Fjölnir - 30.10.1997, Síða 4

Fjölnir - 30.10.1997, Síða 4
Gunnar smári Egilsson Inngangsorð i „Hún er sýn lista- mannsins afgrein- arhöfundi, manni sem stendur á engu, er ekkert, hefur ekkert að bjóða og slummar enguyfir allt og alla. Þetta er því hefðbundin mynd afgagnrýn- anda, þeim sem finnur að og rifur niður. “ „...heilmikið blaður, heldur ómerkilegfýndni auk dylgna, sam- sœriskenninga og getsagna. “ Fjölnir timarit handa 4islendingum hnust '97 Hér til hliðar er teikning sem ég haíhaði sem myndskreytingu við greinina Sovét-ísland! Hvenar hverjur þú? Þetta var síðasta myndin af mörgum sem SteincrImur Eyfjörð Kristmundsson teiknaði við greinina. Hún er sýn listamannsins af grein- arhöfimdi, manni sem stendur á engu, er ekkert, hefiir ekkert að bjóða og slummar engu yfir allt og alla. Þetta er því hefðbundin mynd af gagnrýn- anda, þeim sem finnur að og rífur niður. Hún er hér á síðunni með inngangsorðum að öðru hefti Fjölnis þar sem það liggur gagnrýninn þráður í gegnum allt blaðið. Ef ég ætti að rekja mig eftir þessum þræði myndi ég segja að hann fléttaðist um stöðnun hugarfárs og samfélags og stofnanavæðingu hvors tveggja. Þetta má glögglega sjá í nokkrum greinum um myndlist. Hannes LArusson dregur upp mynd af myndlistargeiranum á íslandi sem einkennist af kjarkleysi, smásálarskap og innihaldslausri tiltrú á leiðsögn vanmátmgra stofnana, sem f raun eru iítið annað en smásálarlegir og kjarklausir embættis- menn. Grein Hannesar Sigurðssonar um upplýs- ingabrögð sem list bregður upp sambærilegri mynd af myndlistinni og umgjörð hennar. í ann- arri grein, Landnámu hinni nýju, rekur Hannes samspil myndlistar og valdsmanna í menningu og stjórnmálum frá síðustu aldamótum og fram á miðjan sjöunda áratuginn. Af henni má lesa að hér er rík hefð fýrir því að listamenn beygi sig undir viðurkenndustu skoðanir — ekki endilega í þeirri merkingu að þessar skoðanir séu almennar heldur að fylgilag við þær veki vonir um viðurkenningu valdsmanna. Við eigum okkur sorglega <a dæmi þess að listamenn velji sér stöðu gagnrýnandans, oftast taka þeir sér stöðu við hlið valdastéttanna. f grein Jöns Viðars Jónssar um Borgarleikhúsið má sjá sömu stöðuna og Hannesarnir báðar lýsa, þar er stofhun sem berst fýrir lífi sínu en virðist hafa misst sjónar á tilgangi sínum. Þetta er eins- konar stofnun stofiiunarinnar vegna. Hún reynir að skemmta almúganum með billegum trixum og upphefja sjálfá sig þess á milli með „finni“ verkum. Listin virðist hins vegar hafá fállið þarna einhvers staðar á milli. Hjá Jóni Halu StefAnssyni má finna sambærilega sýn. Hann saknar einhverrar kviku úr Geírlaugur Magnússon: bókmenntum fagmannanna síðusm ára- tugina, sem hann finnur hins vegar í lítilsmemum almúgabókmenntum ffá fýrri helmingi aldarinnar. Þorvaldur Þorsteinsson flakkaði á milli stórsýninga í Evrópu í sumar, en __ finnst eitthvað vanta. Þessar stórsýningar voru líkari blind- götum en útgönguleiðum, lokastef frekar en upphafs- hljómur. CAun Sicþórsson sl um hvernig gömul og líf- vana þjóðernishyggja hefúr verið klædd upp, strokin og snyrt, í von um að hægt sé '* að koma henni í verð. Hug- myndirnar endurnýjast því ekki innan frá heldur skipta einungis um búning. Matthías Viðar Sæmundsson skrifár gegn þeirri einsýni sem einkennt hefúr hugmyndaheim okkar lengst af þessari öld og ekki hvað síst hér uppi á íslandi. Henni hefúr verið haldið frarn sem tæki til skilnings en Matthías bendir á að í raun komi hún í veg fýrir að við getum skynjað sjálf okkur og veröldina. ÁRMANN Jakobsson sækir aftur til miðalda til skiln- ings á samtíma sínum. Jónas Sen rifjar upp að ein- hverju sinni var til nokkuð sem hét innblástur og þótti jafn mikilvægur við alla skapandi hugsun og útspekúleruð fiigmennska í dag. Þorvaldur Cylfason bendir á að við höfúm ekki gert það úr samfélagi okkar sem við eigum kost á og kennir um óttafúllum og heimóttarleg- um viðhorfúm stjómmálamanna og ráðamanna í atvinnulífinu. Hann stillir lista- og menningarlífi þjóðarinnar upp sem andstöðu þessa, þar hafi tek- ist að innleiða ferska strauma að utan á meðan aðrir hlutar samfélagsins hafi einkennst af stöðnun, íhaldssemi og ótta gagnvart breytingum og þróun. Þorvaldur segir að ef ekki væri fýrir þroska menn- ingarlífsins hefðu fleiri kosið að hasla sér völl er- lendis. Þegar þessar hugrenningar em lagðar sam- an við stöðumynd þeirra sem skrifá um myndlist í blaðinu er útkoman andstyggileg, kraftur lista- og menningarlífsins hefúr .— ekki smitast út í aðra geira samfélagsins heldur öfúgt. Stöðnun stjórnmála og atvinnu- lífs hefúr lagst yfir Iistalífið. - Árni Óskarsson skrifar um hina einstöku bók, Tómas Jónsson. Met- — sölubók, sem í gagnrýni sinni brytj- aði niður íslenskan hugmynda- heim, samfélag og sjálfsmynd. Hún ' er einstök í íslenskri bókmennta- sögu fýrir það hversu staða hennar a er fúllkomlega gagnrýnin, hún tekur sér ekki stöðu í einni fýlk- ingu til að koma höggstað á þá næsm, hún stendur ein og vefengir allt. Það er því nóg af gagnrýni í Fjölni. En ekkert af henni rífúr niður það sem ekki má fálla. Samhliða gagnrýninni má lesa sig eftir öðrum þræði í gegnum blaðið en í flestum greinunum má heyra kröfú um ábyrgð og virkni. Og þessi krafá beirúst inn á við, að samfélaginu, að okkur sjálfúm — ekki að ríkisvaldinu eða öðrum illskilgreinan- legum og sálarlausum fýrirbrigðum. Að baki þess- ari kröfú liggur tilfinningin fýrir að samfélagshættir okkar og hugmyndakerfi hafi rifið niður þetta tvennt, ábyrgð og virkni. Þannig er niðurrif gagnrýninnar. Hún leitast við að rífá rúður, vefengja eða styggja það sem hefúr rifið rúður það sem gagnrýnandanum þyldr gott. Sá sem lifir sæll í þeim heimi sem gagnrýn- andinn beirúr spjótum sínum að finnst hann því vilja rífá niður allt sem hingað til hefúr þótt gott og gilt. Myndin hans Steingríms getur því hvort tveggja verið gagnrýnandinn með augum þeirra sem finnst þeir lifá í allra besta heimi allra heima. Eins getur hún verið þessi sæli maður séður með augum gagnrýnandans. Gunnar Smári Egjlsson. Salíbuna með Þá eru þeir enn einu sinni teknir til við að drepa hver annan austur í Afganistan. Það er víst hefð hjá þeim líkt og að kveðast á hér á Fróni. En þeir eru fastheldnari á hefðina austur þar því langt er síðan ég hef nokkurn heyrt kveðast á. Það gerist nú vart lengur nema á ritstjórn Nýfjölnis. En sumir eru þar í Afganistan fastheldnari á hefðina en aðrir, svonefúdir Talibanar þykjast sjá alla heimsins illsku og smán samankomna í vestræn- um áhrifúm, ekki síst í kvikmyndum og sjón- varpi er spilli konum og æskulýð. Og vegna þess að þeir láta ekki sitja við orðin tóm ausmr þar enda aldrei heyrt um ferskeydu þá er lofár fer- henduna sem byssusting, tóku þeir að bölva og brjóta og illt með illu útreka í stað þess að kveð- ast á eða skrifá langhunda í sinn Fjólni. Einn langhundur fýrsta tölublaðs Nýfjölnis fjallaði að minnsta kosti í orðu kveðnu um ljóð- list, flokkast líklega undir það sem heitir á fjöl- miðlafslensku: Umræða um stöðu ljóðsins. Undir svo ábúðarmikilli fýrirsögn leyndist samkvæmt fýrrgreindri fjölmiðlahefð heilmikið blaður, held- ur ómerkileg fýndni auk dylgna, samsæriskenn- inga og getsagna. Að sjálfsögðu einnig samkvæmt ofangreindri hefð örlaði vart á frumlegri hugsun heldur japlað upp á talíbönsku á illsku nútímans þó að í þessu tilfelli birtist hún í líki japansks fiðrildis, var helst á að skilja að tími væri til kominn að gera barnagæluna Fljúga hvítu fiðrildin jyrir utan glugga. Þama siglir einhver inn ofurlítil dugga. útlæga ef ekki kasta á bál, því hér laumast japönsk fiðrildi og (líklega) frönsk dugga inn fýrir helg vé ferskeytlunnar. Já, ferskeydan, hún skal sú slæða sem fslensk ljóðagyðja hylur andlit sitt með. Ef mig misminnir ekki stakk langhundshöf- undur upp á því í „spaklegri umræðu“ að fer- skeydusmíð yrði sá Kóranlestur sem íslenskum skáldum skyldi settur til að komast á bekk Braga. Blessaða ferskeyduna, barnagull og byssu- sting, hina tæru lind íslenskrar ljóðahefðar, má aldrei menga. Yrði líklega sett undir Umhverfis- ráðuneytið ef það yrði einhverju sinni þess megn- ugt að verjast mengun í stað þess að menga meir. Það er kátbroslegt að sjá hvemig blað sem kemur fram undir stoltu nafúi (og miklum bægslagangi) fellur í fýrsta pytt klisjunnar, ekki má, allt heilagt. Væri ef til tími kominn að rýna öríítið í þennan helga dóm? Er íslenska ferskeydan sá snilldar- skáldskapur sem lífsanda dregur meðan íslenskt mál hljómar? Vissulega er mér ljóst að margt er þar hnoðið, sett saman af lidu tilefúi og stundum sködduðu brageyra. Dæmi um slíkt má sjá í dagblöðum og lands- málablöðum nær í hverri viku. Ég hef til dæmis lesið nokkuð reglulega í meir en áratug fástan vísnaþátt í landsmálablaði héraðs þar sem fer- skeydan lifir enn með sann. Því miður get ég ekki sagt að ein einasta vísa úr þeim rúmlega fimm hundruð þáttum sé eftirminnileg, þó voru flestar rétt kveðnar. Því víkur nefúilega þannig við, HallcrImur Talíban, að skáldskapur er ekki einungis form heldur og innihald. Rétt kveðin vísa kann að vera (og er því miður oft) hinn versti leir, þokukenndar „selvfolgeligheder". talíbana Sjaldnar er því að vísu að illa kveðin vísa feli í sér skáldskaparmeistarann, get þó ekki stillt mig um að nefna húsganginn gamla: Geng ég hér um göngin dimm rek ég mig í kvömina. Ég er eins ogjólatré éger í hreppsnefndinni. Annars er Fjölnir undarlega geðklofið blað, annars vegar hjáróma ákall um óskilgreindan nú- tíma, hins vegar tah'banskt bænarákall til hefðar- innar. Höfúndur þess síðar nefúda paróderar upp á enska tungu eitt þeirra ljóða sem þjóðinni hefúr lærst að tilbiðja gagnrýnislaust (og oftast án þess að hafá lært það). í þeim núrímaanda leyfi ég mér að láta fýlgja tvær versíorúr á þekktum fer- skeydum (aðra kveður Hallgrímur vera eina bestu vísu á íslensku). Þess skal getið að ekki eru „þýð- ingar“ þessar orðréttar, ffernur en ljóðaþýðingar yfirleitt og nokkurt skáldaleyfi tekið í lokahend- ingu beggja tíl að færa að „nútímanum“. A fourliner is in the Fronlands first ofalla child's toy. Later on in his little hands a licence to kill and enjoy. Alone I wander in a desert dreary the dark after and ajbre. Horse and a horseman so weary. A home on the range no more. Að lokum óska ég Fjölni góðra (en ekki of langra lífdaga). Geirlaugur Magnússon
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.