Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Page 79

Fjölnir - 04.07.1997, Page 79
Gunnar Smári Egilsson Syndug kirkja sitt hlutverk; hann er góður upplesari, ágætur tónari og hefur sterka og góða rödd til að leiða sálmasöng. Mér fannst hins vegar sérkennilegt af honum að lesa predikun sína af blaði yfir svona fámennum söfnuði. Það var einhvern veginn á skjön við þá nálægð sem þessi litla kirkja gaf at- höfninni. Aðalinntak predikunar hans snerist um að kirkjan væri lifandi samfélag, ekki óhagganlegt og óumbreytanlegt bjarg. Hér mælti biskupskandi- dat. Og mér leist vel á boðskapinn. Auðvitað er það fráleit hugmynd að kirkjan geti verið óhagg- anleg í síbreytilegu og kröftugu sköpunarverki Guðs. Gunnar lagði út frá kveðjuræðu Jesú þar sem hann færði postulunum engin lögmál og engar lífsreglur, aðeins tvöfalt kærleiksboðorð sitt og loforð um að andi Guðs yrði þeim til leið- sagnar. Eftir þessum vegvísum vill Gunnar finna farveg fyrir kirkjuna í samfélagi okkar, ekki með því að grafa upp úr sögu hennar ímynd óum- breytanleika — falska öryggiskennd um að svör séu þegar til við öllum spurningum. Það er eðli lífsins og mannlegs samfélags að það er síkvikt og síbreytilegt. Kyrrstaða er andstæð því lífi. Okkur er ædað að svara nýjum og gömlum spurningum aftur og aftur; okkur nýtast ekki gömul svör — ekki hverju okkar fyrir sig og ekki kirkjunni sem heild. Og við eigum að vera óhrædd að spyrja. Viljum við leyfa samkynhneigðum að eigast? Viljum við leggja blessun okkar yfir kynskiptaað- gerðir? — Engin spurning er þess eðlis að kirkjan eigi ekki að Ieita svara við henni, ekkert vanda- mál þesslegt að kirkjan þurfi ekki að taka afstöðu til þess. Jesús er vegur, ekki lögmál. Eitthvað í þessu veru skyldi ég inntak predik- unar séra Gunnars. Mér fannst þetta þarft innlegg og gott. En... Það er alltaf eitthvert en. Séra Gunnar tók dæmi af fölskvalausum kær- leika erkibiskupsins í Lima sem féll í grát þegar hann frétti að perúanski herinn hefði skotið skæruliðana sem hertóku japanska sendiráðið í höfúðborginni. Biskupinn skildi að engin manns- sál getur orðið það aum að hún sé ekki jafnframt smæsti bróðir Jesú. Og séra Gunnar benti á að biskupar kirkjunnar í sunnanverðri Afríku hefðu beðist opinberlega afsökunar á meðferð kirkju sinnar á samkynhneigðum. Þetta eru hvort tveggja fögur dæmi um lifandi og ábyrga trú. En þau eru bæði eitthvað svo Newsweek-\eg. Þetta er eitthvað fyrir góða fólkið í Reykjavík sem finnur til í Amnesty International en hefur ekki tekist að beisla þessa góðvild sína til að bæta sitt eigið sam- félag. Með þessu er ég ekki að segja að ábyrgð okkar eigi ekki að ná yfir hafið, aðeins að við megum ekki finna til í hjartanu þegar við flettum Newsweek en fyllast heift og reiði þegar við rek- umst á afvegaleiddar sálir í Mogganum. Það er eitthvað svo billegt að fyrirgefa á löngu færi. Það er ekki karlmannlegt fyrr en við gerum það aug- liti til auglitis. Ég vil ekki segja að séra Gunnar hafi ekki fundið til með þeim ruglaða manni sem sparkaði lífið úr náunga sínum á Vegas um þar síðustu helgi — ég vil bara benda á að þar er prófsteinn okkar fremur en á síðum Newsweek. Og ef til vill er ég fyrst og fremst að tala við sjálfan mig. Eg er að átta mig á að hinn síkvikuli heimur sem ég hafnaði þegar ég var sex ára er raunverulegri og sannari en hin malbikaða og velskipulagða veröld sem var kennt að væri sönn og rétt. Og ég veit líka að tilraun mín til að skreyta mitt malbikaða hjarta með reynitrjám hér og þar er hálfkák sem mun reynast mér gagnslaust. 25. maí SlcállioHrslcirlcia__________________________ TRlNITATIS Þegar raddir félaga úr Háskólakórnum fylltu Skálholtskirkju í upphafi messunnar í dag varð mér hugsað til skókassanna í Reykjavík — nýrra kirkna með afleitum hljómburði — og hversu stóran glæp arkitekar þeirra hafa framið. Þegar ég hugsa um gamlar kirkjur man ég best eftir hljóm- burðinum. Og haldið ykkur fast því nú ætla ég að verða væminn: Hvernig tónar orgelsins verða næstum snertanlegir; hvernig orð prestanna fá vængi um leið og þeir sleppa þeim ffarn af vör- unum; hvernig lágvært fótatak á steingólfi vitnar um virðingu fyrir helgi kirkjunnar; hvernig niðu- rbældur hósti felur í sér auðmýkt; hvernig vegg- irnir drekka í sig þessi hljóð og geyma um aldir alda. An þessa upphafna og tæra hljómburðar er kirkja ekki neitt — í það minnsta ekki kirkja. Ef til vill félagsheimili, ef til vill afgreiðslusalur trúar- bankans, ef til vill neyðarmóttaka hrösunarvarð- stofunnar. Mér er það óskiljanlegt hvers vegna arkitekt sem ekki getur bætt hljómburð gamalla kirkna noti ekki gamlar teikningar í stað þess að búa til sínar eigin. Þetta er ágæt regla að lifa eftir; Ef maður getur ekki gert betur eða jafn vel og aðrir er heilladrýgst að gera eins og aðrir. Það er blekking að það hafi eitthvert gildi í sjálfú sér að maður hafi gert hlutinn sjálfúr. Þegar arkitekt horfir á kirkju þar sem hljóðmeistarar hafa stung- ið hátölurum undir kirkjubekkina svo greina megi mælt mál innandyra, fyllist stolti og segir: Þetta teiknaði ég — þá á hann bágt. Hann er haldinn hroka á háu stigi. Hörður Bjarnason, fyrrum húsameistari rík- isins, var ekki hrokafúllur. Teikning hans af Skál- holtskirkju er fágað tilbrigði við aldagamalt stef. Hún byggir á traustum grunni og í henni er engu ofaukið; þar er ekkert feilspark. Hún verður ekki rifin við fyrsta tækifæri. Kirkjan sjálf ásamt félögunum úr Háskóla- kórnum og hlýlegri framgöngu séra Sigurðar Sig- urðssonar vígslubiskups gerðu athöfnina í gær að fallegustu messu sem ég hef hlýtt á á ferli mínum sem messukrítiker. Það er helst að ég geti kvartað undan orgelleiknum. Orgelleikarinn þandi orgel- ið svo að mínar óþjálfuðu hljóðhimnur urðu þreyttar og dasaðar og undir lokin áttu þær í erfiðleikum með að taka á mód hinum fagra söng kórsins. I dag er fyrsd sunnudagur í trínitatis og séra Sigurður baðst eiginlega afsökunar á því í upphafi predikunar sinnar. Þrenningarhátíðin er ein af fjórum höfúðhátíðum kirkjunnar og sú sem er minnst spennandi. Hún er guðfræðileg frekar en trúarleg, ffernur hátíð kirkjunnar en hins kristna manns. Með henni minnumst við niðurstöðu kirkjuþinga eftir margra alda deilu um eðli Guðs. Séra Sigurður greip til þess ráðs að útskýra þrenningarlærdóminn fyrir þeim 16 kirkjugest- um sem á hann hlýddu. Eins og allir vita er það þung þraut. Og séra Sigurður veit það. Eftir að hafa rakið sögu og inntak kenningarinnar um þrískiptingu guðdómsins sagði hann að þessi kenning væri óskiljanleg og yrði það um allan aldur. Hann bauð kirkjugestum upp á útskýringu Águstínusar kirkjuföðurs ef það kynni að gefa þeim einhvern skilning, að sjálfskilningur hins kristna manns varpi nokkru ljósi á þessa þrískipt- ingu þegar hann segir: Eg er tíl, ég veit af því og það fyllir mig gleði. Þarna eru komin ígildi Guðs föður, sonar og heilags anda. Eg ætla ekki að gera mér upp áhuga á kenn- ingunni um þrískiptingu guðdómsins. Fyrir mér er hún einhvers konar brandari. Það er í raun bráðfyndið að mönnum skuli hafa tekist að búa til óskiljanlega kenningu utan um boðskap og erindi Jesú Krists í heiminn sem er svo skýrt að hvert mannsbarn getur skilið. En kenningin hættir að vera fyndin þegar henni er stillr upp sem mælikvarða á trú manna, þegar sagt er að þeir sem ekki geti gleypt hana hráa geti vart talist kristnir. Séra Sigurður stillti þessu ekki svona upp. En hann minntist á þessa útleggingu. Og þannig er nú fyrir þrenningarlærdóminum kom- ið. Hann er þarna, en kirkjunnar menn vilja hvorki halda honum á loffi né falla frá honum. Hann er á hraðri leið með að verða einhvers kon- ar einkamál prestanna, það sem greinir þessa fag- menn í Guði frá okkur hinum. Og það ætti að sýna okkur að það er eitthvað í þessari kenningu sem stangast á við boðskap Jesú. En auðvitað er það létt verk fyrir mig að sitja á kirkjubekk og heimta það af prestunum að þeir taki aftur upp orðræðuna um þrískiptingu guð- dómsins. Og það er létt verk að sitja hér og skrifa upp gagnrýni á kirkjuna fyrir að hafa ekki tekist að halda Guði á lífi í samfélaginu. Eftir þessa yfir- reið milli kirkna finnst mér hins vegar enn að við höfúm svikist um að endurfæða Guð — eins og hver kynslóð og hver tími þarf að gera. Við höf- um viðhaldið stofnunum og siðum sem við kennum við Guð, umgjörð og helgihaldi, en sjálft inntakið er veikt og lasburða. Ef kirkjan á að vera til einhvers gagns fyrir okkur þarf hún að verða lifandi samfélag, ekki bara í þeim skilningi að þar sé alltaf eitthvað um að vera og nóg að starfa — heldur lifandi samfélag sem leitar Guðs og reynir að skilja hvaða erindi hann á við okkur. Við getum ekki látið eins og það sé lítið mál að þekkja Guð. Það er helvíti hart. Við megum ekki telja okkur trú um að það sé nóg að halda áfram helgihaldinu og tilbiðja Guð fyrri tíma. Það er álíka og að rilbiðja Guð annarra manna. Við þurfum sjálf að finna okkar Guð og það kostar umræðu um hvað Guð er, hvað við eigum við hann að gera, hvaða erindi hann á við okkur og hvernig hann getur auðgað líf okkar, gert okkur heil. Ef okkur tekst þetta ekki eigum við að pakka niður helgigripunum, loka kirkjunum og gleyma Guði — hann bjargar sér. Hann er eins og listin, eilífúr og ódrepandi. Þegar við höldum að hann eigi ekkert erindi við okkur lengur þá skýst hann upp á allt öðrum stað og á allt öðrum tíma — kröftugur sem fyrr. Lausnin á vanda kirkjunnar er að hún hætti að reyna að bjarga Iífi sínu. Því hver sem reynir að bjarga lífi sínu mun glata því og hver sem fórnar lífi sínu mín vegna mun öðlast það — svo ég vitni enn og aftur til þessarar lykilsetningar. Magnús EirIksson hét guðfræðingur og rithöf- undur sem starfaði í Kaupmannahöfn á síðustu öld og sem við höfúm gætt þess vel að gleyma. Lausn hans á vanda kirkjunnar á enn við. Hún felst í því að trúa á Guð og miða allt við þessa trú. Magnús trúði nefnilega á lífið en ekki dauð- ann. Hann trúði að allt það sem ekki gagnaðist kristnum manni í lífi hans væri óþarft og einskis virði. Hann var tilbúinn að fleygja þrenningar- lærdóminum, barnsskírninni, hinni postullegu trúarjátningu — hverju sem var — ef eitthvað af þessu stóð í vegi fyrir því að hann gæti þroskað trú sína. Magnús var siðbótarmaður og eins og allir siðbótarmenn var hann endurreisnarmaður. Hann vildi endurreisa erindi Jesú í þennan heim og fleygja öllu fánýti sem hlaðist hafði utan á þetta erindi í gegnum aldirnar og var farið að skyggja á það. Hann trúði því ekki að erindi Jesú hefði verið að gera faríseiana að prestum þjóð- kirkjunnar. Hann trúði að staða Jesú hefði ekkert breyst. Hann stæði enn sem fyrr utan valdastofn- ana; hann væri enn hinn fúllkomni einstaklingur. Ef prestar þjóðkirkjunnar myndu hlusta á þá félaga, Jesú og Magnús, myndu þeir átta sig á hvers vegna kirkjan er að deyja og deyr hraðar eftir því sem hún berst harðar fyrir lífi sínu. Hún er að verja sig sem stofnun. Ef hún fórnar stöðu sinni —- glæstum sessi sínum sem hún er búin að vera tvö þúsund ár að koma sér upp — þá mun hún öðlast líf; hún mun blómstra. Guð mun aft- ur mæta til messu. Hann hefúr ekki yfirgefið kirkjuna. Hann hinkrar eftir henni. Og það er ekki ég sem er að halda þessu fram. Jesús sagði þetta. CUNNAR SmARI EGILSSON — Auglýsing ■—— „Magnús Eiríksson hét guðjrœðingur og rithöjundur sem starfaði í Kaup- mannahöfn á síð- ustu öld og sem við höfum gœtt þess vel að gleyma. Lausn hans á vanda kirkjunnar á enn við. Húnfelst í að trúa á Guð og miða allt við þessa trú. Magnús trúði nefnilega á lífið en ekki dauðann. Hann trúði að allt það sem ekki gagn- aðist kristnum manni í lífi hans væri óþarfi og einskis virði. Hann var tilbúinn að fleygja þrenningar- lærdóminum, bamsskíminni, hinni postullegu trúarjátningu — hverju sem var — efeitthvað af þessu stóð í vegi jyrir því að hann gæti þroskað trú r « sina.

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.