Fjölnir - 04.07.1997, Page 58
fífs^ösnHj
Hún leit beint í augu mín og lagði hend-
urnar saman á borðið, þannig að fingurnir
læstust saman. „Auðvitað vissi ég ekki að það
væru álög fyrr en núna. Þetta útskýrir allt. Þú
ert í álögum."
„Hvernig undarlegu?"
„Eins og að þung rykug gluggatjöld sem
hafa ekki verið þvegin árum saman hangi úr
loftinu."
„Kannski eru það ekki álög. Kannski það
sé bara ég,“ sagði ég og brosti.
Hún brosti ekki.
„Nei, það ert ekki þú,“ sagði hún.
„Segjum að þú hafir rétt fyrir þér. Segjum
að það séu álög. Hvað get ég gert?“
„Ráðist á aðra brauðbúð. Strax. Núna.
Það er eina leiðin.“
„Núna?“
„Já. Núna. Meðan þú ert enn svangur. Þú
verður að ljúka því sem þú átt ólokið.“
„En það er mið nótt. Er brauðbúð opin?“
„Við finnum einhverja. Tokyo er stór
borg. Það hlýtur að vera að minnsta kosti ein
Teitur Þorkelsson
SVR
Það er gott að sitja í biðskýlum SVR.
Ég sit allan daginn. Flestir halda að ég
sé á leiðinni eitthvað, muni taka næsta
vagn.
Dægradvöl
Ég sit á kantsteininum og læt öngul-
inn síga niður í gegnum ristina. Ilmur
hans fyllir holræsin. Þegar leið fimm
hefúr ekið tvisvar framhjá, bímr rott-
an á. Þá á að kippa snöggt í gimið og
láta það síðan renna niður. Hún
drepst seinna.
Velkomin í
húsdýragarðinn
Viðbrögð við hita er þema mánað-
arins að þessu sinni. Nokkur börn
úr sjötta bekk B í Melaskóla eiga
heiðurinn af listaverkinu Felix
Catus calefleri en Guðbjöm Han-
sen, líffræðikennari þeirra, aðstoð-
aði þau við hugmyndavinnu og
tæknilega útfærslu. Þeim sem hafa
áhuga á að fylgjast með ferlinu til
enda er bent á að klappstóla má
nálgast í afgreiðslunni. Þar eru
einnig seldar veitingar.
Inni í klefanum gefúr á að líta
venjulegan bröndóttan húskött.
Gestum er gefinn kostur á að
þrýsta á rauða hnappinn sem veld-
ur því að klefinn byrjar smám
saman að hitna og innan klukku-
stundar verður lofthitinn kominn
yfir 200°C. Gestir geta fyigst með
því hvernig kötturinn ókyrrist
smám saman og ærist síðan gjör-
samlega. Að lokum mun hitinn
valda því að Iíkami dýrsins þornar
upp og fellur saman.
brauðbúð sem er opin alla nóttina.“
Við settumst inn í gömlu Corolluna mína
og fórum um götur Tokyo, klukkan hálfþrjú
að morgni, leitandi að brauðbúð. Þarna sátum
við, ég með hendurnar á stýrinu, hún í
siglingafræðingssætinu, bæði skoðandi götuna
eins og hungraðir ernir í leit að bráð. Teinrétt
í aftursætinu, löng og stíf eins og dauður fisk-
ur, lá sjálfvirk Remington haglabyssa. Skotin
skrjáfúðu þurrlega í vasanum á stormblússu
eiginkonu minnar. Við vorum með tvær svart-
ar skíðahettur í hanskahólfinu. Af hverju
konan mín átti haglabyssu vissi ég ekki. Eða
skíðahettur. Hvorugt okkar hafði nokkru
sinni farið á skíði. En hún útskýrði það ekki
og ég spurði ekki. Hjónalífið er undarlegt,
fannst mér.
Þó við værum þannig fúllkomlega útbúin,
gátum við samt ekki fúndið brauðbúð sem
væri opin. Ég keyrði gegnum mannlausar göt-
urnar, frá Yoyogi til Shinjuku, til Yotsuya og
Akasaka, Aoyama, Hiroo, Roppongi, Daika-
nyama og Shibuya. Tokyo að nótm til var fúll
af allskyns fólki og verslunum, en engum
brauðbúðum.
Tvisvar rákumst við á lögreglubíla. Annar
lá í skjóli við veginn og reyndi að vera lítt
áberandi. Hinn fór hægt fram úr okkur, skreið
framhjá, hvarf að lokum. í bæði skiptin svitn-
aði ég í handarkrikunum en ekkert raskaði
einbeitingu eiginkonu minnar. Hún var að
leita að brauðbúðinni. í hvert skipti sem hún
hreyfði sig, skrjáfúðu kúlurnar í vasanum eins
og hveitihismi í gamaldags kodda.
„Gleymum þessu“, sagði ég. „Það eru eng-
ar brauðbúðir opnar á þessum tíma. Maður
verður að skipuleggja svona fyrirfram,
annars.“
„Stöðvaðu bílinn!“
Ég steig á bremsurnar.
„Hér er staðurinn", sagði hún.
Búðirnar meðfram götunni voru með
gluggahlerana niðri og mynduðu myrka,
þögla veggi báðum megin við götuna. Rakara-
stofuskilti hékk í myrkrinu eins og snúið, kalt
glerauga. Það var skært McDonalds ham-
borgarakeðjuskilti tvö hundruð metra frá
okkur en ekkert annað.
„Ég sé enga brauðbúð", sagði ég.
Orðlaust opnaði hún hanskahólfið og dró
út límbandsrúllu. Með hana í hendinni steig
hún út úr bílnum. Ég fór út mín megin. Hún
kraup fyrir framan bílinn, reif hluta af lím-
bandinu af rúllunni og setti yfir bílnúmerið.
Síðan fór hún aftur fyrir bílinn og endurtók
aðgerðina. Það var æfð nýtni við hreyfingar
hennar. Ég stóð á gangstéttinni og starði á
hana.
„Við tökum McDonalds-staðinn“, sagði
hún, eins svöl og hún væri að segja hvað væri
í matinn.
„McDonalds er ekki brauðbúð", benti ég á.
„Hann er eins og brauðbúð,“ sagði hún.
„Stundum verður maður að gera málamiðlun.
Förum.“
Ég keyrði upp að McDonalds og lagði á
bílastæðinu. Hún rétti mér haglabyssuna sem
var vafin í teppi.
„Ég hef aldrei skotið úr byssu á ævi
minni“, mótmælti ég.
„Þú þarft ekki að skjóta úr henni. Haltu
bara á henni. Allt í lagi? Gerðu það sem ég segi
þér. Við göngum inn og um leið og þeir segja
„Velkomin á McDonalds“ setjum við
grímurnar á okkur. Skilurðu?“
„Já, en—“
„Síðan beinirðu byssunni að þeim og segir
öllu starfsfólkinu og viðskiptavininum að
hópast saman. Hratt. Ég sé um afganginn."
„En—“
„Hversu marga hamborgara heldurðu að
við þurfúm? Þrjátíu?"
„Ég býst við því.“ Ég andvarpaði og tók
haglabyssuna og dró hluta af teppinu af
henni. Hún var þung eins og sandpoki og
svört eins og myrk nóttin.
„Þurfúm við að gera þetta?“ spurði ég
hana og sjálfan mig.
,Auðvitað.“
Með McDonalds hatt á höfðinu, brosti
stúlkan bakvið borðið McDonalds-brosi til
mín og sagði: „Velkomin á McDonalds“. Ég
hafði ekki búist við að stúlkur ynnu á
McDonalds svo seint á nóttinni, þannig að
mér brá eitt andartak. En aðeins eitt andartak.
Ég áttaði mig og dró niður grímuna. Stúlkan
gapti þegar hún sá skyndilega þennan grímu-
klædda dúett birtast fyrir framan sig.
Þjónustuleiðbeiningar McDonald’s sögðu
augljóslega ekki til um hvernig ætti að
bregðast við slíkum aðstæðum. Hún var
byrjuð að mynda frasann sem kemur á eftir
„Velkomin á McDonalds“ en munnur hennar
virtist stífna og orðin vildu ekki út. Þrátt fyrir
það, eins og sigðarmáni á morgunhimninum,
var keimur af atvinnubrosinu enn við munn-
vik hennar.
Eins fljótt og ég gat, afklæddi ég hagla-
byssuna og beindi henni í áttina að borðun-
um, en einu viðskiptavinirnir voru ungt par
— nemar, líklega — og andlit þeirra sneru
niður að plastborðinu, steinsofandi. Höfúðin
tvö og tveir jarðarberjamjólkurhristingar lágu
saman á borðinu eins og avant-garde högg-
mynd. Þau sváfú svefni hinna dauðu. Þau
virtust ekki líkleg til að trufla aðgerðina okkar,
þannig að ég sneri haglabyssunni aftur að
afgreiðsluborðinu.
Allt í allt voru þrír starfsmenn á staðnum.
Stúlkan við afgreiðsluborðið, framkvæmda-
stjórinn — náungi með fölt, egglaga andlit,
líklega rétt að verða þrítugur — og
nemandatýpa í eldhúsinu — þunnur skuggi
af manni að vera, með ekkert á andlitinu sem
hægt væri að lesa sem svip. Þau stóðu saman
bakvið kassann, störðu inn í op haglabyssunn-
ar eins og túristar að horfa niður í Inca-brunn.
Enginn æpti og enginn hreyfði sig á ógnandi
hátt. Byssan var svo þung að ég varð að hvíla
hlaupið ofan á kassanum, fingurinn á gikkn-
um.
„Ég læt ykkur hafa peningana“, sagði
framkvæmdastjórinn, rödd hans hás. „Þeir
tóku þá síðast klukkan ellefú, þannig að það
er ekki mikið eftir, en þið getið fengið það allt.
Við erum tryggð."
„Niður með hlerana og slökkvið á merk-
inu,“ sagði eiginkona mín.
„Bíddu aðeins", sagði framkvæmdastjór-
inn. „Ég get það ekki. Ég verð gerður ábyrgur
ef ég loka án leyfis."
Eiginkona mín endurtók skipunina,
hægt. Hann virtist ráðvilltur.
„Það væri best fyrir þig að gera eins og
hún segir“, varaði ég hann við.
Hann leit á hlaup haglabyssunnar ofan á
kassanum, síðan á konuna mína og síðan aft ur
á byssuna. Hann gafst að lokum upp fyrir
hinu óumflýjanlega. Hann slökkti á merkinu
og ýtti á takka á rafmagnstöflu sem lokaði
hleranum. Ég hafði auga með honum, hafði
áhyggjur af því að hann myndi kveikja á
þjófabjöllu en McDonalds virtist ekki hafa
þjófabjöllu. Kannski hefúr engum dottið í
hug að ráðast á slíkan stað.
Það myndaðist mikill hávaði þegar hann
lokaði hleranum, eins og tóm fata væri slegin
með hafnaboltakylfú, en parið sem svaf við
borðið var enn meðvitundarlaust. Þetta kallar
maður góðan svefn: ég hafði ekki séð neitt líkt
þessu í mörg ár.
„Þrjátíu Big Mac. Við tökum þá með
okkur," sagði konan mín.
„Leyfið mér að láta ykkur fa peningana",
bað framkvæmdastjórinn. „Ég læt ykkur hafá
meira en þið þurfið. Þið getið fárið og keypt
mat annarsstaðar. Þetta ruglar bókhaldið og—“
„Það er eins gott fyrir þig að gera eins og
hún segir“, sagði ég aftur.
Þau fóru þrjú saman inn í eldhúsið og
byrjuðu að búa til þrjátíu Big Mac. Neminn
steikti borgarana, framkvæmdastjórinn setti
þá í brauðið og stúlkan pakkaði þeim. Ekkert
þeirra sagði orð.
Ég hallaði mér að stórum ísskáp, beindi
byssunni að steikingarborðinu. Kjöthleifarnir
voru í röð á borðinu eins og brúnar doppur,
snarkandi. Sæt lyktin af steiktu kjötinu gróf
sig inn í allar svitaholur líkama míns eins og
sveimur af örsmáum skordýrum, sem leystust
upp í blóðinu og fóru út í fjarlægustu horn,
söfnuðust síðan saman innan loftþétts
hungurhellisins, héldu sér fast í bleika veggi
hans.
Hrúga af hvítpökkuðum borgurum óx
nálægt. Ég vildi hrifsa þá til mín og rífa í þá,
en ég gat ekki verið viss um að slíkt væri í
samræmi við markmið okkar. Ég varð að bíða.
í heitu eldhúsinu byrjaði ég að svitna undir
skíðagrímunni.
McDonalds fólkið leit af og til á hlaup
haglabyssunnar. Ég klóraði mér í eyrunum
með litla fingri vinstri handarinnar. Mig
klæjar alltaf í eyrun þegar ég verð taugaóstyrk-
ur. Ég stakk fingri inn í eyra gegnum ullina,
þar með hristist byssuhlaupið upp og niður og
þeim virtist finnast það óþægilegt. Ég gat ekki
misst skot úr henni óvart, þar sem öryggið var
á, en þau vissu það ekki og ég ædaði ekki að
segja þeim það.
Konan mín taldi hamborgarana og setti
þá í tvo litla innkaupapoka, fimmtán borgara
í hvorn.
,Af hverju eruð þið að þessu?“ spurði
stúlkan mig. ,Af hverju takið þið ekki bara
peningana og kaupið eitthvað sem ykkur
langar í? Til hvers að borða þrjátíu Big Mac?“
Ég hristi höfúðið.
Konan mín útskýrði: „Okkur þykir þetta
leitt. En það voru engar brauðbúðir opnar. Ef
svo hefði verið, þá hefðum við ráðist á brauð-
búð.“
Það virtist fullnægja forvitni þeirra. Að
minnsta kosti spurðu þau ekki fleiri spurn-
inga. Þá pantaði konan mín tvær stórar kók af
stúlkunni og greiddi fyrir þær.
„Við stelum brauði, engu öðru“, sagði
hún. Stúlkan svaraði með flókinni höfúð-
hreyfingu, eins og hún kinkaði kolli um leið
og hún hristi höfúðið. Hún var líklega að
reyna að gera þetta tvennt samtímis. Ég áleit
mig hafa hugmynd um hvernig henni leið.
Konan mín dró þá snæri úr vasanum —
hún var vel útbúin — og batt þau þrjú við
súlu eins vel og hún væri að sauma hnappa á
treyju. Hún spurði hvort snærið meiddi þau
og hvort þau þyrftu að fara á klósettið, en
enginn sagði orð. Ég vafði byssunni inn í
teppið, hún tók innkaupapokana og við fór-
um út. Viðskiptavinirnir við borðið sváfú enn,
eins og tveir djúpsjávarfiskar. Hvað hefði þurft
til að vekja þau af svo djúpum svefni?
Við keyrðum í hálftíma, fúndum tómt
bílastæði við byggingu og lögðum bílnum.
Þar borðuðum við hamborgara og drukkum
kókið okkar. Ég sendi sex Big Mac niður í
hellinn í maganum á mér og hún borðaði
fjóra. Þá voru tuttugu Big Mac eftir í aftursæt-
inu. Hungrið — hungrið sem hafði virst end-
ast að eilífú — hvarf þegar dögunin kom.
Fyrstu geislar sólarinnar lituðu óhreina veggi
byggingarinnar fjólubláa og gerðu það að
verkum að risastór SONY BETA auglýsinga-
turn lýsti óþægilega skærri birtu. Bráðlega
blandaðist hvinurinn frá trukkhjólunum á
hraðbrautinni fúglasöng. Kanaútvarpið spil-
aði kúrekatónlist. Við deildum sígarettu. Að
því loknu hvíldi hún höfúðið á öxl minni.
„Var samt nauðsynlegt að gera þetta?“
spurði ég.
,Auðvitað!“ Með djúpu andvarpi sofnaði
hún uppvið mig. Hún var mjúk og létt eins og
kettlingur.
Orðinn einn teygði ég mig yfir brúnina á
bátnum mínum og leit niður á sjávarbotninn.
Eldfjallið var horfið. Slétt yfirborð vatnsins
speglaði bláma himinsins. Litlar bylgjur —
eins og silkináttföt sem sveifluðust í golu —
skvetmst upp við bátshliðina. Það var ekkert
annað sjáanlegt.
Ég teygði úr mér í botni bátsins og lokaði
augunum, beið eftir því að hækkandi
sjávarföll bæru mig þangað sem ég átti heima.
Arnar MatthIasson pýddi