Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Síða 87

Fjölnir - 04.07.1997, Síða 87
Huldar Breiðfjörð Maður brýtur hund h „Maður á áttrœðisaldri veittist að nágrannakonu sinni í jjölbýlishúsi í gær, sló hana í magann ogfór með hund sem var íjylgd með henni inn í íbúð sína. Hann er síðan talinn hafa hengt hundinn ejtir að hafa misþyrmt honum. Konan var flutt á slysadeild. “ Þeir gengu í gegnum afgreiðsluna og út. Ef þeir hefðu lagt við hlustir hefðu þeir heyrt síma- stelpuna segja: „Ókei. Það er semsagt ein fimm- tán tomma með hakki. í Efstaleiti fyrir Olaf ekki með kommu fyrir ofan Oið, rétt?“ 9. Olafur sat í stofúsófanum og var orðinn svangur. Stúlkan í símanum hafði sagt að þetta tæki smá- tíma. Þetta hlyti nú samt að fara að koma? Það var klukkustund síðan hann hringdi. Hann hafði engan tíma haft fyrir matarstúss og því ákveðið að panta pítsu svona eins og krakkarnir gerðu. Hann þyrfti að hugsa. Það voru þrír dagar í kosningar og enn hafði hann ekki fúndið ráð til að koma tíkinni burt. Hvað gæti hann gert? Það hlaut að vera eitthvert ráð. Það voru alltaf ráð. En nei, hann var alveg hugmyndalaus. Og því feginn þegar pítsan kom. Bæði var ágætt að hafa eitthvað annað að hugsa um og svo var hann glorsoltinn. Hann opnaði kassann. Skrýtin þessi ess í PI$$A. Tók upp eina sneið og smakkaði varlega á... þetta var bara allt í lagi. En voðalega teygðist osturinn. Hann byrjaði að háma í sig pítsuna. Og áður en hann vissi af lá kassinn tómur á borðinu. Hann lagðist í sófann. Best að fá sér smá lúr. Kannski myndi hann dreyma lausnina. En nei, hann gat ekki sofnað. Hann byrjaði að bylta sér. Voðalega var hann eitthvað... vakandi. Og svo... kraftmikill. Hann leit á auðan kassann. Ofsaleg næring var í þessum pítsum. Hann stóð upp. Og byrjaði að ganga um íbúðina. Hraðar. Og hraðar. Hvaða svakalegi kraftur var hlaupinn í hann? Hann byrjaði að hoppa. Jahérna. Nú gat hann sko hugsað. Og það hratt. Hann prófaði að gera armbeygjur. En hætti þegar hann var kominn upp í þúsund. Hann hló innra með sér. Nú var kraftur í kalli. Já hann var að rífa sig upp úr þessu. Loksins. Hann var búinn að vera eitthvað svo þungur undanfar- ið. Hlaut að eiga svona mikið inni. Og meira. Og meira. Og meira. Hann barði sér á brjóst og fór að hlaupa á milli stofúveggjanna. Hvernig ætti hann nú að koma tíkinni út? Hann hljóp hraðar. Helvítis tíkin, hvernig átti hann að klára þetta? Og hraðar. Hann léti kvikindið ekki eyði- leggja fyrir sér kosningarnar. Hálftíma seinna stoppaði hann. Leit á sóf- ann, byrjaði að lyfta honum upp og niður. Og upp og niður. Lyfti stofúborðinu upp á hann. Og lyfti meir. Hann heyrði hundinn gjamma frammi á gangi. Dabbý hlaut að vera að koma heim. Hann byrjaði að lyfta sófanum með annarri hendi. Kýldi í vegginn á milli. Þvílík orka! Hvað var eiginlega búið að vera að honum undanfarnar vikur. Nú þekkti hann sig. Hann hélt áfram að kýla... og... auðvitað! AUÐVITAÐ! AUÐVITAÐ! Þetta var svo einfalt mál! Það var allt svo einfalt mál núna! Af hverju hafði honum ekki dottið þetta í hug fyrr! Hann hætti veggjakýlingunum. Dró aðeins andann. Gekk að hurðinni. Opnaði og fór fram á gang. Dabbý var að koma gangandi upp stigann. Og tíkin. Stuttu seinna mættu fjölmiðlarnir. 10. „Maður á áttræðisaldri veittist að nágrannakonu sinni í fjölbýlishúsi í gær, sló hana í magann og fór með hund sem var í fylgd með henni inn í íbúð sína. Hann er síðan talinn hafa hengt hund- inn eftir að hafa misþyrmt honum. Konan var flutt á slysadeild. Atburðurinn gerðist í Efstaleiti en þar hafa verið miklar erjur vegna hundsins sem konan hefúr haft á heimili sínu. Nágrannar hafa verið ósáttir við veru hvutta en eigandinn er fúllorðin kona. í gær var hún svo á ferð í stigaganginum þegar rúmlega sjötugur karlmaður, nágranni sem býr á neðri hæð, sló hana í magann, að hennar sögn, með krepptum hnefa. Átök upphófúst sem lyktaði með því að maðurinn reif af henni hund- inn og læsti inni í eigin íbúð. Það næsta sem gerðist var að konan heyrði hundinn hljóða af kvölum en eftir drykklanga stund þagnaði hann. Þegar lögreglan kom á staðinn var hundurinn fastur á hurðarhún og hafði hengst í ólinni. Blóð var á gólfi og vegg sem bendir til þess að hundinum hafi verið misþyrmt. Maðurinn var tekinn til yfirheyrslu og játaði að hafa lent í ryskingum við konuna og tekið hundinn. Hann bar því hinsvegar við að hundur- inn hefði veitt sér áverka sína sjálfúr og látið eins og vitlaus væri — hlaupið á veggi og þvíumlíkt. Hann hefði í kjölfarið fest hundinn á hurðarhún en hann síðan drepist. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslur og reyndist hann ekki undir áhrifúm áfengis.“ 11. Olafúr lagði frá sér blaðið. Hvað hafði eiginlega komið yfir hann? Hann mundi eftir að hafa borðað þessa pítsu. Og eitthvað hafði hann verið að... hlaupa? Svo hafði hann haldið á Lady Queen inn í íbúðina. Og hún hafði gelt og bidð. Og síðan... var ekkert meira Lady Queen. Síminn hringdi. „Halló?“ „Komdu sæll, Páll Magnússon heiti é...“ Hann skelld á. Helvíds fjölmiðlarnir ætluðu greinilega ekki að láta hann í friði. Djöfúll var hann þreytmr. Og helaumur í skrokknum. Hon- um hafði ekki komið dúr á auga alla nóttina og svo var hann bara djöfúllega þreyttur, á þessu öllu saman. Hann ákvað að kasta sér aðeins en hagg- aði ekki níðþungu borðinu sem lá ofan á sófan- um. Og endaði á að skríða undir það og leggjast klemmdur á milli borðplötunnar og sófabaksins. Síminn hringdi aftur. Voða voða var þetta. Af hverju vildu allir tala við hann núna? Hann sem var búinn að vera for- maður heils húsfélags í tvö ár. En svo þegar... þá vildu allir tala við hann. Nei hann ædaði ekki að tala við þessa hrægamma. Best gæti hann líka trú- að að þetta væri allt lygi sem kæmi upp úr þessu helvítis fjölmiðlafólki. En Dabbý. Mikið djöfúlli hafði andskotans merin verið klók. Hann hafði fallið í gildruna. Þetta hafði verið svikamylla frá upphafi. Og sama hvort tíkin hefði verið áfram eða ekki eftir að hún var einu sinni komin inn í húsið. Hann hefði ekki getað annað en tapað. Já hún Dabbý... Hann skorðaði helauman skrokkinn betur af oe ákvað að sofna. Hann ædaði að vera þarna alltaf. Síminn hringdi áfram. Dabbý tók upp símtólið. „Já það er hún,“ hún reyndi að þykjast sorgmædd í röddinni. „Já hann byrjar klukkan eitt. Já, vertu blessaður." Kittý Olesen, dóttir Dabbýar kom inn í stofú með Hagkaupspoka í annarri hendi. „Hver var þetta?“ Dabbý ræskti sig. „Einn fréttamaðurinn enn að spyrja hvenær fúndurinn byrjaði.“ „Heyrðu mamma hvað eigum við að gera við hræið?" Dabbý leit hugsi á Hagkaupspokann. „En að stoppa það upp?“ Brosti svo aðeins og bætti við: „Hafa það svona eins og bikar uppi á hillu.“ „Oj nei, það er svo ógeðslegt,“ svaraði Kittý og gretti sig. „Já kannski. Heyrðu henm því bara.“ „Já það var það sem ég ætlaði að gera,“ sagði Kittý pirruð. „En hvar? Varla í ruslið inni í eld- húsi.“ „Nei oj, það kemur svo ógeðsleg lykt. Hentu því í rennuna frammi á gangi,“ svaraði Dabbý. Kittý fór frarn á gang. Kom svo strax aftur. > TKJ ADFERDIN [W) (...framhald) 10) SKÖPUN ímyndaðu þér að allar að- gerðir séu skapandi. Skil- greindu allar athafnir sem skapandi. Imyndaðu þér að á hverju andartaki verði til nýr heimur. 11) LEIÐI Finndu eitthvað i lífi þínu sem þú álítur leiðinlegt. Skoðaðu fyrirbærið út frá mörgum sjónarhornum. Endurskoðaðu fyrirbærið og finndu leiðirtil að gera það skapandi. 12) ROFI fmyndaðu þér líkan af skap- andi atferli og hugsun. Þegar þú ert ekki í sköpun- arástandi skaltu ímynda þér að þú kveikir á rofa og færir hann í átt að skapandi ástandi þegar þú vilt. 14) SKAPANDI VÉL ímyndaðu þér skapandi vél sem býr til hugmyndir. Safnaðu saman aðferðum til að auka ímyndunaraflið og búa til hugmyndir. Skil- greindu þær og yfirfærðu á eina vél eða forrit. 15) SKAPANDI HLIÐAR Finndu þær hliðar sem þú telur vera skapandi hjá sjálfum þér. Finndu einnig þær hliðar sem eru ekki skapandi. Reyndu að kom- ast að því hvenær skapandi hlið þin er virk, fáðu ein- hverja mynd af því. Sam- ræmdu þessar tvær hliðar og láttu þær vinna saman og hafa samskipti sín í milli. 16) SPURNINGAR Hvað mun gerast ef ég skapa eitthvað? Hvað mun gerast ef ég skapa ekki? Hvað mun ekki gerast ef ég skapa eitthvað? Hvað mun ekki gerast ef ég skapa ekki? 17) HUGFLÆÐI Skrífaðu niður allt það sem kemur í huga þinn. Skrifaðu eins lengi og þú getur. Ekki hugsa um hvað þú ert að skrifa, haltu bara áfram. Markmið æfingarinnar er að losa um hömiur, einskonar upphitun fyrir hugmynda- vinnu. F j ö 1 n i r sumar ‘97 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.