Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 50
Jón Viðar Jónsson Hversu djúpt á Borgarleikhúsið á sökkva?
„Ekkert þeirra nýju
leikrita, sem hafa
veríð frumsýnd í
Borgarleikhúsinu
jrá síðustu áramót-
um, hafa markað
tímamót í nokkrum
skilningiy flest, ef
ekki öll, hafa valdið
miklum von-
brigðum. “
furðanlega að klóra sig út úr vandanum, fyrsta
spölinn a. m. k. Hún átti að sönnu ekki margra
kosta völ, en tók þann skásta, enda þáverandi
formaður félagsins, Sigurður Karlsson, langreynd-
ur í leikhúspólitíkinni. Þó að eðlilegast hefði ver-
ið að auglýsa stöðu leikhússtjóra að nýju, var slíkt
allt of mikið hættuspil; til þess var of líklegt, að
enginn hæfur umsækjandi gæfi sig fram. Þá hefði
verið verr farið en heima setið og niðurlæging
félagsins orðið alger. Miklu hyggilegra var að
draga aftur fram umsóknabunkann og kanna
hvort einhverjir þeirra, sem sóttu á móti Viðari,
væru ekki tilkippilegir að hlaupa í skarðið.
Til allrar hamingju fyrir Leikfélagið reyndist
einn umsækjendanna viðræðuhæfur og vel það.
Þúrhildur Þorleifsdöttir er kappsfúllur og metn-
aðargjarn leikhúsmaður, sem hefúr áður sótt um
stöður leikhússtjóra, bæði þjóðleikhússtjóra og
leikhússtjóra L.R., án árangurs. Meðal leikhúss-
fólks er hún umdeild; í þeim hópi á hún sér bæði
einlæga aðdáendur og svarna andstæðinga. Hún
þarf auðvitað ekkert að vera verri fyrir það, og
fáir munu bera brigður á, að hún sé dugnaðar-
forkur með mikla reynslu og alhliða leikhúsþekk-
ingu.
stjórn er umfram allt fólgin í því að koma mann-
legum sannindum dramatísks skáldskapar til skila
með eins einföldum, en áhrifamiklum hætti og
leikhúsinu er frekast unnt. Þegar verst lætur hefúr
hún nánast kaffært verkin með ofhlæði í leik-
mynd og búningum, litskrúði og ljósagangi, eins
og gerðist í sviðsetningu hennar bæði á Pétri
Gaut og 13. krossferðinni eftir Odd Björnsson. í
sýningum hennar hafa afar sjaldan sést áhrifá-
mikil og stórbrotin leiktilþrif, ég get aðeins kallað
fram í huga mér örfá dæmi um slíkt og hneigist
þá fremur til að þakka það leikurunum sjálfúm
en stuðningi leikstjórans. Engu að síður er Þór-
hildur traustur stjórnandi og orðlögð fyrir að
halda uppi góðum vinnuaga í hópnum. Hún
hefúr á starfsferli sínum fengið mörg góð tækifæri
og tekist á við leikrit af öllu tagi, þó að klassíker-
arnir skipi ekki mjög veglegan sess á verkaskrá
hennar.
Það er ekki að raunalausu sem ég hef orð-
lengt hér um listrænan feril Þórhildar. Mér virðist
sem sé að frammistaða hennar í Borgarleikhúsinu
síðustu tvö og hálft misseri endurspegli bæði
kosti hennar og takmarkanir sem listamanns. En
áður en ég kem að því, er rétt að taka upp þráð-
„Það var happaráð hjá
Þórhlldi að fela Kristínu
Jóhannesdóttur Dómínó
eftir Jökul Jakobsson.
Kristín kaus allt aðra leið
en áður hafði verið farin;
lagði aðaláherslu á tragi-
kómík verksins í stað
hinnar duldu og ívið
melódramatísku lífs-
angistar sem réð ríkjum í
fyrrl uppfærslu þesslr.
Þersónurnar birtust þarna
sem tilfinningasljóar og
grunnfærnar strengja-
brúður, fastar í neti
yfirborðsmennsku og
alvöruleysis, ófærar um
að mynda lifandi tengsl
hver við aðra. var það
svona sem mannlegt líf
horfði við Jökli
Jakobssyni?"
Fj
50
olnir
timarit handa
islendingum
hciust '97
Ytri s-tilfqersla og augnagleði
Ég hef fylgst allvel með leikstjórnarferli Þórhildar
frá því hún vakti fyrst athygli með sýningum
Alþýðuleikhússins um miðjan áttunda áratuginn.
Mér er ekkert launungarmál, að ég hef aldrei haft
sérstakt dálæti á henni sem leikstjóra og fáar
sýningar hennar hafa hrifið mig verulega. Þór-
hildur hefur jafnan látið í Ijós mikla andúð á öllu
sem ber keim af hefðbundnu „raunsæi" eða
„natúralisma"; maður hefúr stundum haft á til-
finningunni, að hún líti beinlínis á það sem
æðstu köllun sína að hreinsa íslenskt leikhús af
öllu slíku. Að því leyti er hún sporgöngumaður
ýmissa evrópskra kenningasmiða og leikhús-
manna, sem hófú fyrst upp raust sína um síðustu
aldamót og hafa sett margvíslegan svip á leikhús
okkar tíma. Hún leggur mikið upp úr líkamlegri
tjáningu leikenda, enda ballettlærð í upphafi, og
sækist mjög eftir ytri stílfærslu og ýmiss konar
augnagleði á sviðinu. Mörgum þóttu fyrstu
sýningar hennar — einkum Krummagull og
Skollaleikur Böðvars Cuðmundssonar — bera með
sér ferskan blæ inn í leikhúsið, en lítið var eftir af
þeim ferskleika í síðusm sýningu hennar, Völ-
undarhtísi Sigurðar PALSSONAR í Borgarleikhúsinu
í vor.
Að minni hyggju er helsti veikleiki Þórhildar
sem leikstjóra sá, að hún hirðir of sjaldan um að
kafa nógu djúpt ofan í textann og kalla fram hið
besta í leikendum sínum. Það er eins og hún hafi
aldrei áttað sig almennilega á því, að góð leik-
inn, þar sem ffá var horfið í sögunni. Leikfélag
Reykjavíkur er sem sagt búið að reka Viðar Egg-
ertsson með dramatískum hætti — málið er víst
enn fyrir dómstólum — og almenningur veit
ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Þá gerist það,
að stjórn L.R. kallar Þórhildi á sinn fúnd. Af
viðræðum þeirra fara ekki sögur, nema lyktir
verða þær, að Þórhildur slær til, leggur heiður
sinn sem leikhúsmanns að veði fyrir velgengni
félagsins og gengur galvösk til liðs við það. Ymsir
starfsbræður hennar hefðu óefað hikað við að
stíga slíkt skref, en Þórhildur virðist líta svo á, að
þetta sé stóra tækifærið hennar til að setja mark
sitt á íslenska leiklistarsögu. Hún gengur ekki
heldur gruflandi að því, að hún hefúr öll tök
gagnvart Leikfélaginu sem þarf sárlega á henni að
halda, þó ekki sé nema til að kveða í kútinn
gagnrýnendur sína, sem margir eru hatrammir og
eiga sumir jafnvel greiðan aðgang að æðsm stjórn
Reykjavíkurborgar.
Leikrrtín wonbrigði
á „islenslcM leílcári"
Hvernig hefúr henni svo tekist til á því eina og
hálfa ári, sem hún hefúr gegnt embættinu? Hefúr
hún sýnt fram á þá stjórnunarhæfileika, það
frumkvæði, þá yfirsýn og þá dómgreind sem
góður leikhússtjóri þarf að búa yfir? Bæði og. Að
vísu hafði hún mjög skamman tíma til að undir-
búa síðasta leikár, þ. e. veturinn 1996-'97, en
áætlanir Viðars Eggertssonar voru að sjálfsögðu
allar látnar fjúka. Það auðveldaði Þórhildi á hinn
bóginn leikinn, að hún gat lagt megináherslu á
afmælisárið sjálft frá síðustu áramótum, og til
undirbúnings þess hafði hún gott svigrúm.
Hér stóð Þórhildur þó strax frammi fyrir
ákveðnu vandamáli: hvernig átti að greina þena
eina ár frá öðmm? Það skipti hana miklu að geta
svarað því á sannfærandi hátt, og í þeim tilgangi
greip hún til bragðs, sem hefúr áður verið notað í
Borgarleikhúsinu (á fyrsta starfsvetri L.R. þar), og
boðaði „íslenskt ár“. Afmælisárið skyldi sem sagt
allt helgað íslenskri leikrimn. Flestir myndu æda,
að enginn heilvita leikhússtjóri efndi til slíks
fagnaðar nema hann ætti í skúffúm sínum nóg
úrval góðra nýrra verka. Því miður hefúr komið í
ljós, að svo var ekki. Ekkert þeirra nýju leikrita,
sem hafa verið ffumsýnd í Borgarleikhúsinu frá
síðustu áramómm, hafa markað tímamót í
nokkrum skilningi, flest, ef ekki öll, hafa valdið
miklum vonbrigðum.
Það er fljótgen að renna yfir listann; hann er
ekki langur. Tvö verkanna, Fagra veröld Karls
Ágústs Úlfssonar og Hið Ijúfa /z/Benónvs Ægis-
sonar, em söngleikir með mjög veikburða efúis-
þræði og persónusköpun á algeru klisju-stigi.
Fagra veröldVXaur. ekki meira brautargengi hjá
áhorfendum en hún verðskuldaði og Hið Ijúfa líf
sýnist, þegar þetta er skrifað, naumast æda að
verða mjög fótlúið, þegar göngu þess lýkur. Þetta
kom sér því verr sem bæði verkin voru auðsæilega
tekin í þeim aðaltilgangi að hala inn áhorfendur.
Völundarhús Sigurðar Pálssonar, sem var síð-
asta verkefúi síðasta leikárs, stóðst engan saman-
burð við fyrra leikrit hans í Borgarleikhúsinu,
Hótel Þingvelli, sem var mjög lipurlega skrifað
sviðsverk. Það varð í sviðsetningu Þórhildar
sjálfrar afar þyngslalegt; symbólík þess sveif utan
og ofan við aUt kunnuglegt mannlíf og aðeins ein
persónusköpun leiksins fól í sér vísi að einhverju
áhugaverðu. Hún naut sín reyndar ágætlega í
höndum Péturs Einarssonar sem hefúr á síðustu
árum sótt mjög í sig veðrið sem leikari. Þá er
ótalið hið póstmóderna verk KristInar Ómars-
dóttur, Astarsaga 3, þar sem er beitt gamalkunnu
bragði úr leikbókmenntunum: leikrit sett á svið
inni í leiknum, sem í þessu dlviki leiðir til ein-
hvers konar persónuklofnings hjá a. m. k. öðrum
leikandanum. En þarna er hvorki að finna
dramatíska spennu né djúpstæða persónurýni —
enda slíkt sjálfsagt ekki í póstmódernum anda —
sem leiðir til þess, að samskipti leikaranna tveggja
hvors við annan og við persónurnar, sem þeir eru
að túlka, verða aldrei mjög áhugaverð. Þó að
ýmislegt sé vel orðað í textanum og sitthvað
gleddi augað í sviðsetningu Auðar Bjarnadöttur,
dugði það ekki til. Minnisstæðast úr sýningunni
er einstæð ffammistaða Þorsteins Gunnarssonar í
margvíslegum gervum kynferðislegrar amöbu
sem kallaði ýmist fram tilfinningar viðbjóðs eða
vorkunnsemi.
Hnpparáð áórhíláar
Sá þáttur hins „íslenska leikárs" Þórhildar og
Leikfélagsins, sem best hefúr heppnast, er við-
leitnin að endurlífga leikrit Jökuls Jakobssonar.
Auðvitað hefði ekki þurff neinn slíkan ramma til
að dusta rykið af þeim; samt fór vel á því að
minna þannig á tengsl þeirra og gildi fyrir það
sem menn eru að bjástra við nú. Sjálfúr hef ég
lengi hamrað á því, að okkur sé skylt að sýna
verkum Jökuls meiri sóma, láta reyna á þau við
nýjar aðstæður, nýjan tíðaranda. Hvort þau búa
yfir gildi, sem muni endast þeim til lífs um aldur
og ævi, er allt annar handleggur og aukaatriði hér
og nú; réttur þeirra felst í því, að Jökull var svo
mikill tímamótamaður í íslenskri Ieiksögu, að ný
kynslóð á að fá tækifæri til að kynnast bestu
leikritum hans á sviðinu sjálfu og taka til þeirra
sjálfstæða afstöðu. Það er fyrst nú sem þessi
barátta mín ber umtalsverðan árangur; Stefán
Baldursson hefúr t. d. talið nóg að láta leiklesa
þrjú verkanna í eitt skipti.
„íslenska leikárið" hófst í janúar sl. með
frumsýningu Dómínós undir leikstjórn Kristínar
Jöhannesdöttur. Því á að ljúka með Sumrinu '37
síðar í haust, einnig undir leikstjórn Kristínar.
Það var happaráð hjá Þórhildi að fela henni þetta