Fjölnir - 04.07.1997, Page 76
Gunnar Smári Egilsson Syndug kirkja
„Nú kann þetta að
hljóma eins og
guðlast að andmeela
Jóhannesar-
guðspjalli sem var
bœði uppáhalds-
guðspjall Lúthers og
herra Sigurbjöms
Einarssonar
— biskupsins sem
þjóðin elskaði.
Og eins og það er
uppáhaldsguðspjall
fóðurins þannig
virðist það líka
vera í uppáhaldi
hjá syninum
— séra Karli. “
Engin af þeim tilraunum til að endurlífga
þjóðkirkjuna sem ég hef orðið vitni að kemst í
hálfkvisti við glæsileik messu Kvennakirkjunnar.
Hún var mér endanleg sönnun þess að við getum
dregið poppara inn í kirkjurnar, djassgeggjara eða
heilu pólýfón-kórana, fengið dægurhetjur til að
flytja hugvekjur, fiskað upp úr sögunni gamlar
trúarjátningar, boðið upp á heilagt sakramenti
kvölds og morgna, haldið hjónanámskeið og
Biblíuleshringi, skipulagt mömmumorgna í kirkj-
unni og síðdegisstund fyrir aldraða — allt mun
þetta einungis draga fram að boðskapur kirkj-
unnar finnur sér ekki lengur hljómgrunn ef þessu
fylgir ekki endurskoðun guðshugmyndarinnar.
Við getum ekki laðað fólk til fylgis við kirkjuna
og haldið að því sömu guðshugmyndinni og
feldi það frá henni. Og líklega er það þannig að
ef við byrjum á Guði kemur hitt allt af sjálfú sér;
messuformið endurnýjast, boðskapurinn verður
tærari og fólk tekur við honum. Ef okkur tekst að
halda Guði á lífi þurfum við ekki að hafa áhyggj-
ur af kirkjunni.
Það var út af þessu sem ég spurði í upphafi
hvort Kvennakirkjan væri ekki siðbótarkirkja. Og
ég ætla að leyfa mér að svara því játandi um leið
og ég óska þess að sú siðbót megi vaxa og dafna.
Þrátt fyrir að séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
væri í hálfgerðu aukahlutverki í þessari leik-
mannakirkju sinni þá var nærvera hennar sterk
og eftirminnileg. Eg vona að ég sé ekki að þvæla
mér í einhverja kosningabaráttu fyrir biskupskjör
þótt ég segi að það hafi verið glæsilegt að sjá prest
þjóðkirkjunnar varpa frá sér helgisiðabókinni og
mæla fram innblásin blessunarorð og bænir frá
eigin brjósti. Hversu áhrifaríkara er ekki að verða
vitni að lifandi trú manneskju en að hlýða á
þurran bókstaf, margsíaðan í gegnum sigti ótal
kirkjuþinga og málamiðlunar innan þjóðkirkj-
unnar?
Fyrir viku fór ég í Messías—Fríkirkju og fletti
á eftir upp á síðara Korintubréfi Páls postula og
geri það nú aftur: „Ekki svo, að vér af sjálfum oss
séum, hæfir til að kveða upp nokkurn úrskurð
eins og af sjálfum oss, heldur er hæfileiki vor frá
Guði, honum sem og hefir gjört oss hæfa til að
vera þjóna nýs sáttmála, ekki bókstafs, heldur
anda. Því að bókstafurinn deyðir, en andinn lífg-
ar.“
Það er í þessum anda sem siðbótarmenn allra
tíma hafa starfað. Þeir hafa borið sína eigin trú
saman við kennisetningar kirkjunnar og viljað
breyta kennisetningunum ef þær þjóna ekki
trúnni — því kirkjan á að vera fyrir trúna en trú-
in ekki fyrir kirkjuna.
Þegar ég fylgdist með séra Auði Eir í kvöld
fannst mér hún vera siðbótarmaður í þessum
skilningi. Það er sjálfsagt í krafti lifandi trúar sem
hún vill að þeir kvengeri Guð sem það kjósa. Og
það er spurning sem við eigum að leggja fyrir
okkar eigin lifandi trú, hvort við látum það
byrgja okkur sýn á þá siðbót sem Kvennakirkjan
stendur fyrir.
Auglýsíng
Mokka óskar þjóðinni til hamingju
meö endurreisn Fjölnis!
Næstu þrjár sýningar
SigurdísArnardóttir • 7. júní - ll.júlí
Hlín Gylfadóttir • 8. júlí - 6. ágúst
Amnesty International • 7. ágúst - 6. sept.
/V^OKKA^-
- j>ar sem andinn svífur
Stoínað 1958
Skólavörðustíg 3A Sími 552 11>4 Fasi552 2305 Opið kl. 9.30 - 23.30 §un. kl. 14.00 - 23.30
20. apríl
Hcillgrimslcirlcia__________________________
ÞRIÐJI SUNNUDAGUR EFTIR PÁSKA
Séra Karl Sigurbjörnsson valdi sér ekki auðvelt
umfjöllunarefni í predikun sinni í morgun í
Hallgrímskirkju. Inntak hennar var spurningin:
Komast kristnir menn einir til himna?
Á þessum síðustu og verstu tímum almennrar
og óráðinnar góðsemi þarf kjark til að bera þessa
spurningu fram. Ef þú svarar henni játandi svipt-
irðu meirihluta mannkyns samvistum við Guð
og dæmir þá frá eilífú lífi. Og það er ekki lítið.
Það er allt. Hinir kristnu verða einir hólpnir en
hinir munu tortímast. Við vitum ekki hvar þeir
munu lenda en samkvæmt orðum Jesú Krists
mun þar verða grátur og gnístran tanna. Ef þú
svarar spurningunni hins vegar neitandi erm ekki
í minni vanda. Þá skiptir ekki lengur máli hvort
þú tignar Guð Jesú Krists eða Múhameðs, hvort
þú finnur Guð í orðum Krists eða í stokkum og
steinum. Jesús verður þá aðeins ein margra leiða;
hann er aðeins ein tegundin í margbreyttu vöru-
úrvali Guðs. Ef þú velur hann er það gott. Ef þú
velur eitthvað annað er það líka gott; svipað og
það skiptir ekki máli hvort þú kaupir Tropicana
eða Floridana — það er allt sami appelsínusafinn.
Séra Karl vitnaði í Jóhannesarguðspjall: „Ég
er vegurinn og sannleikurinn og lífið; enginn
kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Og með
þessa tilvitnun sem vegvísi var ljóst hvert séra
Karl stefndi. Hann sagði að það væri ekki sitt eða
okkar að dæma hverjir kæmust til himna og
hverjir ekki; hins vegar leitaði hann raka fyrir því
að þeir einir kæmust til Guðs sem þekktu og
viðurkenndu Jesú. Hann sagði aðeins einn veg
liggja til Guðs en ótal vegi frá Kristi. Og sérstaða
leiðar Krists felist í því að hún væri persónu-
bundin afstaða, opin mannúðarstefna. önnur
trúarbrögð væru hins vegar lokuð og lögmáls-
bundin. Hann minnti á að brátt myndi hér rísa
búddahof og islömsk moska, að kyrjandi búdd-
istar og krjúpandi múhameðstrúarmenn yrðu
brátt hluti af lífi okkar. Og séra Karl sagði að
gagnvart þessu gætum við ekki staðið hlutlaus;
trú væri ekki hlutlaust viðhorf. Við yrðum að
þekkja betur grundvöll trúar okkar og vitna um
Jesú —- ekki bara með orðum heldur í verkum.
Þjóðkirkjan hefur löngum verið gagnrýnd
fýrir að vilja þóknast öllum og styggja engan,
hún hafi leitað sannleikans í moðinu á miðjunni.
Slíkt sé ekki í anda hins óvægna Jesú sem hamr-
aði á því að við yrðum að taka afstöðu í lífinu og
standa við hana. Jesús var ekki Messías málamiðl-
unarinnar. Það er því ekki annað hægt en hrósa
séra Karli fyrir að velja sér jafn viðkvæmt málefni
og hann fjallaði um í morgun og taka til þess
nokkuð skýra afstöðu. Hins vegar get ég ekki
setið á mér að andmæla honum — enda býst ég
við að predikuninni hafi verið ætlað að hrista upp
í okkur sem á hlýddum.
I fýrsta lagi vil ég halda því fram að vistarver-
ur Allah eða Búdda séu ekki síður margar en vist-
arverur Guðs kristinna manna. A sama hátt og
við þekkjum lögmálsbundin trúarbrögð meðal
Múhameðstrúarmanna þekkjum við einnig
kristna bókstafstrúarmenn. Og eins og við getum
verið stolt af mannúð kristinna manna getum við
jafnframt fýllst stolti yfir mannúð hindúa. Ef
Guð er kærleikurinn þá birtist hann jafnt í
Ghandi og móðir Theresu; það er ekki okkar að
meta hann eftir því hvernig þau tilbiðja Guð.
Góðverk Samverjans getur verið jafn innblásið af
Guði og góðverk hinna rétttrúuðu.
í öðru lagi vil ég efast um að Jesús hafi sagt
að enginn kæmist til föðurins nema í gegnum
sig. Það stangast einfaldlega á við flest það sem
hann segir í fýrstu þremur guðspjöllunum —
eins og reyndar ótal margt annað í Jóhannesar-
guðspjalli. Þessi setning kristallar nefnilega þá
hugmynd guðspjallamannsins Jóhannesar að
Jesús sé guð og hafi verið guð frá upphafi vega,
að hann sé orðið og orðið sé hjá Guði og orðið sé
Guð. I öðrum ritum Nýja testamentisins er Jesús
maður, stunduvn innblásinn af Guði, stundum
upphafinn til guðlegrar dýrðar, stundum spá-
maður í æðstu merkingu. En hvergi nema í
Jóhannesarguðspjalli er hann Guð með fortilveru
sem nær út fýrir sköpun heimsins. Hvergi nema í
Jóhannesarguðspjalli er það jafn kristallstært að sá
sem ekki þekkir Jesú getur ekki þekkt Föðurinn.
Nú kann þetta að hljóma eins og guðlast að
andmæla Jóhannesarguðspjalli sem var bæði
uppáhaldsguðspjall Lúthers og herra Sigurbjörns
Einarssonar, biskupsins sem þjóðin elskaði. Og
eins og það er uppáhaldsguðspjall föðurins
þannig virðist það líka vera í uppáhaldi hjá syn-
inum. En það hafa margir meiri menn en ég bent
á þessa sérstöðu Jóhannesarguðspjalls og rakið til
þess margar af þeim kennisetningum kirkjunnar
sem hafa dregið athyglina frá guðsríki innra með
hverjum manni og að flóknum leikreglum Guðs
um náðina og friðþæginguna, að ógleymdum
sérstæðum kenningum hennar um þrískipringu
guðdómsins. Og til þessa sama guðspjalls hafa
kristnir menn sótt rökin til að fordæma menn
annarrar trúar og fullvissuna um að þeirra biði
eilíf útskúfún. Og í krafti þeirrar vissu hafa þeir
getað beitt nánast hvaða meðulum sem er til að
snúa þeim til réttrar trúar; því hvað er meira virði
en eilíf sálarheill mannanna? Ef ég nyði því að
það myndi bjarga þér frá eilífri vist í helvíti væri
ég vís með að hella bráðnu blýi í stígvélið þitt.
Því miður fannst mér ég heyra óm af þessari
vissu í predikun séra Karls í morgun. Og sú af-
staða sem lýsti af orðum hans virðist mér fremur
kirkjuleg en kristin — grundvöllurinn að baki
hennar er réttlæting kirkjunnar frekar en hins
kristna manns.
Vil ég þá halda því fram að við komumst allt
eins til himna með því að krjúpa í átt að Mekka
eða kyrja í anda Búdda? Nei. Ég trúi að Guð hafi
ekki opinberast jafn skýrt í nokkrum manni og
Jesú. En ég hafna því ekki að hann geti starfað í
mönnum annarrar trúar en kristinnar. Eftir sem
áður getur mér fúndist það hjákálegt þegar Is-
lendingar eru að teygja sig til Indlands, Japans
eða Tíbet eftir Guði. Það getur einfaldlega ekki
verið að Guð sé svo hrekkjóttur að hann sé að
fela sig fýrir okkur hinum megin á hnettinum
þegar hann boðar að ríki hans sé innra með
hverju og einu okkar.
27. apríl
MadgjBg___________________________________
FJÓRÐI SUNNUDAGUR EFTIR PÁSKA
„Hið hreina líf er að trúa á Guð, hafa samfélag
við Guð og hafa tóninn að ofan.“
Með þessum orðum Einars I Betel auglýsti
Hvítasunnusöfnuðurinn samkomur sínar í sjón-
varpinu þegar ég var barn eða unglingur. Síðar
hefúr engin auglýsing slegið út þessa að frumleika
eða stíl. A þessum árum hafði Fíladelfía orð á sér
fýrir að vera ofsatrúarflokkur. Ég man að eigin-
kona fýllirafts, sem hætti að drekka og fór að
stunda samkomur hjá Fíladelfíu, sagði þegar hún
var spurð hvort þetta hefði ekki haft blessunarrík
áhrif á líf þeirra: „Nei, biddu fýrir þér. Aður lét
hann sig hverfa þegar hann datt í það en nú
stendur hann uppi á eldhúskolli og messar yfir
okkur á meðan við borðum. Ég bið þess kvölds
og morgna að maðurinn detti í það sem allra
allra fýrst.“
En auðvitað hefúr Fíladelfía aldrei verið ofsa-
trúarsöfnuður þótt þar hafi orðið verið boðað
með öðrum hætti en í þjóðkirkjunni. Þar er
sungið af meiri gleði, vitnað af meiri ákefð,
predikað af innblásnari þrótti og þegar menn eru
skírðir dugar ekki að sletta vatni á höfúðið heldur
er allur skrokkurinn færður á kaf. Þeim í Fíla-
delfíu finnst að menn eigi ekki að halda aftur af
sér þegar þeir koma saman til að vegsama Guð.
Það er þeim alvörumál og þeim þykir því sjálfsagt
að leggja sig fram, gefa duglega í. Ef Fíladelfía er
ofsatrúarsöfnuður í samanburði við þjóðkirkjuna
mætti allt eins kalla þjóðkirkjuna ládeyðutrúar-
flokk í samanburði í Fíladelfíu.
Frá æskuárum mínum hefúr líka annað gerst.
Mikill fjöldi vakningartrúarsafnaða hefúr sprottið
upp og margir þeirva út frá Hvítasunnusöfnuðin-
um. Flestir starfa þeir í dag í ágætu bræðralagi
með Fíladelfi'u: Ungt fólk með hlutverk, Kross-
inn, Vegurinn, Kletturinn, Messías, Orð lífsins og
fleiri byggja allir á svipaðri guðfræði og Hvíta-