Fjölnir - 30.10.1997, Side 92

Fjölnir - 30.10.1997, Side 92
Matthías Viðar Sæmundsson Til varnar hjátrú yyAmi beitir gamal- kunnum brellum í rökleiðslu sinni: taldar eru upp fáeinar ástœður eins og um staðreyndir sé að rœða og lítið úr öðrum gert efá þœr er minnst. Hann er maður hins sjálfagða og auðvitaða. Þegar lesið er í textann kemur hins vegar í Ijós að rökferslan, efsvo má kalla} er reist á hugLegri og umdeildri sögu- túlkun sem í þokkabót er rök- studd með „skáld- legum “ hártog- unum. “ formi fullyrðingar sem allt á að skýra; margræð, gömul og óljós bannhelgi verður að barnauppeldi og umhverfisvernd án rannsóknar, því víti, varúðir og bannblettir hafa ekki verið könnuð á skipulegan hátt svo mér sé kunnugt um. Þetta efni hefur verið vanrækt að því skapi sem það er merkilegt, ritaði Sigurður Nordal 1972. „Það er trúa mín“, skrifaði hann ennfremur, „að bann- helgin sé dýpsta og lífseigasta rót hinnar æva- gömlu trúar á huldar náttúruvættir".21* Hér er ekki ætlunin að draga fram sannindi um eðli og einkunn þess sem menn trúðu á, en bannhelgi á sér trúlega margskonar kveikjur og hlutverk — trú, táknmál og hagnýt sjónarmið hafa ofist saman í tímans rás. Hið sama gildir væntanlega um sögur um huldufólk og afturgöngur, en þær seinni kenndu mönnum að ganga vel um kirkju- garða, samkvæmt Árna. Þær höfðu með öðrum orðum einungis hagnýtan tilgang, þótt ekki megi „gleyma þeim mörgu hughreinu einstaklingum sem í einlægni telja sig verða fýrir dulrænni reynslu“ auk þeirra „sem þóttust búa yfir dulræn- um hæfileikum" fýrr á tímum, en með því „vildu þeir ávinna sér ákveðna virðingu11 (skál,. mín), að sögn Árna. Allt er það svo mikið á mér, sagði stúlkan; orðavalið dæmir sig sjálft. Stöldrum hér við áður en lengra er haldið. Við verðum í fyrsta lagi að hafa hugfast að ekki eru allar ástæður til skoðana rök; sé einstaklingur spurður af hverju hann hafi tiltekna skoðun, þá getur hann svarað með ólíku móti. Hér verður að gera greinarmun á orsökum, hvötum og tylli- ástæðum sem að vísu geta blandast saman.22* Maður getur til dæmis verið þeirrar skoðunar að hann sé göldróttur af ýmsum ástæðum. Hann kann að hafa drukkið frá sér „allt vit“ ellegar hann þjáist af þráhyggju eða ofskynjunum; þá er áfengisvíma eða skynvilla orsök þessarar skoðun- ar án þess hún geti talist rök fyrir henni. Maður þessi kann einnig að vera undir áhrifúm hvata sem ekki þurfa að vera meðvitaðar, en geta ýmist verið sannar eða annarlegar. Hann getur til dæmis stjórnast af löngu gleymdum atburði eða ómeðvitaðri sálarlífsflækju (þrá, kvíða) sem tekið hefúr á sig form rökstuddrar sannfæringar. Galdra-Loftur Jóhanns Sicurjónssonar er dæmi um slíkan einstakling, sálarlíf þar sem tvær teg- undir ástæðna, hvöt og orsök, falla saman. Mað- ur þessi getur einnig notað falsrök sem yfirvarp eða skálkaskjól, hann kann að hafa hagsmuni af því að skapa sér galdraorð, það fúllnægir athyglis- þörf eða er liður í valdabaráttu, svo dæmi sé tek- ið. Þá geta margar ástæður legið til eins atburðar eða verknaðar, sambland ytri kringumstæðna og innri sálarlífsskilyrða, og offar en ekki er mat þeirra háð afstöðu þess sem skoðar. Loks er hugsanlegt að maður hafi verið alinn upp við galdratrú, sé haldinn heilasjúkdómi, stjórnist af hagsmunum og sjálfsblekkingu, en sé jafnframt gæddur afbrigðilegum sálarlífs- eða dáleiðslu- mætti sem venjulega er flokkaður undir „galdur“. Afstaða hans getur mótast af rökum, hvötum og átyllum í senn, enda er engin millivegsleysa á milli eins og annars, þegar allt kemur til alls. Röksemdafærslur daglegs lífs em háðar reynslu og kringumstæðum, enda er hæpið að greina á milli raka og annarra ástæðna fýrir skoð- unum á grundvelli skynsemi; hvatir þurfa ekki að vera annarlegar og hægt er að komast að ffáleit- um niðurstöðum með því að beita fullkomlega skynsamlegum ályktunarreglum. Segjum að mað- ur hafi veitt því athygli að regntöffar að vori og vorleysingar hafa fýlgst að svo lengi sem elstu menn muna. Er eitthvað óskynsamlegt við þá ályktun að úr því þessi árstími hefúr alltaf haff þennan eiginleika þá vori seint og illa án töffa- athafúa. Rökffæðingum hefúr a. m. k. ekki tekist að hrekja slíka álykmnaraðferð á óyggjandi hátt. Margir ffæðimenn hafa á hinn bóginn horft ffam hjá því, talað er þegar verst læmr um óröksmddar skoðanir, heimskuleg heilafóstur, vitleysiskreddur sem fólk á ýmist að hafa spunnið upp sér til skemmtunar eða sameinast um rakalaust. Nánari athugun leiðir samt í ljós að jafúvel „barnaleg" víti em hvorki átyllur, lygar né firmr, heldur byggjast þau ofi og tíðum á reynslu og/eða röklegum álykt- unum sem fléttast á merkilegan hátt saman við hverfa eða analógíska heimsmynd. Þau búa með öðrum orðum yfir raunverulegum þekkingar- forða, enda gemr það eitt skýrt erfiðleika upplýs- ingarmanna á sínum tíma, heimsmyndardeiglu átjándu aldar sem snerist ekki um togstreim þvaðurs og vísinda heldur ólíkar skýringar- eða sönnunaraðferðir, eins og rakið er í Bókmennta- sögu /7/(1997). íslenskir fræðimenn hafá ekki kannað skipulega dýpri rök þessarar þekkingar, heldur hafa rökleysa og ósannindi yfirleitt verið lögð að jöfnu án rökstuðnings; Þorvaldur Thor- oddsen taldi að hjátrúin væri í sjálffi sér ósönn og órökrétt þótt fólk aðhylltist hana og samkvæmt Árna Björnssyni er hún nýrómantískur lygasam- setningur. Þar talar svo sannarlega maður sem veit. Árni beitir gamalkunnum brellum í rök- leiðslu sinni: taldar em upp fáeinar ástæður eins og um staðreyndir sé að ræða og lítið úr öðmm gert ef á þær er minnst. Hann er maður hins sjálfsagða og auðvitaða. Þegar lesið er í textann kemur hins vegar í ljós að rökfferslan, ef svo má kalla, er reist á huglægri og umdeildri sögutúlkun sem í þokkabót er rökstudd með „skáldlegum" hártogunum. Árni viðurkennir til dæmis með semingi að „galdratru' hafi verið hvað útbreidd- ust hérlendis á sautjándu öld og ffaman af átjándu öld; nokkuð mun kannski vera til í því svo langt sem það nær á veraldargötunni. Þá er getið um „allskonar fúrðutrú“ og „grósku ýmissa fúrðuhugmynda“ sem stöfúðu af „opinberri inn- rætingu“, því galdrafar reið yfir sunnan úr Evrópu fýrir tilsmðlan „einstakra lögmanna og presta“. Ekkert er minnst á sögulegar reynslu- og hugsunarhefðir, heldur er málinu drepið á dreif með samanburði við nútímaleg verðbréfavið- skipti: „í sjálfú sér þarf engan að undra þótt hug- kvæmir menn létu sig á þrengingartímum dreyma um töfralausn vandamála sinna. Það er sambærilegt við fáránlegt brask ýmissa athafna- manna nú á dögum sem láta sig dreyma um skjótfenginn gróða með fjármálatöfmm". Hér nær skilningur Árna Björnssonar á sögulegu samhengi og skilyrðum sálarlífs effirminnilegu hámarki. Hið sama má kannski segja um útskýr- ingu hans á draugasögum, en mórar og skottur „hefðu getað átt sér hliðstæðu í þroskaheffum unglingum eða niðursetningum sem sættu illri meðferð", ritar hann, og túlka sögurnar þá „hefndarhug þeirra, samlíðun nágranna og jafnvel brenglaða samvisku fúlmenna". Þessari drauga- greiningu lýkur svona: „Rugluð eða drykkfelld Fj 92 1 ■ olmr tímarit handa islendingum hnust ‘97 2ri Sigurður Nordal: „Forspjall", 1972, xxx 22* Sjá umfjöllun í riti Peters Geach, Þorsteins Gylfasonar og Eyjólfs Kjalars Emilssonar: Þmtu- bókarkom. Reykjavík: Heimspekistofnun Háskóla íslands, 1989, 1-5 2^Jón Sigurðsson, 1860, 191 2“ú Ég hef notað hugtök „töfraskilnings“, „trúarskiln- ings“ og „vísindaskilnings" um þennan hugmynda- hræring. fslensk bókmenntasaga III. Reykjavík: Mál og menning, 1996, 43-68 25^ Mikið hefur verið skrifað á seinustu árum um tengsl trúar, vísinda og töfra, en enn skortir ítarlegt yfirlitsrit um sögu töfrarannsókna frá nítjándu öld til samtímans. Áhugafólki skal þó bent á tvær ffóðlegar (alvöru)bækur um þetta efni: Ariel Glucklich: The End stertimenni hefðu einnig getað orðið fýrirmynd að ýmsum flökkudraugum“. Þarf nokkru við þetta að bæta; smyrjum hár vort, bræður, og klingjum skálum! Toept á wawdamáli Mönnum gleymist stundum að „upplýsingin" var vígorð en ekki veruleiki, enda varaði Jón Sigurðs- son árið 1860 við tvenns konar öfgum, „ofstæki hjátrúar einstakra rnanna" og „spotti heimskra gárunga“, jafúffamt því sem hann deildi á frum- stæða skynsemistrú, „trúleysi ofvitringanna“, með svofelldum orðum: „Það er eitt af þeim einkenn- um, sem fýlgdi skynsemistrúar öldinni, að kasta ffá sér öllu, sem var byggt á trú, en ekki reynslu; menn þótmst ekki vilja trúa því, sem menn ekki skildi, en ef satt skal segja þá skildu þeir harðla lítið, sem von var, þeir vissu ekki enn, heldur en Nikodemus, hvaðan vindurinn kom eða hvert hann fór. Til hvers á þá að láta sér svo drembi- lega, eins og maður þykist vita allt og skilja allt, og ekki vilja heyra annað nefút?“23* Það er hyggi- legt að hafa þessi ummæli forsetans í huga þegar reynt er að skilja trúarlegt hugarfar fýrri alda, því það myndaði ekki samstæða heild í kirkjulegum skilningi, eins og fram er komið, heldur blönd- uðust saman ólíkar og andstæðar hugmyndaflétt- ur sem erfitt er að afmarka, rekja saman og til róta.24* Við skulum því ekki hafna „hugarslangri“ sem stangast á við vitneskju um opinbera guðs- dýrkun eða átrúnað; „óljósar skoðanir" kunna að skipta jafnmiklu máli og opinberar trúarkenning- ar, enda er enn margt á huldu um forsendur trú- ar, dulvísi og raunsæis; hvort táknræn, magísk eða dulúðug hugsun sé í eðli sínu frábrugðin hagnýtri skynsemi og vísindalegum hugsunar- hætti. Flækjan snýst með öðrum orðum um eðli og aðferðir töfrareynslu, rökfræði galdurs og hjá- trúar, hvort „ffumstæð“ hugsun lúti grundvall- arlögmálum vestrænnar rökfræði eða ekki, enda er ýmist rætt um for-rökvísi, trú á yfirskilvitlegt orsakalögmál, samsemdarheim, uppmnalega samrunaskynjun, hverfa hugsun, töffahvörf og táknrænar gjörðir (performansa) í fræðiritum.25* Samband trúar og reynslu hefúr auk þess ekki verið skýn á fúllnægjandi hátt, kannski af því ekki er um raunverulega mótsögn að ræða; töffa- athafúir virðast búa yfir „hludægri“ sálarlífs- reynslu sem eyðir í algleymi sínu mörkum „hug- ar“ og „líkama“, „menningar" og „náttúru". Sé þessi lýsing rétt er töfraathöfúum ekki aðeins beint að efnislegum heimi þar sem dularfúllir áhrifastraumar eiga að hafa yfirskilvitlegar afleið- ingar, heldur endurspegla þær sálræna atburði sem í senn eru náttúrulegir og afbrigðilegir. Tökum þekkt dæmi úr sögu mannfræðinnar: Svertingi nokkur af þjóðflokki Azandemanna var á heimleið að kvöldlagi effir erfiða og hættulega veiðiferð. Hann bar feng sinn á bakinu og skim- aði órólegur til himins, því kæmist hann ekki heim fýrir sólarlag var lífi hans háski búinn í skóginum. Hann staðnæmdist því á göngu sinni, tók upp grjóthnullung og tróð honum ofan í nálægan trjábol, jafúframt því sem hann tuldraði fýrir vörum sér: „Þú steinn, megi sólin ekki setj- ast fljótt í dag. Þú steinn, seinkaðu sólinni uppi á himninum svo ég komist áður heim; effir það má sólin setjast1'.2® Maðurinn hélt að því búnu ferð sinni áffam og segir ekki meira af honum. Þessari töffaathöfú mun hafa verið ædað að seinka eða stöðva um smnd niðurför sólar, hún átri að hafa bein áhrif á máttarvöldin með dularfúllum hætri. Tonryggið nútímafólk sem ekki trúir á eðlislæga heimsku „ffumstæðra" kynþátta hlýtur að spyrja hvort svertinginn hafi trúað þessu í raun og veru; vissi hann ekki að sólin „rís úr sæ“ og „hnígur til viðar“ með sama hætti hverju sinni, að menn geta með engu móti seinkað, snúið við né hraðað sólarhringnum, þótt töffað sé, þusað og grtískað? ofMagic. New York /Oxford: Oxford University Press, 1997; Stanley Jeyaraja Tambiali: Magic, science, religion, and the scope of rationality. Cambridge: Cambridge University Press, 1990 25^ E. E. Evans-Pritchard: Wicthcrafi, Oracles and Magic Among the Azande. Oxford: Clarendon, 1937, 469.

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.