Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 6

Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 6
Aslaug Thorlacius: Kúratorar í kreppu jallar IWr um þcua broialúm I þ|<UWIinni. nurjvUcgar „Lislfrœðingar hljóta að vera í œgilegri kreppu. “ Ég get ekki orða bundist. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Sú fyrsta er grein Halldórs B. RunóLFS- sonar listfræðings í fyrsta tölublaði Fjölnis, (Kjveljum islenskt. Önnur er samtal þeirra Hall- dórs og Cunnars SmAra ritstjóra sem á eftir grein- inni fer. Sú þriðja er fundur sem boðað var ril stuttu eftir útgáfii blaðsins og tengist efrii grein- arinnar þar sem þeir töluðu saman Halldór Björn og Hannes Sigurðsson listfræðingur. Svo má nátt- úrulega neftia skort á kvenskríbentum sem mér sýnist síður en svo standa til bóta, a.m.k. ef dæma má af bæklingnum sem mér var nýlega sendur heim. Þar var talinn upp fjöldi karlmanna sem sagt var að myndu bætast í pennahópinn í næsta tölublaði en ekki ein einasta kona. Ég er gjörsamlega gapandi af undrun yfir myndlistarumræðunni. Listfræðingar hljóta að vera í ægilegri kreppu. Ég ímynda mér að þeim líði líkt og unglingum sem em mitt á milli þess að vera frillorðnir og börn, þeir vilja vera stórir en vita ekki hvernig þeir eiga að bera sig til. f vand- ræðum sínum grípa þeir hvert tækifieri sem gefst til að ausa úr sér í fjölmiðlum og skamma þá allt og alla. Þeir reyna hvað af tekur að finna söku- dólginn og hann heitir ýmist „vitundarvörður", kúnni eða myndhstarmaður. í áðurnefridri grein er Halldór Björn flaumósa um allt bölið sem hel- tekið hefrir íslenskt menningarlíf og þar er ekkert eitt sem er að heldur allt. Ekki skánar bölmóður- inn þegar þeir taka að ræða saman hann og Gunnar Smári. Samkvæmt þeim búa íslenskir Auglýsing i Er Þórarinn B. Leifsson besti myndlistarmaóur á íslandi? Tóti Leifsson Myndskreytingar, hönnun, málun, heimasíður, hreyfimyndir, myndvinnsla, aulafyndni, teikningar ... http://www.treknet.is/totil/ totil@treknet.is Sími 55 2 45 03 GSM 899 7804 Hverfisgata 8-10 4.hæð Áslaug skrifar bréf í tilefni af grein Halldórs Björns Runólfssonar í síðasta Fjölni, þar sem hann bar meðal annars saman verk sigurðar Guðmundssonar og Haim steinbach. myndlistarmenn bara til óáhugaverða list sem enginn skilur og hugmyndir þeirra em að sjálf- sögðu fluttar inn frá údöndum. Samt em þeir víst svo rosalega rígbundnir við það sem kúnninn vill, þ.e. Kjarvalinn og heiðarvötnin og allt það! — Við getum þó huggað okkur við það að Hall- grImur Helcason fær mjög góða dóma, bæði sem myndlistarmaður og rithöfrindur en nafri hans er sérstaklega nefrit, bæði í greininni og samtalinu. Hann er kannski ljósið í myrkrinu. Halldóri er mjög hugleikið hvaðan upphefð- in kemur, hvort hún er fyrst sprottin á íslandi eða í údöndum. Ég er reyndar orðin svo hund- leið á heimsfrægðarbullinu að ég verð að staldra við það. Ég sé ekkert óeðlilegt við það að Björk hafi ekki orðið heimsfræg fyrr en hún varð ffæg fyrir utan landsteinana. Það liggur í hlutarins eðli. Þó stundum sé svo til orða tekið að einhver sé heimsffægur á íslandi þá hlýtur hver sem er að sjá að merkingin er innan gæsalappa. Hinsvegar er hægt að vera landskunnur á íslandi og það var Björk orðin áður en hún varð heimsfræg. Það er heldur ekkert sérstaklega óeðlilegt við það að listamenn sem starfa erlendis fái fyrst athygli þar og auðvitað getur gagnrýnin list komið illa við fók og því er ekkert skrýtið að hún slái ekki í gegn hjá öllum á stundinni. Ég hef svosem ekkert á móti því að góð list fái athygli en er það ekki dálítið í verkahring listfræðinga og kúratora að uppgötva og styðja við listamenn? Ég veit það ekki en það hvarflar að mér að Halldór Björn og Hannes Sigurðsson séu að reyna að gera menn- ingarbyltingu sem svipi að því leyti til nöfnu sinnar í Kína að hún útheimti svona gríðarlega sjálfsgagnrýni eða sjálfsniðurrif. Eða hver ætti svo sem að vekja athygli heimsins á hugmyndalegum tengslum verka Sigurðar Guðmundssonar og Haims Steinbachs eða Magnúsar PAlssonar og Rachel Whiteread ef ekki sérfræðingarnir sjálfir? Þeir félagar eru ægilega óánægðir með það hversu iila fslendingar styðja við bakið á sínum listamönn- um og ég get alveg tekið undir það að mörgu leyti. Stendur ekki svolítið uppá þá sjálfa í þeim efrium? Eða hjá hverjum liggur „dómsvaldið í listrænum efrium“, svo nomð séu orð Halldórs (sem hann heldur ffam að hafi verið flutt úr landi fyrir löngu), ef ekki einmitt að miklu leyti hjá þessum „fáeinu“ listffæðingum sem hann nefnir af þvílíku lítillæti í greininni? Vita þeir ekki að sérhæfingin er alltaf að verða meiri og meiri í samfélaginu? Em þeir að heimta að einhverjir leikmenn haldi umræðunni uppi í sjálfboðavinnu eða hvað eiga þeir eiginlega við? Á fundinum í Bankastræti fengu íslenskir myndlistarmenn ærlega á lúðurinn fyrir heims- ffægðarskortinn. M.a. kom ffam að íslendingur hefði aldrei frindið upp alheimsstefriu í myndlist og var það talið stóralvarlegt mál. Það væri auð- vitað besta lausnin fyrir kúrator í kreppu ef ein- hver listamaðurinn rambaði nú á „nýja stefnu". Þá gæti listffæðingurinn helgað líf sitt því verk- efrii að kynna þá stefriu og kannski baðað sig svolítið í frægðarljómanum. Það myndi sjálfiagt leysa vanda íslensks menningarlífi um langan aldur. Hinsvegar þarf listffæðingurinn að leggja hart að sér ef hann á að gera einhverjar uppgötv- anir. Hann þarf að nenna að skoða allskonar myndlist, ekki bara láta nægja að skoða verk nokkurra kunningja sem hann er búinn að koma sér upp innan myndlistarheimsins. Listfræðing- arnir og kúratorarnir verða ekki síður en mynd- listarmennirnir að vera sífellt að endurnýja hug- myndir sínar. Ég skal ekki vera svo ranglát að halda því fram að þeir Halldór og Hannes hafi ekkert gott gert um ævina en mér þætti verra ef þessi della fengi að standa óáreitt einsog einhver stór sann- leikur. Og reyndar hefúr hvarflað að mér sá möguleiki að greininni minni verði hafnað á þeim forsendum að blaðið sé þegar orðið frillt af sambærilegum mótmælum. Ef svo er kyngi ég ÞV1' Áslaug Thorlacius
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.