Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 83

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 83
Huldar Breiðfjörð Maður brýtur hund h þegar hann skipd. En það var langt frá því að keppnisskapið í Olafi væri eitthvað að dala og þó hann væri fárveikur og voðalega vindlaus eitthvað spáði hann í það á tímabili að fá Berthold yfir til að skora á hann í prumpkeppni og gulltryggja þannig atkvæðið hans. En hætti svo við, hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af Berthold eftir að hafá dröslað honum heim til sín hvað eftir ann- að, það var Dabbý Olesen á fjórðu sem hann átti að vera að hugsa um. Og einmitt þegar hann var að því hringdi dyrabjallan. 2. A stigaganginum stóð Dabbý brosandi og upp- dressuð í krumpugalla og háa hæla. Reyndar skældist brosið aðeins þegar fjögurra daga gömu! °g nánast sjáanlega massíf prumpulyktin í íbúð Olafs sparkaði framan í hana svo hún þurfti að styðja sig við handriðið. En Dabbý var sterk. Það herðir eldri konur að burðast vikulega með Hag- kaupspoka í sitthvorri hendi upp fjórar hæðir e*ns og hún hafði gert síðan hún sat föst í lyftu í kerlunni heilan dag fýrir nokkrum árum. Já Dabbý var sterk. Og afþakkaði kurteislega þegar Olafur gerði sig líklegan til að styðja hana inn í íbúðina um leið og hann tautaði eitthvað um að eldhúsvaskurinn væri stíflaður hjá sér. Hún sagðist bara vilja athuga hvort ekki væri aht í lagi með hann því hún hefði ekkert séð hann á göngunum í fjóra daga. Og Olafur sagði Jujú hann væri bara búinn að vera föndra þetta við stíflaða vaskinn og hún sagði að hann væri afskaplega laghentur og hann þakkaði henni afskaplega vel fýrir það og hún sagði að hann ætti nu ekki að vera að þakka sér því það væri hún sem ætti að þakka honum fýrir allar lagfæring- urnar og hann þakkaði henni ekki fýrir það. Svo sameinuðust þau við stofuborð Olafs í emskærum áhuga á hússtjórnarmennsku og við- bjóði á gæludýrunum? hjá fólkinu í kjallaranum. hað átti ekki að halda gæludýr í fjölbýli. Nei af °8 frá. Nei auðvitað átti ekki að halda gæludýr í fjölbýli. Nei alls ekki. (Þögn) Jájá. (Þögn) Já það held ég nú. Já þannig var nú það. Effir smástund fór þó að losna um málbeinið a Dabbý, enda ekki laust við að hún væri orðin dálítið tipsí af lyktinni. Og hún sagði honum frá þVl að hún hefði farið í vel heppnaða þarmastytt- lngu fýrir þremur árum. Hún hefði nefnilega verið dálítið fýrir konfektið og feitmeti en svo harið í aðgerðina og hætt öllu kólesterolsukki í hjölfarið. Jájá. En það hefði líka hjálpað henni uukið að flytja frá Dalvík og losna undan systur Slnni sem sinnti formennsku í verkakvennafélag- lnu Sókn og var svona og þannig. Þær höfðu reyndar ekki mikið samband lengur og sjálf var bún hætt í Sókn. Jájá. Olafur sagði ekki mikið. Enda fór nánast öll embeiting hans í það að halda vindganginum í skefjum en eitthvað minntist hann þó á að hann v*ri með snert af asma og bakið væri nú orðið dálítið slappt. Svo var dodo. Já það gerðist heldur snögglega hjá þeim Dlafi og Dabbý. En þannig eru íslendingar líka dálítið. Maður gæti reyndar haldið að svona væri astln- Líklega var það samt eitthvað annað. Og ekki má gleyma lyktinni. En áður en þau vissu af a krumpugallinn og föt Olafs á brúnmynstruðu ^vefnherbergisteppinu en þau uppi í rúmi að eika sér að því að fella hrukkurnar hvort á öðru Saman og gerandi allt þetta hitt sem er svo miklu úknara að lýsa. Jájá. Daginn eftir byrjaði Dabbý svo að taka þátt í stl8agangsdúdinu með Olafi. Þegar hann sópaði ''nddyrið hélt hún undir fægiskófluna. Þegar unn skipti um peru stóð hún við stigann og tók a móti gömlu perunni og henti í ruslið. Þegar ann skrúbbaði veggjakrot skipti hún um vatn. ' Jg þegar þau rákust á Berthold dauðan einhvers- staðar tók hún undir lappirnar. I pásum var svo °do. Og því meira sem styttist í kosningar voru uftar og ohar pásur. Enda sá Olafur varla ástæðu ^il að halda þessu striti áfram því hann var orðinn öruggur um hundraðprósentin. Síðasta vikan var svo ein samfelld dodopása. Og deginum fýrir aðalfund eyddi Olafur í að spássera sigurviss um bæinn og skoða faxtæki. Þegar hann kom heim stóð Dabbý fýrir framan dyrnar. Það hlakkaði í honum. Atti nú að sníkja pásu? Hún var draumur í dós. Þvílík orka! Hann þyrfti að athuga með svona þarmastytting- araðgerð. Hvernig yrði hann þá? Já það hlakkaði í Olafi. Hann hafði látið taka frá fína faxmaskínu og nú var ekki nema sólarhringur í formannsdtil. Hundrað prósent sigur. Og brósi gæti átt sig. En nei, Dabbý þurfti að tala við hann út af öðru. 3. Það er kannski ekki alveg hafandi eftir Olafi og Dabbý það sem þeim fór á milli þarna í stiga- ganginum þegar í ljós var komið að þau hygðust bæði bjóða sig fram til formennsku í húsfélaginu. Það er eflaust líka nóg svo fólk fái nú smjörþef- inn af þessu að segja frá því að Olafur kallaði hana „undirförla meri“ átta sinnum en hún hann „krumpaðan plottarapung“ níu sinnum og svo jú því að Olafur hrópaði: „Hafið þér þá verið að ríða mér upp á atkvæði húsfélagsmellan þín,“ þegar hún strunsaði foxill í burtu. Jájá. Líklega er fátt óskiljanlegra og sorglegra en þegar tveir elskhugar fara að hatast. Og það hatur er magnaðra en nokkuð annað. Til að skilja að- eins betur þessa tilfinningu hafði ég samband við Brynhildi Konráðsdóttur sálfiræðing, lýsti fýrir henni sambandi Olafs og Dabbýar og bað hana að koma með sérfræðilegt álit. „Hatur elskenda á sér auðvitað alltaf einhverjar rætur og í tilviki Olafs og Dabbýar sýnast mér þær liggja ansi djúpt í persónuleikum þeirra. Það er augljóst að þetta Lionskjör á Ólafsvík hefur farið illa með innra sjálfstraust hans. Enda nokkuð slæmt tap. Svo hafa liðið mörg ár en Olafur í raun aldrei tekið á þessu fýrr en núna. Og þá er það dálítið íslenski þjóðarkarakterinn sem kemur upp í honum, það á að redda hlutunum með einhverju voðalegu átaki og stórsigri. Þó þessi sex mánaða undirbúningur sé auðvitað mjög aðdáunarverður. En svona átaksfíkn sér maður oft. Til dæmis hjá karlmönnum sem eru með slæma minnimáttar- kennd vegna ytri offitu og ætla svo að bjarga öllu með því að taka ofsalega á því í fýrsta tímanum í líkamsrækt. En enda svo kannski á því að fara í bakinu. Nei, þessi skortur á sjálfstrausti Olafs kallar á mikla persónuleikavinnu, alveg heilmikla. En þangað til hann tekur á sínum málum beinir hann auðvitað hatrinu á eigin vanmætti að fýrr- verandi elskhuga sínum Dabbý. Hvað hana varðar virðist mér eitthvað vera á bakvið þetta systratal hennar og því þegar hún minntist á Sókn. Maður getur vel ímyndað sér að hún hyggi nú á framboð af nákvæmlega sömu ástæðum og Olafur. Þá er hatur hennar á honum bæði parallel hans hatri og um leið antical, og slíkt hatur endar oft í slæmu persónuleikaklíma. En svo má auðvit- að ekki líta framhjá því að það er mjög mikið í húfi hjá þeim.“ Já það var mikið í húfi. Og Olafur einhvers- staðar á milli þess að vera brjálaður og niðurbrot- inn maður. Honum sýndist Snæfellsjökull frussa Lionskallahlátri og sá fýrir sér hvar faxtækið var tekið úr hillunni fýrir fráteknar vörur og sett aftur fram í búð. Helvítis merin. Krumpaði plottarapungur? Hundrað prósentin voru out. Hún myndi að sjálfsögðu aldrei kjósa hann. En ætti hún séns á að sigra? Hvað ef hún væri búin að tala við hel- vítis liðið í stigaganginum. Hann vissi að hann var með Berthold öruggan, og La La ef hann myndi bara hringja og fá hana til að mæta. Sjálf- ur hafði hann eitt atkvæði. En þetta voru bara þrjú atkvæði. Og það yrðu sjö í pottinum! Ókei, Dabbý... plottpíka hafði eitt atkvæði og þá voru þrjú eftir sem hún gæti verið búin að tryggja sér án þess að hann vissi af. Tvö hjá ungu pörunum á 3.h. t.h. og 3-h. t.v. og svo undarlega heim- spekinemanum á 4.h. t.v. Hingað til hafði hann talið sig vera öruggan með þetta fólk eftir allt nammið á húsfimdunum og startið á morgnana. En nú var allt breytt. Hann rauk út og hljóp upp á þriðju. En það fýrsta sem hann sá var hvar Dabbý stóð brosandi og uppstríluð á ganginum fýrir framan 3.h. t.h. og rakti stefnuskrá sína fýrir of áhugasömum húsráðendunum. Helvítis! Hún var búin að ná þeim. Hann strunsaði framhjá henni að 3.h. t.v. og hringdi dyrabjöllunni. Dabbý leit illilega á hann og byrjaði að tala hraðar. Á meðan Olafur útskýrði stefnuskrá sína fýrir fólkinu sem kom til dyra gjóaði hann augunum öðruhverju á Dabbý sem virtist orðin pirruð á endalausum spurningum unga parsins en barðist við að brosa framan í það milli þess sem hún leit með morðglampa til baka á hann. Olafur varð stressaðri og stressaðri. Hann yrði að ná að klára á undan og komast upp á fjórðu áður en Dabbý næði atkvæði heimspekinemans. Því fólkið sem hann var að tala við virtist bara ætla að hugsa málið. Dyrnar á 3.h. t.h. og 3.h. t.v. lokuðust á sama augnablikinu. Það ríkti dauðaþögn á stiga- ganginum. Dabbý og Olafur litu einbeitt hvort á annað. Mínúta leið. Hvorugt hreyfði sig. Tvær mínútur. Þau störðu hvort á annað. Þrjár mínút- ur. Fjórar. Og dauðaþögn. Olafur beit saman jöxlum. Dabbý yggldi sig. Fimm mínútur. Og þá stökk Dabbý af stað í átt að stiganum. Olafur þaut á eftir. 3.h. t.h. íbúðin var nær stiganum og því var Dabbý strax komin með gott forskot. En Olafur herti á sprettinum. Hún var komin að stiganum. Hann píndi 69 ára gamlan líkamann áfram. Reyndi að gleyma aldr- inum. Þú ert bara fimmtán. Þú ert bara fimmtán. Hann gaf allt sitt. Hún var komin upp hálfan >■ ■mb Auglýsing — TKJ ADFERDIN (...framhald) II. LAUSN VERKEFNIS/VANDA- MÁLS 1) Þátttakendur skrifa niður á 6 sinnum 10 cm spjöld mögulega lausn á verkefninu/vandamálinu. 2) stjórnandinn safnar saman spjöldunum og dreifir þeim eins og sagt er frá í fyrri hlutunum. 3) Eins og áður eru öll spjöldin sett í flokka og flokkunum gefin nöfn. 4) Heildarmynd er búin til af niðurstöðu hópsins og niðurstaða fengin. Æskilegt er að stjórnandi skrifi og teikni á grafískan hátt upp á töflu hugmyndir hópsins. Nýjar hugmyndir spretta fram við þá aðgerð. (meira á næstu opnu) Hvergi og allstaðar Undir iPARI__________________________________ Sýningaraðttaðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.