Fjölnir - 04.07.1997, Page 57
ÍUs^iÍMlr
seðja það með þeirri einföldu ráðstöfun að
fara á veitingahús við þjóðveginn sem væri op-
ið alla nóttina.
Sérstakt hungur. Hvað gæti það verið?
Eg get látið það í ljós sem nokkur mynd-
skeið úr kvikmynd.
Fyrsta, ég er í litlum bát sem flýtur á kyrru
hafi. Annað, ég lít niður og í vatninu sé ég
tind á eldfjalli sem rís af hafsbotninum. Þriðja,
tindurinn virðist nálægur yfirborði vatnsins,
en hversu nálægur veit ég ekki.
Fjórða, það er vegna þess að gagn-
«ei vatnsins truflar fjarlægðar-
skynið.
Þetta er nokkuð nákvæm lýsing
a myndinni sem kom í huga minn á
þeim tveim þrem sekúndum sem
liðu frá því að eiginkonan mín sagði
að hún vildi ekki fara á veitingahús
°g þar til ég samþykkti það með því
að segja „ég býst við að það sé rétt“.
Þar sem ég er ekki Sigmund Freud,
gat ég auðvitað ekki greint með
nokkurri nákvæmni hvað þessi
nnynd táknaði, en innsæi mitt sagði
mér að hún væri opinberun. Sem er
astæðan fýrir því — fyrir utan
óhugnanlegan mátt hungursins —
að ég samþykkti án umhugsunar
Eillyrðingu hennar (eða yfirlýsingu).
Við gerðum það eina sem við
gátum gert: opnuðum bjórinn. Það
var betra en að borða laukana. Hún
var ekki hrifin af bjór, þannig að við
skiptum dósunum á milli okkar,
tvær handa henni og fjórar handa
mér. Meðan ég var að drekka þá
fyrstu, ieitaði hún í eldhúshillunum
eins og íkorni í nóvember. Að lok-
um fann hún öskju þar sem fjórar
smákökur lágu á botninum. Þær
voru leifar, mjúkar og vatnsósa en
við átum tvær hvort og nutum
Evers mola.
Það þýddi ekkert. I þetta hung-
ur okkar, stórt og ótakmarkað eins
°g Sinaí-skaginn, hurfu smjörkök-
urnar og bjórinn sporlaust.
Tíminn seytlaði gegnum
myrkrið eins og blýhlunkur gegn-
um fiskmaga. Eg las textann á álbjórdósun-
um. Ég starði á úrið. Ég leit á ísskápshurðina.
Eg gluggaði í blað gærdagsins. Ég notaði
röndina á póstkorti til að skrapa saman köku-
molana á borðinu.
„Ég hef aldrei verið svona svöng á ævi
minni,“ sagði hún. „Ædi það sé eitthvað tengt
því að vera gift?“
„Kannski,“ sagði ég. „Kannski ekki.“
Meðan hún leitaði eftir fleiri matarbitum,
laut ég yfir byrðinginn á bátnum mínum og
horfði niður á tind neðansjávareldfjallsins.
Skýrleiki hafsins allt í kringum bátinn kom
mér úr jafnvægi, eins og ef holrúm hefði opn-
fýrir neðan magagrófina — loftþéttur
hellir án inn-eða útgönguleiðar. Eitthvað við
þessa undarlegu tilfmningu fýrir tómi —
þessa tilfinningu fýrir tilvistarlegum raunveru-
Eik einskis — var líkt þeim lamandi ótta sem
maður finnur fýrir þegar maður klífur upp á
háa turnspíru. Þessi líking milli hungurs og
lofthræðslu var ný fýrir mér.
Þá mundi ég eftir að ég hafði reynt þetta
áður. Maginn hafði verið jafntómur þá...
Ffvenær?...Auðvitað, það var—
„Þegar við réðumst á brauðbúðina,“
heyrði ég sjálfan mig segja.
„Réðust á brauðbúðina? Um hvað ertu að
tala?“
Og þannig hófst það.
-®-'g réðst einu sinni á brauðbúð. Fyrir löngu.
Ekki stóra brauðbúð. Hún var ekki fræg.
Érauðið var ekkert sérstakt. Ekki slæmt
heldur. Hún var ein af þessum venjulegu litlu
hrauðbúðum í húsaröð fullri af verslunum.
Gamall náungi sá um hana og gerði allt
sjálfur. Hann bakaði á morgnana og þegar
hann hafði selt öll brauðin, lokaði hann
henni.“
,Af hverju réðstu á hana?“
„Það þjónaði engum tilgangi að ráðast á
stóra brauðbúð. Við vildum bara brauð, ekki
peninga. Við vorum árásarmenn, ekki þjófar."
„Við? Hver annar?“
„Besti vinur minn í þá daga. Fyrir tíu
„Bakarinn var áhugamaður um sígilda
tónlist og þegar við komum þangað var hann
að hlusta á plötu með Wagner-forleikjum.
Þannig að hann gerði samning við okkur. Ef
við hlustuðum á alla plötuna gætum við tekið
eins mikið brauð og við vildum. Ég ræddi það
við félaga minn og við álitum það í lagi. Það
væri ekki vinna í þess orðs fýllsta skilningi og
það myndi ekki meiða neinn. Þannig að við
settum hnífana okkar aftur í pokann, tókum
Ve\Vo"';'j.
A\cV>'»viWs
Se8ir.'
\fiP
árum. Við vorum svo blankir að við gátum
ekki keypt okkur tannkrem. Við áttum aldrei
nógan mat. Við gerðum ýmislegt ljótt til að
komast yfir mat. Arásin á brauðbúðina var eitt
af því.“
„Ég skil þetta ekki“. Hún horfði hvasst á
mig. Augu hennar hefðu getað verið að leita
að fölnaðri stjörnu á morgunhimninum. ,Af
hverju fékkstu þér ekki vinnu? Þú hefðir getað
unnið eftir að skólinn var búinn. Það hefði
verið auðveldara en ráðast á brauðbúðir."
„Við vildum ekki vinna. Við vorum mjög
ákveðnir í því.“
„Þú vinnur núna, ekki satt?“
Ég kinkaði kolli og sötraði meiri bjór.
Síðan nuddaði ég augun. Einskonar bjórleðja
hafði sogast inn i heilann á mér og barðist við
hungurverkina.
„Tímarnir breytast. Fólk breytist,“ sagði
ég. „Förum aftur í rúmið. Við verðum að
vakna snemma.“
„Ég er ekki syfjuð. Ég vil að þú segir mér
frá árásinni á brauðbúðina."
„Það er frá engu að segja. Engin
atburðarás. Engin spenna."
„Bar hún árangur?“
Ég hætti við að sofa og opnaði annan bjór.
Þegar hún fær áhuga á sögu verður hún að
heyra hana alla.
Þannig er hún bara.
„Það bar að vissu leyti árangur. Og að
vissu leyti ekki. Við fengum það sem við
vildum. En sem rán gekk það ekki upp.
Bakarinn gaf okkur brauðið áður en við
gátum tekið það af honum.“
„Ókeypis?“
„Ekki beint, nei. Það var það erfiða.“ Ég
hristi höfuðið.
okkur stóla og hlustuðum á forleikina að
Tannhauser og Hollendingnum fljúgandi.“
„Og fenguð þið þá brauðið?"
„Einmitt. Mest allt sem til var í búðinni.
Við tróðum því í pokann okkar og fórum
heim með það. Við lifðum á því í kannski
fjóra eða fimm daga.“
Ég drakk annan sopa. Eins og þöglar
bylgjur neðansjávarjarðskjálfta, ruggaði syfjan
bátnum mínum hægt.
.Auðvitað hafði okkur tekist ætlunarverk-
ið. Við fengum brauðið. En það var ekki hægt
að segja að við hefðum framið glæp. Þetta
voru frekar skipti. Við hlustuðum á Wagner
með honum og í staðinn fengum við brauðið.
Lagalega séð, voru þetta eins og viðskipti."
„En það var ekki vinna að lilusta á
Wagner,“ sagði hún.
„Alls ekki. Ef bakarinn hefði heimtað að
við þvægjum upp diskana eða hreinsuðum
gluggana eða eitthvað hefðum við hafnað því.
En hann gerði það ekki. Hann vildi ekki ann-
að en við hlustuðum á Wagner plötuna frá
upphafi til enda. Enginn hefði getað búist við
því. Ég á við — Wagner? Það var einsog bak-
arinn hefði lagt á okkur bölvun. Ég held núna
að við hefðum átt að neita. Við hefðum átt að
hóta honum með hnífunum og taka andskot-
ans brauðið. Þá hefði ekki verið neitt vanda-
mál.“
„Var vandamál?“
Ég nuddaði aftur augun.
„Einskonar. Ekkert sem maður gat bent á.
En það breyttist allt eftir þetta. Þetta voru
tímamót. Ég fór aftur í háskólann og útskrif-
aðist og byrjaði að vinna fýrir stofuna og læra
undir lögmannsprófið og ég hitti þig og gifti
mig. Ég gerði aldrei neitt svona aftur. Ekki
fleiri brauðbúðarárásir.“
„Ekkert fleira?“
„Nei, það var ekki meira.“ Ég kláraði bjór-
inn. Nú voru allar sex dósirnar búnar. Sex flip-
ar lágu í öskubakkanum eins og hafmeyjar-
hreistur.
Auðvitað var það ekki satt að ekkert hefði
gerst í kjölfar brauðbúðarárásarinnar. Það var
margt sem hefði verið hægt að benda á, en ég
vildi ekki ræða það við hana.
„Hvað er þessi vinur þinn að
gera núna?“
„Ég hef ekki hugmynd. Eitt-
hvað gerðist, eitthvað ekkert gerðist
og við hættum að hittast. Ég hef
ekki séð hann síðan. Ég veit ekki
hvað hann er að gera.“
Hún þagði í nokkra stund.
Hún fann líklega að ég hafði ekki
sagt henni alla söguna. En hún var
ekki tilbúin að þrýsta á mig.
„Samt“, sagði hún, „þetta var
ástæðan fýrir því að þið hættuð að
hittast, ekki satt? Brauðbúðarárásin
var bein orsök.“
„Kannski. Ég býst við að hún
hafi verið áhrifaríkari en við áttuð-
um okkur á. Við töluðum um sam-
band brauðs við Wagner í marga
daga á eftir. Við spurðum okkur í
sífellu hvort við hefðum tekið rétta
ákvörðun. Við gátum ekki komist
að niðurstöðu. Auðvitað, ef maður
lítur skynsamlega á málið, þá
tókum við rétta ákvörðun. Enginn
særðist. Allir fengu það sem þeir
vildu. Bakarinn — ég veit ekki af
hverju hann gerði þetta — hvað
sem því líður þá tókst honum að
reka áróður fýrir Wagner. Og okkur
tókst að fýlla okkur af brauði.
Samt sem áður höfðum við á
tilfinningunni að við hefðum gert
hræðileg mistök. Einhvernveginn
héngu mistökin í loftinu og
köstuðu skugga yfir líf okkar.
Þessvegna kallaði ég þetta bölvun.
Það er satt. Þetta voru eins og álög.“
„Heldurðu að þau liggi enn á
þér?“
Ég tók flipana sex úr öskubakkanum og
lagði þá í álhring á stærð við armband.
„Hver veit? Ég veit það ekki. Ég er viss um
að heimurinn er fuliur af álögum. Það er erfitt
að segja til um hvaða álög orsaka mistök."
„Það er ekki satt.“ Hún horfði á mig.
„Maður getur sagt til um það ef maður hug-
leiðir það. Og nerna þú sjálfur eyðir álögun-
um persónulega eru þau föst við þig eins og
tannpína. Hún mun pynta þig þar til þú
deyrð. Mig líka.“
..Þig?“
„Ég er besti vinur þinn núna, ekki satt? Af
hverju heldurðu að við séum bæði svona
svöng? Ég hef aldrei nokkru sinni verið svona
svöng þar til ég giftist þér. Finnst þér það ekki
óeðlilegt? Örlögin hafa Iíka áhrif á mig.“
Ég kinkaði kolli. Síðan rauf ég flipahring-
inn og setti þá aftur í öskubakkann. Ég vissi
ekki hvort hún hafði rétt fýrir sér, en ég fann
að hún hafði snert á einhverju.
Hungrið var komið aftur, sterkara en áður
og ég var með höfuðverk af því. Hver maga-
kippur var sendur inn í miðju höfuðs míns
gegnum streng eins og innyfli mín væru með
alls kyns flókinn vélbúnað.
Ég leit aftur á neðansjávareldfjallið mitt.
Vatnið var skýrara en áður — miklu skýrara.
Ef maður skoðaði það ekki vel tæki maður
ekki eftir því. Það var eins og báturinn flyti í
loftinu og það héldi honum ekkert uppi. Ég
gat séð hvern smástein á botninum. Ég þurfti
ekki annað en að teygja út höndina til að
snerta þá.
„Við höfum aðeins búið saman í tvær
vikur“, sagði hún „en allan þann tíma hef ég
fundið fýrir einhverju undarlegu.“ ^