Fjölnir - 30.10.1997, Page 32

Fjölnir - 30.10.1997, Page 32
Hannes Sigurðsson Landnáma hin nýja Mynd 12 Finnur Jönsson óðurtil mánans, 1925 Mynd 13 Finnur Jónsson Morgunn við haf, 1927 Pmumur og weruleílci______________________ CA. 1920-1940 Þórarinn og Ásgrímur tóku bókmenntalega hug- sjónastefnu þjóðskáldanna í arf, staðfestu hana og miðluðu henni til næstu kynslóðar listamanna. Síst ber að vanmeta mikilvægi fordæmis þeirra og velgengni þar sem landslagsmálun hélt áfram að dafna og skipa ríkan sess í efnisvali listamanna tvo áratugi til viðbótar. Raunar hefiir Björn Th. Björnsson bent á að u. þ. b. 90% allra málverka sem gerð voru í landinu frá því um aldamót og fram til 1940 sýndu íslenskt landslag, en afgang- urinn hefði einkum verið andlitsmyndir (merki- legt ffávik em táknræn málverk og fígúratífar höggmyndir Einars Jónssonar sem em utan ramma þessarar greinar). Það er hins vegar í meðferð á þessu viðfangsefiti sem vart verður fyrsm adagnanna að einsleitninni, Landslagið er hægt og bítandi brotið niður í ffumparta sína og óhlutbundna „grunnþætti" með ýmiss konar stflhefðum og myndlistaraðferðum sem fengnar em að láni ffá ffamúrstefhuhreyfingu megin- landsins og síðar urðu að markmiði í sjálfúm sér. íslenskir listamenn á 3. og 4. áratugnum ræktuðu hins vegar sjaldan „stíl“ sjálfs hans vegna. Ungir listamenn gerðu öllu heldur tilraunir með „stíl“, léðu honum nýja merkingar og fléttuðu honum á margvíslegan hátt saman við viðurkenndari hug- myndir um íslenska landslagsmálverkið. Umfram allt var „stíll“ viðsjárverður í augum ríkisvaldsins. „Stíll“, í hvaða formi sem var, var harðlega gagn- rýndur af stjórnmálaforingjum fyrir að vera údenskur, eitthvað framandi, sem hins vegar mátti nota sem mælikvarða á það hversu „íslenskt" tiltekið verk væri. Helst átti listamaður- inn alls ekki að hafa neinn „stíl“, hann átti að vera „stíllaus", uppétinn og eyddur, ef svo má segja, af „raunsæislegum“ viðfimgsefnum sínum, eins og Þórarinn í Þingvallamynd sinni og Ás- grímur í Heklumyndinni. Sérviskulegar opinber- anir sem settar vom ffam með „stíl“ vom því illa Mynd 14, fyrir ofan: Jún StefAnsson Eiríksjökull, 1920 Mynd 15, fyrir neöan: Jón StefAnsson Hraunteigur við Heklu, 1930 séðar nema hægt var að sýna fram á að þær túlkuðu eða væm í samræmi við góð og gild íslensk viðhorf. Fáum myndlistarmönnum tókst að leyna módernistískum uppmna sínum nægj- anlega til að öðlast sess í hofi opinberrar listar. Þeir voru þvert á mód reknir út úr garði hinnar eilífú sælu og friðsældar í bókstaflegum skilningi því að margir freistuðust til að endurskoða afstöðu sína með því að laga list sína að viður- kenndum hefðum eða þá sáu engin önnur úrræði en að halda ferli sínum áfram annars staðar. Merkilegasta undantekningin ffá þessu er Jóhannes S. Kjarval (1885-1972) sem verður aðalumfjöllunarefni þessa kafla. Kjarval beitti geysilegri hugkvæmni innan þröngs sviðs lands- lagsmálverksins, blés nýju lífi í það og gat sér fyrir vikið góðan orðstír meðal þjóðarinnar sem fór jafhvel ffam úr dálæti hennar á þjóðskáldunum. Strax og ísland varð fúllvalda 1918 tók hin rómantíska sýn að daprast og í stað hugsjónaeld- móðsins sem hafði einkennt heimastjórnarárin neyddust menn nú til að fara að kljást af raunsæi við alvarleg vandamál innanlands sem bráðlá á að leysa, svo sem verslun, bankastarfsemi, mynt og ýmisleg stjórnunarvandkvæði. Deilur út af tengsl- unum við Danmörk voru því um sinn ekki leng- ur á dagskrá, en í staðinn þróuðust umræður um nærtækari mál, svo sem stéttabaráttu og dreifingu vinnuafls, sem áttu eftir að hafa vaxandi áhrif á stjórnmál næstu tvo áratugina. Tímabilið sem í hönd fór einkenndist því af leit að „formi“, bæði á félagslegum og menningarlegum vettvangi. Á heimastjómarámnum hafði fiskiðnaðurinn stækkað ört og orðið aðalatvinnuvegur þjóðarinn- ar. Síaukin þörf hans eftir vinnuafli leiddi til stór- felldra félagslegra umskipta þegar fólk tók að flytjast úr sveitum til sjávarþorpanna.Td dæmis bjuggu aðeins 7,6% íbúa landsins í Reykjavík um aldamótin. Árið 1920 var talan komin upp í 18,4% og árið 1945, effir að landið var orðið sjálfstætt, bjuggu hvorki meira né minna en 35,7% íbúanna í Reykjavík sem varð því leiðandi í stjórnsýslu og menningarmálum. Þessar tölur gefa ágæta vísbendingu um hversu viðamiklar breytingar á samfélagsgerðinni fóm í hönd. Milli- stéttinni óx ásmegin, en bændur, sem töldu sig máttarstólpa samfélagsins, missm 60% af vinnu- afli því sem þeir höfðu haft yfir að ráða. Sérstak- lega þóttust stórbændur illa sviknir og reyndu af veikum mætti að heffa óhjákvæmilega þróun með því að beita hinum aldagömlu vistarbands- lögum, sem gerðu einstaklingum skylt að búa í tilteknu héraði, til að koma í veg fyrir flótta ódýrs vinnuafls til verstöðvanna. Einn af smðnings- mönnum þeirra úr hópi menntamanna, Cuð- mundur Finnbocason, gekk svo langt að halda því fram að hollusta við heimkynnin jafngilti holl- usm við sjálfan sig og í námsbókum barnaskólans var því haldið ffam þar til um miðjan 4. áramg- inn að aðalbjargræði þjóðarinnar ffá upphafi landnáms hefði verið landbúnaður og væri enn. Þessi áróður, sem náði til allra menntunarstiga, minnir á að bændur héldu áfram að standa í framvarðarlínu stjórnmálanna og neituðu að beygja sig fyrir þeirri staðreynd að árið 1930 öfluðu fiskafúrðir landinu 85% útflutningstekna og nálægt 40% þjóðarinnar höfðu lífiviðurværi sitt, beint eða óbeint, af þeim iðnaði. Mennta- kerfið var næsmm algjörlega ríkisstýrt. Eins og á öðrum sviðum voru stöðuveitingar í höndum þeirra flokksleiðtoga sem mynduðu ríkisstjórn á hverjum tíma, einkum þeirra sem réðu mennta- málaráðuneytinu. Ráðningar kennara og skóla- stjóra í barna- og gagnfræðaskólum voru iðulega litaðar af flokkshagsmunum. Að auki vom öll helstu blöðin og sum stærri útgáfúfyrirtækjanna stofnuð til að þjóna ýmsum pólitískum hags- munum. Þegar fiskveiðar voru nútímavæddar og fs- lendingar fóm að stjórna verslunarmálum sínum sjálfir urðu stéttastjórnmál hreyfiafl hinnar póli- tísku þróunar. Hugmyndaffæði sósíalisma, sam- vinnustefhu og frjálshyggju tóku að setja svip á umræðuna, en hún var engu að síður rígbundin af hugmyndum og hugtökum þjóðernishyggj- unnar. Af þessu leiddi að þjóðernishyggjan efldist Jón Stefánsson á myndlistarsýnlngu f Kaupmannahöfn 1939. á ný og hafði veruleg áhrif innan flokkakerfisins. Tveir stærsm flokkarnir í íslenskum stjórnmálum á 20. öld, sem tveir þriðju hlutar kjósenda hafa stutt undanfarin 70 ár — Sjálfstæðisflokkurinn 37—42%, Framsóknarflokkurinn 24-28% — uxu báðir út úr heimastjórnar- og sjálfstæðissam- tökunum sem sett höfðu mest svip á íslensk stjórnmál á tímabilinu 1904—1918 meðan sam- bandsmálið var á döfinni. Sjálfstæðisflokkurinn leit svo á að sjálfstæði þjóðarinnar fæli það í sér að ísland væri fyrir íslendinga eina og barðist gegn alþjóðahyggju, einkum alþjóðlegum hug- myndastefnum á borð við sósíalisma og komm- únisma. Framsóknarflokkurinn hafði hins vegar upphaflega byggst á samvinnufélögum sem lýstu því yfir að baráttan gegn dönskum kaupmönnum væri eitt meginviðfangsefni þeirra í því skyni að færa innan- og utanlandsverslun í hendur íslend- inga. Á öðmm og þriðja áramgi 20. aldar kom hann á laggirnar þjóðernissinnaðri ungmenna- félagshreyfingu, einkum í sveitum, sem náði geysilegum vinsældum og hefúr raunar dafnað allt ffam á okkar daga. „íslandi allt“ var aðal- slagorð hreyfingarinnar og hún valdi sem merki sitt bláa og hvíta fanann sem þjóðernissinnum hafði ekki tekist að fá Danakonung til að sam- þykkja á sínum tíma. Við lok þriðja áratugarins vom þessir tveir valdahópar — arftakar gömlu valdastéttarinnar sem vom nú orðnir stétttengd- ari, og þeir sem höfðu náð völdum gegnum ný stéttasambönd — orðnir tiltölulega samheldin forysta og höfðu algjörlega leyst gömlu valdastétt- ina af hólmi. Stéttaleiðtogarnir treysm völd sín og viðhéldu helstu forréttindaeinkennum valda- kerfisins. Grundvallareinkenni íslenska valda- kerfisins héldust því óbreytt þótt gmndvöllur valdastéttarinnar hefði breyst. í* au pólitísku, efnahagslegu og félagslegu um- skipti sem urðu á 3. áratugnum sköpuðu nýjan jarðveg fyrir íslenska list og mátti helst vænta nýrra kaupenda úr hinni vaxandi millistétt. Borg- arastéttin þarfnaðist öðmvísi listar, nýrra menn- ingarlegra landvinninga sem mundu staðfesta stöðu hennar sem leiðandi boðbera siðmenning- ar. Borgarastéttinni var hins vegar mjög annt um ættjörð sína og andi þjóðernisrómantíkur sveif enn yfir vötnum, sem skýrir áframhaldandi vin- sældir landslagsmálverksins. Á miðjum þriðja áratugnum myndaðist þó gjá á milli þeirra með- lima borgarastéttarinnar sem vildu halda í viður- kenndan liststíl Þórarins og Ásgríms og hinna sem enn vom í minnihluta og vildu styðja málara sem leimðust við að útvíkka stíllegar forsendur íslenskrar listar með því að tengja hana meira al- þjóðlegum samtímastraumum. Þessi klofilingur skýrist þegar lýst er afdrifúm Finns Jónssonar (f. 1892) sem tók sér fyrir hendur að kynna þjóð- inni eina af róttækustu listahreyfingum 20. aldar. Eftir tveggja ára nám í Kaupmannahöfn hélt Finnur til Dresden þar sem hann fékk inni í Akademie der Schönen Kunste og síðar í Der

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.