Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 98
Gunnar Smári Egílsson ...ef ég mætti svara fyrir mig og mína
„Sambúð talmáls
og ritmáls svipar
um margt til sam-
búðar opinberrar
umrœðu og tilfinn-
inga og skoðana
einstaklinganna í
samfélaginu. Hœtt-
an á aðgreiningu
þama á milli er sú
sama og afleiðingin
er ósköp lík. Opin-
ber umrœða hættir
að geta endur-
speglað lifisýn,
skoðanir, viðhorfog
væntingar einstakl-
inganna og smátt
og smátt koma þeir
sér upp tvenns
konar sannleika.
Annars vegar hafa
þeir sín einka-
viðhorfog eru til-
búnir að tjá sig um
þau í smœrri hóp-
um og hvar sem
engin hœtta er á að
ummœli þeirra séu
skjalfest eða hljóð-
fest. Þegar þeir hins
vegar ijá sig opin-
berlega þá leggja
þeir einkaskoðanir
sínar til hliðar og
taka upp sínar
opinberu skoðanir.
Samfélag sem sam-
sett er úr svona
einstaklingum
þroskast eitthvað
út í bláinn. “
Fj
•• T *
olnir
timarit handa
islendingum
hnust '97
er búinn að biðja svo sárlega um í greinum sín-
um í Moggatium. Ef það er rétt hjá Silju þá þekk-
ir Þrösmr ekki óskabarnið sitt þegar því er fleygt
upp í fangið á honum. Silja þurfti hins vegar ekki
að lesa nema formála blaðsins og fylgigreinar
hans til að átta sig.
Nú veit ég ekki hvort þetta er rétt hjá Silju,
ég er enn að bíða eftir að Kristján KristjAnsson,
heimspekingur að norðan, segi mér í Lesbókinni
hvað póstmódernisminn er. Ég vil þó ekki efast
um glöggskyggni Silju. Það segir sig ef til vill lfka
sjálft að einhverja póstmóderníska takta megi
finna í Fjölni. Jafn fyrirferðarmikil skepna í sam-
tímanum hlýmr að skjóta upp kollinum í blaði
sem vill lifa sína eigin tíma — annað er ómögu-
legt. Og þó. Samkvæmt Silju hefúr öllum íslensk-
um blöðum tekist þetta hingað til.
Annars get ég lítið sagt um gagnrýni Silju því
hún var um fátt neikvæð. Það var helst að hún
kvartaði yfir að ég væri helst til langorður og um
það segi ég náttúrlega sem allra minnst.
Kurtei»i»wewiMr móðgaðm
Nú þegar ég er sjálfsagt fýrir löngu búinn að
hrista Silju af mér vil ég játa dálítið fyrir þeim
sem enn lifa. Ég er að skrifá þessa grein vegna
þess að ég vil standa með mínu blaði, sýna að ég
er stoltur af því. Og svo langaði mig líka til að
svara gagnrýni af því að það má ekki og ég hef
aldrei skilið hvers vegna. Góðhjartaðir menn hafá
bent mér á þessa gullnu reglu en þeim hefúr ekki
tekist að útskýra hana fyrir mér svo ég skilji.
Suma þessara manna hef ég síðan séð kengbogna
undan smávægilegum aðfinnslum eða tútna út af
sótsvartri reiði. En þeir svara aldrei fyrir sig.
Auðvitað tel ég mig vita út á hvað þetta
gengur. í fyrndinni þótti það mannkostur að
standast gagnrýni. Manngildishugmynd þess
tíma gerði ráð fyrir að menn ættu að standa með
eigin samvisku og móta skoðanir sínar út ffá
henni. Gagnrýni bítur ekki slíkan mann. Hann
er sinn eigin dómari. Aðrir geta fúndið að verk-
um hans og orðum en það er einfaldlega þeirra
mat. Aðeins þeir sem leggja meira upp úr áliti
annarra en sínu eigin hrína undan gagnrýni.
Við höfúm náttúrlega fyrir löngu gleymt
þessum gildum. í dag hrína allir undan gagnrýni.
Rithöfúndar, myndlistarmenn og leikarar halda
ráðstefnur þar sem þeir hrína undan gagnrýni.
En þeir svara henni aldrei. Þeir hnykla aðeins
brýrnar og setja upp hundsaugu til að sýna hvað
þeir eiga bágt og hversu djúpt þeir em særðir. En
það heyrist ekki boffs frá þeim.
Ekki opinberlega. Prívat og persónulega vaða
þeir elginn og rekja hvernig öfúndin boraði sig í
gagnrýnandann, byrgði honum alla sýn og jók
honum heimsku. Þeir rekja ósigra hans í gegnum
þroskastig bernskunnar og þolraunir fúllorðinsár-
anna. Þeir afhjúpa getuleysi hans á öllum svið-
um. En opinberlega segja þeir ekki neitt.
Hin gullna regla heilsteypts manns er þannig
orðin að kurteisi móðgaðra. Og móðgunin er
orðin mannkostur og nýtur virðingar. Hún smit-
ast jafhvel. Ef ljóðskáld má þola slæma gagnrýni
þá móðgast hann. Og móðgun hans ferðast um á
Pegasusi og smitar önnur skáld og ljóðaunnend-
ur. Gagnrýnin verður móðgun við lífsviðhorf
þeirra og lífsstíl, vefengir grunninn undir sjálfs-
mynd þeirra. Og þar sem fáum er eiginlegt að
grípa móðgun á lofti og nýta hana sem kveikju
að málefúalegri umræðu þá svara skáldin gagn-
rýninni ekki. Ekki frekar en þeir myndu svara
þeim sem véki sér að þeim, liti niður eftir þeim,
fórnaði höndum og segði: Mikið djöfúll ertu
púkó! Slíku er ekki hægt að svara með öðru en að
vinda upp á sig og strunsa burt. Og þegar menn
meta alla gagnrýni sem þesskonar móðgun þá
svara þeir henni náttúrlega ekki. Þannig hefúr
hin gullna regla heilsteypts manns orðið að
kurteisisvenju og síðan hálmstrái hins móðgaða.
Það hefúr því orðið ákveðin umpólun í sið-
ferði opinberrar umræðu. Gamlar kurteisisvenjur
byggðar á mannkostum hafa orðið að skjóli fyrir
leti og deyfð. Og þegar svo er komið er tími til
að leggja kurteisisvenjunum, þá er orðið siðbæt-
andi að brjóta þær.
Degar rítmál verður of
ffirrt: ffyrir talmálið
Ef ég má skýra þetta aðeins nánar vil ég taka
dæmi af mismun talmáls og ritmáls. Ef við
ímyndum okkur heppilegt sambýli þessara
tveggja mála þá yrði það þannig að talmálið tæki
örum breytingum og leitaði nýrra leiða en þróun
ritmálsins væri hægari, það tæki upp varanlegar
breytingar á talmáli en sleppti smærri tískubólum
ffamhjá sér. Talmálið væri þá hinn leitandi þáttur
tungumálsins, einskonar nýjungagjarn galgopi.
Ritmálið stæði hins vegar traustari fótum í hefð-
inni en væri samt það víðsýnt að það tæki mið af
öllum þeim breytingum sem leiddu til góðs.
Saman myndu þessi tvö síðan náttúrlega lifa
hamingjusamlega til æviloka og geta af sér kvika
og lifándi umræðu.
En það er líka hægt að hugsa sér erfiðari
sambúð málanna tveggja. Ritmálið gæti orðið
su'ft í sinni grónu hefð og miklu reynslu og átt
erfitt með beygja sig undir kröfúr talmálsins um
breytingar. Með tímanum myndi samkomulagið
versna, talmálið hafna leiðbeiningu ritmálsins og
ritmálið að sjálfsögðu forherðast í íhaldssemi
sinni. Málin myndu þroskast hvort ffá öðm og
skilja á endanum. Talmálið fyndi sér nýtt og
þjálla ritmál að lifa með og ritmálið myndi að
sama skapi finna sér einhvern hóp sem sæi sér
hag í að tala vandaðra og upprunalegra mál en
allur almenningur.
Við höfúm fylgst með þessum hjónaerjum
hér á íslandi þó þær hafi ekki orðið jafn drama-
tískar og víðast annars staðar. Ritmálið og talmál-
ið hanga hér enn saman og skilnaður liggur ekki í
loffinu. Það má klaga upp á ritmálið að það sé
helst til íhaldssamt en það bliknar eiginlega í
samanburði við íhaldssemi hinnar rimðu hugsun-
ar. Löngun íslendinga til að vernda mnguna sína
hefúr nefnilega ýtt undir andstyggð þeirra á
klúrri hugsun sé hún á prenti. Til dæmis var það
ekki fyrr en nú nýlega að íslendingar fóm að ríða
að einhverju ráði á prenti, mörgum áratugum á
effir þeim þjóðum sem þeir þó vilja bera sig sam-
an við í flestum efúum. Og eins og fslendingum
tekst off að vera kaldir og töffþegar maður rekst
á þá úti á götu þá verða þeir svoh'tið kjánalegir
þegar þeir reyna að vera töff á prenti. Lífsstíll göt-
unnar er of óheflaður fyrir pappírinn.
En auðvitað er þetta skylt. Verndað ritmál
ber með sér verndaðan hugmyndaheim. Og í
raun er það tilraun til stjórnar á hugmyndaheim-
inum að stjórna þróun ritmáls. Ameríkanar
myndu sjálfsagt kalla það menningarlega kúgun
eins þjóðfélagshóps á öðrum. Þannig ffer lífssýn
og viðhorf lítilsvirtustu hópanna ekki inngöngu í
hugmyndaheim okkar. Honum er ekki hafnað á
forsendum hugmyndanna heldur talsmátans.
Sambúð talmáls og ritmáls svipar um margt
til sambúðar opinberrar umræðú og tilfinninga
og skoðana einstaklinganna í samfélaginu. Hætt-
an á aðgreiningu þarna á milli er sú sama og af-
leiðingin er ósköp lík. Opinber umræða hættir að
geta endurspeglað lífssýn, skoðanir, viðhorf og
væntingar einstaklinganna og smátt og smátt
koma þeir sér upp tvenns konar sannleika. Ann-
ars vegar hafa þeir sín einkaviðhotf og em til-
búnir að tjá sig um þau í smærri hópum og hvar
sem engin hætta er á að ummæli þeirra séu skjal-
fest eða hljóðfest. Þegar þeir hins vegar tjá sig
opinberlega þá leggja þeir einkaskoðanir sínar til
hliðar og taka upp sínar opinberu skoðanir, Sam-
félag sem samsett er úr svona einstaklingúm
þroskast eitthvað út í bláinn og örugglega ekki til
þess að sinna þörfúm einstaklinganna sem búa í
þvf. Og opinber umræða í slíku samfélagi verður
náttúrlega jafn dauð og ritmál sem hefúr skilið
við talmálið sitt, hún verður einskonar þykjust-
unnileikur, hamur sem einhver eiturslangan skildi
eftir áður en hún skreið bun.
Tveir gawwlcíKar á lofti
Og þá er ég kominn að þeirri reynslu sem hefúr
verið mest sláandi við að ritstýra Fjölni.
Við undirbúning þessara tveggja blaða hef ég
talað við eitthvað um 250 manns um hugsanleg
greinarskrif í blaðið. Úrtakið hefúr verið meira og
minna tilviljanaúrtak úr minni mínu. Það hefúr
verið gleðilegt að finna hjá stórum hluta þessa
hóps óskir um að Fjölniryxi til þess að verða
góður vettvangur fyrir skoðanaskipti og tæki til
skilgreiningar á því samfélagi sem við lifúm í. En
það hefúr verið andstyggilegt að átta sig á hvað
óttinn við opinbera umræðu hefúr gegnsýrt
samfélagið okkar. Ekki einungis vegna þess að
fólk veigrar sér við að styggja raunverulegar og
ímyndaðar valdablokkir heldur hversu auðvelt
fólk á að leggja annað mat en sjálfs sín á skoðanir
sínar og hugmyndir. Ég hef rætt við menn sem
hafa lýst fjálglega gem- og andleysi þess geira sem
þeir starfa í og rakið þetta til skorts á opinskárri
umræðu um þau málefúi sem sannarlega skipta
máli, en um leið og ég sting upp á því að þeir tjái
sig um þetta í lítilli grein þá venda þeir og út-
skýra með jafn heitum sannfæringarkrafti að það
geti þeir ekki vegna þeirra afleiðinga sem skrifin
myndu hafa fyrir prívadíf þeirra og starfsffama.
Þeir tala ekki aðeins tveimur tungum heldur
virðast þeir hugsa með tveimur heilum. Sem
bemr fer má enn finna almennilegt fólk á íslandi
og þessi tvískinnungshátmr er ekki enn það al-
gengur að ekki megi gefa hér út þokkalegt blað.
En það er eftir sem áður eitthvað óhugnanlegt
við þetta. Það er hryllilegt að átta sig á að maður
lifir í samfélagi þar sem óttinn við að tjá skoðanir
sínar er lamandi og menn þurfi að brýna kjark
sinn — eða jafnvel fífldirfsku — til að segja
meiningu sína.
Ég er ekki sá samsæriskenningarsmiður að ég
treysti mér til að segja hverjir hafi hag af að lifa í
svona samfélagi. Reyndar veit ég að það er einskis
hagur. Ef einhver heldur það þá vona ég að hann
átti sig. Ég held að þetta sé tilkomið af vondri
hefð í samfélaginu og bágu andlegu ástandi nú.
Við emm svo vönkuð að við getum ekki hrist af
okkur hefðina.
Ég veit fúllvel að við getum ekki hresst upp á
andlegt ástand okkar í einhverri hópvinnu. Það
verður hver og einn að gera fyrir sjálfan sig. Hver
og einn verður að þjálfa sig í að standa með sjálf-
um sér og smátt og smátt komast að því að ef
hann lagar sig sífellt að kröfúm annarra eða hugs-
anlegum viðbrögðum þeirra þá er hann í raun að
afklæðast persónuleika sínum. Hann kýs að lifa
lífi annarra. Þar sem þessir valkostir mæta okkur í
smáu sem stóru þá erum við í raun sífellt að taka
ákvörðun um hvort við viljum lifa okkar lífi. Það
er viðvarandi verkefni hvers og eins okkar að velja
milli lífs og dauða. Og eina hjálpin sem við get-
um veitt hvort öðru er að velja rétt fyrir sjálf okk-
ur.
Og hér kemur framtíðarsýn: Þegar æ fleiri
hafa horfst í augu við þetta val þá munum við
smátt og smátt fara að meta menningu okkar út
frá virkni samfélagsins, hversu frjálsir menn em
að tjá hugmyndir sínar og vilja og hversu auð-
veldlega þessar hugmyndir ferðast um samfélagið.
Við munum ekki lengur þurfá að telja tónleika,
myndlistarsýningar, útgefnar bækur eða útskrif-
aða stúdenta til að sannfæra okkur um að við
lifúm í menningarsamfélagi. Við munum finna
kraft menningarinnar ólga í æðum okkar, skynja
ábyrgð okkar í samfélaginu og óskir okkar munu
þroskast með þróun þess. Síðan mun ný Jerú-
salem stíga niður af himnum og allir menn öðlast
eilfft lif.
Nei, það gerist víst ekki.
Flestir þeir sem hafa hugsað út í það hafa
komist að því að lífið er einskonar vegur — ekki
leið að endamarki eða sigurlaunum — heldur
einungis vegur. Tdraun okkar til að efla samfélag-
ið sem við lifúm í er því markmið í sjálfú sér og
verður ekki mæld út frá sýnilegum árangri. Og
sökum þess er hún eilífðarverkefni, stærri en
hvert okkar um sig. Þó við höfúm fengið slæman
arf — herpt samfélag og lyddulega orðræðu —
veitir það okkur ekki rétt til að skila því þannig af
okkur. Þar sem tilraunin er markmiðið skiptir
upphafsstaðan í ratm engu máli. Syndir feðranna
koma aðeins niður á þeim sem em ófærir um að
læra af þeim.
Þannig er nú það. ■