Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 29
Hannes Sígurösson Landnáma hin nýja
Fundur í Listvinafélaginu í Reykjavík 1922. Fundarmenn frá vinstri: Þórarinn B. Þor-
láksson, Jófríður Zoéga, Sigríður Zoéga, Jón Stefánsson og Steinunn Thorsteinsson.
sömu hugmyndum, meðvitað eða ómeðvitað.
Hannes Hafstein forsætisráðherra fól Þórarni að
gera verk í tilefhi vígslu nýja fánans árið 1915 og
þá málaði hann Dómkirkjuna og alþingishúsið
(L.Í.) [mynd 3] þar sem táknið trónir efst, hátt
yfír merki dönsku krúnunnar. Guð (sem stendur
fyrir yfirskilvideg lög góðrar breymi) og þing
(löggjöf manna) eru sýnd saman þar sem hið
fyrra sveipar dulúð og það síðara skýrir út; milli
sín spanna þau allar hliðar ríkisvaldsins. Lands-
lagsmálverk Þórarins má skoða sem myndlíkingar
þessara stofhana — Guð og þing ríkja yfir hverj-
um læk og dal í landinu — í gegnum litatákn-
kerfi sem byggist fyrst og fremst á þjóðfánanum,
eins og greinilega kemur ffam í Landslagi hans
(1900, L.í.) [MYND 4] sem rennur út í fjarskann
með rauðum lit í forgrunni, bláum í miðju og
hvítum í bakgrunni.
Þessi samsvörun milli litanotkunar Þórarins
og merkingar er ekki jafntilefnislaus og æda
mættí. Fáninn var ekki aðeins talinn afar mikil-
vægur í sjálfstæðisbaráttunni, heldur var hann ffá
aldamótum eitt heitasta deilumálið manna á
meðal á öllum þjóðfélagsstigum. Raunar lagði
forstöðumaður Þjóðminjasafhsins, MatthIas
Þórðarson, til strax 1906 að faninn skyldi
byggður á fyrrnefndu litaskema og lagði í það
sömu táknrænu merkinguna og nefndinl913,
árið sem dönsk stjórnvöld viðurkenndu hann
loks. Upphaflega þótti mönnum hins vegar að
hönnunin ætti að vera hvítur kross á bláum
grunni, hliðstætt og hjá Grikkjum, og það er
þessi ffumlitur sem Þórarinn notar svo mikið að
blá slikja — sem Kjarval kallaði „bláma lista-
mannsins" á sinn tvíræða hátt — er yfir flestum
verkum hans. Með því að leggja svo mikið upp
úr þessari sérstöku litasamsetningu höfðar Þórar-
inn óbeint til tilfinninga áhorfandans, hins vænt-
anlega kaupanda, og færir fánann á táknrænan
hátt inn í „raunsæislegar“ myndir af hjartfólgnum
stöðum sem hann sýndi yfirleitt annaðhvort við
dögun eða sólarlag, á þeim tíma dags þegar þessir
litír koma best í ljós. Þetta eru líka þær stundir
sem skáldin kusu nánast alltaf að lýsa. Náttúran
er hjá þeim sýnd prúðbúin, sveipuð trúarlegri
ffiðsæld og yfirleitt böðuð líknsömu hálffökkri
sumarmorguns eða kvölds, og þeim var tíðrætt
um mótíf — sem ekki tengdust reyndar fanan-
um, að minnsta kosti ekki fyrr en málið varð eld-
fimt snemma á þessari öld — á borð við skínandi
hvíta jökla, blá fjöll í fjarska og gullna firði. Með
því að velja sér ákveðna þjóðlega staði og þvinga
fananum og skáldskaparhefðinni upp á náttúmna
tókst Þórarni að afla hinni nýju listgrein meira
álits og kynna þjóðinni landið á myndrænan
hátt. Þar sem skáld bám trúlega talsverða ábyrgð
á litunum sem valdir voru í fánann og þeirri
táknrænu merkingu sem í þá var lögð má hins
vegar líta svo á að Þórarinn sé að leiða okkur
aftur til upprunans, skáldanna og loks náttúr-
unnar sjálffar, þaðan sem þeir komu í upphafi. Á
hvorn veginn sem við viljum líta það er saman-
burðurinn milli fanans og gmndvallarlitaskema
Þórarins ekki úr lausu lofti gripinn.
Slík vísun tíl fánans er ekki eins áberandi í
verkum Ásgríms Jónssonar, sem var níu árum
yngri en Þórarinn, og næsm kynslóðar lista-
manna, enda fánamálið horfið úr brennidepli
þegar þessir listamenn hösluðu sér völl. Skáldin
héldu engu að síður áffam að hafa sterk áhrif á
málara, ekki aðeins úr fjarlægð, heldur iðulega
gegnum náin persónuleg tengsl. Áriðl903
myndskreyttí Þórarinn t. d. Íslandsvísur Jóns
Trausta, samstúdents síns ffá Kaupmannahafnar-
árunum, en mörg þeirra kvæða urðu afar vinsæl,
svo sem Draumalandið og Ég vil elska mitt land
Og þá erum við komin að öðm atriði sem er
jafnvel enn erfiðara að henda reiður á en litaffæði
Þórarins — myndun andlegs bræðralags. Sam-
heldni valdastéttarinnar byggðist á samþættingu
pólitískra, efhahagslegra og menningarlegra stofh-
ana og neti fjölskyldu- og skólatengsla, enda
ákvörðuðust mennmnarforréttindi yfirleitt af
uppruna. Þeir sem stunduðu nám á sama stað
kynntust vel og sá kunningsskapur hélst vanalega
effir að þeir höfðu fengið stöður heima á íslandi.
Valdastéttin var ekki aðeins valdameiri en nokkur
annar þjóðfélagshópur, heldur stóð hún öðmm
framar í þekkingu og gem; hún var menntaðasti
hluti þjóðarinnar. Það sakaði ekki að vera „leyni-
legur“ meðlimur í þessu bræðralagi þótt menn
fengju ekki sjálfkrafa áhrifastöðu. Bæði Sigurður
og Þórarinn hlutu virðuleg embætti, sá fyrrnefndi
var fyrsti forstöðumaður Þjóðminjasafnsins og sá
síðari skólastjóri Iðnskóla íslands. En það sýnir
þó hversu langt var ffá því að myndlist væri
fullgild starfsgrein í byrjun að þeir þurffu að
vinna fyrir sér með slíkum störfum. Allir fimm
fulltrúar fananefndarinnar 1913 gegndu virðu-
legum skyldum — Guðmundur Björnsson land-
læknir, Jón Aðils sagnffæðingur og stjórnmála-
maður, Ólafur BjöRNSSON ritstjóri, Matthías
Þórðarson forstöðumaður Listasafhs íslands og
Þórarinn — og hver þeirra var í forsvari fyrir
einn hinna fimm stjórnmálaflokka. Þótt sumir
menntamenn væm mikilvægari en aðrir þegar
kom að ákvarðanatekt gat listamaðurinn sem
aukameðlimur í bræðralagi þeirra samt lagt því
lið með því að fjalla á tilfinningaríkan hátt um
þau mál sem hæst bar á góma. Mikilvægast þeirra
— nema í augum þeirra sem mökuðu krókinn
undir dönsku krúnunni — var baráttan fyrir
viðurkenningu á íslandi sem fullvalda ríki og þess
vegna var svo rík áhersla lögð á eigin fána. Til að
leggja drög að því var nauðsynlegt að sameina
dreifða þjóðina og þjappa henni saman í nýja
pólitíska og efnahagslega heild, og þá komu
skáldin og síðar myndlistarmennirnir til skjal-
anna og stilltu saman hugina og skópu henni
sjálfsmynd.
Þetta er vitaskuld mikil einföldun og ólíklegt
er að nokkur hafi litíð þannig á málin á þeim
tíma. En rétt er að minna á að bæði skáld og
stjórnmálamenn kynm mjög undir óánægju al-
mennings sem þróaðist ffá hatri á Dönum, sem
kennt var um allt sem aflaga hafði farið í sögu
landsins, til sannrar ættjarðarástar. Með því að tjá
þessar andstæðu kenndir var hægt að hreinsa
ímynd landsins og ljá henni jákvætt táknrænt
gildi. Hárfi'n vísun Þórarins til fánans var hins
vegar aðallega ædað að höfða til menntamanna,
nánar tiltekið alþingismanna, og fyrir því var gild
ástæða. Almenningur hafði varla til hnífs og
skeiðar, hvað þá að hann hefði efhi á að kaupa
málverk, og því varð Alþingi mikilvægasti smðn-
ingsaðili listanna — listamaðurinn var bæði háð-
ur því og skuldbundinn, einkum á mótunarárum
sínum, meðan hann var að afla sér menntunar og
hefja feril sinn.
Þessar óvenjulegu markaðsaðstæður er erfitt
að skilgreina. Þær eiga sér einfaldlega enga hlið-
stæðu. Þar til á 6. áratugnum voru hér engin
gallerí eða einkareknir sýningarsalir, og ekki er
hægt að líta á Alþingi (þ. e. ríkið) bara sem
menntahirð eða hefðbundinn velunnara listanna
sem lét óskir sínar í ljós í smáatriðum, eins og
þekktist á miðöldum. Ekki starfaði málarinn/
myndhöggvarinn heldur mitt á milli „opinbers
vettvangs“ og „einkavettvangs“ hvað sölu lista-
verka áhrærir. Á íslandi rann þetta saman því að
afar mikið af listaverkum var inni á heimilum
almennings, einkum effir 1940 þegar þjóðin tók
að rétta úr kútnum og þurfti „eitthvað" á vegg-
ina, en í öðrum löndum er þau einkum að finna
í söfhum eða í eigu ákveðinna listaverkasafhara.
Ekki gám listamenn heldur treyst algjörlega á
Alþingi sér til framdráttar og haldið áffam að búa
til myndir á færibandi þegar þeir vom einu sinni
búnir að koma sér í mjúkinn hjá ríkisvaldinu.
Listamaðurinn var álitinn náttúruleg rödd fólks-
ins, sál þjóðarinnar, sá sem gat gert henni spegil-
mynd af tilfinningalífi hennar. Ríkið greip inn í
með því að færa listamanninum peningafórn fyrir
hönd almennings þegar honum tókst að uppfylla
þessar þarfir.
Pólitísk skoðanamyndun áttí því greiða leið
gegnum pentskúf málarans. Þegar Ásgrímur sótti
t. d. um styrk 1903 til að halda áffam námi sfnu
í Danmörku lét hann fylgja hjartnæma mynd.
Eins og rætt var hér áður skipar landslag lítið
rúm í íslendingasögunum og er kunnasta undan-
tekningin nokkrar línur í Njáls sögu. Það er varla
tilviljun að Ásgrímur valdi sér að fjalla um þenn-
„ Gagnrýnandi
Isafoldar sagði t. d
um fyrstu sýningu
listamannsins árið
1900 að „hr. Þór-
arinn B. Þorláks-
son, fyrsti islenski
landslagsmálar-
inn “, hefði hlotið
fádœmagóð með-
mœli frá kennur-
unum sínum og
vœri líklegur til þess
að auka hróður
„okkar“enn meira
með afrekum sínum
í framtíðinni. “
an hluta sögunnar, atvikið þegar Gunnar á
Hlíðarenda ákveður skyndilega að snúa aftur
heim þótt torvelt væri, effir að hann hafði verið
gerður útlægur fyrir manndráp. Gunnar stökk af
baki hesti sínum og mælti þegar hann horfði yfir
héraðið: „Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún
aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún,
og mun eg ríða heim aftur og fára hvergi." (fs-
lendingasögur. Bragi Halldórsson o. fl. ritst. Svart
á hvím, Reykjavík 1987, bls. 210). Ásgrímur
sýnir Gunnar þar sem hann stendur við hlið
hests síns, en bróður hans á baki, annar horfist í
augu við skapadóm sinn, hinn er reiðubúinn að
flýja. Lesandinn, sem gjarnan kunni stóra hluta
bókarinnar utanað, skynjar hvörf í sögunni.
Héðan í ffá hallar undan fæti fyrir hetjunni,
Gunnar er loks drepinn og einnig Njáll ráðgjafi
hans og synir hans þrír. í lýsingu Ásgríms sjáum
við Gunnar stíga út úr gullöld íslendingasagn-
anna til að boða þjóðinni ættjarðarást, kenna
henni að fórna sér fyrir fósturjörðina. Áhorfand-
anum er ædað að setja sig í spor Gunnars, virða
fyrir sér íslenskt landslag og komast að sömu
niðurstöðu og hann — að landið hans sé mikil-
vægara en líf hans sjálfs. Rétt er að ljúka þessum
hluta með því að taka fram að Ásgrímur hlaut
styrkinn án þess að nokkmm mótbárum væri
hreyft, 600 krónur.
>
Mynd 4:
Þórarinn B. ÞorlAksson
Landslag, 1910
Fjölnir
haust '97 29