Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 68
Gunnar Smári Egilsson Sovét-ísland
„Þegar Libby 's og
Hunt 's-tómat-
sósumar komu til
Islands lyppaðist
Vals-tómatsósan
niður. Hún hajði
setið ein að bragð-
laukum íslendinga
áratugum saman
varin afglórulaus-
um innflutnings-
tollum og sjálfl-
ajgreiðslu í bönkum
og lánastojhunum.
Þetta Ijúfa lif
hennar hajði gert
hana vœrukœra,
lata, bragðdaufa og
disæta. Saga henn-
ar er saga gerspill-
ingar. Hún lijði
utan og ofan við
allan raunveru-
leika. Eina sam-
keppnin sem hún
hajði voru tómatar
sem rœktaðir voru i
jyrirburakóssum i
Hveragerði og voru
jvo dýrir að þegar
þeir voru settir á
markað rauk verð-
bólgan upp. Og það
hajði enginn ejhi á
að kaupa þá. Þegar
þeim var ekið á
haugana hekkaði
verðbólgan
aftur. “
ekki að lifa við þessi lifandi skelfingar leiðindi.
Það átti skilið að láta sér líða vel eins og annað
fólk. Honecker og Austur-þýska alþýðulýð-
veldið var ekki þess virði að neita sér um al-
mennilegt líf. Og það var ísland ekki heldur.
Þær þjóðir Austur-Evrópu sem virðast æda
að jafna sig best á stóra stökkinu inn í vestrænan
neysluheim eru þær sem eiga sér einhverja sögu
um andstöðu gegn sovétinu; Pólverjar, Tékkar,
Ungverjar. Hinar þjóðirnar hafá sumar hverjar
tapað sér algjörlega eða ala enn með sér draum
um að snúa aftur til öryggis og óumbreytanleika
sovétsins. íslendingar eru í seinni hópnum; þeir
eiga sér enga heildstæða andófssögu. Ædi
staða þeirra nú sé ekki einhvers staðar á
milli algjörrar geggjunar albönsku
þjóðarinnar (sem tapaði ölfum sparnaði í
sfnu Avöxtunarmáli) og undirliggjandi
framsóknarmennsku Búlgara?
1. egar múrinn féU komst Trabantinn í tísku.
Vesturlandabúar höfðu aldrei séð fyndnari bU.
Þeir hlógu og keyptu sér Trabant. Þeir hlógu
þegar þeir æduðu að kveikja á miðstöðinni en
fúndu enga. Þeir hlógu þegar þeir settu rúðu-
þurrkurnar í gang og sáu þær rembast eins og
parkisons-veikur fylliraftur. Og hvílík hljóð. Eða
þegar bensíngjöfin var stigin í botn og Trabant-
inn þandist upp í 40 en lét eins og hann væri að
rjúfa hljóðmúrinn. Hvílíkt grín, hvílíkt grín.
fslendingar hlógu líka. Þeir sátu í aftursætinu
og gerðu sér upp hlátur. Á íslandi hafði Trabant
aldrei þótt fyndinn bíll. Þar gengu Trabant-eig-
endur meira að segja í félag og kölluðu það Skyn-
semin rœður— nafn sem er næstum því fallega
sósíal-realískt. En íslendingurinn í aftursætinu
þagði yfir þessu. Hann þagði líka yfir að íslend-
ingar höfðu ekið Lödum, Moskvitsum, Wart-
búrgerum og Skódum. Þetta þóttu allt góðir og
gegnir bílar á íslandi. Það var svo stutt á milli
sovétsins og Thatcherismans á íslandi að eitt
helsta pappírstígrisdýr uppaáranna — Svavar
Ecilsson — hafði komist í álnir með sölu á
Skóda.
Og Vesturlandabúarnir sem fóru austur fyrir
fallið járntjald að kaupa skrítnar vörur í undar-
legum umbúðum hefðu allt eins getað komið til
íslands 1979 og fengið sér Vals-tómatsósu, Ríó-
kaffi, Rafha-eldavél, fva-þvottaduft, SS-sinnep,
Hagkaups-slopp, Víðis-húsgögn, eða Álafoss-
nælonteppi — sovétið hefúr alls staðar sama stíl.
Ef íslendingar halda að þessar vörur beri með sér
álappaleg þjóðareinkenni ættu þeir að fára til
nýfrjálsu ríkjanna í austri og skoða í búðarglugg-
ana. Þar er hann lifandi kominn, framsóknarsvip-
urinn. Kaupfélögin voru ekki séríslenskt fyrir-
brigði; þau voru einkenni á stöðnuðum og mið-
stýrðum verslunarháttum þar sem framleiðend-
um og kaupmönnum var hjartanlega sama hvað
fólk vildi — og þar sem fólk hefúr búið við það
svo lengi að það er ekki hlustað á það, að það veit
ekki lengur hvað það vill.
Þegar fslendingum stóð til boða að kaupa
frekar údenskt en íslenskt þá gerðu þeir það.
Gevalia sópaði Ríó og Braga af markaðinum.
Eftir nokkur ár birrnst þeir félagar síðan aftur
undir dulnefnunum Diletto og Rúbín og lém
68
lolnir
timarit handa
islendingum
hnust '97
eins og þeir væm nýstokknir í land af einhverju
dátaskipinu. En lét einhver blekkjast? Sjálfúr skal
ég aldrei kaupa íslenskt kaffi. Ég veit það er
fallegt að fyrirgefa en ég mun aldrei fyrirgefa
þeim Ríó og Braga fyrir að hafa neytt viður-
styggilegt tjörukaffi upp á þjóðina í hálfa öld í
skjóli einokunar. Þegar ég geng fram hjá þeim í
nýju pökkunum sínum úti í búð Iangar mig að
skyrpa á þá.
1985 — sex ámm eftir að einokun íslands
var aflétt — var verslunardeild Sambandsins rek-
in með 1.400 milljón króna tapi. Það gera um
160 þúsund krónur á klukkusmnd allan sólar-
hringinn allan ársins hring. Svo mikið ógeð
höfðu íslendingar á vörum sovétsins þegar þeir
gám valið hvað þeir borðuðu, með hverju þeir
þrifú sig, hverskyns búsáhöld þeir nomðu og
hvernig þeir vom skóaðir. Þó var verslunardeildin
aðeins heildsala. Höfnun fólks á íslenskum iðnaði
var álíka mikil. Iðnfyrirtæki sem vom orðin rót-
gróin við fyrirgreiðslukerfið koðnuðu niður hvert
af öðm. Nú reyna leifarnar af íslenskum iðnaði
að halda sér á lífi með þjóðernisrembingi sem
yrði bannaður í Þýskalandi eða öðrum löndum
sem hafá brennt sig á þjóðernishyggju sem byggir
á neikvæðum forsendum. Menn veigra sér jafnvel
ekki við að nota ljóshærð börn að leik úti í guðs-
grænni náttúm eins og framtíð íslenska kyn-
stofnsins velti á að við svíkjumst ekki undan
merkjum í kjörbúðinni.
Ég vil ekki halda því fram að allt íslenskt sé
vont. Síður en svo. Ég get hugsað mér að smakka
E. Finnson tómatsósu, nota Papco klósettpappír
eða kryddið frá Pottagöldrum. Þetta em allt sak-
laus fyrirtæki í heiðarlegri samkeppni. En þótt
allar þær efnaverksmiðjur, niðursuðufabrikkur,
mjólkursamsölur, sælgætisgerðir, osta- og smjör-
sölur sem píndu þjóðina áratugum saman fæm á
hausinn á morgun myndi ég ekki gráta. Mér yrði
svipað innanbrjósts og Rússanum sem las það í
blaðinu sínu í morgun að enn yrði dráttur á að
fyrrverandi starfsmenn KGB fengju greidd eftir-
launin sín. Hvílík sorg, hvílík sorg.
I~Iann Jiang Zemin hélt ræðu á 15. flokksþingi
Kínverska kommúnistaflokksins 12. september
síðastliðinn og sagði tímabært að selja megnið af
370 þúsund ríkisfyrirtækjum sem flokkurinn
hafði rekið með skömm undanfárna hálfá öld.
En Jiang sagði að þótt efnahagslíf landsins yrði
einkavætt þá myndi það ekki hafá áhrif á sósíal-
ískt eðli kínverska samfélagsins.
O, hvað við skiljum Jiang. Finnur okkar
Ingölfsson hafði einmitt tveimur dögum fyrr
breytt Landsbankanum, Búnaðarbankanum, Iðn-
lánasjóði, Fiskveiðasjóði og fleiri og fleiri fjár-
málafyrirtækjum ríkisins í hlutafélög og skipað
flokksgæðinga allra stjórnmálaflokkanna í stjórnir
félaganna. Stjórnirnar réðu síðan aðra gæðinga til
að reka þessi nýgömlu fyrirtæki. Við vimm að
þótt efnahagslíf landsins taki á sig frjálslyndari
svip þá hefúr það engin áhrif á sovéskt eðli
íslensks samfélags.
Og þótt lífsmáti alls þorra fólks hafi um-
breyst síðan 1979 þá breytir það engu um gmnn-
eðli samfélagsins. Við hættum að borða Vals-
tómatsósu og skiptum yfir í Hunt's. Við hættum
að sjóða fiskinn okkar í þrjú korter og fómm
að grilla hann. Við vinnum minna en
stundum meiri líkamsrækt. Við
eigum fásrri kindur en fleiri
hesta. Við misstum
ofúrtrúna á dugnað
en öðluðumst ofúrtrú
á menntun.
Við hættum að
senda börnin
okkar í sveit en
skráðum þau á nám-
skeið. Við hættum að
hreinsa mótatimbur á
kvöldin en horfúm
meira á sjónvarp. Við
gáfúmst upp á birkinu
og plönmðum trjám
ffá Alaska. Við skynjum
okkur ekki lengur sem
fátæk og þreytt heldur áreitt, einelt og útundan í
launaskriðinu.
En þótt neysla okkar og sjálfsskilningur hafi
breyst þá er samfélagið það sama. Við lifúm enn í
samfélagi sem einkennist af flokkaræði — ekki
flokksræði eins og í Kína Jiangs Zemins, heldur
flokkaræði. Eini munurinn er fleirtalan. Kínverjar
þurfa bara að glíma við einn flokk en við sitjum
uppi með marga.
J_/ýðræði er eins og allir vita óffamkvæmanleg
hugmynd. Ef við settum öll álitamál í allsherjar-
atkvæðagreiðslu er ekki aðeins víst að samfélagið
myndi drukkna í pappír — álitsgerðum og at-
kvæðaseðlum — heldur myndi fólk ekki öðlast
meira vald yfir eigin lífi eða þróun samfélagsins.
Það yrði hætt við að meirihlutinn kúgaði minni-
hlutann; að hann þröngvaði honum til að breyta
gegn sannfteringu sinni og vilja. Og það sem er
enn sorglegra; líklega myndi meirihluti manna
lenda í minnihluta í atkvæðagreiðslum um meiri-
hluta álitamálanna. Þetta hljómar öfúgsnúið en
er samt satt. Það er búið að sanna þetta með
stærðffæðilegum rökum og veita Nóbelsverðlaun-
in fyrir uppgötvunina. Þetta er semsagt afgreitt
mál. Það eykur ekki lýðræði samfélagsins að láta
alla menn greiða atkvæði um öll mál.
Og þrátt fyrir allt lof þessarar aldar á lýðræðið
hefúr engum dottið í hug að reyna að koma því á
með þessum hætti. Algengasta fyrirkomulagið á
ffamkvæmd lýðræðis er fúlltrúalýðræði. Það er
búið til í þeirri trú að fúlltrúar fólksins geti vegið
og metið hagsmuni meiri- og minnihluta og
leitað jafnvægis þarna á milli sem tryggja muni
sátt sem flestra. Hugmyndin er sjálfsagt sótt í
einskonar öldungaráð. Öldungar eru bæði
lífsreyndari en aðrir og eru auk þess á leiðinni út
úr samfélaginu og því ekki jafn tengdir hagsmun-
um innan þess og aðrir þegnar. Þeir eru með
annan fótinn í eilífðinni og eiga því að geta öðr-
um fremur tekið réttlátar ákvarðanir. En fúlltrúa-
lýðræði eins og við þekkjum byggir ekki á þess-
um grunni. Fulltrúar okkar eru fúlltrúar hags-
munahópa en ekki skynsemi eða samvisku. Full-
trúalýðræðið hefúr því orðið smækkuð mynd af
því hanaati sem samfélagið væri ef þar yrði reynt
að beita beinu lýðræði.
En þetta er ekki svona slæmt. Þetta er verra.
Til að vinna málum sínum brautargengi hafá
fúlltrúarnir skipað sér í flokka. Þeir selja atkvæði
sín í einu máli fyrir atkvæði annarra í sínum
hjartans málum. Og effir því sem þessi kaupskap-
ur hefúr þróast hafa flokkarnir orðið fastmótaðri
og á endunum orðið raunverulegir farvegir valds-
ins. Þeir hafa vaxið fúlltrúunum yfir höfúð. í stað
þess að sveigja flokkadrætti að hagsmunum fúll-
trúanna hafa fúlltrúarnir þurft að laga sjálfá sig að
flokkunum.
Við þekkjum ótalmörg dæmi þessa, svo mörg
að við erum fyrir löngu hætt að kippa okkur upp
við þau. Við höfúm séð ágætis fólk freista þess að
setja svip sinn á stjórn landsins en neyðast síðan
til þess að kyngja samvisku sinni, skynsemi og
réttlætistilfinningu að kröfú flokksins. Eins ógeð-
fellt og þetta er, þá hefúr þetta ekki orðið til þess
að við misstum trúna á flokkaræðið heldur þvert
á móti. í öllum tilfellum samsömum við okkur
við þann sterka — flokkinn — og gleðjumst
innra með okkur yfir örlögum gorgeiranna sem
töldu sig geta vegið að valdinu. Þetta er ein helsta
skemmtan okkar í dag, að fylgjast með einstakl-
ingum fórna sjálfúm sér með þessum hætti.
Þetta flokkaræði væri sjálftagt þolandi ef
flokkar mynduðust hér og þar í samfélaginu og
hinir ýmsu flokkar og flokkadrættir mundu vega
hver upp á móti öðrum. En við íslendingar eig-
um ekki því láni að fagna. Hjá okkur stjórna
sömu flokkarnir löggjafarvaldinu, dómsvaldinu
og ffamkvæmdavaldinu. Þeir stjórna einnig
menntakerfinu, efnahagslífinu, menningunni,
heilbrigðiskerfinu, verkalýðshreyfingunni, fjöl-
miðlum — hverjum einasta þætti samfélagsins.
Að vísu var þetta verra hér áður. Fyrir fáein-
um áratugum gat enginn orðið leigubílstjóri á
Vellinum án þess að ganga í stjórnmálaflokk.
Mamma gat ekki fengið úthlutað verkamanna-
bústað í Breiðholti án þess að ganga á milli