Fjölnir - 30.10.1997, Page 93

Fjölnir - 30.10.1997, Page 93
Matthías Viðar Sæmundsson Til varnar hjátrú Svo hlýtur að vera. Af hverju tróð hann þá grjót- inu í tréð með velvöldum orðum í stað þess að hraða för sinni þegar í stað? Sá hann ekki að tek- ið var að skyggja, sviku skilningarvitin hann, bjástraði hann við tréð gegn betri vitund? Sama vandamál kemur upp þegar hugað er að regn- dönsum, galdralækningum og öðrum töfrasiðum, því fólk virðist trúa á orsakalögmál sem stangast á við hversdagslega reynslu og dómgreind. Hvernig má slíkt vera? er spurt. Þena er ef til vill ekki jafhmikil ráðgáta og sýnist í fyrstu, því leggjum við ekki hlutunum til nauðsyn af vana; búumst við ekki við sólsetri í kvöld af því við höfúm van- ist því að sjá slíkt alltaf gerast, sólin hefúr alltaf „sest“ að kvöldlagi og „komið upp“ að morgni á þessum tíma árs, svo lengi sem elsm menn muna. Hér er um sögulega reynsluhugmynd að ræða; við ályktum að hlutir sem fylgja hver öðrum í tíma og em samlægir í rúmi myndi samband orsakar og afleiðingar, samhengið tilheyrir hugs- un okkar en ekki hlutunum sem slíkum. Sé þetta rétt er lítill munur á hugtakamyndun töffa og vísinda, hversdagslegt orsakalögmál tilheyrir menningarlegum hugtakabúnaði líkt og lögmái töfra sem reist em á venju og samkomulagi, þótt sum megi rekja til beinnar reynslu. Þetta tengist gmndvallarvandamáli mann- 2/) Gregory Bateson: Sacred Unity: Further Steps to an legra ffæða að mínum dómi. Er svo dæmi sé tekið eðlismunur á hugsunarhætti svertingjans affíska, snæfellsks sjómanns á sautjándu öld og nútímafólks sem ræktað hefúr með sér „hludæga skynsemisgáfú"; eða felst munurinn kannski í arfi, uppeldi og aðstæðum, má tii dæmis skýra hann með mismunandi aðstöðu áhorfánda og þátttakanda? Því er smndum haldið ffam að rök- rænn skilningur taki að þróast þegar barnið lærir að greina sig ffá ytri heimi og eigin líkama; vit- und um orsakasamhengi og sérstakt sjálf verða til „in tandem“, hefúr verið sagt,27) en vestræn hugmyndaffæði hyllir sérstæði, einstaklingseðli og rökræna hugsun, eins og kunnugt er; huganum er ekki aðeins ædað að athuga heiminn á óvirkan hátt, heldur leitar hann uppi „hludæg“ tengsl með rökffæðilegum aðferðum, enda tengjum við efúislega atburði sjaldan saman nema hægt sé að benda á orsakatengsl. Sh'k hugmyndaffæði hefúr líkast til skilyrt og gegnsýrt hugsun okkar og við- brögð; við sjáum sjálf okkur sem alvitran höfúnd skáldsögu, sem herraX, fyrir utan það sem gerst hefúr, gerist og mun gerast. Tökum dæmi um einstakling sem sér fúgl fljúga upp af grein rétt áður en skothvellur kveður við. Hann ályktar jafúóðum, næstum því ósjálffátt, að hljóðið hafi fælt fúglinn þótt það heyrðist eftir á. Hann hafú- ar með öðrum orðum eigin skynjun á grundvelli vitneskju um hraða hljóðs og næma heyrn fúgla. Nú má ímynda sér að seinni atburðurinn sé ekki skothvellur heldur bílhljóð í fjarska eða jafnvel særingarhvísl galdraþular. Þá er í huga okkar varla um tengsl að ræða heldur tilviljun; tveir ótengdir atburðir gerast næsmm því samtímis á sama stað, er sagt. í báðum þessum tilvikum tökum við okkur stöðu fyrir utan það sem gerðist, við emm að eigin matí óháð einstökum atburðum, skoð- um þá ofan af hludægum og hlutlausum sjónar- hóli, við höfúm skapað okkur „guðlega yfirsýn“, ef svo má að orði komast, skynjum í gegnum þekkingu, gagnstætt „þátttakanda“ fyrri tíðar sem hrærðust í kviku atburðanna, en „ffumstæðu hugarfari“ hefúr stundum verið lýst í ljósi slíkra tengsla; Lucien Levy-Bruhl nefúdi þau til dæmis „participation“ og Georges Bataille fánn í þeim upptök trúarlegrar reynslu. Slíkur einstaklingur sér fúglinn fljúga upp og heyrir síðan hvell, en hann ályktar ekki þar með af takmörkuðu hyggjuviti sínu að fúglinn sé orsök hljóðsins af því atburðirnir tveir eru nálægir í tíma. Þessir atburðir geta því aðeins fangað athygli hans að þeir hafi áhrif á líf hans á einhvern hátt, en gerist það er líklegt að fúglinn og hljóðið tengist saman innan heildar sem hann er hluti af; hann nemur ekki vélræn orsakatengsl heldur merkingarsam- hengi sem ef til vill er hægt að hafa áhrif á með áhrínstöffum, enda er hann í ákveðnum skilningi hiuti af því sem hann skynjar; skynjun, þekking og umhverfi mynda samvirka, líffæna heild. Einstaklingarnir tveir virðast lifa í gjörólíkum heimi, en sé að gáð kemur í ljós að mismunur þeirra er minni en æda mátti. Varast ber að gera of mikið úr mismun frumstæðra og siðmennt- aðra manna, því herra Xer sennilega tálsýn, við höfúm varla „hludausari“ yfirsýn en svertinginn í ffumskóginum þegar allt kemur til alls. Rann- sóknir innan málvísinda og heimspeki hafá að minnsta kosti sýnt að mngumál okkar inniheldur forn samsemdar- eða þátttökuvensl sem eiga sér upptök í beinni reynslu tíma og rýmis. Sumir ffæðimenn telja jafúvel að töffahugsun sem bygg- ist á merkingarsamhengi sé ekki í eðli sínu ffá- brugðin vísindalegri orsakarhugsun; það sem skil- ur á milli er ekki rökffæðileg færni, heldur sálræn og vistffæðileg afstaða tíl atburða. Margir hafa eins og kunnugt er talað um „yfirnáttúruleg orsakalögmál", „dulúðug töffatengsl" eða „yfir- skilvidegan eðlismátt“ hugar og náttúm, en þegar allt kemur til alls snýst vandamálið um reynslu- tengsl sálarlífs og ytri viðburða. Töffahugsun (dulhyggja, hjátrú) þarf ekki að fela í sér skort á skynsemi, heimsku eða rangar ályktanir, heldur getur hún falið í sér vísvitaða eða ómeðvitandi höfhun rökhugsunar, enda réðst saga töfra ekki af uppgötvun vísindalegrar rökvísi, þótt tala megi um óbein tengsl, heldur breytingu á hugarfari eða hugsunarhætti, sálrænni og vistffæðilegri þró- un. Tengsl hugar og reynslu em samsettari en ffam kemur í einföldum andstæðusetningum um vísindi og töffa, sannindi og ósannindi, skynsemi og hjátrú, enda þarf ekki mikið til að breytast í hégiljung á öld Pauu og de Brogilie. Það er að minnsta kosti ljóst að vandamál trúar og rökvísi er óendanlega miklu flóknara en fram kemur í ritgerð Árna Björnssonar. Fjölliygglmei&ingar 1. Ég held að Paul Feyerabend hafi haft nokkuð til síns máls; við lifúm tæplega í einum heimi, eða svo dæmi hans sé notað: „Skógarvörður skynjar umhverfi sitt á annan hátt en rammvillt- ur borgarbyggi á helgarferð, hann nemur aðra atburði í þykkni skógarins, ekki aðeins ólíkar myndir sömu atburða, enda útheimtir umhverfi hans sérstaka tegund þekkingar sem ókunnugur ferðalangur býr ekki yfir“. Þetta er enn augljósara ef horff er til framandi menningar eða annars söguskeiðs, ritaði Feyerabend; „guðir Forn- Grikkja voru lifandi nærvera, „þeir voru þarna“, en nú á dögum fyrirfinnast þeir hvergi". Reynsla vestræns borgarbúa hjá affískum ættbálki sýnir hið sama: „Ég hafði aldrei verið í sveit og gat Ecology of Mind. New York: Cornelia & Michael Bessie, 1991, 70-71 AD BYGGJA UPP HUGMYNDABANKA Eitt af því mikilvægasta í hugmyndavinnu er að koma sér upp hugmynda- banka. Leiðin til pess er að láta sér ekkert óviðkomandi og skoða sem fjölbreyttast efni og fyrirbæri. Ekki einskorða þig við þekkta og venjulega upplýsinga- brunna. Alnetið er sá staður sem hægt er að skoða og leita að upplýsingum og innblæstri fyrir hugmynda- vinnu. Söfn, vísindaskáld- sögur, uppfiettirit, kvik- myndir, skemmtigarðar, furðulegar vísindakenn- ingar, kenningar um menningu, táknfræði, teiknimyndasögur, líffræði, trúarhugmyndir, memetic, tónlist, bókmenntir, mynd- list, framandi menning o.s.frv.. En Nú er komið að þér að búa til þinn eigin lista yfir það sem þú telur að komi þér að gagni. Fjölnir haust '97 93

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.