Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Síða 74

Fjölnir - 04.07.1997, Síða 74
Sverrir Stormsker: María mey 20stu aldar Endurkoma frelsarans Eg gekk með barn í maganum, gaumgæfði mitt og beið, var komin nokkuð marga mánuði á ieið. Reyndar þótti mér þessi þungun af og frá því ég hafði engan karlmann kysst og hvaþá sofið hjá. Ég var því alltaf með einhvern ugg í brjóstinu, svo ég ákvað bara að láta eyða fóstrinu. Satan, til að gæta sálna mannanna þar til hann gerði upp hug sinn um hvað hann vildi gera með þær. Satan var fullkominn að fegurð og fullur af visku. En hann ofmetnaðist og hann spillti sálum mannanna; hann reis upp gegn Guði og var steypt niður til jarðar ásarnt þeim englum sem höfðu fylkt honum. En þar sem Satan hafði tekist að spilla sálum mannanna þá býr Satan í okkur; innra með okkur býr uppreisnarandi hans. Við viljum ekki taka við Guði og hlýða honum heldur viljum við rísa upp gegn Guði og setjast sjálf í hásæti hans. Við erum ill, spillt og í okkur er ekkert gott. Ekki fyrr en við frelsumst og ákveðum að taka á móti Guðs orði. Og Guðs orð er sæði og þegar það hefur tekið bólfestu innra með okkur vex það og dafnar eins og allt sem er sköpun Guðs. Ectta sæði verður að fóstri, hvítvoðungi sem neytir mjólkur, barni sem neytir matar og loks verður það að nýjum manni og þessi nýi maður vex þeim gamla yfir höfuð. En þetta gerist ekki átakalaust. Guð mun reyna okk- ur eins og hann reyndi á þanþol ísraelsmanna. Til að reyna trú okkar mun hann setja okkur fyr- ir framan Dauðahafið og fylkja Egyptamönnum að baki okkur. Hann mun leiða okkur fram fyrir skurðgoðin til að kanna staðfestu okkar. Og að- eins ef við stöndumst þessar raunir mun hinn nýi maður vaxa innra með okkur. Eitthvað á þessa leið var boðskapur SicþÓrs Cuðmundssonar, gestapredikara frá Krossinum, þegar hann talaði til Iítils safnaðar í bílskúr við Rauðarárstíginn í kvöld þar sem fámennur söfn- uður Cuðmundar Arnar Péturssonar hefúr afdrep. Guðmundur Örn yfirgaf fjárhagslegt öryggi presta þjóðkirkjunnar og tók til við að boða trú sína með þeim hætti sem honum var meinað innan hinnar stóru kirkju. Fyrir fáum árum baðst sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju undan eldmess- um hans um ítök Djöfúlsins í samfélagi okkar, en Guðmundur var þá afleysingar-sálnahirðir þeirra Seltirninga í orlofi Solveicar LAru. En nú er Guð- mundur Örn forstöðumaður í Messíasi — Frí- kirkju. Hann hefúr fórnað glæstri kirkjubyggingu fyrir lítinn bílskúr, kirkjuorgeli fyrir lítil hljóm- flutningstæki og söfnuður hans er fámennur. I kvöld voru tíu manns í bílskúmum að Guð- mundi og Sigþóri meðtöldum. Ef ég tel sjálfan mig ekki með voru þarna samankomnir sjö manns til að hlýða á Drottins orð eins og Guð- mundur vill að það sé boðað en fékk ekki innan þjóðkirkjunnar. Fjö 74 1 n i r timarit handa islendinqum sumar '97 Gunnar Smári Egilsson Syndug kirkja Vegna átaka Guðmundar við þjóðkirkjuna átti ég hálft í hvoru von á að heyra sitthvað um Djöfúlinn þegar ég skaut mér inn í bílskúrinn á Rauðarárstígnum. Og mér varð að ósk minni. Sigþór gestapredikari sagði að Satan stæði á sama þótt allir Islendingar sneru hjörtum sínum til Drotdns. Hann myndi ekki kippa sér upp við það þótt allir Kínverjar frelsuðust á morgun. En ef hjörm gyðinga mýkjast og ef þeir fara að taka á mód Guðs orði— þá mun Satan skelfast. Þá munu ganga í garð hinir efstu tímar. Þá munum við vita hverjum klukkan glymur. Þegar ísraels- lýður tekur á móti Jesú Kristi er dómsdagur í nánd. Sigþórs sagðist ekki einn þeirra sem tryðu því að gervallt mannkyn myndi frelsast. Hann sagði fordæmin í Bíblíunni benda til annars. Þegar heilagur guðsmaður Nól gekk á milli manna og bað þá að koma með sér í örkinna þar sem Drottinn ætlaði að tortýma syndinni þá trúði honum enginn. Þegar Drottinn þarfnaðist þjóðar til að fúllkomna ætlunarverk sitt til björgunar heimsins valdi hann einn réttlátan mann — Abraham — og sendi hann í fjarlægt land að geta af sér nýja þjóð. Og þannig er þetta enn í dag. Drotdnn hefúr tekið eitt rifbein úr kirkju sinni og ætlar að móta úr því brúði Krists. Hinar stóru kirkjur — sú katólska og þjóðkirkjur mótmæl- enda — eiga í miklum vanda sem þær ráða ekki við. Þess vegna hefúr lítill hópur manna yfirgefið þessar kirkjur og stofnað nýjar. En hvers vegna ætti frelsuðum mönnum nú að takast það sem heilögum guðsmanni Nóa tókst ekki í fyrndinni? Sigþór bað því hinn litla söfnuð Guðmundar Arnar ekki að fyrirverða sig fyrir smæð sína. Hann sagði honum að trúa ekki aðeins á Guð, heldur trúa Guði. Hann bað söfnuðinn að reyna að sigrast á uppreisnarandanum sem Satan hefði blásið honum í brjóst og hlýða vilja Guðs; og þennan vilja mætti lesa af heilagri ritningu. Fólk ætti að innbyrða þennan vilja ómengaðan; hann væri allt það sem fólk þarfnaðist. Menn skyldu varast að blanda Guðs orði saman við eitthvað annað. Eins og sæði hestsins getur af sér ófrjóan múlasna þegar það fellur í skaut asnans þannig verður Guðs orð ófrjótt ef það er blandað með öðru. Hvað get ég svo sem sagt um þessa predikun Sigþórs Guðmundssonar? Guðmundur Örn var ekki í neinum vanda þar sem hann sat á fyrsta bekk. Hann sagði hallelúja oft og títt. A ég ekki að bera virðingu fyrir slíkri trú? Og með hvaða rétti get ég gagnrýnt hana? Ég get orðað þetta öðruvísi: Hver væri virðing mín fyrir trú Guðmundar Arnar ef ég andmælti henni ekki? Sú trúarbrögð er ég varð vitni að í bílskúrn- um við Rauðarárstíginn í kvöld byggjast ekki á trausti á Guði heldur endalausum getspám um hvernig hann muni tortíma mannkyninu. Þau byggjast ekki á náungakærleik heldur glaðhlakka- legri vissu um að náunginn muni farast í reiði Guðs. Miskunn Guðs er ekki alltumliggjandi eða óútskýranleg á nokkurn hátt heldur vandlega út- reiknuð gjöf til fárra útvalinna; hún er stríðstól í baráttunni við Satan. Guðinn sem býr á bílskúrn- um á Rauðarárstígnum er Guð sigurvegari; sá sem mun heyja stríð fyrir fylgjendur sína og sigra; sá sem mun varpa fjendum sínum — og þá líklega líka fjendum fylgjenda sinna — í eilífa vítisloga. Þetta er reiður herguð sem krefst algjörrar hlýðni; Guð sem nægir ekki að fólk treysti honum heldur vill að fólk trúi honum í blindi. Og maður þessa Guðs er spilltur og illur og hann mun sannarlega eyðast nema hann hann innbyrði Guðs orðs án minnsta efa og hlýði honum án skilnings — því skilningurinn er eins og allt mannlegt innra með manninum arfúr hins illa Satans. Og þekkjum við þennan Guð ekki vel? Þetta er Guð Opinberunarbókarinnar, Guð rann- sóknarréttarins, Guð galdraofsóknanna í Salem, Guð Stóradóms, Guð fordóma og mannfyrir- litingar, Guð sem útskúfar, hrakyrðir, ógnar, hótar og fyrirlítur. Guð sem tortímir mannkyn- inu ef honum líkar ekki Spaugstofan. Þetta er sá Guð sem hefúr litað kristnisöguna blóði. En þetta er ekki Guð Jesú Krists. Jesús hlýddi ekki lögmálinu í blindni; guðs- ótti hans var ekki þeirrar ættar. Hann braut Iög- mál Móse og hann vanvirti musteri Guðs. Jesús setti það ofar hlýðni við ritninguna að elska Guð af öllu hjarta sínu og af allri sálu sinni og að elska náungann eins og sjálfan sig. Það guðsríki sem hann sá innra með mönnum var ekki endurkoma herskara Guðs heldur frelsun manna. „Ef þér standið stöðugir í orði mínu, þá eruð þér sannarlega lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa," stendur í Jóhannesarguðspjalli. Og í frumkristninni var þessi skilningur lif- andi: „En Drottinn er andinn. En þar sem andi Drottins er, þar er frelsi,“ segir Páll í síðara Korintubréfi. I Galatabréfinu segir hann: „Því að þér vor- uð, bræður, kallaðir til frelsis: notið aðeins ekki frelsið til færis fyrir holdið, heldur þjónið hver öðrum í kærleika.“ I fyrra almenna bréfi Péturs stendur: „Því þannig er vilji Guðs, að þér skulið, með því að breyta vel, niðurþagga vanþekking heimskra manna, sem frjálsir menn, en ekki sem þeir, er hafa frelsið sem hjúp yfir vonskuna, heldur sem þjónar Guðs.“ Og í hinu almenna bréfi Jakobs segir: „En sá sem skyggnist inn í hið fúllkomna lögmál frelsis- ins og heldur sér við það, og er ekki orðinn gleyminn heyrandi, heldur gjörandi verksins, hann mun sæll verða af framkvæmdum sínum.“ Og í síðara Korintubréfi segir Páll: „Ekki svo, að vér af sjálfúm oss séum hæfir til að kveða upp nokkurn úrskurð eins og af sjálfum oss, heldur er hæfileiki vor frá Guði, honum sem og hefir gjört oss hæfa til að vera þjóna nýs sáttmála, ekki bók- stafs, heldur anda. Því að bókstafúrinn deyðir, en andinn lífgar." Og í fyrra Þessaloníkubréfi segir hann: „Próf- ið allt: haldið því sem gott er.“ Nú ætla ég mér ekki með þessum tilvitnun- um að boða Guðmundi Erni nýja Guðsmynd heldur benda honum á hversu varasamt það er að boða blinda trú á bókstaf Biblíunnar. Ef taka á þessar dlvimanir bókstaflega þá hvetja þær menn til að efast um bókstaf Biblíunnar og byggja þess í stað á lifandi trú. Upplifún okkar á Guði og skilningur okkar á honum er lifandi trú okkar og við eigum að þroska hana og lifa með henni. I gegnum þessa trú eigum við að lesa ritninguna; hún er leiðarvísir okkar. An hennar finnum við engan Guð í Biblíunni — né annars staðar. En hver skyldi vera ástæða þess að Guð sigurveg- ari fer nú ljósum logum um ísland og fólk í Krossinum, Frelsinu, Veginum, Nýju postula- kirkjunni, Messíasi og miklu víðar vill fylkja sér að baki logandi sverði hans? Þessi Guð er meira að segja kominn með eigin útvarps- og sjónvarps- stöð. Er þetta nýöldin? Eða er það viss passi að um hver aldamót taki fólk andlegt flikk flakk og helj- arstökk og trúi að hinn efsti dagur sé rétt handan við homið? Eða er þetta afleiðing af dugleysi þjóðkirkjunnar við að halda innan sinna vébanda virkri orðræðu um Guð? Mér er næst því að halda að það síðasttalda se réttast. Allt frá því á síðustu öld þegar frjálslyndir guðfræðingar tóku að efast um sannleiksgildi hluta ritningarinnar hefúr kirkjan hallað sér æ meir að helgisiðum sínum og ritúali. I stað þess að taka þátt í leitinni að hinum sögulega Jesú og endurmeta sjálfa sig og sögu sína vildi hún finna í arfleið sinni það öryggi sem hinir frjálslyndu vildu svipta hana með gagnrýninni. Kirkjan lagði traust sitt á helgisiðina í þeirri von að sagan hefði fært henni hina réttu leið til að vegsama Guð — eða að hægt væri að fá söfnuðinn til að leggja trúnað við þetta. Þetta var því nokkurs konar framfaratrú, trú á að smátt og smátt hefði mann- kynið fúndið hina réttustu leið. Þessari sömu tilhneigingu hafa kirkjugestir á íslandi fylgst með á undanförnum árum. Gamlir helgisiðir hafa verið endurvaktir, gamlar trúar- játningar teknar upp að nýju og heilögu sakra- menti er núorðið útdeilt við hverja messu. Á meðan kirkjan hefúr reynt að endurnýja sig með þessum hætti hefúr virk umræða um kristnina,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.