Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Side 81

Fjölnir - 04.07.1997, Side 81
Myndir Cotti Bernhöft Þtið er til í útlendum bókum ein heilög saga af manni sem varðfiillkominn af pví að sá í akur óvinar síns eina nótt. Sagan af Olafi í Efitaleiti er saga fiormannsins, sem sáði í akur óvinar síns alla sína formennskutíð, dag og nótt. Slík er saga sjálfitaðasta fbrmannsins í landinu. H.K.L.? Formenn húsfélaga eru yfirleitt líka prinsípmenn. Prínsípmenn eru líka yfirleitt sérstakir. Sérstakir menn eru yfirleitt líka vinafáir. Sérstakir prinsíp- menn mæta á húsfúndi. Og þannig varð Olafúr (71) formaður húsfélagsins í Efstaleiti. Hann var sérstakur prinsípmaður og duglegri en aðrir að mæta á fimdi. En nú var kjörtímabil Olafs á enda því eftir þrjá daga átti að fara fram formlegur aðalfúndur húsfélagsins þar sem ný stjórn skyldi kjörin. Og hinn 71 árs gamli formaður var stressaður. Enda höfðu síðustu kosningar snúist upp í blóðuga baráttu milli hans og Dabbý Olesen (59) á 4.h. t.h. og ekki munað nenra einu atkvæði á fylgi þeirra þegar búið var að telja. Það hafði bara djöfulli margt gerst í stiga- ganginum á þessum tveggja ára valdatíma Olafs og styrjöldinni við Dabbý Olesen var engan veg- mn lokið. Hún var nú í framboði gegn honum aftur og í þetta skiptið með geltandi tromp undir hendi. Og það tromp stressaði Olaf því hann vissi að ef hann næði því ekki af henni á innan við þremur dögum myndi hann steinliggja fyrir henni í kosningunum. En á meðan Olafúr hallar sér aftur í stofúsófann og reynir að finna út ein- hverjar leiðir til að halda embættinu skulum við hverfa rúmlega tvö ár aftur í u'mann og skoða aðeins forsögu málsins. 1. Það hafði reyndar ekki eingöngu verið góð fúndarsókn Olafs sem tryggði honum formanns- embættið tveimur árum fyrr. Gamli verkfræðing- urinn vissi að allt vel heppnað í lífinu verður að vera byggt á traustum grunni og hafði því byrjað að undirbúa framboð sitt sex mánuðum fyrir aðalfund án þess að nokkur vissi af. Ekki það að hann væri neitt sérlega stressaður yfir að ná ekki embættinu af Berthold við hliðina. Ónei.-Á því rúmlega ári sem Olafúr var búinn að búa í blokk- inni hafði hann skynjað að fólk var búið að fá sig fullsatt á strípihneigð hins sextuga formanns og orðið þreytt á að mæta honum hvað eftir annað bæði berrössuðum og skælbrosandi á sdgagang- inum. En óþægilegast þótd íbúunum þó þegar hann bankaði upp á heima hjá þeim dauðadrukkinn með litla greyið standandi út í loftið og sagðist vera að rukka í hússjóð. Það er nefnilega allt öðruvísi að borga manni ef hann er með stand- pínu og þessar heimsóknir Bertholds kölluðu oft á langar og flóknar útskýringar ef það voru gestir. Og svo þegar Berthold hafði boðað til skyndihús- fúndar klukkan þrjú um nótt og viðurkennt fyrir hálfsofandi en sjokkeruðum íbúunum að hann væri búinn að eyða hússjóðnum í innborgun á kynskiptaaðgerð var öllum nóg boðið. En þó var ákveðið að Berthold skyldi fá að klára kjörtíma- bilið. Líklega meira af forvitni en góðmennsku. Þannig að það var ekki vegna sitjandi for- manns sem Olafúr byrjaði sína kosningabaráttu svona snemma. Og ekki var það af ótta við að einhver annar myndi bjóða sig fram. Honum fannst enginn annar líklegur til þess. Ónei. Held- ur var það vegna áralangs haturs Olafs á bróður sínum sem bjó í Ólafsvík og hafði sigrað hann í formannskjöri Lionsldúbbsins á staðnum. >■ Það hafði bara djöjulli margt gerst í stigaganginum á þessum tveggja ára valdatíma Olafi og styrjöldinni við Dabbý Olesen var engan veginn lokið. Hún var nú í framboði gegn honum afiur og í þetta skiptið með geltandi tromp undir hendi. F j ö 1 n i r sumnr '97 81

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.