Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 26
Hafa skal það sem sannara reynist
Prófmál um höfundarrétt myndlistarmanna fyrir Héraðsdómi
„Hvað er lista-
maður sem vinnur
aðeins verkin sín og
síðan ekki meir.
Hann er ekki neitt.
Og efþetta er rétt,
er þá ekki eðlilegt
að líta á allt um-
stangið í kringum
verkin sem hluta af
verkinu sjálfu?
Þegar maður sér
síðan manneskju
éta upp eftir manni
allt sem maður
gerir, heilsa öllum
sem maður heilsar,
segja sömu hlutina
og maður sjálfur er
vanur að segja,
viðra skoðanir sem
maður hefur sjálfur
lagt hart að sér við
að koma sér upp
—þá er fótunum
einfaldlega kippt
undan manni. “
Fj
26
olnir
timarit handa
islendingum
hOUSt '97
Persónuleiki
minn hefur
verið kóperaður
Segir myndlistarmaður sem stefnt hefur fyrrverandi
sambýliskonu sinni fyrir að hafa tekið upp eftir sér
tilsvör, framkomu og afstöðu til manna og málefna
Athyglisvert prófmál er nú rekið fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur þar sem myndlistarmaður
stefnir fyrrverandi sambýliskonu sinni fyrir brot á
höfúndarréttarlögum. Maðurinn telur konuna
hafá tekið upp eftir sér ýmis persónuleikaein-
kenni svo sem tilsvör, framkomu, afstöðu til
manna og málefna og jafnvel kæki og stæla og
nýtt þetta síðan til að koma sjálfri sér áffam í
myndlistarheiminum. Að sögn Knúts Bruun,
lögmanns Myndstefs, höfúndarréttarsamtaka
myndlistarmanna, er hér athyglisvert prófmál á
ferðinni, ekki síst fyrir dómskerfið í landinu.
„Þótt lög um höfúndarrétt fjalli ekki beint um
þau atriði sem stefnt er út af vonumst við til að
dómurinn taki mið af þróun myndlistar undan-
farin ár og áramgi og viðurkenni með dómi
sínum þessa þróun og nauðsyn þess að vernda
skilyrðislausan rétt myndlistarmanna á sköpun
sinni,“ sagði Knúmr í samtali við Fjölni.
Þar sem hér um sérstætt mál að ræða, sem án
efa mun hafa víðtæk áhrif í framtíðinni, féllst
stefnandi á að skýra sína hlið málsins fyrir lesend-
um Fjölnis. Hann vildi þó ekki láta nafns síns
getið og bar því við að orðstír hans hefði skaðast
nóg eftir aðfarir fyrrverandi sambýliskonu sinnar
og að hann gæti einfaldlega ekki hætt á að reka
þetta mál fyrir opnum tjöldum. „Ég hef horft
upp á manneskju komast upp með að kópera
persónuleika minn algjörlega svo mér hefúr fúnd-
ist ég vera hálfgerð eftirmynd sjálfúr. Þetta hefúr
skiljanlega grafið undan sjálfstraustinu hjá mér.
Ég treysti mér því einfaldlega ekki í opin réttar-
höld. Ég held að fólk hljóti að skilja þetta,“ sagði
myndlistarmaðurinn, sem hér eftir verður kallað-
ur Þórarinn C.
KvniHirt lcowu að nordan_____________________
Að sögn Þórarins hóf hann sambúð með Dillu
(þetta er ekki rétt nafn sambýliskonunnar) fyrir
fjórum árum. Hann var þá 38 ára gamall og
þegar búinn að koma sér þokkalega fyrir í mynd-
listarheiminum í Reykjavík. Dilla var hins vegar
27 ára gömul og nýútskrifúð úr Myndlista- og
handíðaskólanum.
„Hún vissi ekkert í sinn haus. Ég meina, hún
var meira að segja að norðan," segir Þórarinn C.
til útskýringar á aðstöðumun þeirra hjónaleys-
anna í upphafi sambúðarinnar. „Ég hafði tekið
þátt í samsýningu á Nýló og fengið úthlutað sýn-
ingartíma tveimur árum eftir að við tókum sam-
an. En það er ekki aðalatriðið. Málið var að ég
hafði unnið hörðum höndum við að marka mér
bás innan myndlistarheimsins, komið mér í
kynni við rétta fólkið, fúndið út hvemig landið lá
og allt það. Hún var hins vegar algjör nýgræðing-
ur. Ég man til dæmis einu sinni eftir að ég fór
með hana á opnun á Kjarvalsstöðum og þá rauk
hún blaðskellandi á Tolla fyrstan manna og ég
þurfti að draga hana laumulega burt til að verða
mér ekki til skammar. Ef ég hefði ekki gefið
henni innsýn í þennan heim væri hún í dag að
sýna í Eden eða Þrastarlundi. Hún hefði aldrei
komist þangað sem hún er nema vegna mín.“
Nú getur það varla talist brot á höfundarrétti að
lntra af'samferðamönnum sínum:
„Nei, kannski ekki. Enda stefni ég henni fyrir
meira en þetta. Fólk verður þó að skilja sétstöðu
myndlistarmannsins. Smndum heldur fólk að við
búum bara til einhver myndverk og svo sé allt
búið. En það er ekki svo. Við emm ekki með
fyrirtæki á bak við okkur, ekkert bákn. Við þurf-
um sjálf að skapa okkur nafn, koma okkur í réttu
samböndin, fylgjast með öllum hræringum í list-
inni en ekki síður í öllu því sem er í kringum
hana. Og ég get spurt: Hvað er listamaður sem
vinnur aðeins verkin sín og síðan ekki meir.
Hann er ekki neitt. Og ef þena er rétt, er þá ekki
eðlilegt að líta á allt umstangið í kringum verkin
sem hluta af verkinu sjálfú? Þegar maður sér síð-
an manneskju éta upp eftir manni ailt sem mað-
ur gerir, heilsa öllum sem maður heilsar, segja
sömu hlutina og maður sjálfúr er vanur að segja,
viðra skoðanir sem maður hefúr sjálfúr lagt hart
að sér við að koma sér upp — þá er fómnum
einfaldlega kippt undan manni. Fólk verður að
átta sig á að ffumleiki og sérstaða er það sem
myndlistarmaðurinn vinnur með. Hann gemr
því ekki gengið um gömrnar vitandi af hreinni
og klárri eftirmynd á vappi einhvers staðar í bæn-
um. Heldurðu að Tarantino hefði sýnt Pulp
Fiction ef einhver annar hefði þegar verið búinn
að frumsýna nákvæmlega eins mynd?“
Stolwar aetningar___________________________
En nú er Dilla varla nákvœm tftirmyndþín? Fyrir
það fyrsta eruð þið ekki afsama kyni.
„Það skiptir engu máli. Auðvitað erum við
bæði manneskjur, en hvað með það? Em ekki
allir manneskjur? Það er ekki þetta sem maður er
að vinna með sem listamaður heldur það sem
aðgreinir mann frá öðrum. Og þegar ég vakna
upp við það einn daginn að ég hef enga sérstöðu
lengur, hvað er ég þá? Alla vega ekki listamaður,
það get ég sagt þér.“
Geturðu nefht cLemi um þau persónuleikaeinkenni
sem þú telur Dillu hafa stolið frá þéri
„Já, helling. Ég var til dæmis vanur að segja
um Braca Asceirsson að hann sæi ekki sýningarn-
ar fyrir sjálfúm sér. Þegar ég var á Kaffi List um
daginn heyri ég Dillu þruma þessu yfir salinn.
Og fa þennan líka viðurkenningarhlámr fyrir.
Hvað átti ég að gera? Ég gat ekkert gert. Ég varð
að taka þessa setningu og henda henni. Og ef ég
hefði ekki verið þarna á Kaffi List og heyrt þetta,
er öruggt að ég hefði misst þetta út úr mér ein-
hvers staðar og ef einhver þeirra sem voru á Kaffi
List þetta kvöld hefðu heyrt mig segja þetta hefði
sá álitið mig vera að kópera Dillu. Og þetta er
bara eitt lítið dæmi. Ég er til dæmis vanur að gera
svona með hendinni ef mig líkar eitthvað illa.
(Þórarinn C. sveiflar hægri hendinni skáhallt upp
og til hægri og setur upp svip sem lýsir áhuga-
leysi). Um daginn var ég í bíl fyrir utan Sólon og
fylgdist með Dillu gera nákvæmlega þetta þegar
hún var að ræða við einhvern blaðamann, ekki
einu sinni heldur þrisvar. Það var eins og þetta
væri eitthvert andskotans vörumerki hjá henni.“
En getur þú í raun stefnt DiUu fyrir að apa upp
eftirþér takta og tilsvör? Geti Björk ekki með
sómu rökum stefht helmingnum af öUum smástelp-
um í Reykjavík?
„Nei, það er allt annað mál. Björk er ffæg. Ef
einhver tekur upp taktana hennar þá er það gott
mál. Ég er ekki ffægur, þó ég hafi verið búinn að
koma mér upp þokkalegri stöðu innan myndlist-
arheimsins þegar ég kynntist Dillu. Ef mínir takt-
ar em ofnotaðir þá hverf ég fjöldann. Það sem
styður Björk í frægðinni getur gert út af við mig.
Tökum dæmi: Hvað heldurðu að hefði gerst ef
allir ungir menn í París hefðu fengið sér yfirskegg
eins og Dau þegar hann var að koma undir sig
fótunum? Hann hefði þurft að raka sig og finna
upp á einhverju nýju. En þegar hann var orðinn
frægur þurfti hann ekki að óttast neitt. Ef einhver
hefði safúað svona skeggi hefði fyrsti maðurinn
sem sá hitti sagt: Nei, erm kominn með Dali-
skegg?“
Pergówuleikinw er listqweHc
En myndlist snýst varla um eintóma steela, tilsvör og
takta ogþað að þekkja rétta fólkið. Ekki geturðu
lagt eftiröpun á þessu aðjöfhu við það að einhver
falsi eftir þig málverk?
„Ég mála ekki málverk, fyrirgefðu."
Ja, eða myndverk þá.
„Afhverju ekki? Hvert er framlag Oscars
Wildes til listarinnar? Er það persónan eða verkin?
Og ég er að taka dæmi af manni ffá síðustu öld.
Hvernig heldurðu að þetta sé í dag? Sástu þáttinn
um KristjAn Guðmundsson í sjónvarpinu um
daginn? Hvort var sá þáttur um persónuna eða
listaverkin? Þú verður að átta þig á að þetta er
óaðgreinanlegt í dag. Ef þú segðir mér frá manni
sem býr á sveitabæ austur á landi og málar úti í
hlöðu ffá morgni til kvölds, er ég viss um að ég
geti sagt þér við hvað hann væri að fast. Ef þú
nefnir annan sem býr á Njálsgömnni, fer oft á
Kaffi List, þekkir Pétur Arason í Faco og er í
gallafömm ffá toppi til táar, þá get ég líka sagt
þér hvað hann er að gera. Sem minnir mig á eitt,
heldurðu að ég hafi ekki séð Dillu í Levi’s-dressi
á Laugaveginum í fyrradag. Pældu í því? Þegar ég
kynntist henni hélt hún að engir væm í Levi's
nema einhverjir Hallbjarnar HjARTARSONAR-fan.
Þetta var svo helvíti mikið eitthvað að norðan.“
Það kemur fram í stefhunni að þú krefst lögbanns á
124 tölusett atriði sem DiUu verður meinað að
segja, gera eða framkvama. Meðal annars að neita
þvi að taka þátt í samsýningum ef nokkrir nafii-
greindir myndlistarmenn eru meðal sýnenda, að
biðja gesti á opnunum um örlitla slettu afSprite út
í rauðvínið sitt, að heilsa Bjarna Pórarinssyni með
því að segja maestro, maestro og margt fleira sem
leikmanni kann aðþykja smáatriði sem litlu máli
skipta...
„...bíddu nú hægur. Hver ætti að meta list-
rænt gildi listaverka nema listamaðurinn sjálfúr?
Ekki viltu bera öll Kjarvalsmálverk fyrir dómara
og láta hann úrskurða um listrænt gildi þeirra. Ef
honum finnst sum þeirra lítils virði, á þá að leyfa
Pétri og Páli að kópera þau að vild? Það er ein-
mitt um þetta sem málið snýst. Á ég rétt á minni
eigin sköpun eða gemr hver og einn hrifsað það
til sín sem hann kærir sig um? Ég veit allt um
mikilvægi þessara hluta. Ég var í mörg ár að
vinna að þeim og þegar ég hef verið svipmr þeim
skil ég enn betur hvað þeir höfðu að segja."
jjdd öfuwd___________________________________
Nú er DiUa að opna sinu fyrstu einkasýningu efiir
þrjár vikur en þú hefur ekkert sýnt stðan á samsýn-
ingunni í Nýlistasafhinu fyrirfimm árum. Getur
verið að þetta hafi hafi áhrifá ákvörðun þína um
að stefha henni?
„Hvað meinarðu?"
Ég á við hvort það geti verið að það hafi hafi áhrif
á þig að hún virðist njóta nokkurrar velgengni á
meðan feriU þinn virðist vera í Ltgð?
„Ég var með verk í galleríi Hlust í sumar, svo
ég skil ekki alveg hvað þú ert að gefa til kynna.
Þótt ég hafi ekki sýnt mikið að undanförnu þá er
ekki þar með sagt að ég sé ekki að vinna að
minni list.“
En getur verið að einhver metingur miUiykkarfyrr-
um sambýUnga hafi hafi einhver áhrif á stefhurut?
„Nei, þetta er fúllkomlega prófessíónelt mál
og kemur ekkert persónulegum tilfinningum
við.“
Hvað hyggstu fyrir ef þú tapar málinu fyrir Héraðs-
dómi?
„Þá áffýja ég til Hæstaréttar og þaðan út til
Strassborgar ef með þarf. Ég er að berjast fyrir
tilvist minni sem listamanns og ég gefst ekki upp.
Fyrir mér er listín lífið," sagði Þórarinn C. að
lokum. ■