Fjölnir - 30.10.1997, Page 59

Fjölnir - 30.10.1997, Page 59
Myndir Jón Óskar Fram undir síðustu öld einkenndu fátækt og fásinni líf fslendinga, einkum vegna sambandsleysis við útlönd. Á þessari öld hefur þjóðlíflð tekið stakkaskiptum. ÞORVALDUR Cylfason segir að þróunin hafi þó orðið mishröð; " r hröðust í menningarlífinu en hægari í stjórnmálum og viðskiptum. Fram undir aldamótin síðusm var ísland ennþá eitt ferlegasta fatæktarbæli, sem sögur fóm af um alla Evrópu. Yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar bjó í þess konar torfbæjum, sem údendingar kalla moldarkofa, og hafði hvorki rafmagn né renn- andi vam. Forfeður okkar lifðu langflestir svip- uðu lífi og forfeður þeirra höfðu gert öldum saman og höfðu lítt samband við umheiminn, af því að skipakomur voru svo skelfilega stopular. Fiskimiðin vom þá að sönnu jafnauðug og nú, enda sóttu erlend skip þangað í stómm stíl, en bændaveldið kaus heldur að binda vinnuaflið við óarðgæfan landbúnað, svo að sjósókn var öldum saman ekki annað en lítils háttar aukabúgrein bænda. Þetta byrjaði ekki að breytast að ráði fyrr en við hófúm frjálsa verzlun við údönd, eins og Þráinn Eggertsson prófessor hefur lýst í ágætri ritgerð í erlendu tímariti. Fátæktin og fasinnið setm mark sitt á allt líf í landinu. Tónlist heyrðist næsmm aldrei. Dómkirkjan í Reykjavík eignaðist ekki orgel fyrr en 1840, og þar heyrðust hvorki einsöngur né blandaður kórsöngur fyrr en 1880, við jarðarför Jóns Sigurðssonar forseta og Ingi- bjargar konu hans, og þá ekki heldur annars staðar á almannafæri. Óþrifnaður, ómynd og drykkjuskapur lágu eins og mara á þjóðinni. Stjórnmálaumræðan var að sama skapi illskeytt, innantómt og tilgangslaust þref, ef ffá er talið framlag örfárra manna, sem fylgdust með í út- löndum og skrifuðu við og við skynsamlegar greinar í blöðin, og voru sumir þeirra þó orðljótir á við ýmsa hinna. Ffér höfðu næstum engar efna- legar framfarir átt sér stað síðan á þjóðveldisöld, engar borgir myndazt, engin ný menning náð að festa rætur, nema vond danska hafði nokkm fyrr næsmm náð að útrýma íslenzku í Reykjavík. Næstum allt var eins og það hafði verið öld fram af öld. Þjóðlífið var lamað. Ein stóð þó upp úr: bókmenntirnar. Við áttum ágæt skáld á öllum tímum þrátt fyrir eymd og örbirgð, t. d. HallgrIm Pétursson og Jónas HallgrImsson. Nöfh þeirra er að finna enn þann dag í dag í erlendum uppsláttarritum um skáld- skap og alfræði, t. d. í Encyclopœdia Brittannica. Þessir menn stóðu á öxlum fornaldarskáldanna, eins og Ecils SkallagrImssonar. Höfúðskáld okkar á öldinni, sem er að líða, Einar Benediktsson og Halldór Laxness, standa með líku lagi á öxlum hinna eldri manna. Allir fimm eiga það sam- merkt, að þeir vom langvismm í útlöndum, þar sem þeir drukku í sig erlenda strauma og veittu þeim hingað heim. Einar Benediktsson fór jafú- vel til Afríku að sækja sér yrkisefni. Á hinn bóg- inn eignuðumst við enga málara, sem orð er hafandi á, fyrr en á þessari öld, engin tónskáld (nema Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem bjó erlend- is alla sína fúllorðinstíð) og enga afreksmenn í vísindum, enda þótt myndlist, tónlist og vísindi blómstmðu úri í Evrópu um daga séra Hallgríms og Jónasar. Sambandsleysið við umheiminn olli imbra mesm um þessa slagsíðu. Fátæktin var ekki helzta fyrirstaðan, enda eignuðust aðrar þjóðir affeks- menn í listum og vísindum þrátt fyrir efnaleysi. Nei, fyrirstaðan var fyrst og fremst einangrun. Sambandsleysið við umheiminn heffi fram- sókn þjóðarinnar öldum saman í öllum greinum nema bókmennmm, þar sem við höfðum þegar náð góðum árangri í fornöld, þegar efnahagur íslands var í mestum blóma og viðskiptin við útlönd voru mest, eins og Jón forseti lagði mikla áherzlu á í barátm sinni fyrir frjálsum viðskipt- um. Á öðrum sviðum gerðist hins vegar lítið sem ekkert fýrr en á þessari öld. Tökum tónlistina fyrst. Þar hefúr verið lyff grettistaki. Við búum nú við gróskumeira tónlist- arlíf en flest önnur samfélög svipaðrar stærðar úti í heimi. I hittiðfyrra (1995) vom haldnir um 1400 opinberir tónleikar á íslandi, þar af rösklega 800 á höfúðborgarsvæðinu, eða næstum fernir tónleikar um landið á hverjum degi að jafnaði allan ársins hring. Við eigum söngvara, sem syngja í ýmsum helztu óperuhúsum heims, og hljóðfæraleikara, sem em gjaldgengir hvar sem er. Við eigum tónskáld, sem hafa ekki aðeins sungið sig inn í hjörm þjóðarinnar, heldur em verk þeirra sum einnig flutt í útlöndum við ágætar undirtektir. Og við eigum óperu og sinfóníu- hljómsveit á heimsmælikvarða. Tónlistarfólkið stendur á öxlum brautryðjendanna, JóNS Leifs og PAls Isólfssonar, sem höfðu báðir haslað sér völl í útlöndum, annar sem tónskáld, hinn sem organ- isti, og kostuðu síðan kapps um að veita nýjum hugmyndum hingað heim í fásinnið, hvor á sinn hátt. Einkum var Páll ísólfsson áhrifamikill um sína daga. Og nú selst tónlist Jóns Leifs eins og heitar lummur úti í heimi. Einn diskurinn hans var tilnefndur „diskur mánaðarins“ í einu helzta tónlistartímariti Þýzkalands fyrr á þessu ári. Svíar hafa átt mikinn þátt í að koma Jóni Leifs á fram- færi. Sænska útgáfúfyrirtækið BIS hefúr t. a. m. gefið út fjóra diska með verkum Jóns og stefnir á enn fleiri. Dagbækur Jón Leife frá heimsstyrjaldarárun- um fyrri, þegar hann var við nám í Menntaskól- anum í Reykjavík, vitna um mikinn þroska og viljastyrk. Hann lýsir þar á einum stað þeim feiknarlegu áhrifum, sem kynni hans af 9. sin- fóníu Beethovens höfðu á hann. Þá átti enn effir að líða meira en hálf öld, þar til hún heyrðist fýrst í íslenzkum hljómleikasal. Jón Leifs kynntist 9. sinfóníunni af nómalestri. Og hann var kom- inn út í heim 17 ára að aldri, sonur sönglausrar þjóðar, staðráðinn í að verða tónskáld, og hann kom ekki aftur heim til að vera fyrr en á fúllorð- insaldri. Góður árangur eftirkomendanna í tónlistar- heiminum stafar ekki sízt af því, að þeir hafá fylgt fordæmi brautryðjendanna, aflað sér reynslu er- lendis og starfað þar áfram öðrum þræði til að tryggja alþjóðlega samkeppnishæfni sína. Sin- fóníuhljómsveit íslands hefúr yfirleitt haft erlenda hljómsveitarstjóra, og vænn hluti sveitarinnar er skipaður útlendum hljóðfæraleikumm. íslenska óperan hefúr aldrei sett svo upp sýningu, að þar hafi útlendingar ekki komið að verki sem hljóm- sveitarstjórar, leikstjórar, söngvarar, búningahönn- uðir eða eitthvað annað auk margra útlendinga í hljómsveitargryfjunni. Óperan er einkafyrirtæki og hefúr haft mestan hluta tekna sinna af miða- sölu eins og önnur einkaleikhús, þótt hún njóti einnig lítils háttar ríkisstyrks. Æfingar í Óperunni fara yfirieitt fram á erlendum málum. Svipað vinnulag tíðkast einnig meðal margra dægunón- listarmanna, enda hafa sumir þeirra náð ágætum árangri heima og erlendis. Þannig á þetta að vera. Tónlistarlífið naut einnig um miðbik aldarinnar stuðnings framsýnna stjórnmálamanna við stofn- un sinfóníuhljómsveitarinnar og tónlistarskóla um allt land. Það var á hinn bóginn dánargjöf Sicurliða Kristjánssonar kaupmanns og Helcu konu hans, sem gerði íslensku ópemna að vem- leika. Og tökum hin leikhúsin. Leikhúslíf á íslandi er með afbrigðum blómlegt. Þar búum við enn að áhrifúm frumkvöðlanna, t. d. leikskáldanna Indriða Einarssonar, Jóhanns Sigurjónssonar og. Guðmundar Kamban, sem höfðu allir búið erlendis. Margir helzm leikarar Þjóðleikhússins og annarra leikhúsa landsins hafa verið í erlendum leiklistar- skólum, í London og annars staðar, og sumir hafa leikið á erlendum fjölum og filmum. For- dæmi frumkvöðlanna hefúr fyllt yngri kynslóðina metnaði, svo að leikarastéttin í heild stendur góð- um leikurum grannþjóðanna fyllilega á sporði. íslenzkt leikhús er einfáldlega fýrsta flokks, hvernig sem á er litið. Svipaða sögu er að segja um íslenzka kvikmyndagerð síðusm ár. Hún hefúr að miklu leyti verið borin uppi af ungu og vel mennmðu fólki, sem hefúr stofnað til árang- ursríks samstarfs við erlenda kvikmyndamenn og búið með þeim til myndir, sem sumar hafa vakið verðskuldaða athygli úti í heimi. Og myndlistin? Þjóðmálarinn, Júhannes Kjarval, kom hingað heim að loknu námi í >■ yyAn þessarar menn- ingaruppsveiflu, sem ég heflýst, vœri Island trúlega enn- þá hálfgerð eyði- mörk, ogþeir, sem mestar töggur eru t, vteru famir eða myndu flytja burt viðfyrstu hentug- leika. Menning- arbyltingin á þessari öld á að minni hyggju mest- an þátt íþví, að ungt fólk, sem á annarra kosta völ, vill áfram eiga heima á íslandi. “ Fjölnir haust '97 59

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.