Fjölnir

Ukioqatigiit

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 72

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 72
Gunnar smári Egilsson Syndug kirkja Ljós heimsins: Brunnur lífsins Light of the world: Well of life Varluð Ljo* h*tm*in* / Brunnur fifvm, *r brvnnur i«n tofnar til sín •ndurtatí of tóiorijótinu i gUrticól og I jJtólinrvi birtotf nr/ndir ýr umhwfino. Brunnorinn «r sins og brunnur wm «r grofmn niíur i jorft og tofnor jomon <raíni, «n «r ó hvolfi upp úr jörSinni, upp í lofr3, og tofnor toman því tjóii wsm enduriatlott fró tólinni. / light of tb* worfd. W«H of life i* o w«H wbicK coBect* reflactad wnlighi in o gloii bowl, in wtiich imoget of lb* sorrounding* oppeor Th* w*ll i* like a well which i* dug «n» the eorlh ond coilect* woter, but i* upUde-dcrwn, •xtendmg from the eorth mk> the oir, ond collecH the light which it reAected from the wn. ]) Hnnglogo tröppur / Círcubr tlep*. 2) Tröppur tam liggjo irmí tuminn/ Síep* irtoihe tower. 3) Sívolur turn úr jórni, meó finvn gölum. Fjögur göt vi*a i fjóror ó#ir en eift got vijor upp í himíninn / Cylindricol lower of iron, wilh frve hole*. Four hole* point ín different diredion*, the fiftt up inlo the tky. 4) Skirnorfontur úr gleri, *em tekur við endurko*tí ljó**int fró umhverfinu, ein* og comero obtkuro. Fonturinn er térvloklego »korir*n út til oÍ nó fimm Bötum, *jó *ér teikningu af farrtinum / Bcsptitmal foot of gkm, wfuch cofleclv reflected Kght trom the turroundíng* lílce o comero obtcuro. The fant í* cut *peoficoHy to moke hve focet*, tee drowing of the fenf. 51 Pollur fyrir óhorfondonn og þó *em viljo dóro tig upp úr ljó*i heimtin* / Picrtfarm lor obiorvers and thoje vd>o wi*h to be boptited »n the light of the wodd 6) Skírnorfantur úr tartdbfainu gleri / Boptísmol font of tond- bknied gfat*. 7) Fjórir fietir *em taka víS comero obscuro óhrifum »turninum / Four turfaces far the comera obscura eftect in the tower, 8) Fimmh fiotonnn sem tekur ví8 comero obtcura óhrifum fró himnum / A fiflh turfoce far the comera obtcuro effect from the tky. 9) Skdin te& oð ofan og sólkroumn sem sýnir hreyfmguno i farmmu / The bowt teen from cbove, ond the *un-cro*t whkh thow* fhe movement m the fotm. Steincrímur Eyfjörð Kristmundsson Ljós heimsins, 1995 Tillaga að skúlpúr. „Ipredikun sinni viðurkenndi biskup að hafa setið spenntur fyrir framan sjónvarpið aðfylgjast með handboltaleiknum. Hann stóð ekki á öndinni afeftir- væntingu yfir því hvort myndi sigra, lífið eða dauðinn — heldur KA eða Haukar. Um kvöldið sat hann síðan yfir Spaug- stojunni og bíómynd með skot- bardögum. “ Fj 72 olmr timarit handa islendíngum sumar '97 skrautlegt form kirkjunnar sjálfrar og þunga og heita liti á öllum kirkjumunum og innréttingum myndar hún hlýja fegurð sem er orðin fátíð í ísienskum kirkjum sem minna flestar á eyðilegt og gerilsneytt Ingólfstorgið — hið einna sanna hallærisplan íslensks arkitektúrs og skipulags. En það var ekki endurnærandi að vera einn meðal tuttugu og fjögurra sálna í þessari stóm kirkju. Þar var einn prestur, einn orgelleikari, níu kórfélagar, einn messugagnrýnandi og tólf al- mennir kirkjugestir. Þó ekki væri fyrir annað en þessa tölu — tólf — læddist að mér sá gmnur að trúboð kristinna manna væri enn á byrjunarreit. Sá sem efast um þverrandi áhrifamátt kirkjunnar á íslandi ætti því að bregða sér í Háteigskirkju einhvern sunnudaginn. Þegar ég var blaðamaður var ég eitt sinn sendur á framboðsfúnd Hreccviðs Jónssonar að heimili hans í Garðabæ. Hann sat þar einn í stofúnni heima hjá sér og hafði rutt út úr henni öllum húsgögnum og fyllt aftur með stólum sem hann hafði fengið einhvers staðar að láni. Ég var sá eini sem settist í einhvern stólanna. Ljósmyndarar komu, tóku mynd af Hreggviði og fóru án þess að tylla sér. Aðrir létu ekki sjá sig. Ég fann til með Hreggviði. Eins og aðrir kverúlantar veit ég að boðskapur manna er ekki sannari eftir því sem fleiri hlýða á; þvert á móti. Það getur hins vegar verið ógnarerfitt að tala af sannfæringu yfir tóm- um sal. Hvern á maður að sannfæra? Séra Tómasi Sveinssyni var því vorkunn að messa yfir þessum fáskipaða söfnuði. Hann lagði út af lofsöng Maríu og dásamaði trú hennar. Hún krafðist þess ekki að vita né skilja allt heldur lifði hún í leyndardóminum. En þótt þetta væri verðug áminning — ef til vill ekki hvað síst til þeirra sem leita fúllkomnunar í reglunni, stíl- flekkleysinu og fabreytileikanum — þá bar séra Tómas hana ekki fram af innblásnum fögnuði eða heitri sannfæringu. Hann minnti á Hreggvið Jónsson þegar hann áttaði sig á því á fúndinum í Garðabænum að hann væri fallinn út af þingi. Ef messan í Háteigskirkju er lýsandi fýrir þjóðkirkjuna horfir ekki vel fyrir henni. Hún á reisuleg hús og presta á launum en hefúr týnt söfnuði sínum og hitanum úr boðskapnum. Hún bíður þolinmóð ef einhver skyldi vilja líta við hjá sér og orna sér við endurminninguna um kirkju- legar athafnir, hlýða á sálmasöng, fá heilagt sakra- menti og heyra hófstillta predikun. Hún er kirkja sem stofnun, sem hús — en ekki kirkja sem sam- félag kristinna manna. Ef þessir tólf kirkjugestir eru samfélag krist- inna manna í Háteigssókn þá er ástæðulaust að líta á samfélag okkar allra sem kristið. Ef við viljum endiiega líta svo á verðum við jafnframt að halda því fram að það sé kristið fyrir tilverkn- að löggjafans, skólakerfisins, framkvæmdavalds- ins eða Guð má vita hvers — en ekki íslensku þjóðkirkjunnar. 23. mars BustaðakirKla_______________________________ PÁLMASUNNUDAGUR Ein þakklátasta staðan í íslensku þjóðkirkjunni er hlutverk káta prestsins. Séra Hjálmar Jónsson fór það vel með þetta hlutverk að hann var kosinn á þing. Ólafur Skúlason biskup á frama sinn innan kirkjunnar þessu sama hlutverki að þakka. Með aukinni vegsemd hafa þessir báðir glatað nokkru af gleði sinni — en þar sem séra Pálmi Matthías- son lét ekki narra sig út í forsetakosningar er hann enn jafú keikur og hress. Hann er kátastur presta í dag og nýtur þar af leiðandi mestrar hylli þeirra. En þótt þessi hylli sé einmitt laun káta prests- ins þá er hún jafnframt þyngsta byrðin. Að þessu leyti — sem og öðru — eru prestar eins og ann- að fólk. Árni Tryccvason var dáður sem gaman- leikari en þráði sárlega að vera tekinn alvarlega. Valceir Guðjónsson hætti í Stuðmönnum þegar honum þórri þeir orðnir kjánalegir og reyndi fyrir sér í tónlist sem honum fannst alvarlegri. Hann gaf út nýaldarplötuna Gaiu. Hemmi Gunn kallar hvern þann sem syngur, spilar, spjallar eða skemmtir í þættinum hans listamann. Honum nægir ekki að hálf þjóðin sé að horfa á sig. Hann vill að hún horfi vegna þess að hann sé marktæk- ur — ekki bara skemmtilegur. En það er að sjálfsögðu ekki að sakast við káta og skemmtilega fólkið þótt því finnist eng- inn taka það alvarlega. Það er afleiðing af þeim útbreidda misskilningi að menn verði að vera alvarlegir þegar þeir fjalla um alvarleg mál. Og af sömu ástæðu er ekkert að marka þann sem er kátur. Þetta er einföld regla og ákaflega hentug — og þar af leiðandi vinsæl. Sá sem er léttur er létt- vægur; það er vigt í þeim sem er þungur á brún. Séra Pálmi hefúr að sjálfsögðu verið lagður undir þessa mælistiku. Þótt hann sé vinsæll þá er hann ekki talinn mikill kennimaður af þeim þungbúnu — sem að eigin áliti halda uppi stand- ard á lífinu. Hinir kátu geta aðeins létt þeim byrðina um stund. Ég fór í fermingarguðsþjónustu í Bústaða- kirkju í dag og fylgdist með séra Pálma á heima- velli. Kátir prestar blómstra í brúðkaupum og fermingum. Og til að gera langa sögu stutta þá stóð séra Pálmi sig vel. Hann geislaði af sjálfs- öryggi og stýrði athöfninni af afslappaðri festu. Hann hafði sett saman dagskrána í samráði við fermingarbörnin, einskonar „greatest hits“ úr Bíblíunni. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta...“ úr Davíðssálmum, „Þér eruð salt jarðar; en ef saltið dofnar, með hverju á þá að salta það?..“ úr Matteusi, „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla...“ úr fyrra Korintubréfi og séra Pálma tónaði sæluboð- orðin úr fjallræðunni. Sálmar voru vel valdir — MatthIas Jochumsson og SicurbjOrn Einarsson — og það var aðeins undir lokin sem kórinn fór út af strikinu í poppuðum sálmi sem ég hef ekki heyrt áður; Með Guði geng ég sæll, ég get ei kallast þræli því hann hefúr frelsað mig, nú frjáls ég er. Eins og lofsöngslag, líf mitt sé hvern dag, er ég bendi öðrum á þinn helga kross. Þótt íslenska sálmabókin sé ekki yfirfúll af gullmolum þá er þar að finna margt skárra en þetta. I ávarpi sínu til fermingarbarnanna var séra Pálmi hress að vanda. Hann vísaði til Spaugstof- unnar frá því kvöldið áður, sagði Pálmasunnudag hafa verið haldinn hátíðlegan löngu áður en hann kom til og benti á hvað stúlkurnar hefðu stækkað frá í gær — enda voru þær flestar á hælum á hæð við hálfan haus. En þrátt fyrir léttleikann hafði hann ýmislegt fram að fera. Hann brýndi fyrir börnunum að bera virðingu fyrir hvort öðru og ekki síður fyrir sjálfúm sér. Hann bað þau að hlusta á sitt hjartans mál og vera trú eigin sann- feringu. Hann minnti á fólkið í Jerúsalem sem hafði fagnað komu Krists á pálmasunnudegi en hrópað „krossfestið hann, krossfestið hann“ fjór- um dögum síðar. Hann bað þau að varðveita sannleiksástina og halda áfram að vera opin og einlæg. Hann minntist spurninganna sem þau hefðu lagt fyrir hann — sumum hafði hann getað svarað, öðrum ekki — og sagði þeim að þannig yrði það lífið á enda. Hann vitnaði til Alberts Camus sem sagði eitthvað á þá leið að sannleikann væri ekki að finna í visku speking- anna heldur þegar við horfðum í augu hvert annars. Allt eru þerta svo sem alkunn sannindi, en þau verða seint of oft tíunduð. Það sem mér fannst séra Pálmi gera einna best var að draga fram þau tímamót sem börnin stóðu frammi fyrir. Hann sagði þau velta fyrir sér hvenær þau yrðu stór, að þau horfðust í augu og spyrðu sig hvort þetta væri hún eða hann. Þetta voru krakkar á gelgjunni þar sem rómantíkin nærist á nývaknaðri kynhvöt. Og það er ágætt að krakkarnir fái blessun prestsins til að vera það sem þau eru. A umliðnum áratugum hefúr þjóð- félagið strípað þessi tímamót af öllu öðru en því sem náttúran gefúr og engin getur tekið frá krökkunum. Þeir verða varla sjálfráða fyrr en átján ára, fjárráða fyrr en tvítug og flytjast líklega ekki að heiman fyrr en einhvern tíma á fertugs- aldrinum. Þau eru að kveðja bernskuna og kom- in á æði langdregin unglingsár sem enda ekki fyrr en þau verða miðaldra. Við slíkar aðstæður er gott og blessað að benda á að náttúran spyr ekki hvenær stjórnvöld telji mannskepnuna fúllveðja. Einhverju sinni sagði við mig maður að Guð væri til einskis gagns ef ekki væri hægt að nota hann í daglegu lífi eins og hvert annað eldhús- áhald. Þetta fannst mér fallega sagt. Guð er hluti af lífi okkar en ekki yfir það hafinn. Það sem við hefjum á stall deyr frá okkur. I fermingarguðs- þjónustunni í gær fannst mér séra Pálmi bjóða fram nothæfan Guð, Guð sem hægt er að hafa sem leiðsögumann frá degi til dags. Ég verð hins vegar að viðurkenna að sá Guð sem ég hef rekist á í Biblíunni er óvægnari og kröfúharðari en sá sem talaði í gegnum séra Pálma. En þegar ég horfði á geislandi sjálfsöryggi séra Pálma og bar það saman við mína tinandi taugaveiklun efaðist ég ekki um að Guð Páima gagnast honum betur en minn mér. Þetta minnir mig á stóran galla við ferming- arathöfnina. Mér tókst ekki að nema eina einustu ritningargrein sem krakkarnir höfðu yfir. Það eina sem ég man eftir minni eigin fermingu er einmitt ritningargreinin sem ég valdi. Ég átti í jafn miklum erfiðleikum með Guð þá og nú og valdi mér upphaf tíunda Davíðssálms: „Hví stendur þú fjarri, Drottinn, byrgir augu þín á neyðartímum?" Það hefði verið gaman að heyra hvernig krakkarnir sem fermdust í Bústaðakirkju í gær reyndu að tjá trú sína í gegnum ritningar- greinina. Þetta var nú einu sinni fremur þeirra dagur en séra Pálma. 30. mars Pómlcirlcian___________________________ PÁSKADAGUR Herra Ólafúr Skúlason biskup sagði í predikun sinni í Dómkirkjunni í morgun að sér hefði ævinlega fúndist að iaugardeginum fyrir páska ætti að fylgja eftirvænting lík því þegar barn stæði á öndinni. Þennan dag veiti veröldin öll fyrir sér hvort iífið hefði haft sigur. Vikan endaði á föstu- deginum og ný vika hæfist ekki fyrr en á páska- dagsmorgni. Laugardeginum fylgdi því bið, kyrrð og eftirvænting. En biskupinn varð ekki var við eftirvæntingu þennan dag — nema ef vera skyldi eftirvæntingu vegna úrslita í leik KA og Hauka í undanúrslitum íslandsmótsins í handbolta. Fólk fór á skíði í Bláfjöll og veitingastaðir opnuðu á miðnætti til að svala viðskiptavinum sem ekkert virðist skipta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.