Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 52
Jón Viðar Jónsson Hversu djúpt á Borgarleikhúsið á sökkva?
„Það er aftur á
móti — eins og
dœmin sanna —
beinn vegur til
glötunar að fela
starfsfólkinu slík
völd, að það geti
haldið stjóm leik-
hússins í heljar-
greipum, finnist því
hún ganga gegn
einkahagsmunum
þess. Slíktjyrir-
komulag býður ein-
ungis upp áfleiri
hneykslismál afþví
tagi, sem við urðum
vitni að í fyrra, og
þá listrœnu stöðn-
un, sem hefiir sett
alltofskýrt mark á
starfBorgar-
leikhússins. “
ofurvaldi gamalgróins klíkuskapar. Jafnvel þótt
Leikfélagið liggi lágt um þessar niundir, er
ósennilegt, að henni hafi tekist það baráttulaust. í
dagblöðum fyrr í sumar var skýrt frá því, að átök
hefðu orðið milli leikhússtjóra og stjórnar L.R.
um verkefnaval komandi leikárs; stjórnin hefði
sem löngum fyrr séð þann kost vaenstan að veðja
á gömul kassastykki, jafnvel ættuð affan frá Iðnó-
tímanum, til að bæta hina biksvörtu fjárhags-
stöðu félagsins, en leikhússtjórinn þá sett mönn-
um stólinn fyrir dyrnar. Nú eru slík átök nánast
daglegt brauð í leikhúsi og myndu ekki teljast
fjölmiðlamatur, væru blaða- og fréttamenn ekki
af skiljanlegum ástæðum venju fremur forvitnir
um allt sem gerist að tjaldabaki í Borgarleikhús-
inu. Þó að fréttin muni ekki hafa fengist staðfest
með ótvíræðum hætti, verður hún að teljast líkleg
vísbending um ástandið innan leikhúsveggjanna.
fltekillgsnitiœll PórHíldar
En nýbreytni í leikstjóraráðningum vegur því
miður ekki nógu þungt gagnvart þeim hróplegu
mistökum, sem verkefnavalið hefúr einkennst af,
eftir að Þórhildur tók við stjórnartaumum.
Vitanlega var fráleitt að ráðast í fyrirtæki sem
„íslenskt leikár“ með jafn litla kjölfestu og raun
ber vitni. Það hefúr í sannleika sagt verið sorglegt
að sjá allri þessari fagmennsku eytt í leikskáld-
skap, sem er í besta falli lítilfjörlegur, í því versta
óboðlegur. Akkillesarhæll Þórhildar sem leikhús-
stjóra hefúr þannig reynst sama eðlis og leikstjór-
ans: hún hirðir of lítið um listgildi textanna, hið
mannlega inntak leikverkanna (ég myndi nota
orðið „bókmenntalegur" þætti mér ekki líklegt,
að það yrði notað gegn mér til útúrsnúnings).
Hún einblínir svo á miðilinn sem slíkan, að hún
horfir fram hjá því, sem að lokum skiptir máli,
og vanmetur um leið þorra almennings, sem
sækir ekki leikhús dl að horfa á léleg „stykki“ í
áferðarfögrum umbúðum.
Vera má, að einhverjum finnist álitamál,
hvort átt hefði að flytja Ástarsögu 3 og Völundar-
hús Sigurðar Pálssonar. Fyrir mitt leyti sá ég fatt í
sýningunum, sem talist gæti ótvíræður listrænn
ávinningur fyrir leikhúsið, en hafi höfúndarnir
sjálfir læn af þeim eitthvað, sem gæti orðið þeim
til framdráttar síðar og skilað sér í betri verkum
frá þeirra hendi, þá ánu þær vissulega rétt á sér.
„í hlnu póstmóderníska
verki Kristínar Ómars-
dóttur, Ástarsögu 3, er
hvorki að finna drama-
tíska spennu né djúp-
stæða persónurýnl
— enda slíkt sjálfsagt ekki
í póstmódernum anda
— sem lelðir til þess, að
samsklptl lelkaranna
tveggja hvors við annan
og við persónurnar, sem
þelr eru að túlka, verða
aldrei mjög áhugaverð."
Alltaf er miklu til þess kostandi að hlúa að efnis-
fólki á skáldabekk, og þá verður oft og einatt að
taka áhættu, sem enginn veit með vissu hvort á
eftir að borga sig. Hitt er svo annað mál, að L.R.
er um þessar mundir lítt í stakk búið til að
stunda tilrauna- og ræktunarstarfsemi með slíku
kappi. Hefði verkum Sigurðar og Kristínar verið
raðað upp innan um önnur, sem voru líklegri til
að takast vel og jafnvel ná vinsældum, hefði
flutningur þeirra verið hafinn yfir alla gagnrýni.
Um leikhússtjórn, sem setur tvö slík verk innan
um tvo misheppnaða söngleiki, verður sagt það
eitt, að hún er slegin algerri blindu.
Fj
00
•• T *
olmr
timarit handa
íslendingum
haust '97
TrúnaðarslH; með
Leílcfélaginu og Borgiwni
Um pólitíska hlið Borgarleikhússmálsins hefúr
mikið verið ritað og rætt og ekki allt til þess fallið
„Hið Ijúfa líf Benónýs Ægissonar er söngleíkur með mjög veikburða efnisþræði og
persónusköpun á algeru klisju-stígi og sýnist, þegar þetta er skrifað, naumast ætla
að verða mjög fótlúið, þegar göngu þess lýkur.”
að varpa á hana skýru ljósi. Eins og ég gat um
hér í upphafi, verður ekki annað ráðið en alger
trúnaðarslit hafi orðið með Reykjavíkurborg og
L.R. eftir Viðars-málið. Á þeim tíma, sem er
liðinn síðan, hafa borgaryfirvöld varpað allri
ábyrgð á leikhúsrekstrinum á herðar L.R. og mun
fúlltrúi Reykjavíkurborgar í leikhúsráði hafa
fengið þau fyrirmæli að skipta sér sem minnst af
honum. Borgarstjóri hefúr aðeins kveðið skýrt
upp úr með eitt: að L.R. fái ekki aukinn styrk úr
borgarsjóði. Af hálfú Borgarinnar hefúr að öðm
leyti ekkert verið gert til að kynna stöðu leikhúss-
málsins fyrir leikhúsfólki eða almenningi í land-
inu. Aldrei hefúr verið kallað effir hugmyndum
frá fagmönnum utan I..R. um breytta tilhögun
leikhúsrekstrarins.
Vel má vera, að á bak við þetta aðgerðaleysi
liggi einhver pólitísk rök, sem borgarstjóri kýs að
leggja ekki á borðið. Engum dettur í hug, að
Ingibjörg Sölrún CIsladöttir viti ekki fúllvel, að
þær 140 milljónir, sem Borgin leggur L.R. til,
hrökkva engan veginn til að reka leikhús, sem á
að geta veitt Þjóðleikhúsinu verðuga samkeppni.
Til lengri tíma litið getur Reykjavíkurborg ekki
heldur skorast undan ábyrgð sinni á rekstri leik-
hússins. Hún byggði það á sínum tíma; hún
verður einnig að finna leiðir til að reka það. Ef
borgarstjóri telur L.R. ekki treystandi fyrir rekstri
leikhússins, á hann að ganga hreint til verks og
knýja fram viðunandi lausn. Sé borgarstjóri að
bíða eftir því að L.R. örmagnist undan skulda-
byrði sinni og komi að fyrra bragði krjúpandi að
fótum hans til að biðja um náð, er ljóst hvað slíkt
kostar: hægfara dauða allrar leikstarfsemi í hús-
inu. Það er algerlega óviðunandi að búa við slíkt
og borgarstjóra er sem æðsta stjórnanda Borgar-
innar skylt að finna einhverja fera leið til að
koma starfsemi leikhússins á fastan gmnn.
Því má aldrei gleyma, að Reykjavíkurborg
hefúr alltaf lagt og leggur enn leikhúsinu til of lítið
fé. Þó að L.R. hafi ekki haldið vel á spilunum efúr
að það fluttist í Borgarleikhúsið, getur Reykja-
víkurborg ekki látið sem hún eigi enga hlutdeild í
vanda þess. Það er hins vegar mikil einföldun að
kenna núverandi borgarstjórnarmeirihluta um all-
an ófernaðinn, eins og sjálfstæðismenn hefðu ver-
ið eitthvað líklegri til að sýna L.R. meiri rausnar-
skap og taka myndarlegar á málum leikhússins.
Þeir talnaleikir, sem valinkunnir menn tóku að
stunda á síðum dagblaða upp úr áramótum til að
sanna þetta, vom heldur brosleg iðja, lítilfjörlegt
pólitískt þref að íslenskum hætti. Sumir halda því
fram, að Borgarleikhúsið sé einfaldlega of stórt
fyrir okkur; nær hefði verið að sníða sér stakk efúr
vexú, byggja minna og viðráðanlegra leikhús. En
það er alltaf hægt að vera vitur eftir á; tilvera
Borgarleikhússins er staðreynd sem við eigum að
hafá vit og burði til að gera hið besta úr.
Það er harla dapurlegt, að L.R. skuli frá síð-
usm leikhússtjóraskiptum ekki hafe sýnt fiam á
nokkra gem til slíks. Þar á bæ svara menn enn
allri gagnrýni með almennum glósum um nei-
kvæðni og niðurrif og virðast jafn óferir til heil-
brigðra rökræðna sem raunhæfra framkvæmda.
Hafi einhverjir vonast til, að L.R. myndi draga
nytsama lærdóma af Viðars-málinu og „reform-
era“ sjálft sig, hafa allar vonir um slíkt reynst
tálsýnir. Félagið, eða öllu heldur leikhússtjórinn,
bætti ekki heldur um fyrir sér með því uppátæki
sínu nú síðsumars að hleypa inn í leikhúsið leik-
hópi, þar sem hún var sjálf innanborðs ásamt
varaformanni L.R. sem var forstöðumaður hóps-
ins. Um sama leyti var öðrum leikflokki neitað
um afnot af húsinu. Leikfélagsforystan hefúr
samkvæmt þessu tvenns konar mælistikur á lofti,
eina fyrir sjálfa sig og nánustu vini sína, aðra fyrir
alla hina! Reynist það rétt metið hjá henni, að
hún geti komist upp með þess háttar vinnubrögð
án athugasemda eða mótmæla frá samtökum
leikhússfólks — t.d. Bandalagi atvinnuleikhópa
eða Leiklistarsambandi fslands — er verr komið
fyrir þeim en margir hefðu trúað að óreyndu.
ExH Leilcffélqg Reylgawilw»r
Ef við að iokum lyfúxm aðeins huganum upp frá
því kviksyndi, sem Borgarleikhúsið er nú að
sökkva í, og reynum að horfa ffarn á veginn, blas-
ir við sú spurning, hvernig starfsemi og stjórnun
þess verði best hagað í framtíðinni. Frá mínum
bæjardyrum séð er því fljótsvarað. Langeðlilegast
er, að Borgarleikhúsinu verði ffamvegis stjórnað
með líkum hætti og Þjóðleikhúsinu: það verði
sett undir leikhússtjóra, sem beri faglega og fjár-
hagslega ábyrgð gagnvart þeim effirlitsaðila, sem
eigandi leikhússins setur, og hafi óskoruð völd í
samræmi við þá ábyrgð. Þó að oltið hafi á ýmsu í
Þjóðleikhúsinu hefúr þetta fyrirkomulag á heild-
ina litið gefið góða raun, þar jafnt sem annars
staðar. Með því er tryggt, eins og ffekast er unnt,
að fagleg sjónarmið ráði ferðinni, jafnframt því
sem leikhússtjóranum er búið nauðsynlegt aðhald
innan frá. Starfsmenn eiga svo að sjálfsögðu að fa
að tilnefna fúlltrúa í ráðgjafar- og stjórnsýslu-
nefndir leikhússtjórninni til halds og trausts.
Þannig hefúr einnig verið unnið í Þjóðleikhúsinu
frá upphafi, og ekki vitað úl annars en um það
hafi ríkt ffiður og sátt.
Það er affur á móti — eins og dæmin sanna
— beinn vegur úl glömnar að fela starfsfólkinu
slík völd, að það geú haldið stjórn leikhússins í
heljargreipum, finnist því hún ganga gegn einka-
hagsmunum þess. Slíkt fynrkomulag býður ein-
ungis upp á fleiri hneykslismál af því tagi, sem
við urðum vitni að í fyrra, og þá listrænu stöðn-
un, sem hefúr sett alltof skýrt mark á starf
Borgarleikhússins. Geú Leikfélag Reykjavíkur
ekki horfst í augu við þessa staðreynd og lagað sig
að veruleikanum, verður það að átta sig á því, að
núverandi hlutverk þess í sögu íslenskrar leiklistar
er leikið á enda.
Og þá er aðeins eftir að enda söguna að hætú
Shakespeares og félaga: Exit Leikfélag Reykjavík-
ur. ■