Fjölnir - 30.10.1997, Síða 48

Fjölnir - 30.10.1997, Síða 48
Hafa skal það sem betur hljómar „Kafikari er fallin stjama. Það var mikíð lÁtið með þennan mannjyrir nokkrum árum en hann er nú öllum gleymdur. Það lýsir best nesjamennsku íslenskra safnssljóra að vera að draga þennan mann hingað. Það er álíka spennandi og efvið fengjum Muhameð Ali til að boxa við ein- hvem í Laugardals- höllinni. “ punktar og línur eru í raun mynd af hugarheimi listamannsins — sjálfsmynd hans. Ólafssyni hef- ur tekist að skapa nýja gerð af sjálfsmyndum. Hann horfir ekki á andlitsfallið heldur kafar ofan í hugarfylgsnin og dregur mynd af þeim í skörp- um og ákveðnum dráttum. Og í leiðinni afhjúp- ar hann hvernig sundurgreinandi þekkingarmolar hlaða upp heimsmynd okkar og sjálfsmynd á upplýsingaöld og hvernig þessir molar nærast hver á öðrum. Þetta verk Ólafssonar er mikils- verðasta framlag myndlistarinnar til að tjá firr- ingu nútímamannsins síðan Munch lauk við Ópið.“ Fuimomiiir HHwggr hrörnq____________________ Næstum helmingur vestursalar Kjarvalsstaða er undirlagður undir verk MatthIasar Bjarnasonar, fyrrverandi stjórnarformanns Byggðastofnunar. Þar má sjá ljósmyndir, líkön og uppdrætti af fiskeldisstöðvum af öllum stærðum og gerðum. „Ég vona að ég móðgi engan en ég tel Bjarnason vera ykkar mesta myndlistarmann. Þegar ég heyrði fyrst af verkum hans hugsaði ég með mér: CHRISTO who? Það er í raun ótrúlegt að svona hæfileikamikiU listamaður skuli vera nánast óþekktur utan Islands," segir Kafskari. Á suðurvegg salarins eru ljósmyndir sem Kaf- skari sjálfúr hefúr tekið af nokkrum laxeldisstöðv- um. „Já, ég ræddi við Bjarnason og sagði honum að mér þættu líkönin eða ljósmyndirnar af stöðv- unum á meðan þær voru í notkun ekki gefa rétta mynd af innsta eðli verkanna og hann féllst á að ég tæki myndir af þeim eins og þær em nú. Ég get varla lýst því hversu stoltur ég er af að hafa mátt með þessum hætti leggja lítinn skerf til heildarframlags þessa manns,“ segir Kafskari. í sýningarskrá skrifar hann um verk Matt- híasar að þau beri vott um ótrúlega þroskað fegurðarskyn. Hann hafi komið þessu hreina formi, hringnum, fyrir víða um land, smndum uppi á landi, stundum fyrir utan strendurnar, stundum í flæðarmálinu. Innan hringsins hafi hann síðan reynt að búa til kjörlífsskilyrði fyrir fiska. En þótt hann hafi aflað sér allrar tiltækrar þekkingar þá hafi það ekki komið í veg fyrir áföll. Á endanum var starfsemi hætt í flestöllum þess- ara stöðva. Eftir standa hringarnir og morkna niður, tákn fúllkomnunar sem varð að beygja sig fyrir óskapnaði náttúrunnar. „Tilvísanir í verkum Bjarnasonar em svo víð- feðmar að það er í raun sama hvar gripið er niður í hugmyndasöguna, alls staðar finnum við hug- myndir sem Bjarnason er að vinna með, allt ffá flatarmálsfræði Pýþagorasar og fmmmyndakenn- inga PLATÖNS að lífeðlisfræði nútímans. í verkum hans kristallast skilningur mannsins á sköpunar- verkinu og tilraunir hans til að endurskapa það og betrumbæta. Þegar maður virðir verkin fyrir sér nú skilur maður þá fegurð sem Speer sá í hnignun mannvirkja. Hringirnir hans Bjarnason- ar eru eins og tákn um týnda fúllkomnun — eins þverstæðukennt og það kann að hljóma. Bjarna- son er tindrandi snillingur. Þegar maður stendur frammi fyrir verkum hans fyllist maður þakklæti fyrir að vera uppi á sama tíma og hann.“ Heffur eKlcert að segla lengur Að sögn EirIks PorlAkssonar, núverandi forstöðu- manns Listasafns Reykjavíkur, kom val Hoyja Kafskari á myndlistarmönnunum honum nokkuð á óvart. „Kafskari er ákaflega umdeildur listfræðingur og sýningarstjóri og þótt sjónarmið hans hafi vakið athygli á undanförnum árum þá er það síður en svo að hann eigi sér marga fylgismenn meðal listffæðinga eða annarra fagmanna í list- geiranum. Ég hef persónulega ekki hrifist af hug- myndum hans og ég verð að segja að uppsetning hans á þessari sýningu hefúr ekki breytt viðhorf- um mínum. Fyrirrennari minn í starfi fékk Kaf- skari hingað til lands. Mér fánnst ekki stætt á öðru en setja sýninguna upp þar sem að baki henni liggur vinna sem hófst áður en ég kom hingað til starfa,“ sagði Eiríkur. Gunnar Kvaran, ffáfarandi forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sagði í samtali við Fjölni hafa hin Kafskari á ráðstefnu sýningarstjóra í Malmö fyrir fjórum árum og ráðið hann þá til starfsins. „Kafskari var þá ákaflega effirsóttur sýningar- stjóri. Og hann er það enn þótt hugmyndir hans hafi orðið djarfari með árunum. Ég veit til dæmis að hann setti upp sýningu í nútímalistasafninu í Bogota fyrr á þessu ári. Ég held því að við getum verið fúllsæmd af að fá hann til íslands,“ sagði Gunnar. Viðmælandi Fjölnis, sem vel þekkir til í lista- heiminum en vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að þessi sýning hefði vakið úlfúð meðal myndlistarmanna. „Kafskari er fallin stjarna," sagði hann. „Það var mikið látið með þennan mann fyrir nokkr- um árum en hann er nú öllum gleymdur. Það lýsir best nesjamennsku íslenskra safnsstjóra að vera að draga þennan mann hingað. Það er álíka spennandi og ef við fengjum Muhameð Ali til að boxa við einhvern í Laugardalshöllinni. Lista- heimurinn er harður heimur. Stundum emm menn stjörnur en stundum em menn einfaldlega búnir að vera. Kafskari hefúr ekkert að segja lengur. f það minnsta fest enginn til að hlusta á hann.“ ■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.