Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 76

Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 76
Á miðöldum skrifuðu fslendingar sagnarit um konunga. Þau eru vitnisburður um hugmyndir þeirra um stöðu þessara valdsmanna í heiminum, hlutverk þeirra og dyggðir. En hvaða máli skiptir það fyrir nútímann? Gætu konungar, þjóðhöfðingjar og valdsmenn nútímans orðið einhvers vísari með því að kynna sér þessar hugmyndir? Ármann Jakobsson veltir þessu fyrir sér. x . . Dauði prinsessu, íslensk sagnarit og forseti íslands Hvað kemur fátækri blökkukonu í Lundúnum til að standa háskælandi við hlið konungshallar og gráta yfir konu sem hún þekkti aldrei? Konu sem lifði alla ævi við munað, laus við hversdags- áhyggjur af því hvernig draga ætti fram líftómna. Nýilljóik Fyrir ofan: Ívar Brynjólfsson Veitingar á borði i kosningaskrifstofu Guðrúnar Pétursdóttur, 1996 Fyrir neðan: ívar Brynjólfsson Símar á ofni í kosningaskrifstofu Ástþórs Magnússonar, 1996 Þessi spurning hlýmr að hafa hvarflað að mörgum undanfarið. Þegar DIana prinsessa fórst í bíklysi varð heimurinn klökkur af gráti, jafnvel þeir sem aldrei hefðu átt von á því. Eflaust eiga þessi sterku viðbrögð sér margar og mismunandi skýringar. Ein þeirra er að Díana var konungleg. öðmvísi en við hin. Tignari en við. Hún var ósnertanleg. Góðar mæður deyja á hverjum degi. En enginn á von á að slysin hendi líka kon- ungana. Viðbrögð heimsins við fráfalli Díönu sýna að enn lifir í glæðum gamalla hugmynda. Díana var þó auðvitað nútímafýrirbæri, kvikmyndastjarna eins og Euzabeth Taylor sem einnig átti við hjónabandsörðugleika og átvanda að etja en barð- ist þó fýrir eyðnisjúklinga og minnimáttar — og allt gerðist þetta í fjölmiðlum, frammi fýrir aug- um allra. En dauði Díönu prinsessu er ekki aðeins eins og þegar fólk missir eftirlætisgoð sín úr fjölmiðl- um. Treginn sem hann veldur á sér eldri rætur. í grundvallaratriðum er lítill munur á viðbrögðum manna við þessum harmleik og viðbrögðum Norðmanna við láti Magnúsar konungs góða árið 1047, eins og þeim er lýst í íslenskum konunga- sögum. Bæði voru Díana og Magnús treguð af ríkum og fátækum. Engu skipti hvort menn þekktu þau. Sennilega hefúr sjaldan verið meiri áhugi á konungum og konungsvaldi á íslandi en á 13. öld. Þá voru íslendingar ffemstir í flokki nor- rænna manna við að setja saman sögur um norska og danska konunga sem sýna að íslend- ingar höfðu ekki síður áhuga á konungsvaldi en Evrópumenn almennt og kunnu að koma orðum að hugmyndum sínum. Miðað við varðveitt skrif um málefhið munu fáar þjóðir hafa haft meiri áhuga á konungum en íslendingar. Á dögunum kom í ljós að Díana prinsessa hefur sterk ítök í hjörtum margra ís- lendinga en á 13. öld var áhugi íslendinga á kon- ungum enn meiri. Þeir birtast í langflestum ís- lenskum sögum, einnig þeim sem fjalla um ís- lenska höfðingja og byskupa. Margt bendir jafn- vel til að Norðmenn hafi þótt vera verr að sér um konunga sína en íslendingar á sama tíma. íslensk- ir sagnaritarar voru sérffæðingar í konungum. Hugmyndir íslenskra konungasagnaritara um konungsvald sóm sig í ætt við hugmyndir ann- arra Evrópumanna á sama tíma. Hvorki á 13. öld né síðar höfðu íslendingar þá sérstöðu sem þjóð- inni virðist mikilvægt að trtia á. íslendingar vom meðlimir í alþjóðlegum söfnuði, katólsku kirkj- unni. Nú hefúr kirkjan næsta fatæklegt sam- félagshlutverk en þá voru menntun, menning og félagslega kerfið að mesm á hennar herðum. Kirkjuhöfðingjar vom virkir þátttakendur í ríkis- stjórn, líka á fslandi þar sem stjórnarfar var öðru- vísi en þá tíðkaðist í Evrópu. Hugmyndir manna um konungsvald á þeim tíma tengdust hugmyndum manna um lífið og tilveruna í heild sinni og þær vom mótaðar af kristni. Hluti hins kristna samfélags var verald- legur en ekki í þeim skilningi að veraldlegir höfðingjar væm óháðir eða andstæðir kirkjunni. Hugmyndafræði lénskerfisins var þannig í senn veraldleg og kristileg og hugmyndir íslenskra sagnaritara 13. aldar um konungsvald eru all- skyldar henni. Tvennt er áberandi í konungsmynd íslenskra sagnarita ffá þessum tíma. Annars vegar er mikil áhersla lögð á tign konunga sem kemur ffam m. a. í úditi þeirra, hegðun, klæðaburði og allri ffamgöngu. Á hinn bóginn vom konungar stjórnendur, gegndu embætd sem ákveðin hlut- verk fýlgdu og þurftu að vera búnir ákveðnum kostum dl að sinna þeim. Þessir mannkosdr vom hagnýtír en vom einnig kristilegar dyggðir. Yfir konungum er tign sem engin leið er að skilgreina. Þannig hendir iðulega að sá sem stendur andspænis konungi og ædar að ráða á hann glúpnar og hættir við ædunarverk sitt. Einnig kemur hún ffam í glæsilegu útliti. Kon- ungar em hærri, sterkari og ffíðari en gengur og gerist. Fyrst og ffemst hafa þeir þó hvöss og kon- ungleg augu og mikið og fagun hár. Þá bera þeir konungleg klæði sem valda því að þeir þekkjast hvar sem er. Þegar litið er til Díönu prinsessu og annars núlifandi kóngaliðs má ljóst vera að þetta er enn í fúllu gildi. Kóngafólkið verður fýrirmynd. Díana skapaði nýja tísku, eins og Haraldur grAfeldur Noregskonungur gerði gráfeldi vinsæla í sínum tíma. Vegna tignar sinnar virtíst hún ósnertanleg, eins og konungar í íslenskum sagnarimm mið- alda. Það er engin tilviljun að menn fengu áfall við að ffétta af láti hennar. Eins og þá eiga konungar 20. aldar að þekkjast úr alþýðu manna. Konungar eiga að sjást. Á hinn bóginn eiga þeir helst ekki að láta heyra í sér. Á 13. öld var þessu öðruvísi háttað. íslenskar konungasögur fjalla því um annað og meira en útlit konunga. Konungar höfðu einkum þrjú hlutverk. Þeir vernduðu þá sem ekki gátu borið hönd fýrir höfúð sér: konur, börn og kaup- menn. Mikil áhersla var lögð á að beint samband væri milli konunga og alþýðu, ffamhjá hirð- mönnum og aðli, rétt eins og Díana prinsessa og konungsfjölskyldur almennt njóta ennþá jafnvel meiri hylli hjá fatækum en hinum efúameiri. Konungar á miðöldum bætm einnig lög og dæmdu effir þeim, voru fúlltrúar bæði löggjafar- og dómsvalds nú. Síðast en ekki síst stilltu þeir til friðar í samfélaginu og vörðu það fýrir erlendum herjum. Þeim veitti því ekki af mannkosmm en mest munaði um hinar fjórar veraldlegu höfúð- dyggðir: visku, styrk, stillingu og réttlæti. í íslensku konungasögunum er sýnt hvernig réttlátir konurtgar eru einnig vitrir, styrkir og stilltir. Annars er ekkert gagn að þeim. Þannig er Haraldur hein Danakonungur (1076-1080) tal- inn gagnslaus vegna þess hve veikur hann er. Sveinn svIðandi Danakonungur (1146-1157) temprar hins vegar ekki styrk sinn með stillingu og er því harðstjóri. Mikilvægi viskunnar kemur einnig víða fram, t. d. í lýsingu á átökum Magnúsar Erlingssonar og Sverris (1177-1184) í Sverrissögu. Þar hefúr Sverrir vinninginn vegna visku sinnar. íslenskir konungasagnaritarar vissu mætavel hvernig konungar væm og ættu að vera. í sögunum fór ffam umræða um konungsvald og í nokkrum var fjallað sérstaklega um samskipti íslendinga og Noregskonunga. Sú umræða er fremur jákvæð og hefúr vafalítið verið þeim í vil sem vildu gera Noregskonung einnig að konungi íslands. Um leið og íslendingar höfðu fengið konung,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.