Fjölnir

Ukioqatigiit

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 75

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 75
Gunnar Smári Egilsson Syndug kirkja guðspjöllin og Jesú haldið áfram utan kirkjunnar. Hún er nú í höndum háskólamanna og ieik- manna. A Islandi má helst sjá votta fyrir henni í pistlum Njarðar P. NjarðvIk í Mogganum og Illuca Jökulssonar í útvarpinu. Og á sama tíma og vitræn umræða hefur flúið kirkjuna hefur heitasta trúin einnig yfirgefið hana. Hún finnur sér ekki lengur skjól í þjóðkirkjunni heldur hefiir hrakist í lítinn bílskúr við Rauðarárstíginn. Ef einhver heldur að ég segi þetta til þess eins að koma því að að eftir sitji kirkjan bæði vidaus og trúlaus — þá var það ekki ætlun mín. En ég er hins vegar sannfærður um að kirkjunni veitti ekki af bæði gleggra viti og heitari trú. 13. apríl Kvennakírklan j Oiqraneslcirlclu______________________ ANNAR SUNNUDACUR EFTIR PÁSKA Ég er svo illa að mér, en er Kvennakirkjan ekki siðbótarkirkja? Það var í það minnsta mín tilfinning þar sem ég sat í Digraneskirkju í kvöld og hlýddi á messu í Kvennakirkjunni. Ég tók líka örlítinn þátt í henni sjálfur og tók undir í sálmasöng en gætti þess þó að hafa ekki hátt — ekki sökum þess að ég fyrirverði mig fyrir reikula lagvísi mína — heldur gaus upp í mér einhvers konar kurteisi. Ég vildi ekki flagga um of mínum strigabassa innan um þessar eitt hundrað konur sem höfðu flúið karlakirkjuna, þjáðar af aldalangri kúgun manna eins og mín. Sumar hverjar geta víst ekki beðið til Guðs ef hann er karl. Mér vitanlega hafa þær hins vegar engar athugasemdir gert við kynferði myrkrahöfðingjans. Og með þau ósköp á bakinu fannst mér tilhlýðilegt að söngla lágt og beint ofan í bringuna á mér. Við vorum fimm karlarnir í kirkjunni. Einn spilaði á gítar, tveir voru í fylgd eiginkvenna sinna og við tveir sem vorum á eigin vegum sát- um á aftasta bekk og vorum fyrstir út. Ætli við höfum ekki báðir áttað okkur á að við gátum ekki sagt: „Ég er með henni" og gengið að kaffi- borðinu eftir messu eins og hinir þrír. Ég ætla ekki að geta mér til um ástæðuna fyrir þessum ímyndaða eða raunverulega aðskiln- aði Kvennakirkjunnar frá þeim helmingi mann- kynsins sem er ekki konur. Ég hef aldrei áttað mig á ávinningi kvenna af því að sækja sjálfs- mynd sína í réttindabaráttu minnihlutahópa og þá einkum baráttusögu svartra í Bandaríkjunum. „It's a black thing,“ segja þeir svörtustu og vilja með því spara manni erindisleysuna við að skilja þá, hvernig þeim líður eða hvað þeir vilja. Þeir leggja áherslu á það sem aðskilur þá frá öðrum mönnum, ekki það sem sameinar þá. Ég hef hins vegar alltaf litið á það sem einn stærsta galdurinn við fagnaðarerindi Jesú Krists að þvert á móti stækkum við og eflumst með því að virða það meira sem sameinar okkur en aðskilur. „Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það,“ segir Jesús einhvers staðar. í þessu felst að þegar við hættum að einblína á sjálf okkar — það sem aðgreinir okkur frá öðru fólki — munum við öðlast nýtt, stærra og innihaldsríkara líf. Við munum ekki týna okkur heldur finna okkur. Ég held að þetta eigi ekki aðeins við um sjálf- ið sem gerir okkur eigingjörn heldur einnig það sem fær mig til að skilgreina mig sem ungan, karlmann, íslending, KR-ing, kristinn. Það er þegar mér tekst að hefja mig upp yfir þetta að sýn mín er skörpust og skilningur minn næmast- ur. Þá verður boðskapur Krists um að allir menn séu bræður óvefengjanleg staðreynd. Ég hef misst tækin til að aðgreina þá frá mér. Er ég að halda því fram að ég sé á réttri leið en Kvennakirkjan á villigötum? Samanstendur hún af konum sem vilja ekki einungis finna Guð heldur líka andstæðing sinn, heiðingjana, villu- trúarmennina, þá sem eru ekki hólpnir, karlana? Nei. Ef undan eru skilin fáein ummæli Liuu Hjart- ardóttur, fulltrúa Amnesty International, sem mín næmu karlmannseyru námu (Hún sagði að konur og börn væru 80 prósent af flóttamönnum heimsins. Hvað eru börnin mörg? hugsaði ég. Kannski 60 prósent? Þá eru konurnar jafn marg- ar og karlarnir, sínhvor 20 prósentin. En hver myndi segja að karlar og börn væru 80 prósent af flóttamönnum heimsins? Kannski Ingólfur hjá karlanefnd Jafnréttisráðs?) og tvær bænir af um fimmtán þar sem Guð var ávarpaður með orðun- um: „Góða Guð“ þá var ekkert í messunni í kvöld sem ekki gæti átt sér stað í hvaða messu sem er. Og heilmargt sem ætti að finna sér stað í fleiri messum. Messa Kvennakirkjunnar í kvöld var nefni- lega einlægasta tilraun til að endurnýja kirkjuna sem ég hef orðið vitni að. Ef undan er skilið „Faðir vorið“ og blessunarorð í lokin þá var í henni ekkert af hefðbundnum eða nýendurupp- vöktum helgisiðum þjóðkirkjunnar. í stað þessar- ar tignunar á sögu og arfleið kirkjunnar var kom- inn raunveruleiki okkar daglega lífs. Og í stað upphafins Guðs þjóðkirkjunnar — sem næstum er orðinn óskiljanlegur eftir meðferð kirkjulegra kennisetninga — var kominn Guð sem við gæt- um kannast við. >- „ Við getum ekki laðað fólk tiljylgis víð kirkjuna og haldið að því sömu guðshugmyndinni ogfieldi það fiá henni. Og líklega er þaðþannig að ef víð byrjum á Guði kemur hitt allt af sjálfu sér; messu- formið endumýjast, boðskapurinn verð- ur tœrari ogfólk tekur við honum. Efokkur tekst að halda Guði á lífi þurfum við ekki að hafa áhyggjur af kirkjunni. “
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.