því að hvísla. „Svo var Gaui ekkert alltaf svona feitur. Didda var meira að segja feitari en Gaui er núna þegar hann byrjaði með henni.“ „Uss,“ skyrpti Bíbí og reyndi að ná valdi á sjálfúm sér. Hann var við það að missa sig. „Það sem ég hef samt aldrei náð með Gauja litla er þessi ættleidda dóttir hans en samt á hann yngri dóttur." Einar var enn að spá í forsíðu Séð og heyrt. „Þau gátu ekki eignast barn í fyrstu,“ út- skýrði Trölli. Bíbí hægði á bílnum þar til hann stöðvaðist við afleggjara nokkurn rétt hjá Hveragerði. „Það er ekki einu sinni hægt að hlæja að þér,“ sagði Einar. Bíbí sneri sér aftur í, að Trölla og grenjaði í algjörri geðshræringu: „Nú er komið nóg.“ Trölli gerði sig Iíklegan til að segja eitthvað. „Þegiðu. Þú lofaðir, lofaðir að tala bara um verkefnið." „Já ég veit það en þú skilur ekki, Eddí...“ afsakaði Trölli. „Ekkert Eddí kjaftæði." Bíbí náði taki á sjálfúm sér og hélt áfram ákveðinn. „Nú segirðu mér hvað gaurinn sagði þegar þú talaðir við hann. Var hann stressaður? Hann yeit örugglega að við ætlum að ræna hann?“ „Þið skiljið ekki neitt," öskraði Trölli og tauk út úr bílnum. „Við verðum að gera eitt- bvað í þessu,“ tilkynnti Bíbí Einari. Einar var fljótur að átta sig og stakk upp á því að þeir skildu hann eftir úti í vegkandnum. „Það er of gott fyrir hann.“ Bíbí fékk hug- Ijómun. „Taktu teiprúlluna úr hanska- bólfinu," sagði hann og steig út úr bílnum. Einar hlýddi og eld Bíbí, án Eddís. V Teitur Þorkelsson Hrottinn Lífið firussast áfram. Gubbast yfir allt eins og ælan úr fúllum kalli sem hefur drepist og hefúr enga stjórn á því lengur hvert hann ælir. Gamlar kellingar, allar skorpnar og hrukkóttar, sitjandi inni á elliheimilum þar sem þær láta skeina sig og finnst eins og allir eigi að vorkenna þeim fyrir það hvað þær eiga bágt. En samt geta þær ekki hugsað sér að deyja vegna þess að þær eru drulluhræddar við það eins og allt sem er nýtt og ffamandi. Gamlar kellingabeljur. Og það eru ekki bara þær sem eru í ælu dauða mannsins þar sem hann liggur í upplituðu sófásettinu með brunabletti eftir sígarettur og bletti eftir gamlar ælur eins og um væri að ræða felumunstur hlébarða næturh'fsins. Nýfædd krakkaógeð, bleik og klístruð. Gargandi og slefandi, skítandi og mígandi, gott ef ekki ælandi líka. Já, ælandi þessari sömu lífsælu. Ætli fulli kallinn sé ekki í ælu ungabarnsins bleikklístraða? Það mætti segja mér það. Gamlingjarnir geta ekki drepist vegna þess að þá skortir hugrekki og viljastyrk. Og krakkarnir geta ekki drepist vegna þess að þá langar til að lifa lengur. Og hversu lengi? Nú, þangað til þá langar ekki til að Iifa lengur. Og þá þora þau ekki lengur að drepast, megna ekki að slíta viðjar vanans og hrökkva upp af. f ! AO nema... ber ávöxt • Námudebetkort, ekkert árgjald í 3 ár • Skipulagsbók • NÁMU-reikningslán • NÁMU-styrkir • Einkaklúbburinn: Ókeypis aðild • Gjaldeyriskaup án þóknunar • Fjármálaráógjöf • LÍN-þjónusta NÁMAN - Námsmannaþjónusta Landsbanka íslands --- L — N - A - M - A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.