Fjölnir - 30.10.1997, Page 80
Jón Hallur Stefánsson Cimsteinar í sorpinu
Sigur í mikil-
vægum leik
jjÞetta var óneitanlega sætur
sigur eítir tímabil þar sem
nokkuð blés á móti og margir
voru búnir að afskrifa okkur.
En við sýndum í dag að það er
karakter í liðinu. Við getum
ennþá sýnt klærnar á réttum
stað á réttum tíma. Vömin var
nokkuð þétt allan tímann og
þó sóknin hefði mátt vera
þyngri framan af kom það
ekki að sök því miðjan hélt vel
á móti. Það er kannski að bera
í bakkafullan lækinn að tala
um dómgæsluna í leiknum,
það hafá aðrir tjáð sig um
hana á öðrum vettvangi og
ekki að ástæðulausu, en það
hlýtur að vera tímaspursmál
hvenær menn taka þessi mái
til rækilegrar endurskoðunar.
Það að þurfa að horfá upp á
önnur eins mistök og þarna
vom gerð tekur á taugarnar og
þó ég sé ekki að afsaka firam-
komu míns manns þá ofbauð
honum einfaldlega ffamganga
dómarans. Og þó það sé vissu-
lega slæmt að hafá hann í
banni í Evrópuleiknum, þá
stend ég heils hugar með hon-
um í þessu máli. Þetta atvik
setti mjög slæman blett á leik-
inn og þess verður áreiðanlega
minnst í sögunni sem einhvers
hins óskemmtilegasta á þessu
leiktímabili. En það em mörk-
in sem telja og við erum mjög
sáttir við úrslitin.44
Fj
80
olnir
timarit handa
islendingum
hnust '97
er kannski svolítið öðruvísi en sú jaðarstaða sem
ég hef verið að ræða hér, hún helgast meðal ann-
ars af því að þeir sem skrifúðu þessa texta voru
ekki fýrst og fremst að búa til bókmenntir, og
stundum einmitt að forðast allt sem gæti borið
keim af skáldskapargildi. Sá sem skrifar skáld-
skap kemst ekki hjá því að reyna á einn eða
annan hátt að „imponerá' lesandann, svo ég
leyfi mér að nota orð sem ég lærði af mömmu
minni: rithöfúndurinn beitir brögðum til að
hræra í tilfinningum og skoðunum annarra
og hann vill láta dást að sér fyrir hvað hann
er snjall í þeirri list (að haga orðunum
þannig að það gerist). Þessi sjálfúmgleði
sem er einsog innbyggð í skáldskapinn gemr
verið þreytandi, og gott ef sú þreyta er ekki afl-
vaki breytinga og nýjunga, að bókmenntaleg
klisja sem síðan þarf að kollvarpa verði til þegar
tiltekið bragð til að hafa áhrif á líðan eða hugs-
anagang lesandans er skynjað sem slíkt. Ást okkar
á bókmenntum helgast af því að við viljum láta
plata okkur, en við viljum geta látið sem við vit-
um ekki af því. Sumir textar em aftur á móti
ófalsaður vitnisburður um mannlíf, þeir snerta
okkur öðmvísi og að vissu leyti dýpra.
En nú er ég kominn út af sporinu. Ég ætla
einsog til skýringar að minnast á nokkrar illflokk-
anlegar bækur frá fyrri tíð sem hafa hrifið mig.
Til að kveljast ekki yfir valinu gríp ég af fúll-
komnu kæruleysi fjórar, hverja úr sinni áttinni.
Flóttinn miltli
í senn ádeilurit og lífsreynslusaga er stórfróðleg
og á köflum bráðskemmtilega skrifúð bók eftir
Vernharð nokkurn Eggertsson sem út kom árið
1936 og heitir undarlegu nafni: Því damist rétt
vera... — titillinn er vitanlega fenginn úr réttar-
skjölum, þetta er formúlan sem hver dómsupp-
kvaðning hefst á. Undirtitillinn gefúr til kynna að
þetta sé einhvers konar ádeilurit um réttarfar eða
fangelsismál: „f átján mánuði samfleytt sat ég sem
auðmjúkt, vesælt hræ.“ Nánari hugmynd um
hverslags rit hér er um að ræða má fá af upphafs-
orðum formálans: „Mér þykir rétt að taka það
fram, að jafnframt því sem bók þessi er þáttur úr
væntanlegri ævisögu minni, þá er hún og
nokkurskonar svar til þeirra manna sem mest
hafa svívirt mig persónulega, bæði opinberlega og
innbyrðis meðal kunningja og vina. — Þá er hún
og svar til forstöðumannsins á Litla-Hrauni, sem
vísvitandi laug um mig allskonar slúðurssögum
og þvættingi, í opinbemm blöðum og víðar, án
þess að gera sér grein fyrir því, sem hann var að
segja eða skrifa, en kepptist hinsvegar við, að þvo
hendur sínar í augnabliksæsingu."
Umfjöllunarefni, eða frásagnarefiii Því damist
rétt vera... er semsagt fángelsisvist höfúndarins á
Litla-Hrauni, tildrög hennar og ffamgangur, en
umfram allt ævintýralegur flótti hans úr fangels-
inu við þriðja mann árið 1935.
Vernharður Eggertsson fæddist árið 1909 á
Akureyri og var sonur ölgerðarmanns. Hann var
baldinn skóladrengur að sögn tveggja gamalla
skólasystra hans, sextán ára gamall lagði hann leið
sína til Reykjavíkur og nokkmm vikum effir
komuna þangað var hann sektaður vegna ölvun-
ar. Effir þetta hverfúr hann úr bænum og næst-
um ömgglega úr landi. Sex ámm síðar sendi
kanadíska lögreglan fýrirspurn um hann, þá hafði
Vernharður setið inni í þrjá mánuði fýrir að
„svíkja sér mat undir fölsku yfirskini og fýrir
flæking“, ef marka má upþlýsingar sem hafðar
vom effir lögreglunni í kjölfar flóttans mikla.
Skömmu síðar er hann kominn til Reykjavíkur
og lentur í vandræðum. Næsm árin á Vernharður
í stöðugum útistöðum við lögin, nær undantekn-
ingarlaust í tengslum við áfengisneyslu. Árið
1934 var honum stungið inn á Litla-Hraun til að
afþlána tvo dóma, samtals hálft annað ár, annan
þeirra fýrir litlar sakir, þótti honum sjálfúm, og
ég hef á tilfinningunni að við yrðum sammála
honum um það í dag. Hann minnist á þessa
dóma í upphafi flóttasögu sinnar.
Nú viljum vér líta nokkra mánuSi afiur í tim-
ann. Ég er staddur á Litla-Hrauni sem fangi og
er aS afplána tvo dóma: 4 mánuSi og 14 mán-
„Maður skynjar einhvem
jrumkraft í þessum textum,
einhvem einLegan, tilgerðar-
lausan og alþýðlegan streng
sem allajafha er víðsfjarri,
bœði íþeim samtíma-
bókmenntum sem menn eru að
fjargyiðrast yfir, og eins í
viðurkenndari bókmenntum
liðinna áratuga. “
uSi. Fyrri dómurinn erfyrir aS stela bíl og aka
honum, sœtkenndur meS 100 km. hraSa á klst.,
og án ökuskírteinis. Ég hajSi ekkert viSþeim
dómi aS segja; ég hugsaSi sem svo: ]a, þaS er
ekki nema von aS manna greyin dami mig i 4
mánuSi, þegar þeir verSa aS bregSa út afgöml-
um vana, oggeta ekki damt af mér neitt óku-
skírteini. Svo afþlánaSi égþann dóm móglunar-
laust. En aftur á móti var ég ekki á sama máli
meS þessa 14 mánuSi. Þá fékk ég alveg extra,
svona upp á krít hjá stóra „Napoleon “ i Eyjum,
meS aSstoS Magnúsar Torfasonar og hómópatans
Gisla Péturssonar, sem gegnir héraSslaknis-
embœtti á Eyrarbakka. Þessir delar lögSu sína
pólitísku viSrinishausa i bleyti, og suSu saman
14 mánuSi, mér til huggunar í framtiSinni. “
Það var meðal annars vegna þessa óréttar sem
Vernharður taldi sig beittan að hann strauk úr
fangelsinu, vitandi þó að eigin sögn að hann
mundi fljódega nást afiur.
Þvi damist rétt vera... er að formi til varnarrit,
fúllt af hvassyrtum ásökunum í garð réttarkerfis-
ins og fúlltrúa þess, auk fangelsisstjórans og dag-
blaðanna sem fjölluðu um málið af allmikilum
hugarassingi. Eitt af því sem gerir þessa bók svo
skemmtilega er stráksleg ósvífni höfúndarins,
hvernig hann lætur yfirlýsingarnar vaða af
óskammfeilni þess sem hefúr engu að tapa, en
umfram allt er það kröftug frásögn Vernharðar af
þessum atburðum, sem eru ævintýralegir í sjálfú
sér, en verða sumpart spaugilegir út af sjónar-
horni höfúndarins, sem skynjar framvinduna á
talsvert bókmenntalegum forsendum, eiginlega
reyfaralegum fosendum sem skapar spennu
paródíunnar í textanum án þess að til þess sé
ædast. Vernharður hafði verulega stílgáfú og
eiginlega er mikil synd að hann skyldi ekki hafa
náð að verða alvöru rithöfúndur einsog hann
hafði fúllan hug á sjálfúr. Því damist rétt vera... er
hans lida meistaraverk, og það eina sem hann gaf
út undir eigin nafúi; undir nafninu Dagur Aust-
an birti hann nokkrar smásögur og eina bók til
viðbótar, fslenskur avintýramaSur í styrjöldinni á
Spáni, sem er fjörlega skrifaður heilaspuni um
þátttöku höfúndarins í hildarleiknum á Íberíu-
skaganum. Sú bók kom út árið 1938, þegar
borgarastríðið stóð ennþá yfir. Næsta áratuginn
gaf Vernharður ekkert út, enda var hann að
mestu í klóm Bakkusar, en skömmu áður en
hann drukknaði við Bredandsstrendur með
vélbámum Eyfirðingi, snemma árs 1952, var
hann farinn að birta smásögur í skemmtistíl, og
orðrómur var á sínum tíma á kreiki um að hann
hefði verið með tilbúið skáldsöguhandrit.
Það em glampar í öllu sem Vernharður
skrifaði, en ef eitthvað af því er líklegt til að
halda nafúi er það tvímælalaust þessi einstaka
saga um flótta frá Lida-Hrauni.
Klukkan var eitt— nóttina milli 15. og 16.
júní 1935 — er viS losuSum jámrimil frá
einum glugganum og tróSum okkur út. VeSriS
var gott og nóttin bjórt; heldur björtfyrir
myrkranna böm, einsogþar stendur, þó aS ég,
innst í eSli mínu sé Ijóssins bam.
ViS skyggndumst inn á bifreiSaverkstaSi,
sem er þar rétt hjá, en er viS sáum ekkert
heppilegt farartaki þá héldum viS áfram
gangandi sem leiSliggur uppþjóSveginn...
Praumqlif
Einsog áður sagði em dulræn ffæði ýmiss konar
sú undirdeild jaðarbókmennta sem þrífst einna
best ennþá. Samt er ég næstum viss um að ný-
aldarfræði nútímans em miklu leiðinlegri lesning
en þær drauma-, leiðslu- og miðilsbókmenntir
sem áður vom skrifáðar, burtséð frá því hvort
menn taka efúið alvarlega eða ekki. Og ég er
alveg ömggur um að innlendi hlutinn af þessu
efni hefúr skroppið saman í brotabrot af því sem
hann einu sinni var. Á þessu svæði er margt um
skemmtilega texta. Eitt lítið dæmi er yndislegt
kver eftir Helgu S. Bjarnadóttur, Sýnir og draum-
ar, sem höfúndurinn gaf út á eigin kostnað árið
1956. Þetta er önnur af tveimur bókum Helgu
svipaðs efúis, hin heitir Raddirfrá öSrum heimi.
Einsog titillinn gefúr dl kynna er þetta safn af
smttum textum. Eftir smá tilhlaup í bundnu
máli hefst meginmálið fýrirvaralaust á draumi:
ÞaS varfyrir rúmum þrjátiu árum, aS ég var
stödd á þeim staS, sem égátti heima. Mér finnst
eins og ég heyri rödd sem segir: „Þú munt verSa
á llfi þegar Jesús kemur aftur, eSa þegar heims-
endir kemur. “ Mérfannst ég trúu þessu mjög vel
og ég vona aS þaS ratist.
Þetta er alls ekki eini draumurinn í kverinu
þar sem Kristur kemur fýrir, Guð fáðir hans
kemur líka fýrir í nokkmm þeirra í líki gamals
manns og sömuleiðis birtast englar höfúndinum.
í einni engilsýninni sá hún „gróparnar í vængj-
unum á englinum því að hann var alveg nakinn“.
Hún bætir við dæmigerðum endi á draumlýsing-