Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Side 80

Fjölnir - 04.07.1997, Side 80
Hallgrímur Helgason skrifar um Ljóma eftir Göran Tunström Túrista- bókmenntir „Fólkið sem var eitt sinnferskt hefur gengið afstíl sínum dauðum. Hin ein- falda heimssýn — þar sem allt var pínulítiðþægilega á skjön ogpersónur soldið svona skondnar, dregnar einfóldum dráttum bamabókmennt- anna, kynntar til sögunnar með ein- um stuttum brand- ara og stóðu svo í þeim sporum út bókina, eins og tálgaðir tindátar málaðir sterkum einfóldum frum- litum — hún á ekki lengur við í flóknum heimi. “ F j ö 1 n i r timarit handa Míslendingum sumnr '97 Göran Tunström: Ljómi Þýðing: Þórarinn Eldjárn Mál og menning, Reykjavík 1997 Með hverju ári fjölgar hinum margrómuðu ís- landsvinum og því eðlilegt að ekki séu þar ein- tómir snillingar á ferð. Hingað til hafa listvinir landsins einkum verið úr tón- og mynd-geirum. Þeir hafa komið hingað og sótt sér innblástur í verk, jafnvel unnið þau sérstaklega á staðnum og skilið eftir. Framtíðarvandamál í umhverfisvernd verður verndun landsins fyrir stórhuga listamönnum sem í hamslausri íslandsást sinni mega ekki sjá hér fjárrétt eða dalverpi án þess að hugsa myndlist! myndlist! og ráðast þegar í stórfellda grjótflutninga ofan úr hreppum út í annes og eyjar sér til minnismerkis. Ég veit ekki betur en að ritverkið Ljómi eftir sænska höfúndinn, og nú íslandsvininn, Cöran Tunström sé fyrsta skáldsagan sem erlendur höf- undur lætur gerast hér á landi og hefúr „íslend- inga“ í aðalhlutverkum. Vonandi einnig sú síð- asta. Það ljómast ansi fljótt upp fyrir manni að téður Tunström hefúr ekki frekar forsendur til að skrifa um íslenskan raunveruleika en ég sjálfúr hefði til að skrifa litla en sannferðuga skáldsögu um norskan blikksmið í Hamar sem er unnandi þýskrar kántrý-tónlistar og iðkar skíðagöngu ásamt syni sínum sem hyggur á ólympískan feril í greininni. Tunström hefúr þó alltof greinilega staldrað við hér í nokkra daga til að litast um sögusvið sitt og einkum þó til að hirða upp hérlendar kjaftasögur til brúks í verkið. En ekki nógu lengi. Allar hugmyndir hans um landið eru klisjur; allir prestar eru drykkfelldir, allar konur viljugar, amerískir geimfarar vappa um hraun- fláka landsins, andleg líðan fólks miðast við „Eldfjallið“, allir þekkja alla og landið er svo lítið að ríkisstjórnarfúndir eru haldnir inni í eldhúsi hjá þér. Fyrir vikið öðlast persónur verksins enga dýpt og lifna því aldrei af dauðum pappírnum; á einkar óþægilegan hátt eru þær gjörsamlega mun- aðarlausar. Höfundur sem getur látið hákarlalýsi standa í persónum sínum hefúr ekki verið nógu duglegur að taka sitt eigið höfúndarlýsi. Hér er sænskur höfúndur að skrifa um íslenska feðga líkt og eftir samevrópskum staðli fyrir...ja ég veit ekki hverja... Útkoman er samskonar grautarkrull og oft vill mallast með alþjóðlegri kvikmyndagerð. Við munum öll eftir „Húsi andanna“ eftir Bille August: Saga rituð af sílenskri skáldkonu búsettri í San Fransisco sem átti að gerast í ímynduðu ríki í Suður-Ameríku en var tekin í Portúgal með breskum og amerískum leikurum, leikstýrðum af dönskum leikstjóra. Gott ef myndin var ekki skráð í Antígu og fjármögnuð með líbýsku áhættufé. Kannski er þetta framtíðin? Menningarsam- vinna á nýju plani? í stað þess að vera sendir á eintóma upplestrartúra verði þeir Einar MAr og Kárason sendir til Lettlands og Litháen til að skrifa skáldsögur um þarlend mismenni? Tilfinn- anlegur skortur á ljóðum á Grænhöfðaeyjum verður til þess að við gerum út Matta Jö og Njörð Pé sem einskonar þróunaraðstoð. Líklega yrði útkoman lítið annað en túrista- bókmenntir, líkt og Göran Tunström býður uppá með Ljóma sínum. Ef við reynum hinsvegar að setja upp alþjóð- leg lestrargleraugu og horfa fram hjá þjóðernis- þætti bókarinnar stendur eftir fremur flöt saga af feðgum; Pétri og Halldóri. Samkvæmt bókarkápu er vendipunktur þeirrar sögu atvikið þegar Pétur litli sparkar fótbolta inn í garð franska sendiráðs- ins og fær hann ekki aftur. Atvik þetta mun hafa gerst hér fyrr á öldinni og er því ein af kjaftasög- unum sem höfundurinn hafði til að nroða úr. Hann kemur henni hinsvegar aldrei á skáldlegt flug heldur ýkir atvikið upp í ákaflega hvimleiða og ósannfærandi milliríkjadeilu, jafnvel forsetan- um er blandað í málið: Allt verður þetta mjög dellukennt og langsótt og á einhvern hátt banalt og einfalt. Manni líður eins og í lélegri barnabók þar sem algóður drengur berst við útlendan og ólundarlegan óvin. I bræði sinni kastar Pétur litli síld (eins og reykvískir drengir gerðu jú gjarnan hér á árunum eftir stríð eða í kringum 1970 — það er engin leið að staðsetja þessa bók í hérlend- um tíma) í Juliette, dóttur franska sendiherrans. Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar höfúndurinn lætur síðan þessa sömu stúlku hitta Pétur af hreinni tilviljun í strætisvagni í Parísarborg áratug síðar. Hér er komið stílbragð sem hæftr betur spænskri sápuseríu fyrir þær and- legu þvottavélar sem miðdegissjónvörp heimsins eru en metnaðarfúllri samnorrænni skáldsögu. Höfúndaróskhyggjan gengur jafnvel svo langt að Tunström lætur Juliette starfa í fiskbúð í Latínu- hverfinu (afar líklegt starfsval hjá dóttur frönsku diplómasíunnar) til þess hún fái goldið íslenskum Pétri síldarkastið í sömu mynt. Þetta er síðan kórónað — jú jú einmitt — með því að Pétur gengur að eiga Júlíettu og hefnir þannig fyrir boltamissinn með því að hafa af sendiherranum dótturina. Barbara Cartland hvað? Kvenpersónur bókarinnar eru reyndar allar á þessa leið og er þar kominn alvarlegasti gallinn á bókinni. Höfúndurinn afhjúpar sig sem gamlan kvenmannslausan karlpung með svakalega gráan fiðring: Engin kona í bókinni fær fleiri en þrjár setningar og allar hoppa þær uppí rúm með karlpersónunum að þeim loknum. Aður er talin Júlíetta hin franska sem fellur fyrir karakterlaus- um Pétri án þess að piltur þurfi að gera mikið meira en að opna Moggann í parískum strætis- vagni. En Pétur þessi hefúr frameftir bókinni vaðið í sénsum, m.a. hitt filippeyska prinsessu í flugvél á leið til íslands. Sú breytti ferðaáædun sinni þegar í stað og orðalaust til að sænga hjá honum í þrjá sólarhringa á Hótel Sögu. Ein- hvernveginn sér maður fyrir sér Göran hinn sænska aleinan uppá herbergi að hugsa um kon- una sem sat við hliðina á honum í vélinni í gær. Og er þá stutt í klámið. Það kemur hinsvegar ómengað í frásögn af getnaði Péturs. Lára móðir hans er líkt og útúr ísfólksbók fyrir háskólaborgara: Hún er yfirnáttúruleg, óljós og jarðmóðurleg en þó umfram allt ljóngáfúð og sexý jarðvísindakona sem hefst við í snjóhúsi í hlíðum eldfjallsins „Fredu“ á eilífri skjálftavakt, les Aristóteles við gasljós og — tíl að æra lesandann algerlega — leikur á selló. Halldór faðir Péturs brýst til hennar í stórhríð með útvarpshljóðnema, kemur til hennar í snjóhús freðinn og lemstraður. En það er eins og við manninn mælt. Hún leggur ffá sér „Phénoménologie de la perception" eftir Merleau-Ponty og samfárir hefjast þegar í stað. Þau njótast á — þið afsakið — selskinnsfeldi... Ég er ansi hræddur um að svona atriði fengi vart inni í sænskri soft-pornó-mynd með titlin- um ,Á meðal og milli Lappa". Allar konur bókarinnar eru skrifaðar út frá hinum pungháa hól karlrembunnar og því ekki von á öðru en einhverjum dúkkulísum. Það bjargar þó hinum afar grunnu kvenpersónum Ljóma að karlarnir eru ekki til muna dýpri. Hámarki nær kvenfyrirlitning höfúndar þegar hann lætur — reyndar í skásta kafla bókar- innar — feimna vinnukonu sem dundar við þrif uppvið altari í kirkju úti á landi játa bónorði snarbrjálaðs manns sem þá hefúr nýkeyrt niður hana sem og kirkjuna komplett á Land Rover- jeppa sínum. „Líklegt," myndu krakkarnir segja. Og svona er hér allt. Það sem á að vera fynd- ið er svo ægilega fúlt: Sex ára Pétur spyr föður sinn hvort fyrirbærið piparrót finnist í Nígeríu? Faðir hringir strax til Lagos og fer þegar sam- band við utanríkisráðherra landsins (!) og ber upp spurninguna sem kemur af stað ægilegum bollaleggingum um „pepperroot“ sem enda með því að ríkisstjórninni er steypt og ráðherrann sett- ur í fangelsi. Hér er líkt og saman komin öll „fyndna kynslóðin" í sínu alófyndnasta veldi. Og svo er hér stolið: Tunström lætur föður- inn Halldór fæðast á sjálfan lýðveldisdaginn 17. júní 1944; sárleg móðgun við grundvallarhug- mynd í hinni frábæru bók Salmans Rushdies um „Miðnæturbörn" Indlands. Og hér er væmni: Dóri kallinn hverfúr stundum útí garð á nótt- unni og fellur í einhvern kvenmannsleysistrans og réttir lófa til himins þar til í þá falla dropar af „mánamjólk“. Og hér er líka pínlega sveitó kafli þar sem útvarpsmaðurinn reynir að ná tali af Henry Miller. Og einkum er hér meðalmennskan í öllu sínu veldi: Líkt og fleiri kunnir kollegar hans reynir höfúndurinn að bæta sér upp andleysið með lýsingum á gúrmaga-eldamennsku og góð- um vínum og má fávís lesandi vissulega hafa af þessu margan fróðleik þegar þrýtur annan tilgang með lestrinum. En þessháttar matarstússi fylgir alltaf hættan á því að höfúndurinn „sýni sig“ eins og kallað er. Lesandinn finnur fyrir áhugamálum höfúndarins sjálfs. Hann fer að skyggja á persón- ur sínar. Hér stígur fram úr textanum léttbumb- aður og að ltkindum borðljúfúr matmaður sem hefúr greinilegt yndi af frönsku eldhúsi og hefur einnig eytt tíma í París; þekkir borgina ágætlega og — það sem verst er — getur ekki hamið þá löngun að sýna okkur þá kunnáttu sína á prenti. Fátt er hvimleiðara í skáldsögum. Á heildina litið er bókin ljómandi mis- heppnuð en prýðilegt vitni um bókmenntastíl sem kominn er í andlegt þrot. Fyndna kynslóðin virðist eiga bræður víða. Fólkið sem var eitt sinn ferskt hefur gengið af stíl sínum dauðum. Hin einfalda heimssýn — þar sem allt var pínulítið þægilega á skjön og persónur soldið svona skondnar, dregnar einföldum dráttum barnabók- menntanna, kynntar til sögunnar með einum stuttum brandara og stóðu svo í þeim sporum út bókina, eins og tálgaðir tindátar málaðir sterkum einföldum frumlitum — hún á ekki lengur við í flóknum heimi. Hinn tálgaði texti virkar nú eins og gamaldags útskurður. f stórkarlalegar ýkjurnar er kominn holur tónn. Gamla góða innflutta suður-ameríska töfraraunsæið stendur hér enn á sínu bókmenntasviði eins og þreyttur og lúinn töframaður sem ekki hefúr bætt neinu við sig nema kílóum síðustu fimmtán ár en er samt enn að sýna brögð sín; allir eru löngu búnir að sjá í gegnum hvern einasta galdur. Göran Tunström er af þessari kynslóð sem hefúr skrifað sig til virð- ingar og ræður nú ríkjandi gildismati í bók- menntum Norðurlanda. Það er löngu kominn tími á að hún sé púuð útaf sviðinu. Kynslóðin er bara ekkert fyndin lengur. Því miður. Þýðing Þórarins EldjArns er prýðileg þó mað- ur sjái kannski ekki alveg hvaða þýðingu hún hefúr. Við hann er ekki að sakast að öðru leyti en því að hann skuli eyða u'ma ffá lesendum sínum í að snara þessu verki. Flognir menn hafe tjáð mér að Ljómi hafi fengið glimrandi góðar viðtökur í „heimalandi“ sínu, jafnt hjá gagnrýnendum sem lesendum. Meðalmennskan er alltaf stúdía útaf fyrir sig. Einkum þegar henni er hampað. HallgrImur Helgason

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.