Fjölnir - 30.10.1997, Side 74

Fjölnir - 30.10.1997, Side 74
Gunnar Smári Egilsson Sovét-ísland AD SKODA MED SKILNINGARVITUN UM Pað er hægt að nýta sér mismunandi skilningarvit til að auðga ímyndunaraflið og fá annan flöt á því verk- efni/vandamáli sem þú ert að fást viö. MYND af ...sem við á ÆFING: Veldu þér eitthvert tiltekið verkefni/vanda- mál. Skoðaðu það út frá skilningarvitunum fimm. • Hvernig bragðast það? • Hvernig hljómar það? • Hvernig lítur það út? • Hvaða tilfinningu gefur það? • Hvernig lyktar það? Skrifaðu síðan það innsæi sem hvert skilningarvit fyrir sig gefur þér. Skrffaðu niður hugsan- lega lausn byggða á innsæislýsingu þinnf. Munu svör þin koma af stað hugmyndum sem leiða til lausnar á verk- efninu/vandamálinu? Fj 74 olnir timarit handa íslendingum hnust '97 Er hægt að vorkenna þessu fólki? Það þarf náttúrlega ekki að taka fram að sambærileg könnun sem gerð yrði á íslandi myndi leiða í ljós enn fyndnari niðurstöðu. Fyrir þrjátíu árum var sjónvarpsdagskráin hér tveir og hálfúr tími tvö kvöld í viku. Ædi íslendingar hafi ekki bætt við sig um tuttugu tímum fyrir framan sjónvarpið? Þetta er nú allt bölið sem á okkur er lagt, að liggja í sófánum og horfa á Derrick. Ég reyni að halda aftur af tárunum því ég veit að ef ég fer að grenja mun ég ekki geta hætt. Ég held að hugmyndir nútímamannsins um sitt flókna líf séu jafn vidausar og tilfinn ing hans fyrir hröðun tímans. Hann læmr þúsund sjampó-tegundir rugla sig í ríminu en gleymir að þær em allar vottaðar, prófaðar og staðlaðar af sömu stofhunum. í raun getur nútímamaðurinn ekki keypt sér sjampó án þess að einhver opinber starfemaður hafi ekki áður þvegið á sér hárið með því. Hann gemr ekki keypt sér tómat sem ekki er búið að smakka fyrir hann, kaffi sem ekki er búið að hella upp á fyrir nokkrar kynslóðir af rottum, klósettpappír sem ekki er búið að sanna að fári vel með rassinn á honum. Hann gemr ekki borg- að fyrir þessar vömr án þess að peningakassinn segi honum hvað hann eigi mikið af peningum eftir. Á leiðinni heim þarf hann bara að hlíða umferðarskiltunum og þá kemur ekken fyrir hann. Heima stillir hann hitann í stofúnni á 20 gráður, hefúr 22 gráður á baðherberginu svo hann fái ekki hroll þegar hann stfgur upp úr kar- inu en 18 gráður í svefnherberginu svo hann sofi betur. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af upp- eldi barnanna sinna, því leikskóla- og alvöru- skólakennarar sjá um það. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim sem minna mega sín, því ríkið sér um þá. Hann þarf ekki að leita að guði, því ríkið finnur einn handa honum um leið og hann fásðist. Ef eitthvert óhapp hendir hann fær hann áfállahjálp, þá er honum sagt hvernig hon- um á að líða og hjálpað dl að kalla fram þær til- finningar. f dag em tilfinningar staðlaðar eins vömr og þjónusta. Eðlilegt sorgartímabil eftir fráfall maka em þrír mánuðir. Allt annað er óeðlilegt. Það er eðlilegt að finna til vonleysis þegar maður missir vinnuna, en ef maður verður vonlaus svona upp úr þurm þá fær maður prósak og verður aftur sátmr við lífið. Ef mann langar f eitthvað að lesa þá flettir maður því upp hvað aðrir em að lesa. Ef maður vill vorkenna ein- hverjum þá segir sjónvarpið manni reglulega ffá hverjum er vinsælast að vorkenna þá stundina. Ef mann langar í barn en gemr ekki eignast það með hefðbundnum hætti þá kaupir maður það eða læmr búa það til. Ef maður vill gefa því al- mennilegt nafn flettir maður upp í lista yfir votmð nöfii. Nei, það er ekkert flókið við líf nú- tímamannsins. Það er sáraeinfalt. Og það er heldur ekken flókið afhverju þetta líf gefúr honum ekkert. Sá sem gefúr ekkert öðlast ekkert. Nútímamaðurinn er þiggjandi í eigin lífi. Hann hefúr í raun sáralítil áhrif á hvernig því vindur áfram. Hann getur valið hvernig týpa hann er, valið sér föt, áhugamál og mataræði í stíl og jafnvel fengið aðstoð við valið, en að öðm leyti er hann einskis spurður og það gerir heldur enginn kröfúr til hans. Hans vegna má nágranni hann rústa lífi sínu og allrar fjöl- skyldunnar. Hans vegna mega fátækir svelta í hel, saklausir verða dæmdir, varnarlausir verða fótum troðnir. Þar sem hann borgar sína skatta og út- svar ædast hann til að ríki og borg sjái um flest fyrir sig. Og þegar hans eigin fjölskylda er að leysast upp finnst honum að ástæðan hljóti að vera sú að ríki og borg hafi ekki komið sér upp almennilegri fjölskyldustefnu. Nútímamaðurinn lifir ekki auðugu lífi vegna þess að hann hefúr ekki lengur nein tæki í hönd- unum til að þroskast til auðugs lífs. Hann hefúr ekki hugmynd um hver hann er. Og í raun er öllum sama, ekki síst honum sjálfúm. Ef ráðherr- arnir birtast á skjánum hans á kvöldin til að segja að allt sé „under control“ þá er hann öruggur. rátt fyrir öll þau öryggisnet sem spunnin eru kringum nútímamanninn, þá er hann ekki ömggur í samfélaginu. Þrátt fyrir allt þetta umstang finnst honum samfélagið vera sér fjand- samlegt. Hann hefúr þvf búið sér til eyju innan þess, fjölskylduna og heimilið. Heimilið er griðastaður. Þar finnur hann grið fyrir fjandsamlegum öflum í ffumskógnum fyrir utan. Og á heimilinu búa nútímamaðurinn og nútímakonan og framtíðarbörnin. Börnin em það eina sem nútímafólkið mun skilja eftir sig þegar þau hverfá, þau hafa fyrir löngu misst trúna á að verk þeirra úti í samfélaginu hafi einhver áhrif. Þeirra hlutverk er því fyrst og ffemst að gera börnin sem best hæf til að standast kröfúr þess flókna samfélags sem þau telja að bíði þeirra. Þau setja hjálm á hausinn á börnunum, svo þau fái ekki heilaskaða ef þau skyldu detta, og senda þau á tölvunámskeið. Þau fylgjast með hvort börnin séu farin að reykja, dópa eða drekka. Annars reynir nútímafólkið að vera vinir barn- anna sinna. Því hefúr verið haldið ffam að ástæða tíðra skilnaða sé sú að ekkert ástarsamband standi undir þeim kröfúm sem við gerum til þeirra nú. Makinn á að veita okkur hamingju, öryggi, vin- átm, skilning, gleðistundir, smðning, lífsfullnæg- ingu og svo áffam endalaust. Við viljum fa laun út úr vinnunni og ánægju út úr áhugamálunum eða sjónvarpinu. Allt annað á makinn að gefá okkur. Og auðvitað stendur enginn einstaklingur undir því. Allra síst þegar sá sem sogar sig á hann er uppalinn þiggjandi og ófær um að vera sjálfúm sér nægur. Þegar tveir slíkir rekast á og krefja hvor annan um hamingju brjótast ffam heidr hveitibrauðsdagar. Þegar allar vonir manns mætast í einum punktí svífúr maður á bleiku skýi, bjartsýnin ber mann hálfá leið — svona um það bil hálff til eitt ár. Eftir það fer gamanið að kárna, súrna og brenna við. Það getur tekið um þrjú til tíu ár að skilja, hlaða upp gildum ástæð- um og sannfæra sjálfán sig og aðra um að í raun sé ekkert við þeim að gera. Og svo skilur fólk og giffist aftur og skilur. Skiljanlega hefúr dregið úr trú okkar á ástar- sambandið. Og þá eigum við bara börnin eftir. Við vörpum á þau kröfúm um hamingju og ein- hvern tilgang með þessu lífi. Þau eru síðasta von okkar um innihaldsríkt líf. Þess vegna eltum við þau út um allar grundir með vídeókameruna á loffi. Það er eins og við vitum að þau muni líka bregðast trausti okkar, stækka ffá okkur, fá ung- lingabólur og fara að rífa kjaft, skella hurðum og rjúka að heiman. Skilja okkur ein effir með vídeómyndirnar að ylja okkur við. Auðvitað kemur mér ekki við hvernig fólk ver lífi sínu. Ég vildi bara kasta ffam þessari mynd til að rökstyðja þá kenningu að mannskiln- ingur okkar í dag sé klofinn. Við erum annars vegar einskonar einka-ég og hins vegar samfélags- ég. Einka-ég leitast við að búa sér öruggt skjól í einkalífinu. Samfélags-ég reynir að lifa af útí í þjóðfélaginu. Einka-ég er réttsýnn, hlýr og gefandi. Samfélags-ég þarf að gera meira en gott þykir. Einka-ég er kjaminn í hverjum persónuleika. Samfélags-ég sér honum fyrir nauð- þurftum. Einka-ég er einkar mannlegur. Sam- félags-ég er fyrst og fremst prófessjónal. Þessi klofningur getur af sér siðferðislega klemmu sem við þekkjum vel af sambærilegri deildarskiptingu ábyrgðar. Frá því að atómbomb- an féll hafa vísindamenn annað slagið imprað á þessum vanda, hvort þeir beri ábyrgð á því hvernig samfélagið nýtir uppgötvanir þeirra. Ef eitthvað er að marka tímann þá er almenn niður- staða þeirra sú að, nei, þeir bera ekki ábyrgð á því. Og aðrar stéttir hafa tekið upp þetta viðhorf. Það er til dæmis meginþráðurinn í lista- og bók- menntasögu þessarar aldar — verkið hefúr gildi í sjálfú sér, það er í raun barnaskapur að velta fyrir sér samfélagslegu gildi þess. í hugvísindum hefúr þetta getið af sér einkar andlaust ástand. Þar verða vangaveltur um manninn og samfélagið á einhvern hátt ótengdar uppruna sínum, niður- stöðurnar eiga ekki lengur erindi út í samfélagið heldur verða lidar og notalegar intressur í faginu. Með tímanum öðlast módelin af samfélaginu sjálfstætt líf og verða mikilvægari en það sem þau standa fyrir. Og afleiðingin af tvískiptu siðferði mannsins úti í samfélaginu er sú sama. Módelið — það er þjóðskipulagið — verður tilgangurinn. Þegar árekstrar verða milli þess og hins formlausa lífs innan þess er prjónað við módelið svo það nái utan um formleysuna, fái tamið hana og beislað. Og eins og hugvísindamaðurinn þröngvar kaos- inu inn í módelið, þannig viljum við staðla mannlegt líf svo það falli að kröfúm þjóðskipu- lagsins. Þetta er auðvitað endalaust verk, endalaus birmburður í bomlausum skjóðum inn í myrk- viði mannlífsins. Þegar við höfúm staðlað nöfoin á þessum videysingum bíður okkar að gefa út staðlaðar ríðingarheimildir handa unglingunum svo þeir ged nú hnuðlast hvert á öðm í birtunni frá ríkisvaldinu. Samfélags-ég, sem ég gat um áðan, lifir í þessu módeli. Einka-ég myndast við að búa sér lífvænleg skilyrði í skjóli þess. En athafnasvæði hans hefúr skroppið hratt saman. Til að koma í veg fyrir árekstra í samfélaginu hefúr ríkisvaldið sótt inn á heimilið, staðlað þar ýmis tæki og tól, lofthæð og herbergisskipan og ábyrgð íbúanna gagnvart hver öðmm. Það hefúr skipað börnun- um sérstakan umboðsmann og í undirbúningi er að ráða annan handa konunni. Karlinn fær sinn á næsm öld. Þrátt fyrir þennan ágang ríkisvaldsins trúir einka-ég að hann sé þarna einhvers staðar, ef til vill í fataskápnum. Að lokum gefst hann nán- úrlega upp og finnst að hann sé hann sjálfúr svo framarlega sem hann geri það sem til er ædast af honum. Ef hann gerir eitthvað af sér finnst hon- um vera einhver púki í sér. Þetta er sama tilfinning og ffæðimenn hafa. Þeim finnst þeir hafa fúndið sannleika ef þeir fylgja aðferðafiæði síns fágs og ef niðurstöður þeirra standast fagleg mótrök. Að sjálfiögðu á þetta ekki við um skapandi ffæðimennsku heldur fyrst og ffemst hina drottnandi meðalmennsku ffæðanna. Þeir ffæðimenn sem hafá átt eitthvert erindi við okkur hafa leitast við að horfa í kaosið í gegnum módelin. Þeir hafá leitað almenns skiln- ings á lífinu og leitast við að flytja þennan skilning út í samfélagið. Þess vegna birri Einstein afitæð- iskenningu í tímariri starfemanna Pósts og síma. Þetta munum við aldrei geta flúið. Það er alveg sama hversu straumlínulöguð og sman módelin okkar verða, þau munu aldrei losa okk- ur undan h'finu sjálfu. Þótt við myndum smíða hið rétdátasta þjóðskipulagskerfi yrðum við ekki rétdát við það. Þjóðfélagið mun aldrei geta tekið yfir skyldur okkar. Við getum ekki hafið okkur upp úr sjálfúm okkur, leyst vanda okkar á æðra plani, fáglegum grunni, vettvangi ríkisvaldsins. Við situm alltaf uppi með okkur sjálf. Og við sjálf erum ekki bara okkar innsta einka-ég, til- finningar okkar og langanir, heldur öll verk okk- ar, aðgerðir og aðgerðaleysi. Rof þarna á milli er siðferðislegur klofningur, mórölsk skitsófrenía. Þessi klofningur hefúr valdið siðferðislegu hruni samfélagsins. í raun er það vart til lengur. Við eigum örsmá prívatheimili og síðan risavaxið ríkisvald. Það er nánast ekkert þarna á milli. Það öryggi og skjól sem við fengum áður í samfélag- inu ædumst við tíl að fa á heimilinu. Virkni okkar í samfélaginu hefúr breyst í kröfúgerð á hendur ríkinu. Við samsömum okkur við annars vegar sífellt minni og viðkvæmari fjölskyldu og hins vegar við ört stækkandi ríkisheild. Tenging okkar við samfélagshópa markast frekar af stöðu þeirra gagnvart ríkisheildinni en samfélagslegu

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.