Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 87
Þótt margt gott megi um líðandi öld segja, þá verður hún seint talin innblásin.
Stórvirki allra tíma hafa verið unnin af eljusemi og aga en fram að okkar tíma þótti
innblástur nauðsynlegur svo eitthvað kæmi út úr streðinu annað en meðalmennskan
— og best var ef Guð almáttugur blési lífi í verkið. JóNAS Sen rekur hér gamlar og nýjar
hugmyndir um innblástur og þátt hans í tónsmíðum höfuðsnillinga jfyrri tíma.
; hélt að ég væri með gott minni. Samt er ég
búinn að steingleyma hvað þögla píanóverkið
eftir John Cace heitir. En mig minnir að það sé
kallað „Fjórar mínútur og einhverjar sekúndur".
Verkið er flutt þannig að píanóleikari gengur inn
á svið, hneigir sig fyrir áheyrendum, sest við
píanóið og síðan ekki söguna meir. Hann gerir
ekkert í rúmar fjórar mínúmr; hlustar bara á
þögnina. Svo stendur hann upp, hneigir sig og
gengur út aftur.
Þetta er í sjálfú sér ekki vidaus hugmynd.
Þagnir skipta afar miklu máli í tónlist, en því
virðast poppararnir ekki hafa áttað sig á enn.
Beethoven skrifaði smndum fermömr fyrir aftan
verkin sín og sama má segja um önnur tónskáld.
Fermata fyrir ofan þögn merkir að lengja skuli
þögnina töluvert. Sömuleiðis fyrir ofan nótu.
Fermata aftast í tónverki þýðir að það skuli vera
þögn í nokkra stund eftir að verkinu lýkur. Þögn-
in er nefnilega ginnungagapið sem öll sköpun
kemur út úr — og fer aftur í á endanum. Ef svo
má að orði komast.
í h-moll sónötunni fyrir píanó eftir Franz
Liszt er löng þögn rétt fyrir lokin. Liszt nefndi
ekki sérstaldega hversu löng hún ætti að vera, en
skrifaði bara „lunga pausa", sem þýðir einfaldlega
löng þögn. Einhver sagði mér að eitt sinn þegar
Liszt lék þessa sónötu, kveikti hann sér í vindli á
umræddum stað og slakaði á drjúga stund. Svo
mikilvæg var þessi þögn.
Þögnin í sónötu Liszts og hin algera þögn
Johns Cage eru ólíkar. Ég hef reyndar aldrei heyrt
— eða heyrt ekki — verkið eftir Cage, en ein-
hvernveginn hef ég ekki áhuga á því. Til þess að
þögn hafi einhverja dramatíska merkingu þarf
hún að vera innan ramma, annars verður hún
merkingarlaus. Löng þögn er áhrifarík strax á
eftir miklum látum, eins og í sónötunni eftir
Liszt, eða rétt á undan miklum stormi, eins og í
fjölmörgum verkum Beethovens. En að sjá
píanóleikara sitja grafkyrran fyrir framan píanó
bara vegna þess að tónskáldið hefúr bannað
honum að spila em trúðslæri. Það er eins og
hann standi á gati og hafi gleymt því hvernig á að
spila á píanó.
Skortur q innblaestH
Þetta verk Johns Cage er gott dæmi um örvænt-
ingarfúlla og misheppnaða tilraun til að skapa
eitthvað nýn — bara til að veta frumlegur. Það er
eins og Cage hafi ekki fengið neinn innblástur,
og í staðinn vakið á sér athygli með fíflalátum.
Því miður eru tónverk eftir fjölmörg tónskáld
tuttugustu aldarinnar í þessum dúr. Cage hefúr
verið þar í fremstu víglínu og oft farið fram úr
sjálfúm sér. í einu verki hans er píanóleikari t. d.
látinn henda dauðum fiski inn í flygil, á meðan
annar hljóðfæraleikari réttir áheyrendum klístrað-
ar pizzur og enn annar ráfar stefnulaust um svið-
ið, dragandi á eftir sér stól. Besta dæmið um
svona andlega fatækt er samt tónverk eftir höf-
und sem ég man ómögulega hvað heitir, en sam-
anstendur af tveimur nótum, H og Fís. Nú em
mörg H og Fís á hljómborðinu, en í umræddu
verki em bara tvær nótur, alltaf þær sömu. Verkið
er um fjömtíu mínúmr að lengd — eftir því sem
ég best veit, og allan þann tíma em þessar tvær
nómr endurteknar aftur og aftur í öllum hugsan-
legum útgáfum. Þær em stuttar og langar,
bundnar og slitnar, veikar og sterkar, með áhersl-
um, með pedal, með lága pedalnum eða engum
pedal. Og aftur og aftur, þar til áheyrendurnir
ganga út ælandi.
Kannski finnst einhverjum það vera innblásin
hugmynd að semja tónverk sem samanstendur
bara af tveimur nómm. Og það getur vel verið að
svo sé. Það fer eftir því hvaða merkingu maður
leggur í orðið. Persónulega finnst mér innblástur
vera þegar eitthvað hrífúr mann; innblásin tónlist
hrærir áheyrendur, innblásin túlkun gerir það
h'ka. En þó einn sé hrifinn er ekki endilega víst
að næsti maður sé það einnig. Svo um þetta má
þrefa endalaust.
Þó margt sem samið hefúr verið á tuttugustu
öldinni sé hrein og klár snilld, á það ekki við um
ofangreinda tónlist. Það staðhæfi ég, þó ég geti í
sjálfú sér ekki röksmtt það almennilega.
Hwoð er ínnblóstur?
Það er erfitt að skilgreina innblástur. Það hefur
verið reynt, en útkoman oft orðið hjákádeg. Eins
og það að innblástur komi úr hægra heilahvelinu,
eða þá úr undirmeðvimndinni. Þessu hefúr oft
verið haldið ffam og getur allt eins verið rétt. En
það segir manni samt ekki neitt.
ViCTOR Hugo sagði eitt sinn að tónlist væri um
eitthvað sem ekki væri hægt að segja með orðum,
en væri heldur ekki hægt að þegja yfir. Ég er sam-
mála þessu; ég held að innblástur sé til staðar
þegar maður finnur fyrir einhverju „á bak við
tónlistina“ — einhverju sem er þrungið mein-
ingu, einhverjum anda og lífi. Þá fyllist maður
vissu um hvað þessi ákveðna tónlist er, en getur
samt ekki útskýrt það með orðum.
Og allar tilraunir til þess arna eru fáránlegar.
Eins og það sem maður les í efnisskrá tónleika
Sinfóníuhljómsveitar íslands á fimmtudagskvöld-
um. Það er gjarnan eitthvað á þessa leið: „Tón-
verkið hefst á dramatískum bjölluhljómum sem
mynda leiðslustef í gegnum verkið, umvafið
stormum fiðlanna og þrumurn slagverksins. Grát-
ur óbósins í miðkafla verksins lýsir þeim sálar-
kvölum sem tónskáldið var í er hann þurfti að
þola nærvist dauðans. Verkið endar samt á
angurværum dúrhljómi — enn er von; tónskáld-
ið, sem hefúr verið á myrkum krossgötum í
gegnum allt verkið, eygir ljós í fjarska." >■
,yA fyrstu œfingunni
kvartaði konsert-
meistarinn yfyr því
að staður nokkur í
verkinu vœri svo
illa skrifaður að
það vœri varla hœgt
að spila hann. Þá
œpti Beethoven:
„Þegar ég samdi
þetta verk, þá vissi
ég að ég vœri inn-
blásinn afGuði
almáttugum.
Heldur þú að ég
taki eitthvert tillit
tilþinnar vesœlu
fiðlu þegar HANN
talar til mín?““
Fj ö 1 n i r
87
hnust '97