Fjölnir - 30.10.1997, Side 14

Fjölnir - 30.10.1997, Side 14
Erla Sigurðardóttir: Út af lóðinni minni! „Mér sýnist kveikj- an að greininni vera pirringur yfir því að útlendingur skuli voga sér að nota islenskan efnivið frjálslega í skáldskap. Greinar- höfundur reynir að heita hugmynda- frœðilegum. og bókmenntalegum rókum til að sýna firam á galla bók- arinnar, en rókin verða að stóryrðum sem snúast við í loftinu og hitta greinarhöfund sjálfan beint í höfuðið. “ Fj 14 •• T * olnir timarit handa íslendingum haust '97 ósjálfráð viðbrögð eftir lestur greinar Hallgríms Helgasonar um túristabókmenntir Ég var svo stálheppin á dögunum að vera stödd á landinu og gat því kynnt mér nýjan afleggjara íslenskrar menningarumræðu, þ. e. 1. tölublað Fjölnis. Þar rakst ég á grein eftir Hallcrím Helca- son sem hann kallar „Túristabókmenntir1, en tilefnið er sænsk skáldsaga í íslenskri þýðingu. Ég kannaðist við bókina og hlakkaði því til að lesa skrif þessa ágæta manns um Ljómann hans Görans Tunströms. Ég var þó ekki komin langt inn í textann þegar ég varð ringluð og vissi ekki hvort maðurinn var að grínast eða hvort hann var virkilega að meina þetta. Hann var greinilega að meina þetta! Varla var fyrsti dálkurinn afstaðinn þegar ég fór að hafa áhyggjur af því að Hallgrím- ur færi að velta borðum og fleygja blómapottum út um gluggann, slíkur var æsingurinn, slíkur var ofsinn. Það er alltaf gaman þegar skáldverk valda truflunum í lífi lesanda. Þá er ekki hægt að úr- skurða bókina dauða. En hvað var það sem olli þessu uppnámi? Mér sýnist kveikjan að greininni vera pirring- ur yfir því að útlendingur skuli voga sér að nota íslenskan efnivið frjálslega í skáldskap. Greinar- höfundur reynir að beita hugmyndafræðilegum og bókmenntalegum rökum dl að sýna fram á galla bókarinnar, en rökin verða að stóryrðum sem snúast við í loftinu og hitta greinarhöfúnd sjálfan beint í höfúðið. NiauHoegaur Miötniaelq o-lcór f inngangi greinarinnar kemur skýrt ffam að Hallgrími þykir útlenska skáldið hafa framið helgispjöll. Það skortir greinilega tilhlýðilega auð- mýkt gagnvart landi okkar og þjóð. Auðmýkt sem erlendu íslenskunemarnir í Tómasi Jónssyni metsölubók sýna með því að kjósa helst að heyra eitthvað gamalt íslenskt, t. d. annar þeirra, Svíinn Urban, sem vildi láta kalla sig Þorgeir Skorgeirar- son. „Það er engin nútímamenning á íslandi," leggur Guðbercur þeim í munn, en viðbrögðin láta ekki standa á sér hjá særðum og niðuriægð- um mótmæla o-kór innfæddra. Sænskur rithöfúndur tekur sér bessaleyfi að sviðsetja hluta skáldsögu sinnar á Islandi. Það finnst Hallgrími hann ekki hafa forsendur til og bætir við að skáldið „hirði íslenskar kjaftasögur til brúks“ i verk sitt. Þetta ætti nú ekki að þykja nýtt í skáldskap, og kannski allra síst í íslenskum sam- tímabókmenntum, en látum það liggja. Þá þykir honum skáldið nota klisjur þegar hann talar um drykkfeilda presta og viljugar konur. Ég get ekki betur séð en að hér sé kominn hinn besti efnivið- ur í skáldsögu. Hefði kannski verið sanngjarnara að tala um viljuga presta og drykkfelldar konur? Hallgrímur „is not amused“ og kemst að því að útkoman verði fjölþjóðlegt grautarkrull. Það truf- lar hann greinilega að landamæri séu virt að vett- ugi í skáldskap. Ég hélt að Fjölnismenn aðsteðj- andi aldamóta væru löngu búnir að kasta menn- ingariegum innflutnings- og útflumingshöftum affur fyrir sig. Ekki grunaði mig að sigldir menn tryðu á einangrunar- og hreinræktunarstefnu í listsköpun. Enn hækkar blóðþrýstingur greinarhöfúndar þegar hann hnýtur um ástarsögu í miðri skáld- sögunni. Nærri yfirliði af geðshræringu stynur hann (svona rétt mátulega elegant) „Barbara Cartland hvað?“ Hér verð ég að stíga fram til varnar kynsystur minni — Barbara Cardand er blásaklaus í þetta skiptið, hún ber enga ábyrgð á því að varla eru til þær skáidsögur sem fela ekki í sér einhvurs konar ástarsögu. Ástin í sjálffi sér er engin lágkúra þótt strákarnir hafi baulað „bingó“ þegar kvikmyndahetjurnar kysstust í þrjúbíó í gamla daga. ... út ffró hinum punghöa hól... En það er ekki bara ástin, heldur líka náttúra mannanna sem á ekki heima í góðum skáldskap, ef trúa má orðum Hallgríms. Hann firrist yfir því að údendingurinn lýsir íslenskum konum sem viljugum. Hann segir að engin kona fái fleiri en þrjár setningar og allar hoppi þær upp í rúm með karlpersónum að þeim loknum. Ég þakka pent fyrir riddaraskap landa míns, en — sama og þegið — því eins og Danir segja þá þarf tvo til að dansa tangó. Konurnar hoppa ekki einar upp í rúm og mætti því segja að jafnhart sé vegið að skírlífi íslenskra karla. „Allar konur bókarinnar eru skrifaðar út ffá hinum pungháa hól karl- rembunnar", heldur hann áffam en eitthvað þvælist myndmálið fyrir honum. Ég á í erfiðleik- um með að sjá fyrir mér hæð punga, hef liins vegar heyrt orðið pungsig. „léttbumbadur matmaður" En þetta er smáatriði sem ekki er að þvælast fyrir Hallgrími þar sem hann bítur urrandi í skjöldinn í hvert skiffi sem údendingur leyfir sér að nálgast íslenskar konur með orðum. Urrið verður að glefsi þegar hann kallar vesalings Tunström „gamlan kvenmannslausan karlpung með svaka- lega gráan fiðring" og smtm síðar „léttbumbaðan og að líkindum borðljúfan matmann“. Þarna vaknar grunur um að greinarhöfúndur hafi megnustu óbeit á matreiðslu í innbundnu skáld- verki. Sjálf hef ég sjaldan lesið eins fallega og erótíska lýsingu, eins og þegar Tunström lætur Pétur undirbúa fyrstu máltíðina handa Juliette. „Og swo er hér stolíð"________________ Nautnirnar eru afgreiddar í bili, því nú er að komið að því atriði að sögupersónan Halldór, faðir Péturs, er látinn feðast 17. júní 1944 og verður Hallgrími þá að orði: „Og svo er hér stolið.“ Og þýfið rekur hann til Miðnœturbama Salmans Rushdies. Ég hélt ekki að þetta hétí að stela, ég hélt að þetta héti tilvitnun og þætti jafnvel fint. Tiltölulega ferskt dæmi um slíka „tilvitnun" er liðið lík stjórnanda Karlakórsins Heklu í samnefndri kvikmynd sem leiðir hugann ósjálfrátt að freðnu líki sem ekið er um Bandarík- in í fyrstu kvikmynd KaurismAkis um Leningrad Cowboys. Undirritaðri fannst þessi afmælisívitnun Tunströms ekki bara snotur, heldur minnti hún á þá staðreynd að sjálfstæði Indlands er á svipuðum aldri og sjálfstæði íslands. Fretla________________________________ Penni Tunströms líður áffam af ötyggi og rósemi. Á skrifándi stundu hefúr skáldinu líklega ekki órað fyrir þeim ósköpum sem hann átti eftir að koma af stað í sálarlífi Hallgríms. Tunström leik- ur sér að hrynjandi íslenskrar tungu. Hann býr t. d. til eldfjall sem hann kallar Fredu! Þá gat ég ekki haldið affur af skólastelpuflissinu. Fannst Fretla meistaralega vel til fúndin og ágætis til- breyting við „mngur knífúr“, en það er jafnan viðkvæði Svía þegar þeir rekast á Islending. Og fótt er hwimleiðara?_______________ Sögusviðið ferist til Parísar og enn þvælist Tun- ström inn á yfirráðasvæði Hallgríms. Hallgrímur segir að Tunström „þekki borgina ágædega og ... það sem verst er — getur ekki hamið þá löngun að sýna okkur þá kunnátm á prenti. Fátt er hvimleiðara í skáldsögum." Hér virðist Hallgrím- ur vera kominn í þversögn við sjálfan sig, áður kvartaði hann undan því að skáldið hefði engar forsendur til að skrifa um fsland, en nú þegar hann er farinn að þekkja til staðhátta er fatt hvimleiðara í skáldsögum. Timar kincilcðwmaa liairm_______________ Hvernig á Tunström á að takast að gera Hall- grími Helgasyni til geðs? Tunström er ekki bara af rangri kynslóð, fyndnu kynslóðinni (ég hélt reyndar að kynslóð okkar Hallgríms væri fyndna kynslóðin, hann innifalinn) heldur er hann líka víðreistur. Hér verð ég að hryggja landa minn með því að tímar landkönnuða er löngu liðnir. Það sem er nýtt í okkar augum er ekki endilega nýtt undir sólinni. Við verðum að bíta í það súra epli að kynslóðir manna hafa drepið fetí á erlenda grund á undan okkur. Bókin er „ljóm- andi misheppnuð" skrifar Hallgrímur og bætir svo við í föðurlegum tón að svona skáldskapur eigi ekki lengur við í flóknum heimi. Það er gott að vera bent á það. Lestur bókarinnar var mér hins vegar dýrmæt afþreying í skarkala þessa flókna heims. Ég er kannski svona svag fyrir léttbumbuðum karlpungum en þeir þreyta mig ekki eins mikið og miðaldra reiðir menn sem leyfa sér að halda því ffam í ffamsöguhætti að suðurameríska töffaraunsæið hafi ekki bætt neinu við sig nema kílóum. „Kynslóðin er bara elricert fynclin. bwi miður."___________ Eftirferandi grein velti ég fyrir mér: „Það er löngu kominn tími til að hún sé púuð út af sviðinu. Kynslóðin er bara ekkert fyndin. Því miður." Ég veit ekki hvurs konar manifest þetta á að vera en þakka í hljóði mínum sæla fyrir að sá sem þessi orð skrifar simr ekki við stjórnvölinn. Auk þess að egna til skrílsláta, kynda þessi orð undir for- dóma, sem ég er að reyna að vinna bug á, um það að íslenskar bókmenntir eigi að vera fyndnar. Fullar af digurbarkalegum brandarakörlum sem baða sig í hlátursöidum, en yrðu kjaftstopp ef fólkið hætti að hlæja og færi að hlusta. Mig grunar að sveitungar mínir, Fjölnis- menn, myndu hrista höfúðið dapurlega ef þeir uppgötvuðu að ris íslenskrar menningarumræðu nútímans væri ekki nema sirkabát punghátt. Að andans menn séu svo sjálfhverfir að þeir haldi að bókin Ljómi sé hugsuð sem heimildarrit um ísland og að þeim finnist að hún eigi að vera það. Þegar þeir standa svo frammi fyrir ffjálsu skáld- verki missa þeir gjörsamlega stjórn á hugsun sinni og láta undan þrýstingi innri fordóma og þröng- sýni. Hreínraelttuð isKmtlsrómaiitilc Vilji þessir menn hreinræktaða Íslandsrómantík má benda á nýlega danska skáldsögu sem gerist á íslandi. Þar er önnur aðalpersónan íslensk kona, engin önnur en Halla Fjalla-Eyvindar, affur geng- in í öræfúm landsins. Þarna er Grettissaga endur- sögð á tveimur blaðsíðum og hin kvenhetjan (danska kennslukonan) er látin sötra heitt kakó á Mokka með óforskammanlega vel vöxnum sagn- ffæðingi, Jóni Gíslasyni, afkomanda Fjalla-Ey- vindar. Þar hafe íslenskir sérfræðingar farið yfir handrit og séð tíl þess að rétt sé ferið með alla staðhættí. Bókin er fín afþreying en býður engan veginn upp á nýjar upplifenir, eins og Ljóminn gerir á hverri blaðsíðu. Það gætí þó glatt þann sem ber hag skírlffra íslenskra kvenna fyrir brjósti að önnur kvenhetja bókarinnar, þ. e. fyrrnefnd Halla, hefúr ekki hoppað upp í ból hjá karlper- sónu öldum saman. Svona í lokin get ég aðeins ráðlagt háttvirtum greinarhöfúndi að taka símann úr sambandi, slökkva á öllum hljóðnemum, fá sér nokkra bolla af róandi jurtatei og lesa bókina hans Görans Tunströms upp á nýtt. Slaka á öllum vöðvum og rugga sér fordómalaust á öldum skáldskaparins. En þá myndi kannski allt hrynja. Með virðingu og vinsemd. Erla Sigurðardóttir, Kaupmannahöfn.

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.