Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1948, Side 8

Læknablaðið - 15.12.1948, Side 8
114 LÆKNABLAÐH) Bikarbonatið er aðeins hluti af ölluni alkalivaraforða plásmans en mælingin á því einu gefur þrátt fyrir það nægilega hug- mynd um magn varaforðans alls. Bikarbonat-ákvörðun má m. a. gera með því að mæla það kol- sýrumagn, sem myndast úr bikarbonati plasmans, þegar það er hrist í vakuum með mjólkursýru. Nokkur hluti kol- sýrunnar eða ca. 5% af þeirri kolsýru, sem aðferð þessi á- kveður, er upprunalega upp- leyst í plasmanu sem slík, og því ætti niðurstaða ákvörðunar- innar að vera lægri, sem svarar þessu kolsýrumagni (eða ca- 5%), en þetta er svo lítill hluti af heildarmagninu, að ekki þykir skipta máli, þótt það sé talið með bundnu kolsýrunni við útreikninginn. Bikarbonat reagerar með sterkum sýrum og bindur þær á þann hátt, að HC03-ioninn tekur upp vatnsefnision og klofnar því næst í kolsýru (C02) og vatn. Kolsýran skilst úr í lungunum. Sú hækkun á vatnsefnision- koncentrationinni, sem á sér stað, þrátt fyrir bufferverkun bikarbonatsins stendur nokk- urn veginn í beinu hlutfalli við lækkun bikarbonatkoncentra- tionarinnar. Breytingar á bikar- bonat-magninu þurfa ekki ætíð að hafa í för með sér óeðlileg- ar sVeiflur á pH. gildi blóðsins. Við acidosis og lækkað bikar- bonat getur um leið verið lækk- un á óbundinni kolsýru og sam- fara alkalosis hækkun á óbund- inni kolsýru. Þegar svo er, get- ur hlutfallið á milli kolsýru og bikarbonats haldizt innan eðli- legra marka án þess að pH. gildið rasldst af þeim sökum. Acidosis og alkalosis án pH. breytinga nefnist kompenseruð acidosis og kompenseruð alka- losis. Undir vissum kringumstæð- um gefur bikarbonat-ákvörðun ekki rétta hugmynd um röskun á pH.-gildinu. Slíkt getur orðið með tvennu móti: 1) Primær aukning- á óbund- inni kolsýru: Við köfnun og öndunarörðugleika af völdum lungnasjúkdóma eða þrengsla í öndunarfærum (tractus re- spiratorius) t. d. við tumora, difteri eða þ. h. eykst kolsýru- magn blóðsins til muna, og sé gerð bikarbonatákvörðun með áðurgreindri aðferð getur hún sýnt hækkun allt upp í 80 vol.%, án þess að um nokkra hækkun á bikarbonati sé að ræða. Við þessa kolsýruaukn- ingu lækkar pH.-gildi blóðsins. 2) Primær lækkun á óbund- inni kolsýru: Við oföndun (hvperventilation) lækkar ó- bundin kolsýra í blóðinu, en að sama skapi vex bikarbonatið og pH.-gildið hækkar, enda þótt bikarbonat-ákvörðun með þess-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.