Fjölnir - 30.10.1997, Síða 97
Gunnar Smári Egilsson ...ef ég mætti svara fyrir mig og mína
f raun er ekkert byltingarkennt, ögrandi, óvænt
eða sérkennilegt við stærð blaðsins eða efnistök.
Blaðið stendur föstum fótum í hefð sem nær tvær
aldir aftur í tímann. Það er að uppbyggingu
klassískara en flest blöð sem gefin em út á ís-
landi. Svona voru tímarit á síðustu öld, þannig
hafa þau verið lengst af þessari og þannig verða
þau líklega einnig á þeirri næstu. Gagnrýnin á
stærð og uppbyggingu blaðsins byggir á ýmiss
konar hjátrú á borð við þá að vægi myndmáls sé
að aukast á kostnað tungumáls, að fólk hafi
minni tíma aflögu til lestrar nú en áður og svo
framvegis. Og þeirri vissu að úr því að þetta sé
þróunin sé réttara að fylgja henni í stað þess að
andæfa henni. Sem er náttúrlega enn ein hjátrú-
in, þ. e. að tíminn líði í beinni línu og eitt leiði
ætíð af öðm.
Niðurstaða?
Það er ekkert að stærð og efnisskipan Fjölnis,
lengd eða fjölda greinanna. Þið getið reynt það á
sjálfúm ykkur. Lesið blaðið og metið síðan hvort
það hafi verið ómaksins virði. (Ef ykkur finnst að
svo sé ekki, þá getið þið sjálfúm ykkur um kennt
fyrir að hafa látið gabbast til að lesa þessi ósköp
vegna svona auvirðilegrar áeggjanar.)
Borift út i allq Hella
Fjólnir naut þess sóma að fa lesna gagnrýni um
sig á Rás 1, ansi kjarnyrta umfjöllun í Morgun-
blaðinu, spjallgrein ffá menningarritstjóra DVog
skjall frá fjölmiðlagagnrýnanda Dags-Tímans. Að
sjálfsögðu ræði ég það síðasttalda ekki ÍTekar. En
um hitt þrennt vil ég skrifa af skiljanlegum
ástæðum.
EirIkur Guðmundsson á Rás 1 var snöggur með
sinn dóm. Hann renndi sér í gegnum blaðið
helgina eftir að það kom út og las gagnrýni sína
strax á mánudeginum. Og líklega hefúr það verið
sökum þess að hann gaf sér lítinn tíma og að
hann er menntaður bókmenntafræðingur að
gagnfyni hans snerist um bókmenntatímaritið
Fjólni. Hann las því einkum þær greinar sem
snertu fagið hans. Og þetta var svo sem ágætis
sýn á blaðið. Að sjálfsögðu er Fjölnir bókmennta-
tímarit eins og það er myndlistartímarit og tíma-
rit um allt og ekkert fyrir alla eða engan. Og það
hefúr sjálfsagt verið sökum þessa losaragangs í
blaðinu sem Eiríki fannst það ekki alveg ganga
upp. Og hann fann ekki aðeins að þessu ródeysi í
uppbyggingu og efúisskipan heldur líka í hug-
myndum. Stundum virtist blaðið stefna fram en í
næsm svipan leitaði það afturábak. Það ruglaði
líka Eirík að í blaðið skrifúðu heldri menn með
viðurkennd vottorð um menningarlega stöðu
irman um minni spámenn og fólk sem enga
stöðu hafði — ekki einu sinni vonda stöðu.
Það er kannski ljótt af mér að nýta mér
hversu smttan tíma Eiríkur gaf sér til að leggja
mat á blaðið — eflaust hefúr hann komið sér
upp traustari skoðun nú — en mig langar samt
að draga af því lærdóm. Eiríkur gagnrýndi blaðið
nefúilega út úr helli bókmenntafræðingsins,
heimi sem hann þekkir út og inn og hann finnur
til öryggis í. Þar er allt klárt og kvitt, lífsmátinn
settlegur og skýrt skilgreindur og öllum ljóst hvað
telst til góðra siða og slæmra. Eins og í öðm
þröngu nábýli þá ríður á að íbúar bókmennta-
heUisins komi sér saman um samskiptamáta,
tungutak og sjónarhorn. Og þar sem bók-
menntafræðingamir hafa setið í þessum helli sín-
um áratugum saman þá hefúr tungutak þeirra og
sjónarhom orðið æ sértækara og skrímara. Það er
langt síðan fólkið í heimspekihellinum eða
stjómmálafræðihellinum hætti að skilja hvað þeir
vom að fara. En það kemur ekki að sök því bók-
menntafræðingamir gæm hvort eð er aldrei unað
sér í hellunum hjá þessu fólki. Það er nefnilega
þannig að ef þér finnst einhver vera voða vidaus
þá er næsta víst að þeim sama þyki þú ekki stíga í
vitið. Þess vegna simr hver í sínum helli með sínu
fólki. Það er ömggast. Og þó að það sem al-
mennt er talið satt og rétt í einum helli sé argasta
heimska í þeim næsta þá truflar það ekki þá sem
aldrei yfirgefa sinn helli.
Eitt af einkennum Fjölnis var tilraun til að
líta framhjá þessu hellasamfélagi. Blaðið rak tána
inn í nokkra hella og reyndi jafnvel að varpa ljósi
á heimiliserjur í einum helli með því að beita á
þær samræðutækni úr nágrannahellinum. Þetta
tókst svona og svona. En þetta fór náttúrlega
framhjá þeim sem sám fastir í sínum helli. Þeir
sáu einungis það sem féll að sjónarhorninu út um
hellismunnann. Og þetta er náttúrlega það sem
gerir hellisvistina svona notalega. Það er akkúrat
ekkert sem raskar ró hellisbúans. Sjónarhorn hans
út um hellismunnann er óhagganlegt og annað
kemur honum ekki við.
Auðvitað var Eiríkur ekki alveg svona þröng-
sýnn. Og þó. Ég hjó eftir því í gagnrýni hans að
hann kallaði Fjölni blað stílistanna og ég heyrði
ekki betur en þetta fyrrverandi hrósyrði væri á
barmi þess að verða að háðsyrði á vörum hans.
Eða var það ímyndun? Fannst mér allt í einu að
stílistinn hlyti að vera til óþæginda í hellinum
hans Eiríks? Stílistinn er nefnilega ólíkindatól og
sjaldnast allur þar sem hann er séður. Hann virðir
ekki alltaf reglur rökvísinnar og fyrir honum er
viðurkennd niðurstaða og kunn leið að henni
eitthvað sem helst áf ollu þarf að eyðileggja. Það
er aldrei hægt að skilgrcina, flokka og kfyfja stíl-
istann. Um leið og það hefúr verið gert skiptir
hann um stíl. Þeir sem hafa beygt sig undir
fræðilegar skilgreiningar á véröldinni eiga því
bágt með að þola stílistann. Það er ekki nóg með
að hann viðurkenni engar leikreglur heldur
virðist hann oft geta dregið fram veiklcika fræð-
anna. Og það jafnvel með því að hafa rangt fyrir
sér. r
Annars fannsr Eiríki Fjölnir hvorki góður né
slæmur. Honum fánnst blaðið vera að biðja um
eitthvað án þess að bjóða upp á neitt. Lokaniður-
stöðu sína sótti Eiríkur í hinn klassíska one-Iiner
Guðmundar Andra: Ég vcit það ekki.
Þetta er hin sögulcga uppgjöf bókmenntanna
fyrir lífinu, samfélaginu og veröldinni allri. Þær
vita ekki, það er ekki lengur hlutverk þeirra.
Arnl-Ðqrwiwislct
ÞröSTUR Helcason, bókmenntafræðingur Moggans,
var búinn að lesa frá sér allan vafa þegar hann
lauk við sína gagnrýni einum og hálfum mánuði
eftir að blaðið kom út. Þetta var vond gagnrýni.
Ekki fyrir það að hún hafi ekki verið skorinorð
og skýr heldur var gagnrýnandinn vondur. Hann
var næstum illur, reiður, bitur og foj. Það var
unaðslegt að lesa svona texta í Mogganum sem
vanalega sýnir engar tilfinningar nema söknuð í
minningargreinunum.
Grein Þrastar var byggð upp sem hljómkviða.
Hún byrjaði í lágværu tuði yfir formála Fjölnis og
vatt sér síðan í ómstríða andúð yfir grein Hall-
crIms Helcasonar um ljóðið. Þar á eftir kom
millikafli þar sem slegið var úr og í út af grein
Halldórs Bjöms um vimndarverðina. Loks kom
lokakafli sem byrjaði á léttu skjalli um eðlisfræði
en í gegnum það reis skyndilega upp sama
andúðarbylgjan og hafði leikið um ljóðakaflann
og höfúndur spann sig upp f reiði sem endaði í
stórbromum lokahljómi: Þetta er ekki Fjölnir
endurborinn! Hallgrímur er enginn Jönas!
Auðvitað lét Þröstur tilfúiningarnar hlaupa
með sig í gönur. Hann afskrifaði meira að segja
tvær greinar sem óprenthæfar — orð sem krefst
eiginlega kláms, svívirðinga eða einhvers m'ðings-
skapar. En þó ljótt sé að segja það, þá hafði ég á
tilfinningunni við lesturinn að Þröstur væri að
láta annarra manna tilfinningar hlaupa með sig í
gönur.
Getur tæplega þrítugur maður rekið upp
kvein þegar einhver heldur því fram að form-
bylting atómskáldanna hafi dagað uppi í form-
leysu og lausnin sé að leita brýningar í hinum
svokölluðu hefðbundnu bragarháttum? Getur
hann kvartað yfir að verið sé að færa umræðuna
um ljóðið fimmtíu ár afturábak? Hver var þá ekki
sök villtu málaranna sem teygðu sig áratugi afútr
í tímann til expressfonistanna? Eða tónskáldanna
sem fóru að semja rómantískt á sjöunda áratugn-
um? Eða frönsku nýbylgjumannanna sem lögðust
yfir mttugu ára gamlar amerískar glæpamyndir?
Er ekki lausnina nánast alltaf að finna í sögunni?
Ekki með því að endurskapa hana heldur endur-
vinna? Hverjir líta svo á að orrustan milli hefð-
bundna ljóðformsins og hefðbundna óhefð-
bundna ljóðformsins sé endanlega til lykta leidd?
Aðrir töpuðu en hinir unnu? Á ekki við um þetta
eins og önnur stríð að aðeins þeir sem taka þátt
geta skilgreint sig sem sigurvegara? Gemr tæplega
þrítugur maður litið aftur til þessa ats og séð fyrir
sér knáan sigur atómskáldanna og síðan órjúfan-
lega sigurgöngu þeirra í átt til framtíðar og fúll-
komnunar? Nei, Þröstur hefúr látið sjónarmið
rúmlega miðaldra manna sveifla tilfinningum
sínum, manna sem sjá ævistarf sitt fúðra upp ef
einhver efast um réttmæti hersigra þeirra. Er þá
ekki smtt í að sigurlaunin — sessinn í sögunni
— verði tekin ffá þeim?
f sannleika sagt er ég ekki að halda því fram
að MatthIas Johannessen, ritstjóri Þrastar, eða
Jöhann HjAlmarsson, umsjónarmaður bók-
menntagagnrýni á Mogganum, hafi blásið Þresti
þessum djöfúlmóði í brjóst. Mér finnst miklu
líklegra að hann hafi einfaldlega lesið bók-
menntasöguna sína svo vel að hann sé farinn að
trúa henni. Hann trúir því að hún sé þróunar-
saga, einskonar úrval stíltegundanna. Fyrir hon-
um er endurvakning hefðbundinna bragarhátta
vísindaskáldskapur, endurlífgun risaeðlanna,
Jurassjc Park. Hins vegar veit ég að grein Þrastar
hefijr ýljað gömlu mönnunum. í það minnsta
skrifar ehginn svona um hógvært ffamtak í
inenningarmálum í Moggann nema fa til þess
byssuleyfi.
Þessi þróunarsýn Þrastar á söguna veldur
honum lfka þeiin vandræðum að hann ruglar
saman Hallgrími Helgasyni og Jónasi Fíállgríms-
syni. Einnig Pjölnivið nafna hans á síðustu öld.
Hann segir Jónas haiá kvcðið rímurnar í kútinn
með grein sinni um Sicurð Breiðfjörð. Hallgrím-
ur reyni að vega að formleysu nútímaljóða með
sama hætti en takist ckki. Til þess sé grein Hall-
gríins of yfirborðskcnnd, stóryrtog illa undir-
byggð. Höggjð géigar og slær HaHgrím sjálfán.
Hið sanna cr að ef þessar tvær greinar eru bornar
saman þá er grein Hallgríms sýnu skárri. Grein
Jónasar um Sigurð er fátt annað en illa upplögð
skapvonska, óþefúrinn af fylleríi gærdagsins legg-
ur af beiskum pcnnanum. Hins vegar hefúr sagan
dæmt Jónasi sigur í glímunni um rímurnar og
þar af leiðandi greinina bæði góða og gilda. Eng-
in grein sem skrifúð er á þessari öld stenst saman-
burð við slíkan dóm. Hallgrímur hefúr því vart
leitað slíkst samanburðar við þjóðskáldið, ekki
frekar en Svava Jakobsdóttir var að lfkja sér við
Snorra með þvf að skrifa GunnlaÖarsögu eða
Laxness við Milton með Paradísarheimt sinni. Ef
Hallgrímur hefúr sótt sér fyrirmynd til Jónasar í
þessari grein þá hefúr það verið um að segja
meiningu sína án tillits til viðurkenndustu við-
horfá eða óttaslegins útreiknings á viðtökum ein-
hverra postula. Og þar sem við getum ekki efast
um meiningu Hallgríms þá verðum við að gefa
honum gott fyrir frammistöðuna samkvæmt
þessum mælikvarða.
Varðandi samanburðinn við gamla Fjölni veit
ég ekki hvað skal segja. Við hverju bjóst Þröstur?
Eðlilegu framhaldi útgáfúnnar eins og ekkert
hefði í skorist? Fjölni eins og hann hefði viljað
hafa hann? Ég veit ekki hvað skal segja. Mér
finnst eitthvað sorglegt við þennan samanburð.
Ég sé fyrir mér allt líf hans verða vonbrigði.
Ekkert það sem hann upplifir mun jafúast á við
söguna sem hann lærði. Samtímann mun alltaf
skorta þær skýru línur sem sagan færir honum.
Gamli Fjölnir var vettvangur þar sem menn
reyndu að skilgreina samtíma sinn. Það sama á
við nýjan Fjölni. Þessi samanburður segir náttúr-
lega ekki neitt. En annan samanburð er fráleitt að
gera. Þetta er bæði galdurinn og stemmningar-
leysið við nafnið. f raun segir það ekkert annað
en að einu sinni var saga vor samtími. Hins vegar
stækkar þessi sjálfsagða staðreynd bæði söguna og
samtímann — en það er önnur saga.
Köllum bað pówmódemwlct
Það er svolítið skemmtilegt og skrftið að Siua
Aðalsteinsdóttir, bókmenntaffæðingur DV, skyldi
finna f Fjölni póstmódernismann sem Þröstur >•
„ Grein Þrastar var
byggð upp sem
hljómkviða. Hun
byrjaði í lágvœru
tuðiyfir formála
Fjölnis og vatt sér
siðan í ómstríða
andúð yfir grein
Hallgríms Helga-
sonar um Ijóðið.
Þar á eftir kom
millikafli þar sem
slegið var úr og í út
afgrein Halldórs
Bjöms um vitund-
arverðina. Loks
kom lokakafli sem
byrjaði á léttu
skjalli um eðlisfrœði
en í gegnum það
reis skyndilega upp
sama andúðar-
bylgjan og hajði
leikið um Ijóðakafl-
ann og hófundur
spann sig upp í
reiði sem endaði í
stórbrotnum loka-
hljómi: Þetta er
ekki Fjölnir endur-
borinn! HaUgrimur
er enginn Jónas!“
Fjölnir
hnust '97 97