Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 81
Jón Hallur Stefánsson Gimsteinar í sorpinu
um sínum: „Ekki skildi ég þetta, en sjálfsagt hef-
ur þetta fert mér eitthvað gott.“ Lengsta vitrunin
er ítarleg lýsing á þeim Njáli og Bercþóru einsog
þau lim út þegar þau lögðust útaf til að brenna
inni. Og Grettir Ásmundarson hefúr líka látið sjá
sig:
Mig langar að minnast á, þegar ég sá Gretti.
Það var eitt kvöld, að ég er háttuð, þá sé ég þar
sem kemur niður að mér mannshöjuð, ogþá
heyri ég rödd, sem segir: „Þetta er nú Grettir. “
Hann var ábúðarmikill í andliti og stórskorinn
og rauðbirkinn. Ekki brá mér neitt viðþetta,
því að mérfannst eins og ég hefði þekkt hann
fyrr.
Stöku sinnum dreymir Helgu drauma eða sér
sýnir sem hún telur sig hafe ráðið, til að mynda
hefúr hún séð „f skyggni" mikið af flaggstöngum
kvöldið áður en Sveinn Björnsson lést og setti það
í samband við fráfall hans. Oftar er hún hins
vegar hlutlaus skrásetjari, tekur stundum fram að
merking vitrananna sé henni hulin, en í sumum
tilfellum þarf hún þess ekki:
Mig langar að rifja upp til minnis sýn, er égsá
fyrir nokkru. Hún er á þessa leið: Mér virtist ég
sjá nokkuð stórt fell, þó í jjarska, en út úr þessu
felli sé ég hvar mannshónd kemur, en höndin
var að sjá eins ogföst í umgjörð, sem líktist eins
og tiglóttum steinum. Þegar ég hafði horft á
þetta um stund snerist höndin við ogsýndi mér
í lófann, en hann var tómur. En í sama bili
kemur önnur hönd sem eins oggrípuryfir hina
og lokar hinni hendinni og viðþað hverfa báðar
hendumar. Var þá þessi sýn horfin.
Það skiptir máli hvers vegna ég hrífst af þess-
um textum, en ég er ekki viss. Frekar en að þeir
séu sérlega vel skrifeðir þá er einhver heillandi
blátt áffam einlægni í þeim, trúartilfinningin er
svo sönn, fúllvissa höfúndarins svo mikil um að
hún sé að miðla mikilsverðum fregnum, þó að
manni sjálfúm finnist þessir textar ekki hafe neitt
hagnýtt eða trúarlegt gildi fyrir aðra en hana
sjálfe. Umffam allt er maður glaður og þakklátur
fýrir það örlæti hennar að leggja til þess kostnað
og fýrirhöfn á gamals aldri að deila með okkur
þessum hluta af lífi sínu.
Á titilsíðunni er mynd af Helgu þar sem hún
situr á peysufötunum sínum með laglegt gull-
armband um hægri úlnlið, ljóshærð kona milli
tvítugs og þrítugs, myndi ég segja, með stóra
eyrnasnepla, lítinn munn og dapurlegt en leit-
andi augnaráð. Hún var fedd árið 1880.
Hórdómur oq liffslciðí
Einhvers staðar á útjaðri erótískra bókmennta eða
kynlífeffásagna er lítil bók ffá árinu 1926 sem ber
það siðsamlega nafh Ást og hjónaband Höfúnd-
urinn kaus að kalla sig St. H. Borcar, kannski af
því að St. H. var skammstöfúnin hans og hann
borgaði útgáfú bókarinnar sjálfúr. Undirtitill
bókarinar er „Endurminningar úr ásta- og hjóna-
bandslffi ungs Reykvíkings" og sannleikurinn er
sá að eitthvað við textann fer mann til að álykta
að ffásagnirnar sem hann hefúr að geyma séu
ekki tómur skáldskapur. Höfúndurinn ferir ef-
laust í stflinn, slær kannski saman, en þetta em
alls engar uppáferðasögur, tilfinrúngin á bakvið
ffásögnina virðist vera raunsönn og stemmningin
sem hún miðlar sannferandi. Og það er einmitt
andblær bókarinnar sem kemur á óvart. Bókin er
gefin út fýrir stríð, sem manni hefúr skilist að
marki einhver tímamót í siðferðislegum efnum,
en Ást og hjónaband dregur upp mynd af til-
finrúnga- og ástalífi sem mér í sakleysi mínu
hefði aldrei dottið í hug að tengja þeirri kynslóð
sem hér er í aðalhlutverkum.
Sagan hefet í barnæsku sögumanns, sem er af
broddborgarafjölskyldu í Reykjavík og má ungur
þola strokur og kjass gestkomandi kvenna. Ein
þeirra, móðir jafúöldm hans sem hann er svolítið
skotinn í, flekar hann fjórtán ára. Lameskur
málshátmr segir að sérhver skepna sé döpur eftir
að hafe eðlað sig. Það er vissulega satt um sögu-
manninn að þessu sinni.
Þegar vtman rann af mér grúfði ég mig skjálf-
andi og máttvana ofan í koddann. — Og ein-
hver óskiljanlegur viðbjóður greip mig. — Og
nú fann ég það, sem ég hafði ekki orðið var við
áður, að sterkur vínþefúr barst með andardrœtti
hennar. Hún strauk hár mitt og laut ofan að
mér til að kyssa mig; —þá kipptist ég ósjálfrátt
við eins og í hryllingi. — Éggrújði migfastar
ofan í koddann, — þorði ekki að líta upp oggat
ekkert sagt. Svo fór hún fram úr rúminu. —
Augnabliki síðar bauð hún góða nótt ofurlágt og
fór út úr herberginu án þess að kveikja.
Samt sem áður hellir hann sér effir þetta út í
lostafúllt líferrú. Kaflar bókarinnar fjalla hver á
fetur öðrum um eftirminnilegustu ástar- eða
kynlífeævintýr hans þangað til hann finnur sér
eiginkonu, sem er fýrrnefúd dóttir fjölskylduvin-
konunnar sem „vígði hann í musteri Venusar".
Fljódega kemur þó í ljós að sú stúlka er alveg jafú
siðlaus og hann sjálfúr og bókinni lýkur með
algjörum ósigri ástarinnar og hjónabandsins.
Sögumaðurinn kemur að konunni í rúminu með
heimilisvininum, og tilkynnir henni að hún sé
honum einskis virði lengur og hann muni leita til
annarra kvenna.
Égatla ekki að reyna að lýsa öllum þeim
ókvaðum af svívirðingum sem við létum rigna
hvortyfir annaðþá. Við vorum bæði alóð,
blinduð afhatri og andstyggð. En það var eins
og hún hrakti fyaman i mig hverju orði, glóandi
afstorkun og heifi. Égfékk að vita, að hún
hafði aUtafhaldiðfyam hjá mér, alltfrá þvi
rúmum mánuði eftir gijtingu okkar, — og
samband hennar við Bjama var t.d. orðið
margra vikna gamalt.
Nú munu flestir gera ráðfyrirþví, að við
hefðum skilið. En þegar mesti ofyinn rénaði,
kom okkur saman um að reyna að halda hinu
ytrayfirskini einsogogsvo margir „heiðvirðir
borgarar". — Fjölskyldur okkar beggja eru
mikilsmetnar hér i betnum og hafa samanlagt
yfir miklum auð og völdum að ráða. ÖU
borgaraleg skynsemi og hið „praktiska
sjónarmið“ mæltu því með, að við létum sem
ekkert vari.
Það sem einkennir þessa bók öðru ffemur er
að um leið og sögumaðurinn lýsir miklu ffjáls-
lyndi á kynferðissviðinu fordæmir hann um leið
athafúir sínar þannig að textinn er gegnsýrður af
sjálfefýrirlitningu og í raun djúpri andstyggð á
manneskjunni. Sá beiski tónn lífeleiða sem ffá-
sögnin endar á fer enn meiri þunga ef maður
tengir sögulokin við titilinn: ffásögnin gefúr sig
ekki út fýrir að vera raunasaga eins manns heldur
úttekt á fýrirbærunum ást og hjónabandi.
Eitt af því sem er heillandi við þessa sögu er
spurningin fýrir hvern hún hafi eiginlega verið
skrifúð og til hvers. Frásögrún virkar ekki kyn-
ferðislega æsandi, til þess er andstyggð á kynlífi,
og konum, of rfkur þáttur í textanum: sögumað-
urinn iðrast alls sem hann hefúr gert í þeim efú-
um. í þessu sambandi verður spurningin um
höfúndinn áleitin, kannski er tóm heimska að
trúa orði af því sem sögumaðurinn segir, og ef
maður gerir það ekki fer textinn allt annað vægi,
til dæmis gæti höfúndurinn haff þann sviksam-
lega tilgang með ffásögninni að fletta ofen af
meintu siðleysi reykvískra broddborgara. Ég segi
„sviksamlega tilgang" vegna þess að í því dæmi
væri sannleiksyfirbragð textans ef til vill ekki ann-
að en bragð til að gefe felskar upplýsingar um
stétt manna sem höfúndurinn tilheyrir alls ekki
endilega sjálfúr. Reyndar ætti að vera hægt að
ganga úr skugga um þetta atriði, rétt nafii
höfúndarins er skráð í Gegni, tölvuskráningar-
kerfi Háskóla- og Landsbókasafús og með smá
grúski ætri að vera mögulegt að komast að helstu
æviatriðum hans. Ég hef ekki gert það og ein-
hvern veginn þykir mér skemmtilegra að þetta sé
sem minnst á hreinu.
Fjórði og síðasti bókartitillinn sem ég dreg hér
upp úr pússi mínu, sem dæmi um skemmtilegar
bækur sem fáir hafa tækiferi til að lesa, er af
ævisögulegum
toga, nánar til-
tekið á það við
um fýrri helm-
ing hennar. /
Bókin heitir
Angantýr eftir
ElInu Thoraren-
SEN, kom út árið
1946 og er ein
áhrifamesta ástar-
saga sem ég hef
lesið á íslensku.
Einsog margar
góðar ástarsögur er
saga Elínar raun-
saga. Hún hófet í
júlí árið 1915 þegar hún var 34 ára gömul
ffáskilin einstæð móðir sem starfrækti litla mat-
stofú í bænum fýrir kostgangara. Þangað kom
18 ára piltur utan af landi, Jóhann Jönsson skáld
og þau Elín urðu ástfengin. Fyrri hluti Angantýs
hefúr að geyma minningabrot Elínar ffá því
rúma ári sem samband þeirra Jóhanns stóð yfir,
seinni hlutinn hefúr hins vegar að geyma texta
sem Jóhann gaf henni. Angantýr var nafúið sem
hún kallaði elskhuga sinn, hann kallaði hana
Brynhildi.
Þótt textar Jóhanns hafi vitanlega bókmennta-
gildi, flestir þeirra birtust held ég hvergi nema í
þessu kveri, þá hefúr ástkona hans semsagt vinn-
inginn í áhrifemætti orðanna. Hún skrifeði bókina
sína á effi árum, þrjátíu árum effir að ástarsam-
bandinu lauk, og hvert hversdagslegt atvik sem
hún lýsir er tært og skýrt og þrungið tilfinningu,
ekki máð heldur finslípað af árunum.
Sumarið 1916 var mjög erjitt aðýmsu leyti.
Það voru veikindi á heimilinu, og ég hafði
mikið að gera. Angantýr var oft sáryfir því,
hvað ég átti lítinn tima handa honum, en oji
sat hann hjá mér á kvöldin, og sérstaklega man
ég eftir á laugardaginn fyrir hvítasunnu. Þá var
mikið að gera, eins og vant erfyrir hátiðir, og
um kvöldið efiir mat var ég að sauma, og
Angantýr sat hjá mér. Þegar klukkan var orðin
tólf, spurði Angantýr, hvort ég ætlaði ekki að
fara að hátta, en ég sagði, sem var, að ég þyrfti
að Ijúka því sem ég var að sauma, fyrir morgun-
daginn. Þá sagði Angantýr: „Elsku Brynildur
min! Ég œtla að vera hjá þér; égget ekki vitað,
aðþú vakir ein. “ Klukkan jjögur um morgun-
inn jðr hann heim; þá var ég búin að Ijúka
saumunum. Það var fagurt veður um morgun-
inn, ogégstóð viðgluggann í stofunni og horfði
á (jtir Angantý, þegar hann gekk út í Þinghoíts-
strœti í morgunsólinni. “
Angantýr er að mörgu leyti barnaleg bók, hún
er ekki beinlínis skrifúð af stílfimi, er sums staðar
klaufeleg og jafúvel smekklaus, á mælikvarða
„góðra bókmennta“, en tilfinningarnar í henni
eru svo falslausar og tjáningin svo einlæg að gallar
hennar verða kostir, sönnun þess að hér séu engin
brögð í tafli. Samt eru upplifenir ástvinanna alls
ekki lausar við bókmenntaleg áhrif, finnst manni:
þetta er síðrómantfskt ástarævintýri, fýrirffam
dæmt til að enda með aðskilnaði og ævilöngum
trega.
ffledhb
'IMMMRW
„Staðan íjaðarbók-
menntum okkar er
semsagt þessi: því
miður eru varla
skrifaðar óvenjuleg-
ar bœkur að neinu
ráði miðað viðþað
sem áður var, hún
er horfin þessi
alþýðlega og einlœga
hefð sem haldið var
uppi afáhuga-
mönnum sem voru
Vtð ætluðum að lifa og deyja saman, einsog segir
í ævintýrunum, og ofi, þegar fegurst var veður að
kvöldi dag, sagði Angantýr við mig: ,A svona
fbgru kvóldi vilégdeyja meðþér, Brynhildur!"
„En ég vil lifa meðþér, Angantýr!" Við fengum
hvorki að lifa né deyja saman.
Ædunin með þessari grein og þessu lida
úrtaki er að minna á þennan bráðskemmtilega
geira af bókmenntaarfinum og gefe örlítið
hugboð um hvað í honum er að finna. Það er off
eitthvað gjörsamlega ósvikið í þessum verkum
sem snerrir mann á innilegri hátt en verk sem eru
kannski sett saman af meiri þekkingu og list. Þau
veita okkur bernska ánægju, smndum kímni
blandna, en ég held að það væru stór mistök að
nálgast þessar bækur til að gera grfn að þeim, því
meðal annars minnir þessi deyjandi deild okkur á
að bækur þurfe ekki að vera einsog þær eiga að
vera. ■
óbundnir reglum og
mörkum bók-
menntagreina. Nú
eru flestaUar bœkur
auðjlokkanlegar,
enda eru þar skrif-
aðar með hliðsjón
afþví hvemig bæk-
ur eiga að vera. “
Fjölnir
hnust '97 81