Fjölnir - 30.10.1997, Page 24

Fjölnir - 30.10.1997, Page 24
MYNDRÆN ÖRVUN Tækni byggð á myndrænni örvun nærfram innblæstri byggðum á skapandi ferða- lagi um myndir. ÆFINC: veldu mismunandi gerðir af myndum. Pví meiri fjölbreytni því betra. Sýndu myndirnar á lit- skyggnum eða á pappír. Skoðaðu vel hverja mynd fyrir sig og skrifaðu stutt- ar útleggingar á miða eða karton. Niðurstöðurnar eru síðan nýttar til frekari þróunar á verkefninu/ vandamálinu. TILVILJUNARLtlT í ORDABÓK Ein einfaldasta og þekkt- asta leiðin til að koma af stað hugmyndaflæði er að finna fyrir tilviljun orð í orðabók. Orð fundin fyrir tilviljun eru notuð sem nálgun og innblástur fyrir það verkefni/vandamál sem þú ert að fást við. Eins er hægt að opna bók af handahófi og velja setning- ar í sama tilgangi. Það er einnig hægt að velja setn- ingu, skipta um orð í henni, breyta merkingu hennar og nýta hana sem innblástur. DÆMl: Þýski myndlistar- maðurinn Docopil bjó til verk um listamanninn. Hann tók handbók um hesta og hestamennsku og setti orðið listamaður f staðinn fyrir orðið hestur. Úr þessu varð til skemmti- leg sýn á stöðu lista- mannsins í dag. Fj 24 olnir timarit handa islendingum hnust '97 18. júní Amsterdnm Maður stendur stöðugt frammi fyrir einhverju vali og með því að velja skynjar maður frjálsan vilja. Það er hins vegar spurning hversu oft þetta ffjálsa val líkist því þegar starfsmenn Ford bíla- framleiðanda spurðu hann hvaða lit þeir ættu að hafa á bílunum og hann sagði að þeir mættu nota hvaða lit sem þeir vildu, svo framarlega sem hann væri svarmr. 13. júlí Seté_______________________________________ í skjóli listarinnar telur maður sér trú um að ffelsið sé algjört. Að sá sem stundi hæfilega hættulegt athæfi sé á einhvern hátt nær sann- leikanum en meðaljóninn í sinni sjálfsblekldngu. En ædi sannleikurinn sé ekki sá að til þess að skapa sér það svigrúm sem nauðsynlegt er til að geta talist frjáls í sínum athöfnum, þarf að ganga miklu lengra en „góðu hófi gegnir“. Koma rækilega aftan að umhverfinu, koma óþægilega á óvart, hunsa lcirfilega allar viðtelcnar reglur og siðgæði, m. ö. o. gefa skít í öll þau tól sem notuð eru til að halda samfélaginu í fösmm skorðum. Kosturinn við sl/ltar athafnir er einkum sá að þó svo þær virðist beinast gegn oldcur smáborgur- unum em þær fyrst og fremst ógnandi fyrir handhafa valdsins á hverjum stað, hvort sem þeir reynast menningarelíta, akademía af einhverju tagi, embættismannaaðall eða fjármálamógúlar. 2. júlí I Martin Gropius Bau i Berlín völdu þeir Christos Joachimides og Norman Rosenthal úr meistaraverk- um 20. aldarinnar og bjuggu til Sýninguna. Hvorld meira né minna. Þarna voru allir stand- ardarnir; pissuskál Duchamps (uppi í hillu...), jarðarstöpull Mansonis (á parkettgólfi), slæðingur af Picasso og Matisse, Richter, Polke, Beuys, Nauman, Roth, Filliou, allt heila gengið. Og það eina sem gerðist var að það sem einu sinni virkaði af því að það var slitið úr samhengi og sett í nýtt samhengi, virkaði ekld lengur af því að það var ekld lengur í samhengi við það samhengisleysi sem eitt sinn gaf því merldngu. Málverkin sem í Það er alltaf verið að reyna að flytja. Við, sem eigum alveg nóg með að flytja oldcur sjálf og það sem „fylgir manni“ milli tveggja punkta, reynum að flytja til tímann, andrúmsloft, upplifanir og yfirleitt hvað sem olckur hentar í von um að geta notið aftur og aftur. Eins. 7.jÚIÍ Ég er upptekinn — þess vegna er ég. Það var gert grín að Walt Disney á sínum tíma fyrir þann barnaskap að láta frysta sig í þeirri trú að einhvern tíma seinna yrði tæknilega ffamkvæmanlegt að lífga hann við. Það virðist þó ekki vidausara en svo að stór hluti þess raunveru- leika sem við búum við er byggður á tíma og rúmi sem við reynum að endurvinna, lífga við með því að setja í nýtt samhengi. Er ekki alltaf verið að framleiða augnablik til ffystingar? Frysta augnablikin? Til að ffeista þess að lífga þau við seinna? Helst viljum við geta meðhöndlað tím- ann eins og vel heppnaða ffamleiðsluvöru. — „Þetta var góð mínúta. Við skulum búa til fleiri, alveg eins.“ — Og svo eru þær aldrei alveg eins. En við vildum að þær væru eins, gætu komið aftur. Vandamálið er hins vegar það að þó mínút- urnar kæmu aftur alveg nákvæmlega eins þá yrði reynsla okkar önnur. Og það er vegna þess að við breytumst stöðugt sjálf, hvort sem okkur líkar bemr eða verr. Þess vegna er svo ffeistandi að frysta ekki bara augnablikið heldur okkur í augnablikinu. Til þess að skynja hvort tveggja síðar. Disney var að bregðast við aðstæðum þar sem honum fannst hann ekki eiga annarra kosta völ. Hann var að deyja. í örvæntingu sinni reyndi hann að grípa síðasta hálmstráið til að geta lifað lengur... síðar. Það sem er öðruvísi við okkar frystingu er að við höfurn val. Við gemm valið um að skynja augnablikið núna, lifandi, eða taka það upp í þeirri trú að það sé henmgra að skynja Slitrur úr ferðabók úr kúltúrreisu hans PORVALDAR PORSTEINSSONAR um meginlandið 15. febrúar Hweragerði______________________________ Sköpunargáfan er meira eða minna tengd neyslu. Hinn svokallaði almenni borgari fær útrás fyrir sína sköpunargáfu með því að velja milli neysluvara; hann fær sitt spark út úr því að velja óvænta sjampótegund, „skella sér“ á hitt og þetta án undirbúnings og uppgötva fjallaþorpið sem enginn annar hefur uppgötvað og er svo dásam- lega ósnortið af þessum ágengu túristum. En harmurinn felst í því að við leyfum okkur ekki að velja úr öðm en því sem talist getur leyfilegt, lög- legt, siðlegt, viðtekið. Og útkoman verður effir því; fyrirsjáanleg. Líka hjá listamönnum. upphafi átm allt sitt undir byltingarelementinu, í formi, lit eða inntaki, vom álíka tengd manni og veggspjald af Mao formanni. Ég er farinn að halda að myndlistin sé miklu háðari aðstæðum í tíma og rúmi heldur en tónlist og bókmenntir. Ædi það sé vegna þess að veruleikinn er fyrst og fremst sjónræn upplifun og myndmálið nátengdara núinu en okkur grunar? 3. jÚIÍ Hannover Handhafar valdsins hafa lag á því að tryggja okkur nægilega rúman ramma svo við getum talið okkur trú um að ffelsi okkar sé algjört. En við höfum aðeins frelsi til að gera það sem okkur sýnist á meðan við þjónum hagsmunum þeirra sem setja reglurnar. Við höfum rétt til að velja það sem okkur sýnist — úr því sem öðrum sýnist rétt. 24. júní Hamborg________________ Catarina David fékk að velja þá listamenn sem henni sýndist til að sýna lit á heimsmeistara- keppni myndlistarinnar á Documenta X í Kassel. Og það kom á daginn að málið snýst ekki alltaf um það hvað þú velur heldur úr hverju þú velur. Og til hvers. 10. ágúst ReyRlavilc______________________________ Belginn Jan Hout, sýningarstjórinn á Documenta IX, og aðstoðarmenn hans skoðuðu að eigin sögn list ffá öllum heiminum áður en þeir völdu sitt heimslið árið 1992. Það tókst þeim án þess að koma til íslands. Það er því ffeistandi að álykta sem svo að ísland sé ekki hluti af heiminum. En Guð er góður og hefur létt af okkur kveljandi efasemdum með því að láta Cljnton nefha ísland í ræðu og gefa þar með afdráttarlaust í skyn að við séum til. Þegar ég fékk þessa gleðiffegn í teskeið- um í aðalfféttatíma sjónvarpsins fánn ég hvernig fimm ára gömul vanmáttarkennd vegna áhuga- leysis listpáfanna leystist upp. Og að því gefnu að þetta sé fyrsta ffétt á sjónvarpsstöðvum um alla Evrópu á þeim líklega effir að bregða í brún, þessum belgísku hrokagikkjum, að heyra sjálfan forseta Bandaríkjanna nefna ísland á nafn. Land- ið sem þeir héldu að væri ekki til. Samt gæti þetta verið misskilningur hjá Clinton. 18. júlí Coei Það er lítil frétt þó hirðfíflið fíflist

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.