Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Side 91

Fjölnir - 04.07.1997, Side 91
Hulda Hákon „Skjóni í Hrútafirði..." 1996 Weð málvísindalegum rökum hvernig tiltekið eldra málstig hafi verið og hins vegar að rekja sögu málbreytinga frá þessu eldra stigi til nútíma. Stundum heyrist að söguleg málfræði sé »dauð“ fræðigrein, sem byggi á úreltum 19. aldar hugmyndum um leitina að eðalbornum kyn- stofni indóevrópumanna, heimkynnum þeirra og tungumáli. Eru þessi svokölluðu fræði ekki bara eitthvert forneskjutaut um dauða hvíta karlmenn Grikki, Rómverja, Germana — sem best væri að leyfa að hvíla í friði? Þessu vísa ég snimmendis á bug með því að vitna í dauðan hvítan karl- mann, Mark Twain, sem sagði að fréttin af andláti sinu væri mjög orðum aukin. Mannlegt mál er bæði samtímalegt og sögulegt fyrirbæri. Öll tungumál breytast í sífellu. Það er hvorki gott né vont út frá málvísindalegu sjónarmiði að segja ■>rnér langar" í staðinn fyrir „mig langar“, því að í ákveðnum skilningi er allt sem sagt er rétt, heldur miklu fremur fagurfræðilegt matsatriði. í augum málvísindamanna eru svokallaðar málvillur ein- ungis mismunandi merkilegt rannsóknarefni. Sú staðreynd að málið er alltaf að breytast felur í sér að ef á annað borð er talið fyrirhafnarinnar virði að rannsaka það verður líka að huga að málbreyt- •ngum og þeim lögmálum sem þær kunna að lúta. Þrátt fyrir að við eigum býsna auðvelt með að lesa 1500 ára gamla texa eins og rúnaristuna á Reistad-steininum er misskilningur að íslenska sé stemrunnin forntunga sem hafi lítið sem ekkert kreyst í aldanna rás. Á íslensku hafa orðið um- talsverðar breytingar en það villir sýn að þær hafa °rðið mestar á hljóðkerfi og setningagerð. Hins vegar er beygingakerfi íslenskunnar næsta íhald- samt og þess vegna virðist málið fljótt á litið hafa kreyst minna en raun er. Hljóðbreytingarnar hafa verið byltingarkenndar en þær birtast ekki að ráði í ritmálinu. „Margir telja að framburður- *nn hafi breyst svo mikið að við myndum eiga í erfiðleikum með að skilja tal forfeðra okkar frá söguöld eða Sturlungaöld ef þeir birtust allt í e*nu ljós-lifandi fyrir framan okkur,“ segir kRlSTjAN Árnason prófessor réttilega í grein sem keitir „Samhengið í íslenskri málþróun" (og er auðvitað útúrsnúningur á frægum tidi á-ritgerð Sicuröar Nordals um „Samhengið í íslenskum bókmenntum"). „En slík fullyrðing,“ segir Kristján um titilinn á ritgerð sinni, „er í rauninni 'nnantóm, út af fyrir sig, því það er augljóst að Saga íslenskrar tungu er saga sem heldur áfram nteðan eitthvað er til sem kalla má því nafni ‘slensk tunga, og ekki er hægt að rjúfa þá sögu nema á einn veg...“ Að því er snertir breytingar á setningagerð þá leyna þær líka á sér og koma ekki í veg fyrir að v*ð getum notið þess að lesa fornbókmenntirnar (að undanskildum textum á borð við dróttkvæði Sem raunar er vafasamt að hafi nokkurn tíma Hulda Hákon „A meðan fjölskyldan svaf..." 1996 verið beinlínis við alþýðu hæfi), þótt öðru hverju verðum við að staldra við til að ráða fram úr snúinni setningu. Jafnvel einfaldasta orðalag eins og „Tekið hefi ég hvolpa tvo“, sem Skarphéöinn NjAlsson hreytti út úr sér sællar minningar, væri óeðlilegt núna; andartaks umhugsun ætti að nægja til að allir geri sér ljóst að þetta er í raun- inni ótæk setning í íslensku nútímamáli. Hvað sem því líður liggur í augum uppi að það er umtalsvert hagræði fyrir þá sem hafa gert sögulega málfræði norrænna og germanskra mála að sérsviði sínu að eiga íslensku að móðurmáli. Löng og samfelld rithefð gerir það að verkum að íslenska er að mörgu leyti tilvalið mál til rann- sókna á málbreytingum og málþróun. Megin- þorri málhafa lætur sér það þó að öllum líkind- um í léttu rúmi liggja, svona í daglegu amstri, þótt þeim sé sagt að máltilfmning þeirra nái meira en 1500 ár aftur í tímann. En vafalítið er einnig þeim sem að öðru jöfnu em ekki ýkja málfræðilega þenkjandi styrkur að vitneskjunni um hina löngu sögu íslenskrar tungu, að minnsta kosti þegar hennar er minnst við sérstök tækifæri. Hvað segir ekki Fjölnismaðurinn Tómas Sæmundsson: „Málið er í því tilliti svipað sumu víni að það verður því ágætara þess meir sem það eldist.“ Og hann bætir við: „...af því skynsemi þjóðarinnar auðgar það sífelldlega að nýjum hugmyndum.“ Gott ef satt væri. Þórhallur Eypórsson Hulda Hákon „Heiða Berlín..." 1996 Jón Sæmundur Auðarson: Ég Ég get ekki sagt að ég hafi fæðst og ég get ekki sagt að ég hafi sogið brjóst móður minnar. Ég get sagt að ég hafi andað og að ég hafi séð aðra hluti. Ég hef beðið jólanna og gengið framhjá þér. Ég get sagt að ég hafi verið veikur og ég get líka sagt ykkur að ég hafi logið sumu. Ég hef verið svikinn og ég get sagt að ég elski þig stundum enn. Ég hef stolið klinki og ég hef séð norðurljós. Ég hef felk spil og gróðursett birkitré. Ég get sagt að ég hafi reynt og ég get sagt að ég hafi stundum verið sár. Ég hef farið út í sjoppu og ég get talað og kinkað kolli. Ég er með góða sjón og ég kann að reima skóna mína. Ég get hvorki skrifað né lesið kínversku en ég kann mannganginn í skák. Ég hef verið uppi á geðdeild og ég hef líka klipið smástelpur. Ég get sagt að ég hafi fiindið ýmislegt en tapað öðru. Ég hef elskað en aldrei séð engla. Ég hef geymt kóngulær í eldspýtustokki og skreytt jólatré. Ég hef stundum gleymt vissum hlutum og ég hef h'ka skrópað í listasögu. Ég hef kveikt á kerti en ég hef aldrei misnotað aðra manneskju kynferðislega. Ég hef verið lagður í einelti og ég hef njósnað um þig gegnum gluggann þinn. Ég hef dáið áfengisdauða og fengið harðan pakka í jólagjöf. Ég hef stundum ekki verið beinn í baki og verið skorinn upp með sprunginn botnlanga. Ég hef séð mann skjóta á annan mann og ég hef lesið Thomas Mann. Ég hef misst svcindóminn og líka drukkið bjór. Ég hef farið úr líkamanum en aldrei gefið blóð. Ég hef riðið írskri stúlku í ísrael og séð hvali í sjó. Ég hef farið í svitahof og runkað mér yfir mynd af þér. Ég hef sogið fjórar rendur af kókaíni og ég hef líka borðað franskar kartöflur í Kaupmannahöfn. Ég hef skrifað ljóð og brotið flöskur. Ég hef þrjá hunda og gefið skjaldbökum lifandi hornsíli að borða. Ég hef stolið T-stikum og stundum verið illt í maganum. Ég hef farið með bænir og ég hef Iíka fyllt inniskó kennarans af snjó. Ég hef borðað froskalappir og búið til gildrur fyrir misþroska fólk. Ég hef greinst með HIV-veiruna og sofið með húfu. Ég get límt saman módel og ég hef unnið á sjó. Ég girnist stelpur og ég hef skotið sel. Ég hef skrifað ritgerðir og borðað sveppi. Ég hef öfundað aðra en mér hefur aldrei verið boðið í Stundina okkar. Ég hef rifist heiftarlega og ég hef afmeyjað þrjár stelpur. Ég hef flogið í flugvél og farið í sund. Ég hef aldrei lent í hnífaslag en ég hef stigið á nagla. Ég hef búið til stuttmyndir og líka grátið mig í svefn. Ég hef verið rómantískur en ég hef aldrei séð loftbelg með eigin augum. Ég hef gert við kirkju og klippt á naflastreng. Ég hef haldið framhjá og líka verið í sumarbúðum í Vatnaskógi. Ég hef unnið í mósaík en aldrei fengið mé hring í geirvörtuna. Ég hef verið þyrstur og ég hef myrt. Ég hef heyrt leyndarmál og ég hef líka hlustað á skógarþrestina. Ég hef verið soginn og gengið á fjöll. Ég á systkini og ég hef sofnað í bíó. Ég hef heyrt kjaftasögur um mig en ég sef sjaldan á bakinu. Ég hef aldrei séð fljúgandi furðuhluti en ég hef fengið tremma. Ég hef sofnað hjá þér og vaknað heima hjá mér. Ég hef ælt en aldrei riðið í kirkjugarðinum. Ég hef dottið í á og haldið í strá. Ég hef hlegið og búið á mörgum stöðum. Ég hugsa oft til þín og ég á ljóshærða dóttur sem hvíslar í eyra. Fj sumar '97 •• T ■ olnir 91

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.